Kjarninn - 30. útgáfa

Page 1

30. útgáfa – 13. mars 2014 – vika 11

leita sátta en hræðast þjóðaratkvæðagreiðslu Mæðgur fórnarlömb möppudýra segir Auður Jónsdóttir

Myglusveppur veldur tjóni vegna gáleysis við nýbyggingar

BJÖRK

VILL VIRKJA ÞJÓÐINA


30. útgáfa

efnisyfirlit 13. mars 2014 – vika 11

Virkjanir sem eilífðarþrætuepli Topp 5 listi yfir umdeildar virkjunarhugmyndir og byggðar virkjanir.

Kínverjar vilja gera mjólk að þjóðardrykk Sjö Spurningar

Sigga Dögg kynfræðingur les Kjaftað um kynlíf

Stóraukin eftirspurn eftir mjólkurvörum í Kína veldur ört vaxandi markaðsverði.

Brottfall og ómenntað vinnuafl Guðmundur Gunnarsson skrifar um alþjóðlega stöðu menntastigs Íslendinga.

Í leit að annarri jörð í geimnum kjaftæði

Sjávarútvegur

Hugsanir fangaðar í status á Facebook

Gríðarlegir hagsmunir Íslands þegar kemur að makrílveiðum

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Nýlegar uppgvötanir benda til þess að aðrar jarðir séu til einhvers staðar í geimnum.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út. FoRSÍðumyNd: daNNy CLINCH


Samsung Galaxy Tab 3 8" skjár, 4G, WiFi, 16GB

Fyrsti mánuður á 0 kr. hjá Nova!

Nova kynningarverð

64.990 kr. stgr. 3.990 kr. /18 mán. Fullt verð: 79.990 kr.

Kaupa Sæktu Kjarnann á Google Play og fáðu fréttirnar beint í farsímann eða spjaldtölvuna. Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter


Leiðari

Magnús Halldórsson kjarninn 13. mars 2014

glórulaus stóriðjubúskapur Magnús Halldórsson skrifar um framtíðarsýn stjórnmálamanna og höfuðatvinnuvegina

S

tjórnmálamenn á Íslandi hafa því betur ekki mest um það að segja hvernig hagkerfinu reiðir af. Þeir leggja línurnar með lögum og reglum en ákvarðanataka einstaklinga sem ekki eru með tekjur á fjárlögum skiptir miklu meira máli. Allt bendir nú til þess að endurreisn bankakerfisins og umfangsmikil endurskipulagning stórra sem smárra fyrirtækja sé farin að skila árangri. Stjórnendur og eigendur fyrirtækja eru í betri aðstöðu til þess að ráðast í fjárfestingar vegna þess að fjárhagsleg staða er orðin skýrari en áður. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands renna stoðum undir þetta. Hagvöxtur mældist 3,3 prósent í fyrra og fjárfesting er að aukast eftir mikla ládeyðu í kjölfar hruns bankakerfisins. Stjórnmálamenn hafa lítið sem ekkert komið að þessari endurskipulagningu enda eru þeir ekki kosnir til þess. Hún hefur hvílt á sérfræðingum á fjármálamarkaði, stjórnendum fyrirtækja og einstaklingum sem eiga hagsmuna að gæta. 01/04 Leiðari


Margt í þessu ferli hefur orkað tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en útkoman rennir stoðum undir viðspyrnu atvinnulífsins um þessar mundir. augljóst einkenni skammtímahugsunar Stundum er ekki annað að skilja á stjórnmálamönnum, sama í hvaða flokki þeir eru, að allt sem vel er gert í hagkerfinu sé vegna þess að þeir séu að gera eitthvað rétt. Þetta er í besta falli einföldun. Stjórnmálamenn geta vel verið svo til stefnulausir og skammsýnir í næstum öllum aðgerðum sínum á sama tíma og efnahagslífið skilar góðum tölulegum árangri. Besti árangurinn næst þegar einkageirinn „Besti árangur- og stjórnmálamenn vinna saman, til dæmis inn næst þegar á sviði menntamála og þegar kemur að einkageirinn og langtímastefnumörkun á ýmsum sviðum. Eitt augljósasta einkenni skammstjórnmálamenn tímahugsunar stjórnmálamanna er stóriðjuvinna saman ...“ búskapurinn sem er að grunni til sósíalísk hugmyndafræði. Hér á Íslandi hefur þessi hugmyndafræði birst svona; ríkið eða sveitarfélög, í gegnum dótturfélög, fjármagna virkjanir með lánum í erlendri mynt, oft eftir að hafa tekið auðlindir á einkajörðum eignarnámi. Síðan er veðjað á að afleiðuviðskipti með rafmagn borgi sig til lengdar. Um 80 prósent af allri raforku sem framleidd er í landinu tilheyra áhættusömum afleiðuviðskiptum sem íslenska ríkið stundar með rafmagn. Árið 2014, þegar flest þróuð ríki eru að reyna að koma sér út úr auðlindadrifnum atvinnuvegum og reyna að virkja hugvitið í meiri mæli, er hlutdeild þessarar starfsemi í íslensku atvinnulífi mikið umhugsunarefni. Vissulega skapast störf en þau eru dýru verði keypt, hvort sem talið er í beinhörðum peningum eða fórnum náttúrulegra gæða. Meira en 500 milljarða skuldir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, tveggja stærstu orkufyrirtækjanna, eru opinber fjárfesting í þessum störfum, beint og óbeint. Það er mikið fyrir lítið. Stóriðjubúskapur stjórnmálamanna birtist reyndar í ýmsum myndum. Stjórnarþingmaðurinn Þorsteinn 02/04 Leiðari


Sæmundsson Framsóknarflokki kom fram með hugmynd um daginn um að íslenska ríkið eyddi 120 milljörðum króna í áburðaverksmiðju, ríkisrekinn stóriðjubúskap í sinni tærustu mynd. Það alvarlega við þessu víðáttuvitlausu og áhættusömu hugmynd fyrir skuldsettan ríkissjóð er að nokkrir þingmenn til viðbótar úr stjórnarliðinu stóðu að baki tillögunni. Sem þýðir að stjórnarþingmönnunum er alvara. Í ljósi þess að þeim er alvara er fullt tilefni til þess að glæða umræður um stóriðjubúskap stjórnmálamanna og afleiðuviðskipti þeirra með íslenska náttúru og langtímahagsmuni þjóðarinnar nýju lífi.

„Stóriðjubúskapur stjórnmálamanna er um það bil versta framlag sem hægt er að hugsa sér inn í pólitíska umræðu um þessi mál.“

náttúran gjaldeyrisuppspretta Uppgangur íslenskrar ferðaþjónustu ætti að vera mikilvægt framlag um mikilvægi íslenskrar náttúru fyrir hagkerfið. Rannsóknir á ástæðum fyrir komu ferðamanna hingað til lands benda til þess að íslensk náttúra sé helsta aðdráttaraflið. Framlag ósnortinnar náttúru í beinhörðum peningum er því ótvírætt og margfalt meira en oftast er af látið. Þessi ástæða er þó veigalítil í samanburði við siðferðislegar skyldur við komandi kynslóðir þegar náttúran er annars vegar. Sjálfbærni kann að vera tískuorð í stjórnmálum en það fangar engu að síður mikilvægustu spurningu alþjóðastjórnmálanna, hvorki meira né minna. Það er hvernig mannlífi getur verið framhaldið án þess að gengið sé á náttúrunnar gæði og auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Stóriðjubúskapur stjórnmálamanna er um það bil versta framlag sem hægt er að hugsa sér inn í pólitíska umræðu um þessi mál. Hann er á margan hátt glórulaus einfeldni og sýnir tortryggilegt viðhorf gagnvart mikilvægi þess að efla höfuðatvinnuvegina – það er þá sem hugvitið leiðir fram og skila gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið. Ef stjórnmálamenn legðu fram hugmyndir um hvernig mætti efla höfuðatvinnuvegina, þar sem sömu upphæðir væru í spilunum og ríkisreknar áburðarverksmiðjur eru að fá nú, væri það 03/04 Leiðari


málefnalegra framlag til umræðu um fyrirmyndarhagkerfi fyrir Ísland framtíðarinnar. Enginn mælir á móti því að náttúruauðlindadrifinn iðnaður er nauðsynlegur og mikilvægur, en sóknarfærin eru ekki þar. Náttúruauðlindir eru takmarkaðar og þess vegna er nauðsynlegt að styrkja stoðirnar undir höfuðatvinnuvegunum. Virðisaukandi hagvöxtur framtíðarinnar mun óhjákvæmilega koma frá þeim. Blessunarlega er vald stjórnmálamanna takmarkað og af þeim sökum geta víðáttuvitlausar hugmyndir þeirra ekki allar gengið fram. Virðing fyrir mikilvægi höfuðatvinnuveganna er ágætis byrjun en viðurkenning á glóruleysi ríkisrekins stóriðjubúskaps ætti að vera lokamarkmið.

04/04 Leiðari


01/04 stjórnmál

kjarninn 13. mars 2014

Sátt um að hindra aðkomu þjóðar hafa mýkst í afstöðu sinni til þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Meiri sáttavilji er nú en áður.


StjórnMáL Magnús Halldórsson

S

tjórnarflokkarnir Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa að undanförnu rætt um það innan þingflokkanna að ná víðtækari sátt um ESB en þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra gefur til kynna, en nái hún fram að ganga verður aðildarumsókn Íslands að sambandinu formlega dregin til baka. Vilji er til þess að ná sátt um að ganga ekki svo langt að draga umsóknina til baka en koma um leið í veg fyrir að áframhald málsins fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur meiri þungi færst í þessa umræðu eftir að Gunnar Bragi opnaði sjálfur á þann möguleika að setja aðildarumsóknina á ís út kjörtímabilið, í takt við sáttatillögu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þrátt fyrir þetta er það eindreginn vilji meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að draga umsóknina til baka og reyna frekar að styrkja nýframsetta Evrópustefnu stjórnvalda, sem miðar að því að efla samstarf Íslands við ríki sem mynda tengsl við Evrópusambandslöndin á grundvelli EES-samningsins.

„Viðhorfið hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins er annað og hófsamara en innan Framsóknarflokksins.“

annað viðhorf hjá Sjálfstæðisflokki Viðhorfið hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins er annað og hófsamara en innan Framsóknarflokksins. Stór hluti þingflokksins er tilbúinn að setja umsóknina á ís, og vilji til að setja framhald málsins í þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig fyrir hendi hjá þingmönnum flokksins, einkum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Vilhjálmi Bjarnasyni. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur það verið rætt „hispurslaust“, eins og einn viðmælenda komst að orði, að ná skynsamri lendingu í málið þannig að titringur vegna þess valdi ekki erfiðleikum fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þrátt fyrir að rætt hafi verið um mögulega þjóðaratkvæðagreiðslu er áhugi á henni takmarkaður og miklu fremur er horft til þess að ná sátt um málið án þess til hennar þurfi að koma.

02/04 StjórnMáL


Skoðanakannanir hafa áhrif Skoðanakannanir hafa sýnt eindreginn stuðning meðal þjóðarinnar við það að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald aðildarviðræðna, í ljósi afstöðu stjórnvalda til aðildarumsóknarinnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent, könnun sem gerð var dagana 27. febrúar til 5. mars, vilja 72 prósent kosningabærra kjósa um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur það komið mörgum úr þingflokkum beggja stjórnarflokka á óvart hversu víðtækur stuðningur er við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald málsins, og hefur sú staðreynd, sem endurtekið hefur komið fram í könnunum að undanförnu, haft áhrif á það hvað augum þingmenn flokkanna horfa til framhalds málsins.

Standa í ströngu Formenn stjórnarflokkanna, Bjarni Benediktsson og Sigmundur davíð Gunnlaugsson, eru með marga þræði í hendi sér þessa dagana.

03/04 StjórnMáL


klára ekki málið fyrir kosningar? Annar möguleiki sem ræddur hefur verið er að ljúka ekki umræðu um málið fyrir þinglok þetta vorið, en aðeins eru ríflega 20 starfsdagar eftir af þinginu og mörg mál á dagskránni á þeim tíma, meðal annars skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar. Búast má við því að miklar umræður muni fara fram um þau mál, sem muni taka mikinn tíma frá öðrum málum. Samkvæmt heimildum Kjarnans eru margir þingmenn stjórnarflokkanna hræddir um að mikið tímahrak muni einkenna störf þingsins á síðustu metrunum. Þetta geti leitt til þess að umræða um ESB fari fram í of miklum flýti, með þeim afleiðingum að minni líkur séu til sáttar um málið. Spennuþrungnir dagar Mikil spenna hefur einkennt þingstörfin að undanförnu, ekki síður bak við tjöldin en á Alþingi sjálfu. Forystumenn margra fyrirtækja hafa síendurtekið sett sig í samband við forystu stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, og þrýst á um að draga ekki aðildarumsóknina formlega til baka. Betra sé að stöðva viðræðurnar en að kæfa þær alveg. Þessu samhliða hefur forystufólk Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Alþýðusambands Íslands óskað eftir því að stefna verði kynnt til langframa í efnahagsmálum þjóðarinnar, ekki síst peningamálum, þar sem lagt verði upp með tengja landið við markaði erlendis. Mikil þörf sé fyrir slíka framtíðarsýn.

04/04 StjórnMáL



01/06 sjávarútvegur

kjarninn 13. mars 2014

grænlandsveiðar settu strik í reikninginn Íslendinga við Grænland skiptu sköpum.


Sjávarútvegur Þórður Snær Júlíusson @thordurssnaer

e

inn stærsti þröskuldurinn í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins undanfarin ár hefur verið deila um makríl. Ákvarðanir Íslendinga um að setja sér einhliða kvóta setti klárlega strik í reikning þeirra og gerði það að verkum að ekki varð mögulegt að opna mikilvægasta kafla samningsviðræðnanna fyrir Íslendinga, þann sem snýr að sjávarútvegsmálum, á meðan viðræðurnar stóðu yfir. Fyrst þyrfti að semja um makríl. Afstaða Íslendinga í makríldeilunni er mjög skiljanleg. Það er stundum sagt að tvennt hafi bjargað Íslandi eftir bankahrun: að landhelgin fylltist af makríl og landið af túristum. Þetta tvennt hafi tryggt það mikið af viðbótartekjum að Ísland náði að hökta bærilega í gegnum sína kreppu og komast út úr henni. Því kreppunni er, samkvæmt hefðbundnum mælingum á slíkum, sannarlega lokið á Íslandi.

Makríll bjargar þjóðarbúi Hér hefur verið hagvöxtur um nokkurt skeið, var 3,3 prósent í fyrra sem er sá mesti frá árinu 2007, „Norðmenn og Evrópu- og viðskiptajöfnuður við útlönd var sambandið hafa viljað meina jákvæður á árinu 2013 um 82 milljarða króna. Það er í fyrsta sinn síðan árið að veiðar Íslendinga og Fær- 2002 sem sú niðurstaða næst. Og stór hluti af þessum árangri er eyinga ógni stærð stofnsins.“ makríll. Um síðustu aldamót fluttu Íslendingar ekkert út af makríl. Árið 2011, ellefu árum síðar, var makríll orðinn næst verðmætasta útflutningstegund Íslendinga. Slíkur skilaði samtals 24 milljörðum króna inn í þjóðarframleiðsluna. Árið eftir skilaði makríll tæpum 20 milljörðum króna til hennar og á tímabilinu 2008 til loka árs 2012 nam útflutningsverðmæti makríls samtals um 47 milljörðum króna. flökkustofn sem gæti horfið Makríldeilan snýst um hvernig eigi að skipta veiðum úr makrílstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Norðmenn, og 02/06 Sjávarútvegur


Verður makrílkVótinn gefinn? Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í fyrra að makrílkvóti yrði settur varanlega inn í íslenskt kvótakerfi í ár, 2014. Hann sagði að þar yrði tekið mið af aflareynslu skipa. markaðsvirði makrílkvótans, miðað við þorskígildisstuðul kvóta síðasta árs (0,36), heildarkvóta í tonnum (123 þúsund tonn) og meðalverð kvóta á þorskígildum (um 2.200 kr. á kíló í síðustu viðskiptum) gæti verið um 100 milljarðar króna. markaðsvirði kvótans er reyndar fræðilegt sem stendur, enda hefur kvótinn aldrei verið

settur á markað. Því liggur ekki fyrir, og hefur ekki verið reynt á, hvað sjávarútvegsfyrirtæki væru tilbúin að borga fyrir hann á frjálsum markaði. Kvóti næsta árs verður kynntur á næstunni. Heimildir Kjarnans herma að ólíklegt sé að það gerist í þessari viku en það gæti gerst í þeirri næstu. Þá mun koma í ljós hvort til stendur að leigja eða selja hluta kvótans í uppboði eða jafnvel setja einhvers konar veiðileyfagjald á hann til að stærri hluti þess mikla hagnaðar sem makrílveiðar skila fari til ríkissjóðs.

Evrópusambandið raunar líka, voru mjög óánægðir með þá ákvörðun Íslendinga og Færeyinga að setja sér háa einhliða makrílkvóta. Eins og fjárhæðirnar sem farið var yfir hér að ofan sýna er um mikla hagsmuni að ræða. Norðmenn og Evrópusambandið hafa viljað meina að veiðar Íslendinga og Færeyinga ógni stærð stofnsins. Veiðarnar voru meira að segja á tímabili kallaðar rányrkja. Þessu hefur verið hafnað með mjög skýrum hætti og stjórnvöld á Íslandi og í Færeyjum hafa ítrekað bent á að hegðun makrílstofnsins hafi einfaldlega breyst með þeim hætti að hann sé að finna í miklu meira mæli en áður var. Stofninn er meira að segja farinn að hrygna við Ísland. Það þýðir samt sem áður ekki að vera hans við Íslandsstrendur sé í hendi til frambúðar. Makríll er flökkustofn og getur horfið úr íslenskri lögsögu með jafn skömmum fyrirvara og hann birtist. Viðræður hafa staðið yfir árum saman og í byrjun þessa mánaðar fór fram lokalota þeirra. Nú átti að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, stýrði viðræðunum og lögð var fram málamiðlun sem bæði Íslendingar og Færeyingar samþykktu. Norðmenn gátu hins vegar ekki með nokkrum hætti sætt 03/06 Sjávarútvegur


sig við þá tillögu. Ekki hefur reynst mögulegt að nálgast upplýsingar um hvað fólst í tillögu Evrópusambandsins en heimildir Kjarnans herma að sú hlutdeild sem Íslendingar vildu fá í veiðunum hafi verið samþykkt og heildarafli verið aukinn frá því sem áður var stefnt að. Norðmenn gátu ekki sætt sig við þessa niðurstöðu og þar við sat. Ekkert samkomulag náðist. Þangað til í gær. Þá staðfesti Evrópusambandið að það, Noregur og Færeyjar hefðu náð samkomulagi án aðkomu Íslands. Damanaki sagði í tilkynningu að samkomulagið væri merkur áfangi í fiskveiðistjórnun og að Íslendingum yrði gert kleift að gerast aðili að samkomulaginu í náinni framtíð. En þá þarf vitanlega að vera samningsgrundvöllur, sem virðist ekki til staðar eins og er. Þrennt orsakaði afstöðu norðmanna Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í viðræðunum, segir að þrennt hafi orsakað afstöðu Norðmanna í samningsviðræðunum við Ísland. „Í fyrsta lagi gátu þeir ekki sætt sig við hlutdeildina sem við áttum að fá. Í öðru lagi var ágreiningur um heildaraflann. Og í þriðja lagi snerist þetta um veiðar við Grænland.“ Sigurgeir segir að íslenska sendinefndin og aðrir sem sátu við samningaborðið hafi verið algjörlega óviðbúnir kröfum Norðmanna um takmörk á Grænlandsveiðar annarra. „Þetta var í fyrsta sinn sem þessi krafa kom fram. Norðmenn buðu upp á tvo valkosti. Helst vildu þeir að öll strandríkin sem ættu aðild að samningum bönnuðu sínum skipum að veiða í lögsögu ríkja sem væru ekki aðilar að samningnum, sem í þessu samhengi átti bara við um Grænland. Ef það gengi ekki vildu þeir að veiðarnar drægjust frá heildarkvóta viðkomandi lands.“ Bæði Ísland og Evrópusambandið eru með samninga við Grænland um fyrirkomulag veiða sinna í lögsögu landsins. Því kom ekki til greina af hálfu ríkjanna að gera bindandi samning um veiðar við Grænlandsstrendur án þess að tala fyrst við grænlensk stjórnvöld. Sigurgeir segist ekki geta fullyrt um hver af kröfum 04/06 Sjávarútvegur


erfiðar SamningSViðræður fram undan Íslendingar, Norðmenn og Liechtenstein eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem hefur verið í gildi við Evrópusambandið frá byrjun árs 1994. Samningurinn veitir aukaaðild að innri markaði Evrópusambandsins og ýmsum öðrum þáttum Evrópusamstarfsins án þess að ríkin þrjú gangi í sambandið eða hafi bein áhrif á ákvarðanatöku innan þess. Hluti af samkomulaginu felst í því að EES-ríkin greiða háar upphæðir í svokallaðan þróunarsjóð EFTa. Þær greiðslur eru oft nefndar verðmiðinn inn á innri markað Evrópusambandsins. Þessi sjóður úthlutar síðan fjármagni til þeirra fimmtán aðildarríkja Evrópusambandsins sem teljast til þróunarríkja innan þess. Samningar um framlög í sjóðinn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síðast var samið um tímabilið 2009 til 2014. Framlög í hann voru áætluð um 155 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag á því 05/06 Sjávarútvegur

tímabili. af því framlagi var áætlað að Ísland greiddi tæplega fimm prósent, allt að sjö milljarða króna. Á árinu 2014 greiðir Ísland til að mynda 1,4 milljarða króna í sjóðinn samkvæmt fjárlögum. Liechtenstein borgar rétt yfir eitt prósent kostnaðarins og Noregur tæplega 95 prósent. auk þess er til sérstakur Þróunarsjóður Noregs sem þróunarríki Evrópusambandsins fá úthlutað úr. Norðmenn borga um 125 milljarða króna inn í hann á tímabilinu. Norðmenn borga því um 260-270 milljarða króna fyrir aðgöngu að innri markaðnum. Í ár, 2014, þarf að semja upp á nýtt um þessar þróunargreiðslur. Hörð afstaða Norðmanna gagnvart Íslendingum í makríldeilunni, sem nú er í uppnámi eftir samkomulagið í gær, og afstaða íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna sinna við Evrópusambandið, sem er í lausu lofti sem stendur, mun gera þær samningaviðræður mun erfiðari en ella.


Norðmanna hafi skipt mestu máli fyrir þá niðurstöðu að viðræðunum sem Íslendingar voru aðili að hafi verið slitið. „Hvert vægi hvers þessara þriggja þátta var þori ég ekki að fullyrða. En Grænlandsveiðarnar settu strik í reikninginn. Það er alveg á hreinu.“ Íslenskar útgerðir veiða grænlandsmakríl Það er kannski ekki skrýtið að Grænlandsveiðarnar trufli Norðmenn. Grænland tilkynnti fyrir skemmstu einhliða ákvörðun um 100 þúsund tonna makrílafla í lögsögunni milli Íslands og Grænlands á komandi sumri. Til samanburðar nam sá kvóti sem Ísland úthlutaði sér í veiðunum í fyrra 123 þúsund tonnum. Veiði hans skilaði tugum milljarða króna í íslenska þjóðarbúið. En ástæða pirrings Norðmanna er ekki síst sú að þessum afla Grænlendinga verður að öllum líkindum landað að mestu leyti á Íslandi. Auk þess munu félög sem eru að hluta til í eigu íslenskra útgerðarrisa sjá um stóran hluta veiðanna. Þannig á Brim hlut í grænlenska útgerðarfélaginu Arctic Prime Productions. Í desember síðastliðnum var tilkynnt að Brim hefði selt frystitogarann Skálabergið til félagsins. Fyrirhugað er að hann fari á makrílveiðar í sumar. Þá hefur HB Grandi selt skipið Venus til grænlenskrar útgerðar og Ísfélag Vestmannaeyjar ætlar að selja Guðmund VE og Þorstein ÞH til grænlensks félags í eigu Ísfélagsins sjálfs, Royal Greenland A/S, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Grænlands og fleiri. Auk þess hefur Síldarvinnslan Í Neskaupstað, sem er meðal annars í eigu Samherja og Gjögurs, átt þriðjung í grænlenska félaginu Polar Pelagic. Það stundar uppsjávarveiðar við Grænland og mun veiða makríl í sumar.

06/06 Sjávarútvegur


kjarninn 13. mars 2014

01/06 topp 5

topp 5

virkjanir sem eilífðarþrætuepli Virkjanir og virkjunarhugmyndir hafa í gegnum tíðina verið uppspretta deilna um náttúruna og hvort réttlætanlegt sé að raska henni varanlega í þágu framkvæmda og atvinnusköpunar. Sumar hugmyndirnar hafa verið stöðvaðar með mótmælum og samstöðu landeigenda á áhrifasvæði virkjana en aðrar hafa náð fram að ganga. Umræðunni hefur ekki lokið með því. Kjarninn tók saman lista yfir fimm virkjanir og virkjunarhugmyndir sem hafa nú þegar orðið uppspretta deilna um náttúruvernd og nýtingarstefnu. mh

01/06 topp 5

deildu með umheiminum


5 Manngerðir jarðskjálftar Virkjun Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hefur verið djásn í eignasafni fyrirtækisins frá því að hún var tekin í notkun. Sérstaklega er hún vinsæl hjá erlendum gestum sem koma hingað til lands og kynna sér jarðvarmavirkjun. Uppsett afl virkjunarinnar er 303 megavött í rafmagni og 133 megavött í varmaafli. Virkjunin hefur verið umdeild, ekki síst vegna þeirra leiðu áhrifa að valda 02/06 topp 5

jarðskjálftum í Hveragerði og víðar í nágrenni virkjunarinnar þegar vatni er dælt niður í jörðina. Þá hafa sérfræðingar, þar á meðal Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur, einnig bent á að endurmeta þurfi mengunarvarnir frá virkjuninni vegna brennisteinsmengunar á svæðinu. Af þessum sökum hefur virkjunin verið umdeild og ekki eru öll kurl komin til grafar enn í deilum um hana.


4 Myndi hafa áhrif á gullfoss Gullfoss, ein mesta náttúruperla Íslands og einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, verður vatnsminni og undir miklum áhrifum ef Bláfellsvirkjun verður einhvern tímann að veruleika. Virkjunin er eins og margar aðrar virkjanir tilbúin á teikniborðinu, en hún er í verndarflokki samkvæmt núverandi Rammaáætlun. Bláfellsvirkjun er yfirheiti virkjunar Hvítár norðaustan við Bláfell á Kili og myndi skila 76 megavöttum. Ef þessi virkjun yrði byggð mætti búast við 03/06 topp 5

gríðarlega hörðum deilum og mótmælum enda sjálfur Gullfoss undir, sem Sigríður Tómasdóttir í Brattholti bjargaði frá virkjun í kringum aldamótin 1900. Fossinn skilar vafalítið miklu hærri fjárhæðum í þjóðarbúið óvirkjaður en virkjaður, enda eru margfeldisáhrif ferðaþjónustunnar sem honum tengjast líklega metin á marga milljarða á hverjum ári. Allar aðgerðir sem með einhverjum hætti gætu raskað þessari perlu íslenskra náttúru virka afskaplega vitlausar.


3 Þjóðargersemin Þjórsá Hugmyndir um miklar virkjunarframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár hafa árum saman verið mikið þrætuepli og um þær deilt þvert á flokkslínur og landamörk í nærumhverfinu. Þjórsáin er þjóðargersemi og hluti af mögnuðu svæði Suðurlands. Óljóst er enn hvort af virkjunarframkvæmdum verður en nær öruggt má telja að þeim verði kröftuglega mótmælt, með fjöldafundum og mikilli fjölmiðlaumræðu. Það er ekki að 04/06 topp 5

ástæðulausu, því margar spurningar koma upp í hugann þegar virkjunarhugmyndir á svæðinu eru annars vegar; meðal annars hvernig þær fara saman við gríðarlega uppbyggingu ferðaþjónustu í nágrenninu. Raddir heimamanna munu einnig fá að heyrast, þar sem spurt er hvort rafmagnið frá virkjunum eigi ekki örugglega að fara í atvinnuuppbyggingu í heimahéraði. Hvernig sem á það er litið verður alltaf pólitískt erfitt fyrir stjórnvöld að þrýsta á um virkjun á þessu svæði.


2 risavirkjunin kárahnjúkavirkjun Ég stóð á virkjunarveggnum við Kárahnjúka þegar vatnssöfnunin hófst í Hálslón haustið 2006. Það var tilkomumikil sjón enda um langsamlega stærstu framkvæmd Íslandssögunnar að ræða. Virkjunin framleiðir rafmagn fyrir álver Alcoa á Reyðarfirði, eins og alkunna er. Virkjunin er verkfræðilegt afrek en hefur hún verið gífurlega umdeild, ekki aðeins vegna mikilla umhverfisáhrifa heldur ekki síður vegna þess að arðsemi hennar, að mati Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar, er ekki viðunandi og lítil í alþjóðlegum samanburði. Þetta hefur 05/06 topp 5

hann sagt ítrekað opinberlega. Bygging virkjunarinnar leiddi til mikillar og djúprar umræðu um náttúruvernd og almenna pólitíska stefnu þegar kemur að orkubúskap þjóðarinnar. Sú umræða stendur enn og mun vafalítið gera um ókomna tíð. Þegar fram í sækir verða djúpstæðustu áhrif virkjunarinnar kannski ekki mæld í seldum megavöttum heldur mikilli samfélagslegri umræðu um náttúruna og áskoranir sem Ísland og umheimurinn standa frammi fyrir í umhverfismálum.


1 Þeir létu ekki valta yfir sig Laxárdeilan náði hápunkti 25. ágúst 1970 þegar bændur og landeigendur við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu sprengdu Miðkvíslarstíflu með dýnamíti. Bændur og heimamenn við Laxá höfðu árum saman mótmælt kröftuglega áformum um virkjanir við Laxá og Mývatn en á sjónarmið þeirra var lítið hlustað. Vaxandi ólga og óánægja leiddi til þess að stíflan, sem var hluti af virkjunaráformum á svæðinu, var sprengd. Þessir atburðir eru skráðir á spjöld sögunnar í bókum og ritgerðum, auk þess sem góð heimildarmynd sem nefnist Hvellur hefur verið gerð um þennan atburð. Ég viðurkenni að málið er mér ögn skylt, þar sem ég á fjölskyldurætur í Laxárdal. Lítið annað er að segja um þá sem sprengdu stífluna og stóðu í framvarðasveit mótmæla til verndar Laxár 06/06 topp 5

en að þeir hafi sýnt mikinn viljastyrk í baráttu við stjórnvöld, ríki og sveitarfélög sem reyndu með ólögmætum hætti að virkja Laxá inni á einkajörðum þeirra. Sprengingin var viðspyrna sem bjargaði svæðinu og sýndi glöggt að bændur og landeigendur við Laxá voru ekki að fara að láta valta yfir sig. Virkjunarhugmyndirnar eru svo brjálæðislegar að í dag dytti líklega engum þær í hug, enda hefðu stórtækustu áformin á teikniborðinu lagt stóran hluta Mývatns- og Láxársvæðisins í rúst og sökkt stórum hluta þess undir uppistöðulón. Megavattafjöldinn hefði verið sáralítill, eyðilegging gríðarleg og aðdráttarafl þessarar náttúruperlu, sem mörg hundruð þúsund ferðamenn heimsækja ár hvert, hefði skaðast varanlega.


BMW X3

www.bmw.is

Sheer Driving Pleasure

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA BMW X3

Í LEIT AÐ ÆVINTÝRUM ALLA DAGA. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.

BMW X3 - 5,6L/100 KM VERÐ FRÁ 7.490 ÞÚS. Less emissions. More driving pleasure. *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda um akstur í blönduðum akstri

BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000


01/05 heilbrigðismál

kjarninn 13. mars 2014

Heilsu fólks fórnað fyrir stundargróða


HeiLbrigðiSMáL Kristín Clausen @krc1_kristn

„Byggingaraðferðin er mjög líkleg til að valda vandræðum.“

M

yglusveppir gætu leynst í gríðarlega mörgum nýjum húsum á höfuðborgarsvæðinu ef áhyggjur dr. Ríkharðs Kristjánssonar, byggingaverkfræðings hjá EFLU, reynast réttar. Hann hefur gert alvarlegar athugasemdir við byggingaraðferð íslenskra útveggja, sem feli í sér raka og myglu. Samkvæmt könnun frá því í fyrra töldu 23 prósent húsráðenda sig búa við rakavandamál á heimilum sínum. Stjórnvöld eru meðvituð um alvarleika málsins. Í síðustu viku var þingsályktunartillaga, um endurskoðun laga með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra, tekin úr nefnd. Þverpólitískur stuðningur ríkir um tillöguna og starfshópur í málaflokknum verður skipaður á næstunni. Myglusveppum boðið upp í dans Byggingaraðferðinni sem um ræðir hefur verið beitt við byggingu íslenskra húsa frá árinu 1980 og hefur orðið æ vinsælli frá aldamótum. Ríkharður segir aðferðina grundvallast á einangrun útveggja, sem séu uppbyggðir með blikkstoðum og steinull, líkt og innveggir. Slík uppbygging sé mjög opin fyrir rakastreymi og því sé sett rakasperra úr þykku plasti innan við einangrunina. Venjulega ætti að koma lagnagrind innan við plastið þar sem raf- og vatnslögnum er komið fyrir, en því sé ekki til að dreifa. Grindin taki pláss frá innirýminu og henni fylgi viðbótarkostnaður. Grindinni sé því einfaldlega sleppt og í staðinn séu lagnirnar teknar út fyrir plastið og jafnvel settar út í kalda útveggi. Plastið sem eigi að varna heitu og röku inniloftinu frá því að komast að útveggnum sé skorið í sundur þar sem rafmagnsdósum og tenglum er komið fyrir eða þar sem neysluvatnslagnir ganga inn í húsið. Þar að auki sé illa gengið frá rakavörninni við loft og gólf, sem geri það að verkum að heitt loft komist þar óhindrað út. „Þessi byggingaraðferð er mjög líkleg til að valda vandræðum. Alls staðar þar sem við hjá EFLU höfum skoðað útveggi höfum við fundið raka og myglu á steypunni. Oft eru meira að segja blikkstoðir og stálfestingar ryðgaðar í 02/05 HeiLbrigðiSMáL


ríkharður hefur Varað Við byggingaraðferðinni í mörg ár Byggingaverkfræðingurinn Ríkharður Kristjánsson hefur langan starfsreynslu í byggingageiranum. meðal verkefna Ríkharðs má nefna að við lok sjöunda áratugarins var hann í steinsteypunefnd sem sá um að útrýma alkalískemmdum. Ríkharður var hönnunarstjóri Hörpu og verkefnastjóri gler-

hjúpsins. Árið 2012 var hann sviðstjóri Íslenskra aðalverktaka, þegar húsþök voru rifin af heilu hverfunum á austurlandi vegna myglu. Í dag er Ríkharður starfandi verkfræðingur í verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu EFLu.

fjögurra til fimm ára húsum og sums staðar höfum við fundið ísbrynjur innan á útveggjum að vetrarlagi,“ segir Ríkharður og bætir við að með þessari uppbyggingu sé einfaldlega verið að bjóða myglunni upp í dans, eins og hann orðar það.

dr. ríkharður kristjánsson Hefur varað við að ákveðin byggingaraðferð tefli heilsu fólks í hættu.

kallar eftir nýrri byggingareglugerð Ríkharður telur að banna eigi þessa tegund uppbyggingar. Með henni séu byggingaverktakar að leika sér að heilsu fólks fyrir stundargróða. „Enginn burðarþolshönnuður myndi velja lausn í von og óvon um hvort hún dugi eða ekki. Slíkir hönnuðir yrðu strax sviptir starfsleyfi. En byggingaraðilar hika ekki við að velja lausnir sem líklegar eru til að kalla fram alvarlegt heilsutjón hjá grunlausum íbúum þessara húsa,“ segir Ríkharður. Undanfarin ár hefur verið lítið um óháðar rannsóknir í byggingariðnaðinum. Áður rannsakaði steinsteypunefnd Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins íslensk hús. Sú stofnun rann síðar inn í Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem sinnir aðallega nýsköpun og fær takmarkað fjármagn til þess að sinna rannsóknum í byggingariðnaði. Ríkharður segist ekki geta sagt til um hversu stórt vandamálið sé. Án rannsókna fáist umfang vandans ekki staðfest og því sé ekki hægt að bregðast við. „Það er löngu tímabært að opinberir aðilar fylgist betur með byggingariðnaðinum, setji af stað víðtæka rannsókn og dragi ályktanir með sérfræðingum,“ segir Ríkharður. Hann leggur til að á meðan verði bannað að byggja hús sem séu einangruð á fyrrgreindan hátt. „Það er lögbrot og varðar fangelsi eða sektum að hanna 03/05 HeiLbrigðiSMáL


alþjóðaheilbrigðiSStofnunin um raka og myglu í húSum Árið 2009 gaf alþjóðaheilbrigðisstofnunin út tilskipun varðandi raka í húsnæði sem heilsufarsáhættuþátt. Í tilskipuninni segir að nauðsynlegt sé að sem flestir geti búið í þurru húsnæði þar sem myglusveppa gæti ekki. Áhrif raka og myglusveppa í húsnæði á heilsu fólks eru mismikil. aðrir

áhrifaþættir í húsnæði þar sem eru rakavandamál eru bakteríur, rykmaurar og útgufun frá byggingarefnum. Vegna hugsanlegs samspils þessara þátta og óvissu um raunverulegt orsakasamhengi orðar stofnunin það svo í skýrslu sinni að raki í húsnæði sé heilsuspillandi.

eða byggja hús sem safna raka og myglu. Ég vil að íslenskri byggingareglugerð verði breytt. Í staðinn fyrir að vera með opin ákvæði hvað þetta varðar mættu þau vera beinskeyttari. Það myndi tvímælalaust hafa meiri áhrif,“ segir Ríkharður.

umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Samkvæmt skýrslu ráðuneytisins er það meðvitað um útbreiðslu rakavandamála á íslenskum heimilum. mynd: Birgir Þór

rakavandamál algeng á íslenskum heimilum Í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá árinu 2013; Hreint loft, betri heilsa, er greint frá könnun sem gerð var í Reykjavík, þar sem kemur fram að 23 prósent húsráðenda telji sig búa við rakavandamál á heimilum sínum. Samkvæmt árlegri könnun Hagstofu Evrópusambandsins á útbreiðslu rakavandamála á heimilum bjuggu ellefu til tuttugu prósent Íslendinga við lekt þak, raka í veggjum, raka í gólfi eða fúa í gluggum eða gólfi á árunum 2005 til 2010. Þetta er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem tíðni raka í húsum lá á bilinu fimm til átta prósent. Þessar kannanir gefa hugmynd um útbreiðslu raka og myglu í húsum en afla þarf frekari upplýsinga með ítarlegri rannsóknum hér á landi. alvarlegt mál sem þarf að vinna hratt Í síðustu viku var afgreidd úr nefnd þingsályktunartillaga um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra. Margt í þingsályktunartillögunni 04/05 HeiLbrigðiSMáL


rafmagnslögn tekin út fyrir einangrun Núgildandi byggingarlöggjöf er ekki nógu skýr varðandi ákvæði tengd raka og myglu.

rennir stoðum undir áhyggjur Ríkharðs af byggingariðnaðinum á Íslandi. Þá hafa ýmsir til þess bærir umsagnaraðilar tekið í sama streng. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, segir málið brýnt og þverpólitískur stuðningur ríki um hana. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að starfshópur verði skipaður þegar þingið hafi afgreitt málið. Honum verði gert að skila niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. júlí 2014, sem sé skammur tími og undirstriki mikilvægi málsins. Höskuldur segir skort á umræðu um alvarleika myglusveppa í samfélaginu hafa valdið því að Alþingi hafi ekki tekið málið fastari tökum fyrr. Hann segir umræðuna hafa farið af stað árið 2012 eftir að alvarlegt mál kom upp á Austurlandi, og telur að núgildandi byggingareglugerð verði endurskoðuð eftir að umræddur starfshópur skilar niðurstöðum sínum. Hann segir Íslendinga vera eftirbáta annarra þjóða í lögum og reglum tengdum myglu og raka og vonar að Alþingi afgreiði málið hratt og ráðuneytið bregðist strax við. „Þetta er stórt og mikið mál sem þarf að kafa mjög djúpt ofan í,“ segir Höskuldur.

05/05 HeiLbrigðiSMáL


01/04 Danmörk

kjarninn 13. mars 2014

vilja gera mjólkina að þjóðardrykk Stóraukin eftirspurn Kínverja eftir mjólk veldur ört hækkandi heimsmarkaðsverði. Kínversk stjórnvöld vilja auka mjólkurneyslu enn frekar.


DanMörk Borgþór Arngrímsson

Milljarða mjólkurvelta mengniu dairy Company Ltd , sem danska mjólkurvinnslufyrirtækið arla er nú meðeigandi að, er stærsta mjólkurvörufyrirtæki Kína. Í fyrra var velta fyrirtækisins sem samsvarar 800 milljörðum íslenskra króna og eykst hratt.

É

g á mér draum, mjólkurdraum.“ Þessi orð lét Wen Jiabao, þáverandi forsætisráðherra Kína, falla fyrir nokkrum árum. Draumur forsætisráðherrans var að hvert mannsbarn í Kína neytti um það bil hálfs lítra af mjólk á degi hverjum. Enn er langt í að sá draumur rætist. Stóraukin eftirspurn Kínverja veldur síhækkandi mjólkurverði um allan heim, þróun sem ekki sér fyrir endann á. Uppgangur og vaxandi velmegun kínversku þjóðarinnar á síðustu árum hefur ekki farið framhjá neinum. Kínverskum ferðamönnum sem ferðast til Vesturlanda fjölgar ár frá ári og þeir eru með fulla vasa fjár. Þeir kaupa fokdýr úr, loðfeldi og listaverk, dýran fatnað og demanta. Fasteignakaup Kínverja í öðrum löndum hafa sömuleiðis margfaldast. Heima fyrir sést breytingin líka greinilega. Eftirspurn eftir stærra og betra húsnæði hefur aukist mikið, bílaeignin sömuleiðis og í stærstu borgum landsins ríkir algjört umferðaröngþveiti heilu og hálfu dagana. Vinnutími almennings hefur líka styst þótt vinnudagurinn sé enn langur. Flestir hafa meira að bíta og brenna og eyða meiri peningum í mat, borða til dæmis miklu meira kjöt en fyrir örfáum árum og hreyfa sig jafnframt minna. Afleiðingarnar sjást á baðvigtinni því Kínverjar hafa þyngst talsvert á síðustu árum. Æ fleiri landsmenn eru nú yfir kjörþyngd en það heyrði áður til undantekninga.

ætla að margfalda mjólkurneysluna Í Kína er ekki hefð fyrir neyslu á mjólkurvörum og stór hluti landsmanna er haldinn mjólkursykursóþoli. Eigi að síður hafa kínversk stjórnvöld sett fram áætlun um stóraukna mjólkurframleiðslu og -neyslu á næstu árum. Áætlunin gerir ráð fyrir að daglega neyti hver einasti Kínverji að minnsta kosti hálfs lítra af nýmjólk eða mjólkurvörum. Í landi þar sem íbúafjöldinn nálgast 1,4 milljarða er þetta gífurlegt magn og margfalt meira en Kínverjar sjálfir geta framleitt. Í fyrra var meðalneysla á íbúa aðeins níu og hálfur lítri, semsé langt innan við einn lítra á mánuði. Tækni nútímans 02/04 DanMörk


mjólk er góð, líka í kína Kínversk stjórnvöld segja það taka mörg ár að rækta kúastofn sem dugi til að anna mjólkurþörfinni í landinu stóra.

gerir að verkum að auðvelt er að fjarlægja mjólkursykurinn (laktósann) úr mjólkinni þannig að hún henti kínverskum neytendum. Kínversk stjórnvöld segja að það taki mörg ár að rækta kúastofn sem dugi til að anna mjólkurþörfinni í landinu, en frá árinu 2009 hafa verið fluttar inn tæplega 300 þúsund mjólkurkýr. Ekki eru til nákvæmar upplýsingar um stærð kínverska kúastofnsins. Kínverskir kúabændur urðu fyrir miklu áfalli í fyrra, en þá þurftu þeir að skera niður um það bil fimmtung stofnsins vegna sjúkdóma. Melamínhneykslið árið 2008 (þar sem bændur og dreifingarfyrirtæki blönduðu vatni og melamíni í mjólkina til að auka próteininnihaldið) hefur einnig orðið til þess að margir Kínverjar vilja frekar kaupa afurðir úr innfluttri mjólk, þar sem þeir treysta ekki innlendum framleiðendum. flytja inn 125 þúsund tonn af mjólkurdufti mánaðarlega Neyslan á mjólkurvörum eykst nú um tíu prósent á ári í Kína og til að mæta eftirspurninni er ekki annað til ráða en innflutningur. Kínverjar hafa allar klær úti í þeim efnum, flytja mest inn frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Úrúgvæ. Einnig er flutt inn í minni mæli frá öðrum löndum, þar á meðal Danmörku. Það er einkum mjólkurduft sem flutt er inn og það ekkert smáræði: í hverjum mánuði um 125 þúsund tonn, sem er meira en ársframleiðsla Dana. Með sama áframhaldi verða Kínverjar árið 2020 sú þjóð heims sem mestrar mjólkur neytir. 03/04 DanMörk


Þessi stóraukna eftirspurn hefur haft mikil áhrif á heimsmarkaðsverð á mjólk og mjólkurafurðum. Sú hækkun kemur kúabændum víða um lönd vel. Í Danmörku hefur hún reynst sannkallaður búhnykkur fyrir marga bændur, sem árum saman hafa ekki riðið feitum hesti frá búskapnum. Danskt dagblað birti nýlega viðtal við kúabónda sem er með rúmlega 300 mjólkandi kýr í fjósi og sendir frá sér níu þúsund lítra á dag. Hann sagði að eftir að Kínaævintýrið hófst (eins og hann komst að orði) hefðu tekjur sínar aukist um jafnvirði 117 þúsund íslenskra króna á dag. „Þótt þetta dugi ekki til að gera mig að stóreignamanni skiptir það sköpum fyrir reksturinn,“ sagði bóndinn. Aðrir bændur hafa svipaða sögu að segja.

áhugi á mjólk eykst meirihluti Kínverja hefur aldrei látið mjólk eða mjólkurvörur inn fyrir varir sínar. Ört vaxandi millistétt í landinu er sá hópur sem vill kaupa mjólkurvörur, svo sem mjólkurdrykki, ís, jógúrt og osta af ýmsu tagi.

Mjólkurverð hækkar og hækkar Danska fyrirtækið Arla er meðal þeirra mjólkurvöruframleiðenda sem hafa lagt mikla áherslu á samstarf við Kínverja. Í fyrra tvöfaldaðist útflutningur Arla til Kína frá árinu áður og á þessu ári er búist við svipaðri aukningu, jafnvel meiri. Arla hefur einnig gerst meðeigandi að stóru mjólkurbúi í Kína, Mengniu Dairy Company Ltd, þar sem ætlunin er að framleiða bæði jógúrt og osta. Vörur þessa fyrirtækis eru í þúsundum verslana í Kína og forstjóri Arla sagði nýlega í viðtali að þetta væri bara byrjunin. Í þessu sama viðtali sagði forstjórinn að Kínverjar væru tilbúnir að greiða mjög hátt verð fyrir mjólkurvörur, miklu hærra en flestar eða allar aðrar þjóðir, og það leiddi til þess að heimsmarkaðsverð á mjólk færi nú ört hækkandi. Forstjórinn sagði enn fremur að þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu í Kína væri langt í að þeir yrðu jafnokar granna sinna í Japan og Suður-Kóreu. „Þess vegna eru þarna mikil tækifæri,“ sagði Arla-forstjórinn en bætti við að Kínverjar stefndu markvisst að því að verða sjálfum sér nógir í mjólkurframleiðslunni þótt það yrði ekki á næstu árum. Þangað til njóta erlendir mjólkurvöruframleiðendur góðs af draumnum um mjólkina.

04/04 DanMörk


- snjallar lausnir

Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði fjármála, verslunar, viðskiptagreindar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk.

Wise lausnir ehf. Borgartún 26, 105 Reykjavík Hafnarstræti 102, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is www.wise.is TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)

545 3200

wise.is

sala@wise.is


kjarninn 13. mars 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

Sjö Spurningar

Sigga Dögg kynfræðingur

Hvað á að gera um helgina? Fara með mömmu og systur minni á Furðulegt háttalag hunds um nótt í Borgarleikúsinu á föstudagskvöldinu, óska bróður mínum til hamingju með daginn í kaffiboði suður með sjó á laugardeginum og slappa af með fjölskyldunni á sunnudeginum. Hvaða plata kemur þér alltaf í stuð? Gling-gló með Björk, tekin upp á Borginni, plokkar í hjartastrengina á mér og gerir mig meyra. Stundum þarf maður að komast í þess konar stuð. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Æ, ég á svo erfitt með svona uppáhalds, finnst eins og ég sé að gera upp á milli barnanna minna, en ég elska ævintýri, hvort sem þau

gerast í geimnum eins og gömlu Star Wars-myndirnar, í kastala með Harry Potter eða í skógi eins og The Princess Bride. og flest allt sem Tarantino snertir. Lesist, ég er nörd.

plássi, ég hef áhyggjur af næstu borgarstjórnarkosningum og almennum minnisglöpum.

Hvaða bók ertu að lesa?

Það gleymir að tala saman og segja hvað því þyki gott og spyrja bólfélaganum hvað honum þyki gott. Þetta er eins og að panta pizzu – talið saman um áleggin áður en þið leggið inn pöntun. Svo er öllum sama hversu margar pizzur þú hefur borðað á ævinni, það kemur málinu ekkert við.

Kjaftað um kynlíf við börn frá fæðingu til framhaldsskólans. Horfðir þú á bardaga Gunnars Nelson? u, nei. Var hann ekki sýndur frekar seint? Æ, í fyrsta lagi á ég ekki sjónvarp og í annan stað hef ég örugglega verið að horfa á House of Cards. Af hverju hefur þú helst áhyggjur á Íslandi í dag? Ég hef áhyggjur af vondri lykt grassins víðs vegar um borgina, ég hef áhyggjur af vöntun á leikskóla01/01 Sjö Spurningar

Hverju klikkar fólk helst á í kynlífi?


af netinu

Samfélagið segir

kjarninn 13. mars 2014

facebook

twitter

axel jóhann hallgrímSSon

edmonton oilerS @EdmontonOilers

Ég legg til að Íslenska þjóðin gefi Kanadíska liðinu lukkudýrið til varanlegrar varðveiðslu. föstudagur 7. mars

Gretzky, Wight aNd Iceland Prime minister Sigmundur davíð Gunnlaugsson (second from right) in the house tonight. pic.twitter.com/

aSta tryggVadottir omg...einmitt...gott ad tetta var ekki ad gerast í Toronto...kannski langar Sigmundi að hitta Rob Ford... föstudagur 7. mars heiðar árnaSon

gZi27XFb5T föstudagur 7. mars

teitur örlygSSon @teitur11 VEit ekki hvort er meira meira absúrd og óvænt. Vigdís Hauks með afsökunarbeiðni *favorit, eða Sigmundur davíð í íþróttabúning #retweet #? laugardagur 8. mars

Sigmund í forsetann! föstudagur 7. mars

gunnalitla @gunnalitla Jæja Sigmundur davíð, þú þarft að drífa þig í svett eða eitthvað. föstudagur 7. mars

jón Steinar og ólafur börkur saman á ný

eru útgerðarmenn að fatta þetta núna?

Hrafnhildur Þorvaldsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri LÍN. Samkvæmt umfjöllun dV var það gert eftir atburðarás þar sem áminning gagnvart henni var dregin til baka, en Stefán Thors, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu sem áminnti Hrafnhildi, var sendur í árs námsleyfi. Tveir þekktir lögmenn hafa verið með puttana í málinu, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sem lögmaður Hrafnhildar og síðan var Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari og bróðir Hrafnhildar, einnig til skrafs og ráðagerða. Þeir störfuðu saman í Hæstarétti árum saman.

„Ég hef miklar efasemdir um núverandi gengi krónunnar,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri BH Granda, í viðtali við Bloomberg og vildi meina að Seðlabanki Íslands væri að halda uppi fölsku gengi krónunnar. Þessi ummæli eru með nokkrum ólíkindum, þar sem altalað er að gengi krónunnar er haldið uppi með fjármagnshöftum á grundvelli almannahagsmuna. Svo hefur verið frá setningu hafta, í nóvember 2008. Sjávarútvegurinn hefur gengið í gegnum mesta góðæri í sögunni eftir hrunið, ekki síst vegna lágs gengis krónunnar. En það er ekki nóg!

01/01 SaMfÉLagið Segir



erLent

gallerĂ­

kjarninn 13. mars 2014


tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í madríd Þessir menn gerðu sér ferð niður í atocha-lestarstöðina í madríd, þar sem reistur hefur verið minnisvarði um þá 191 sem fórust í hryðjuverkaárásunum í madríd 11. mars 2004. Sprengjur sprungu í fjórum þéttsetnum lestum í neðanjarðarlestarkerfi madrídar í morgunumferðinni með fyrrgreindum afleiðingum.

mynd: aFP


dularfullt hvarf farþegaþotu Flugmálayfirvöld í malasíu og björgunarsveitir klóra sér enn í hausnum yfir því hvað hafi orðið af Boeing 777-þotu malaysian-flugfélagsins sem hvarf af ratsjám 8. mars yfir mynni Taílandsflóa með 239 manns um borð. Leitarsvæðið er gríðarstórt og kann að vera að vélin hafi hrapað vestan malasíuskagans.

mynd: aFP


krókur á móti bragði Þessir mótmælendur í ankara í Tyrklandi skýldu sér á bak við ruslagám þegar lögregla sprautaði á þá vatni. mennirnir voru að mótmæla í tilefni þess að táningurinn Berkin Elvan lést. Elvan hafði legið í dái í 269 daga eftir átök við lögreglu og varð á þeim tíma tákn um hörku stjórnvalda gegn mótmælendum.

mynd: aFP


bæjarar geta varið titilinn arsenal heimsótti Bayern münchen heim á þriðjudag í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Einvíginu lauk með 3-1 sigri Bæjara, sem geta varið Evrópumeistaratitil sinn komist þeir alla leið í úrslitaleikinn í Lissabon 24. maí. Á myndinni skorar Bastian Schweinsteiger fyrir Bayern.

mynd: aFP


Vilja heyra undir rússland Löggjafarþingið á Krímskaga í Úkraínu kaus um það á þriðjudag hvort slíta ætti stjórnmálasambandi við Úkraínu og óska eftir inngöngu í sambandsríkið Rússland. Samskipti Vesturlanda við Rússland hafa á sama tíma versnað. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hafa ekki verið jafn stirð síðan í Kalda stríðinu.

mynd: aFP


01/07 Viรฐtal

kjarninn 13. mars 2014

viรฐMรฆLanDi vikunnar

getur ekki veriรฐ hlutlaus

myNd: maRK HoRToN


viðtaL Þórður Snær Júlíusson @thordurssnaer

Þ

að vekur eðlilega athygli þegar heimsfrægir listamenn hætta sér inn á svið stjórnmála til að styðja við málefni sem þeir hafa óbilandi trú á. Sérstaklega á það við þegar um er að ræða erlendan leikstjóra sem hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en heillast síðar upp úr skónum af náttúru lítillar eyju úti í ballarhafi. Hann heillast svo mikið að hann ákveður, ásamt þekktasta íbúa eyjunnar og þarlendum náttúruverndarsamtökum, að ráðast í tónlistarlegan stórviðburð til að krefjast þess að afturköllun nýrra náttúruverndarlaga verði dregin til baka og þau taki gildi, eins og gert var ráð fyrir, hinn 1. apríl 2014. Samhliða verður fé safnað fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd. Leikstjórinn heitir Darren Aronofsky og leikstýrði meðal annars stórmyndunum „Þetta eru gamaldags úreltar Requiem for a Dream, The Wrestler og Black iðnbyltingarhugmyndir sem Swan. Hann eyddi sumrinu 2012 á Íslandi í eiga ekki lengur við. Það tökur á syndaflóðssögu biblíunnar, Noah. er ekki of seint. Kosturinn Íbúinn þekkti sem stendur að viðburðinum með honum er auðvitað Björk Guðmundsvið að vera svona fá eins dóttir. Viðburðurinn mun samanstanda af og við Íslendingar erum er frumsýningu á Noah sem fylgt verður eftir að þá heyrist miklu hærra með stórtónleikum í Hörpu hinn 18. mars þar fram koma Björk, Patti Smith, Lykke Li, í hverri manneskju!“ sem Of Monsters and Men, Mammút, Highlands, Retro Stefson og Samaris. Á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna viðburðinn, sem ber yfirskriftinna „Stopp – Gætum garðsins!“ töluðu Aronofsky og Björk við þá sem á hlýddu í gegnum Skype. Þar kom fram að Aronofsky væri ekki bara aðdáandi íslenskrar náttúru, heldur líka Bjarkar. Hann sagðist í raun mjög stressaður að fá að taka í höndinni á henni. Þar er Björk Guðmundsdóttir í tilverunni. Hún gerir heimsfræga verðlaunaleikstjóra stressaða. Og aðkoma hennar að viðburðinum mun ugglaust gera marga íslenska stjórnmálamenn stressaða.

02/07 viðtaL


myNd: ToNJE THILESEN

aðgerðasinni Björk er ekki virk í pólitík og kýs ekki stjórnmálaflokka. En „frestun“ umhverfisráðherra á gildistöku náttúruverndarlaga var að hennar sögn dropinn sem fyllti mælinn. Þá gat hún ekki lengur á sér setið.

frestun fyllti mælinn Björk segir tónleikana og annað sem fylgir viðburðinum 18. mars hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Við Darren [Aronofsky] höfum verið í sambandi út af þessu síðan síðasta sumar. Ég impraði á því við hann hvort hann vildi vera með einhvers konar yfirlýsingu um náttúruvernd. Svo töluðum við Grímur [Atlason, tónleikahaldari sem sér um skipulagningu] saman í janúar. Dropinn sem fyllti mælinn fyrir mér var þegar umhverfisráðherrann ákvað að „fresta“ náttúruverndarlögunum.“ Náttúruverndarlögin höfðu verið mörg ár í gerjun og náttúruverndarsinnum fannst þeir hafa unnið mikinn sigur þegar þau voru samþykkt sem lög undir lok síðasta kjörtímabils. Loksins myndi vera til lagarammi sem sæi til þess að náttúran myndi njóta vafans á kostnað efnishyggjunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra ákvað hins vegar síðastliðið haust að leggja fram frumvarp um að fella burt lögin. Í frumvarpi hans sagði meðal annars að lögin hefðu mætt „mikilli andstöðu frá ólíkum hópum samfélagsins“. Í febrúar náðist síðan sátt milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að fresta gildistöku laganna fram til 1. júní 2015 í stað þess að fella þau á brott. 03/07 viðtaL


risastórt nafn Leikstjórinn darren aronofsky segist vera stressaður fyrir því að taka í hönd Bjarkar. Hún er það stórt nafn á alþjóðavísu. aronofsky hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og leikstýrt mörgum stórmyndum.

myNd: aNNE-LauRE LECHaT

04/07 viðtaL


viljum virkja þjóðina Það finnst Björk, og hinum sem standa að „Stopp – Gætum garðsins!“, ekki boðlegt. Hún vonast til þess að viðburðurinn nái að vekja meðvitund um málið og skili því að lögin muni taka gildi á þeim tíma sem upphaflega var lagt upp með, 1. apríl næstkomandi. „Við viljum að málið verði ekki kæft í hel. Að lögin fái að taka gildi. Það er ótrúlega mikil vinna og barátta búin að fara í að semja þessi lög. Frá mörgum mismunandi umhverfisráðherrum og þverpólitískt. Og það er ótrúleg lítilsvirðing að aflýsa þeim bara sí svona. Síðan langar okkur mikið að sýna stuðning við bæði Náttúrverndarsamtökin og Landvernd. Við viljum virkja þjóðina í fjársöfnun svo að samtökin geti „En ég vona að þessi orka flæði starfað af fullum styrk og sem fulltrúar og náttúrunnar. Svo þau geti ráðið öll í góða átt. Og að þessi ríkis- okkar sér lögmenn, prentað plaköt og verið með stjórn hlusti á þjóðina sína.“ alvöru skotfæri til að fylgja þessu máli alla leið.“ vonar að ríkisstjórnin hlusti Það eru, svo vægt sé til orða tekið, ófriðartímar í íslenskum stjórnmálum. Evrópusambandsmálið, breytingar á lögum um Seðlabanka, ósannsögli fjölmargra stjórnmálamanna og svo auðvitað náttúruverndarlögin eru á meðal þess sem skekur íslenska þjóðmálaumræðu. Óróleikinn hefur meðal annars endurspeglast í endurteknum fjöldamótmælum á Austurvelli. Telur Björk að þessi óróleiki, og jafnvel óþol, sem ríkir gagnvart íslenskum stjórnmálum um þessar mundir muni gagnast þeim málstað sem hún hefur ákveðið að leggja lið? „Við Grímur ákváðum þetta í janúar og vorum þá aðallega að hugsa um lögin sem áttu að taka gildi 1. apríl. Þannig að það er tilviljun að þetta raðast svona upp. En ég vona að þessi orka flæði öll í góða átt. Og að þessi ríkisstjórn hlusti á þjóðina sína.“

05/07 viðtaL


heppin þjóð Björk segir útlendinga telja Íslendinga vera heppna vegna þess að landið þeirra sé að mestu ósnert.

Lamað af sektarkennd Björk hefur frá árinu 1993 búið hálft árið á Íslandi, frá júlí og fram í janúar, og hálft árið erlendis, frá janúar og út júnímánuð. Hún segir fylgjast vel með umræðunni í íslensku samfélagi á netinu þegar hún er ekki hér. „Ég er fyrst og fremst tónlistarkona sem hefur nærst mikið af náttúrunni. Svo hef ég verið að þakka fyrir mig með því að reyna að vernda hana. Þar get ég ekki verið hlutlaus. En ég hef aldrei kosið stjórnmálaflokk og hef vandað mig í að dreifa orkunni minni ekki of mikið í aðrar áttir. Ég vil ekki missa fókusinn á náttúruvernd.“ Spurð hvernig henni finnist umræðan um Ísland vera erlendis segist Björk upplifa að fólki í kringum hana finnist við vera heppin. „Fólki í borgum erlendis finnst það vera búið að eyðileggja jörðina. Það er fullt af sektarkennd. Fólk er lamað af sektarkennd og veit ekki hvar það á að byrja. Og það dáist að okkur fyrir að hafa haldið landinu okkar „ósnertu“. Því finnst það vera fjársjóður tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Því finnst við vera mjög heppin.“

myNd: SToCKHoLm muSIC aNd aRTS FESTIVaL

06/07 viðtaL


myNd: dEBI dEL GRaNdE

fylgist vel með Björk býr hálft árið á Íslandi og fylgist með því sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi. Hún viðurkennir þó að ýmislegt fari framhjá henni.

Það heyrist meira í hverri manneskju! Þar sem Björk er með annan fótinn hérlendis hefur hún fylgst vel með þeirri grósku sem ríkir í íslenskri tónlistarsenu. „Mér finnst senan frjó og frábær! Og mér finnst ég yfir höfuð fylgjast nokkuð vel með, en auðvitað er gomma sem fer framhjá mér líka.“ Þrátt fyrir allt er Björk mjög bjartsýn fyrir hönd Íslands. „Við erum ein af örfáum þjóðum sem hafa tækifæri í að sameina náttúru og 21. aldar græna tækni. Þess vegna er svo mikilvægt að vernda hana núna. Ef við höldum þessari stöðu verðum við sterk. Þess vegna er svo mikilvægt að stoppa þessar 17 virkjanir sem á að byggja á hálendinu. Þetta eru gamaldags úreltar iðnbyltingarhugmyndir sem eiga ekki lengur við. Það er ekki of seint. Kosturinn við að vera svona fá eins og við Íslendingar erum er að þá heyrist miklu hærra í hverri manneskju!“

07/07 viðtaL


GRÆNU SKREFI Á UNDAN Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Olís hafði þá þegar uppfyllt þessi skilyrði. Vorið 2013 hóf Olís að blanda alla sína díselolíu með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Í byrjun sumars 2013 opnaði svo Olís sína fyrstu metanafgreiðslu í Mjódd og fljótlega verða opnaðar tvær aðrar, í Álfheimum og á Akureyri. Öll þessi skref eru í samræmi við umhverfisstefnu félagsins. Taktu grænu skrefin með Olís!

Vinur við veginn


kjarninn 13. mars 2014

01/01 spes

SpeS

festir á filmu við framhjáhald í sölueign

r

obert Lindsay og Jeannemarie Phelan hafa verið kærð fyrir að nota fasteign sem þau voru með í sölu fyrir framhjáhald. Fasteignin sem um ræðir var í eigu manns með nafnið skemmtilega Dick Weiner. Fasteignasalarnir eru sakaðir um að hafa verðlagt húsið allt of hátt, og þar með út af fasteignamarkaðnum, í því skyni að koma í veg fyrir sölu þess svo mánuðum skipti. Það sem þau Robert og Jeannemarie vissu hins vegar ekki, en hefðu kannski 01/01 SpeS

átt að vita um fasteignina sem þau voru með í sölu, var að húsið er útbúið öryggismyndavélum. Þegar kona Weiners var að skoða upptökur úr myndavélunum einn daginn komst upp um framhjáhaldið. Robert og Jeannemarie uppgötvuðu hins vegar að ástarleikir þeirra höfðu verið festir á myndband, eins og fréttamyndin hér að ofan ber með sér, en þar horfa framhjáhaldararnir beint í linsu öryggismyndavélarinnar með hjónarúm í bakgrunni. Fasteignasalan hefur sagt tvímenningunum upp störfum.


áLit

guðmundur gunnarsson

kjarninn 13. mars 2014

brottfall og ómenntaður vinnumarkaður Guðmundur Gunnarsson skrifar um alþjóðlega stöðu menntastigs Íslendinga

Í

alþjóðlegum skýrslum kemur fram að menntastig fólks á íslenskum vinnumarkaði sé mun lakara en í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Dálkarnir í skýrslunum um brottfall úr skóla særa þjóðarstoltið. Við erum alin upp í trú um að hafa verið leiðandi þjóð í menningarlegu tilliti eins og sjá megi á skinnhandritunum og glæsilegum afrekum sem bókmenntaþjóð. Kennslubækur síðustu aldar, sem margar hverjar voru ritaðar af Jónasi frá Hriflu, innrættu okkur það sjónarmið að við værum eiginlega best, en hefðum ekki fengið að vera það sakir þess að Danir og aðrir útlendingar væru svo vondir við okkur. Reyndar er þetta sjónarmið áberandi í umræðum núverandi stjórnmálamanna. 01/07 áLit


Hagstofa Íslands skilgreinir brottfall þannig að skrái nemendur í framhaldsskólum sig ekki í skóla ári síðar og hafi ekki útskrifast í millitíðinni teljist þeir til brottfallsnemenda og þannig fæst sú niðurstaða að allt að 43% einstaklinga í 1975-árganginum á Íslandi hafi ekki lokið framhaldsskólanámi við 24 ára aldur. Það setur okkur meðal hinna minnst menntuðu innan OECD-landanna og við erum helmingi lakari en þau Norðurlandaríki sem eru næst okkur í mælingunum. Þetta hlutfall skánar nokkuð ef eldri aldursflokkar eru skoðaðir, greinilegt er að Íslendingar eru seinni til náms en aðrar þjóðir. Í OECD-könnun árið 2012 kemur fram að 67% af aldurshópnum 25-64 „Í hinum ára hafi lokið framhaldskólaprófi. Meðal Norðurlanda- OECD-landanna er talið að 80% hlutfall sé ásættanlegt. Ef hlutfallið er skoðað hjá 25-34 ríkjunum er réttur- ára aldurshópnum er það 72%, sem er 10% inn til þess að ljúka lægra en meðaltalið er hjá OECD. Öll hin framhaldsskóla- Norðurlandaríkin liggja vel yfir 80% hlutjafnvel yfir 90%. Við erum hins vegar námi á kostnað fallinu, á svipuðu róli og Suður-Evrópuþjóðirnar. skattborgaranna Stóran hluta starfsævi minnar starfaði ég talinn varanleg við uppbyggingu menntakerfis atvinnulífseign einstaklings- ins og var í nánu samstarfi við kollega mína annars staðar á Norðurlöndunum. Út frá ins, andstætt því þeirri reynslu sé ég örfá haldreipi sem við sem hér er.“ gætum klifrað upp og lagfært stöðu okkar, í það minnsta til þess að sefa aðeins hið særða þjóðarstolt. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða samsetningu starfsfólks í rafiðnaði, starfsgeira sem hefur rekið umfangsmesta starfsmenntakerfi í íslensku atvinnulífi allt frá árinu 1975, en að jafnaði hefur liðlega fjórðungur starfandi rafiðnaðarmanna sótt árlega eitt eða fleiri fagtengd eftirmenntunarnámskeið. Í rafiðnaðinum hafa flest vel launuð störf orðið til (ég tel viljandi ekki fjármálakerfið með) og ekki síður þau mest spennandi í hugum unga fólksins. Það endurspeglast í því að rafiðnaðurinn hefur haft um helming allra iðnnema í landinu síðasta áratug. 02/07 áLit


ófaglærðir og faglærðir Skipta má þeim sem starfa innan rafiðnaðarins í tvo hópa. Í öðrum hópnum eru þeir sem lokið hafa skilgreindri námsbraut með lokaprófi, þeir teljast faglærðir. Hinir eru að störfum innan starfsgeirans en teljast í skýrslum fólk sem féll úr námi, ófaglært fólk á vinnumarkaði. Skilgreindar rafiðnaðargreinar eru rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun, rafveituvirkjun og símsmíði, en aðrir starfsmenn innan geirans eru nefndir tæknifólk í rafiðnaði, við notum ekki orðið ófaglærður. Með tæknifólki í rafiðnaði er átt við fólk sem hefur sérhæft sig innan rafiðnaðar en hefur ekki lokið námsbraut sem endar með skilgreindu lokaprófi og er þar af leiðandi á lista hinna brottföllnu, og endar sem ómenntað fólk í samanburðarskýrslum, jafnvel þótt það sé hámenntað á sínu sérsviði. Hér er m.a. um að ræða hina margskiptu tölvutækni með öllum sínum sérsviðum, forritun, stýrikerfum, samskiptakerfum, öryggiskerfum, kerfisumsjón, hljóð- og myndstjórn. Þegar leið á síðustu öld náði tölvutæknin og netbólan hámarki sínu og það varð mikill skortur á sérhæfðu starfsfólki. Fyrirtækin spurðu viðkomandi ekki hvort hann hefði skilgreint lokapróf, spurningin var „Ræður þú við þetta verkefni?“ Mörg spennandi störf hafa verið í boði og þetta varð til þess að margir rafiðnaðarnemar hurfu því á þessum árum burt af skilgreindum rafiðnaðarbrautum í framhaldsskólunum út á vinnumarkaðinn, og starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna margfaldaðist. Allt þetta fólk er í skýrslunum í dálkinum yfir brottfall. Rafiðnaðarmenn bjuggu til sína eigin menntabraut sem féll að því starfi sem þeir voru í, „Pick and mix education“ er þetta nefnt á ráðstefnum um starfsmenntun í atvinnulífinu. Einnig er það mjög algengt að ungt fólk fari utan áður en það lýkur námi í löggiltri iðngrein og lendir í sömu stöðu, það er skráð sem brottfall í skýrslunum. réttur til náms Hið hefðbundna skólakerfi verður alltaf um það bil 6–8 árum á eftir tækniþróuninni, það er að segja það er lágmarkstími sem líður frá tækninýjung kemur fram þar til útskrifast 03/07 áLit


nemi með þessa nýju þekkingu. Þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að jafna stöðu verknáms og bóknáms fær verk- og tæknimenntun ákaflega lítið fjármagn hér á landi miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Verkmenntakennarar hafa minni möguleika til þess að endurnýja tækniþekkingu sína. Hér á landi er þessi viðbragðstími verkmenntaskólanna mun lengri en í hinum Norðurlandaríkjunum vegna þess að framlag til verkmenntunar hér á landi er mun minna. Starfsmenntun í atvinnulífinu er margfalt fljótari að bregðast við, eins og sést til dæmis á starfsemi Rafiðnaðarskólans. Í hinum Norðurlandaríkjunum er rétturinn til þess að ljúka framhaldsskólanámi á kostnað skattborgaranna talinn varanleg eign einstaklingsins, andstætt því sem hér er. Ef við hér á landi hverfum af einhverjum ástæðum úr framhaldsskólanámi en viljum síðan ljúka því seinna á ævinni verðum við að greiða svimandi há námsgjöld, en í hinum Norðurlandaríkjunum á fólk rétt á því að ljúka náminu og fær fjárhagsstyrki til þess. ASÍ hefur ítrekað en árangurslaust reynt að fá íslensk stjórnvöld til þess að jafna þessa stöðu, en hér er augljóslega ein ástæða þess að við liggjum svona neðarlega í könnunum OECD. Annað atriði sem stuðlaði ekki síður að þessari breytingu var fjölbrautakerfið. Nánast öllum er beint inn á bóknámsbrautir. Í því sambandi verður ekki hjá því komist að líta til þess viðhorfs sem ætíð hefur ríkt gagnvart verknámi, það sé mun lakari kostur en bóknám. Námsráðgjafar og foreldrar beina unglingum frekar í bóknámsáfanga en verknámsáfanga. Afnám aga bekkjarkerfisins varð til þess að námstíminn lengdist og margir voru komnir um og yfir tvítugt þegar þeir áttuðu sig á því að þeir ætluðu ekki í háskóla og fóru út á vinnumarkaðinn. Stofnuðu heimili og hófu þá skilgreint iðnnám í kvöldskólum. Meðalaldur þeirra sem luku sveinsprófi fór í kjölfar þessara breytinga að hækka undir lok síðustu aldar. Á nokkrum árum fór hann frá liðlega tvítugu upp í um þrítugt, þar af leiðandi er stór hluti þessa fólks í dálknum yfir brottfall. Sé litið á skiptingu þeirra félagsmanna 04/07 áLit


Rafiðnaðarsambandsins sem störfuðu í rafiðnaðargreinum tvöfaldast hann á hverjum áratug frá stofnun sambandsins árið 1970. Fer úr 450 manns við stofnun upp í um 6.000 árið 2008. Fjölgun í stéttarfélögum rafiðnaðarmanna með sveinspróf stóð undir allri fjölgun félagsmanna RSÍ fram undir árið 1995, en eftir það verður fjölgunin hjá sveinum í aðildarfélögum tiltölulega lítil með tilliti til fjölgunar tæknifólksins, þeirra sem ekki höfðu verið brautskráð í skilgreindri námsbraut. Í Félagi tæknifólks í rafiðnaði tífaldast hins vegar fjöldi félagsmanna eftir árið 1995 til 2008. Ástæða er að halda því auk þess til haga í þessu sambandi að nánast allir með sveinspróf í rafiðnaðargreinum eru félagsmenn í RSÍ, á meðan mikill fjöldi tæknimanna er í öðrum stéttarfélögum eins og t.d. VR, þannig að fjölgun tæknifólks er gríðarleg á þessum árum. raunlaun og staða ófaglærðra Setji menn hins vegar upp gleraugu kjarasamningamannsins er fólk með óskilgreinda menntun ákaflega lítið varið fyrir gríðarlegum sveiflum í launum, á meðan hægt er að halda kjörum löggiltra starfsgreina með sveinspróf mun hærri. Fyrirtækin komust ekki upp með að ráða ófaglært fólk í störfin og greiða því einungis lágmarkslaun kjarasamninganna. Í nágrannalöndum okkar eru umsamin taxtakerfi mun nær raunlaunum og flestir á launum samkvæmt þeim. Þetta er ein af afleiðingum gríðarlegra sveiflna hér á landi þar sem samningar um lágmarkslaun eru yfirleitt orðnir úreltir innan ársfjórðungs vegna þess að útflutningsfyrirtækin hafa ætíð haft þau tök að fá stjórnvöld til þess að „leiðrétta blóðsúthellingalaust of góða kjarasamninga verkalýðsfélaganna“ svo vitnað sé í orð Hannesar Hólmsteins, helsta hugmyndafræðings þeirra sem hafa verið við völd á Íslandi. Launakerfunum hér á landi var ákaflega mikið miðstýrt á tímum verðtryggingar á árunum 1977-1983. Verðtrygging launakerfanna batt þáverandi launakerfi í fjötra, allir taxtar hækkuðu jafnt eftir tilskildum reiknifornmúlum. Félagsmenn stéttarfélaganna voru ákaflega ósáttir við að ekki væri 05/07 áLit


hægt að hækka laun umfram verðbólgu og þá sérstaklega lægstu taxta. Sú farsæla ákvörðun var tekin að rjúfa þessi tengsl, en frá þessum tíma hafa meðallaun hækkað um þriðjung umfram verðlagsvísitölu og lægstu laun mun meira. Nýtt kerfi varð til á uppgangsárunum eftir árið 1986 og raunlaun sprengdu sig frá öllum kjarasamningum. Grunnlaun urðu reiknitala sem sveiflaðist í takt við efnahagsástandið hverju sinni. Raunlaun náðu hæstu hæðum á árunum 1986 og 1987, enda mikið í gangi hér landi. Bygging flugstöðvar, Kringlunnar og Blönduvirkjunar. Allt það hrundi niður árið 1989 og raunlaunin með, en þau fara síðan fara hækkandi eftir árið 1993. Hér á landi varð reyndar bankahrun 1990 eins og í hinum Norðurlandaríkjunum en það „Hagstofa Íslands tókst að fela það hrun í hinni handstýrðu skilgreinir brott- krónu og efnahagur stórs hluta íslenskra fall þannig að skrái heimila var í rústum á þessum árum. Atburðirnir 2008 eru ekki eina hrunið sem nemendur í fram- hefur orðið hér á landi, þótt margir virðist haldsskólum sig halda það. Skráð atvinnuleysi hér á landi var 1,7% af ekki í skóla ári síðar áætluðu vinnuafli árið 1989. Það er sannarlega og hafi ekki útskrif- ekki há tala, í það minnsta ef hún er skoðuð ast í millitíðinni með tilliti til annarra Evrópulanda. Hún teljast þeir til brott- verður hins vegar mjög há í augum íslenskra fallsnemenda.“ launamanna þegar litið er til þess að á árunum 1970–1988 var atvinnuleysi hér á landi aðeins þriðjungur þess, að meðaltali 0,6%. Ótti við atvinnuleysi átti stóran þátt í að þjóðarsáttin náði fylgi í verkalýðsfélögum. OECD skoðaði stöðu verknámsfólks í samanburði við bóknámsfólk. Atvinnuþátttaka fólks á Íslandi er mjög há. Atvinnuþátttaka fólks með starfsmenntun er 86% hér á landi, 73% meðal stúdenta. Atvinnuleysi meðal starfsmenntaðra er þriðjungi minna en hjá þeim sem hafa tekið stúdentspróf. Munur á litlum vinnumarkaði og stórum Oft hefur komið til tals meðal starfsmanna menntamála að búa eigi til fleiri námsleiðir með skilgreindu lokaprófi. 06/07 áLit


Svo ég nefni einfalt dæmi til skýringar, rafvirkjun (fjögurra ára nám) yrði skipt upp í raflagnir, heimilistækjaviðgerðir, skipalagnir, símakerfi, iðnstýringar, raforkuvirki og margt fleira. Nám á þessum fagbrautum yrði eitt til tvo ár. Nefnt hefur verið að hægt sé að búta niður allar helstu löggiltu iðngreinarnar í dag og búa til allt að 100 nýjar námsbrautir. Sú leið er aftur á móti vandfarin því starfandi iðnaðarmenn vilja ekki að starfsgrein þeirra sé bútuð niður í margar smærri starfsgreinar, með því væri verið að þynna út og eyðileggja löggilt réttindi þeirra. Á litlum vinnumarkaði eins og hér er þarftu að hafa mun víðtækari þekkingu og um leið löggilt starfsréttindi til þess að tryggja stöðu þína á vinnumarkaði til langs tíma, allt önnur lögmál gilda á stórum vinnumörkuðum. Þegar útlendingum fór að fjölga á vinnumarkaði okkar staðfestu starfsmenn hins opinbera starfsréttindi á grundvelli samþykkta innan EES. Þar er til dæmis skráð að einstakling sem hefur t.d. starfað við samsetningu kæliskápa í fimm ár og hefur öðlast réttindi í því er ekki að finna í dálkunum yfir brottfall í viðkomandi landi.

07/07 áLit


NÚ GETUR ÞÚ FENGIÐ PÓSTINN RAFRÆNT Með Skönnunarþjónustu Póstsins nýtir þú þér nútímatæknina og sendum þér rafrænt. Þú kemur skipulagi á póstinn þinn og getur nálgast hann þegar þér hentar.

Kynntu þér málið á www.postur.is

VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA – RAFRÆNT


piStiLL

auður jónsdóttir rithöfundur

kjarninn 13. mars 2014

Mæðgur í hakkavél möppudýra Auður Jónsdóttir segir frá tilveru fólks frá Kólumbíu sem stendur til að vísa úr landi

n

ú er útlit fyrir að við, það er að segja yfirvöld í nafni íslensku þjóðarinnar, ætlum að vísa roskinni ömmu, dóttur hennar og sjö ára dótturdóttur úr landi. Þessar konur eru ættaðar frá Kólumbíu en eiga bæði ættingja og traust bakland hér á landi. Elsta konan á dóttur sem er íslenskur ríkisborgari og barnið hefur búið á Íslandi þriðjung ævi sinnar, enda liðin meira en tvö ár síðan telpan kom hingað með ömmunni, Susana Ortiz de Suarez. Mamman, Johanna, hefur menntað sig á Íslandi og á bæði íslenskan kærasta og systur hérna. Systirin er Mary Luz Suarez, kona sem hefur lengi verið meira en þyngdar sinnar virði í gulli sem dagmóðir hér á landi. Hún kom til Íslands ásamt sonum sínum og fleiri kólumbískum konum árið 2007 en nokkrum árum síðar fékk hún íslenskan ríkisborgararétt eftir umtalsverða baráttu, þrátt fyrir gott orðspor sem dagmóðir og vilyrði stjórnvalda. 01/05 piStiLL


Það hlýtur að teljast skrýtið að Útlendingastofnun álíti konurnar ekki hafa nægileg tengsl við landið til að fá að búa hér. Sama þótt Susana sé nú komin á þann aldur að hún eigi rétt á að vera návistum við ættingja sína, samkvæmt íslenskum lögum. Ekki var fallist á umsókn Suzönu um að fá dvalarleyfi sem aðstandandi, þar sem Útlendingastofnunn segir að sækja þurfi um slíkt sérstaklega. Slíkt skilyrði er ekki að finna í lögunum og henni var ekki bent á það þessi tvö ár sem þær hafa beðið. Hvað er hættuástand? Ef eitthvað er að marka fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem fólk í áhrifastöðum hjá ríkinu virðist tortryggja þessa dagana, telja yfirvöld að konurnar (þar með talin litla stelpan) séu ekki í hættu í Kólumbíu því þar ríki ekki hættuástand. Þessi fullyrðing ein og sér er afar hæpin, þar sem í Kólumbíu búa meira en fjörutíu milljónir „Á þessum árum manna og þessar konur eiga sér sögu um ofsóttu skæru- flótta undan hefnigjörnum skæruliðum með sterk ítök víða í þjóðfélaginu, meðal annars liðarnir hana og hjá ýmsum ráðamönnum, sem bendir sterkhún var kúguð til lega til þess að þær hafi verið í mikilli hættu að greiða himin- í Kólumbíu í gegnum árin. er það svo að elsta konan, Susana, háar fjárhæðir, varRaunar efnakona í heimalandi sínu en missti auk þess sem eigur sínar á áratugalöngum flótta eftir að henni var rænt.“ skæruliðar myrtu tengdason hennar fyrir að hýsa ungling í felum fyrir þeim. Á þessum árum ofsóttu skæruliðarnir hana og hún var kúguð til að greiða himinháar fjárhæðir, auk þess sem henni var rænt. Susana var enn á flótta þegar hún komst hingað til lands árið 2011 ásamt dótturdóttur sinni, sem þá var fimm ára, en þá var móðir telpunnar þegar komin til landsins. ruglingslegar yfirheyrslur Þessar staðreyndir breyta því ekki að starfsmenn hjá Útlendingastofnun, sem hafa haft með málið að gera, efast


um málflutning kvennanna. Því leyfi ég mér að spyrja: Hver eruð þið að gera það? Eruð þið, sem fenguð þann starfa að meta þessar manneskjur, virkilega að hlusta á þær? Getið þið gert ykkur í hugarlund hvernig það er að sitja í yfirheyrslu sem á að skera úr um hvort lífi barns þíns eða barnabarns verður ógnað næstu árin eða ekki? Getur verið að í slíkri yfirheyrslu sé auðvelt að hljóma ruglingslega? Var sálfræðingur viðstaddur yfirheyrsluna? Voru konurnar yfirheyrðar af skilningi eða „Vita íslenskir hörkulegu hlutleysi þess sem vill fá að eiga síðasta orðið? embættismenn Voru garnirnar raktar úr ömmunni af meira um starfs- alræmdri búrókratískri skilvirkni?

hætti skæruliða í Kólumbíu en konur sem hafa verið á flótta undan þeim árum saman og horft upp á þá drepa fjölskyldumeðlim?“

Lífshættuleg smámunasemi Ég er Íslendingur og þar með finnst mér ég bera ábyrgð á þessari ákvörðun sem er tekin í nafni íslensku þjóðarinnar. Þess vegna vil ég fá að vita hvernig staðið var að þessum úrskurði. Satt að segja er ég eitt stórt spurningarmerki eftir að hafa lesið fréttir síðustu daga af þessu máli. Hér eru nokkrar af óteljandi spurningum: Hvers eðlis voru yfirheyrslurnar? Voru konurnar undirbúnar fyrir það að þær mættu ekki virðast mennskar af því að fólkið sem vinnur við að meta þær kærir sig ekki um of mikla mennsku? Vita íslenskir embættismenn meira um starfshætti skæruliða í Kólumbíu en konur sem hafa verið á flótta undan þeim árum saman og horft upp á þá drepa fjölskyldumeðlim? Hver ber ábyrgð á því ef eitthvað kemur fyrir sjö ára barnið í kjölfar þessarar ákvörðunar? Af hverju mega þessar konur ekki búa á Íslandi með henni Mary Luz? Er mannúðlegt að láta barn bíða lengur en í tvö ár eftir svari um hvort það fá hæli á Íslandi? 03/05 piStiLL


Hvaða áhrif getur slíkur slugsaskapur haft á barn á þessum aldri? Getur verið að þörf einstakra starfsmanna fyrir að eiga síðasta orðið sé farin að yfirskyggja réttarstöðu hælisleitenda? Getur verið að það þurfi ekki síður að betrumbæta ríkjandi menningu í Útlendingastofnun eins og að standa vörð um svonefnda þjóðmenningu? Hvernig skilgreina embættismenn orðið hættuástand? Það þykir ekki ástæða til að veita konunum hæli af mannúðarástæðum en hvernig skilgreina embættismenn orðið mannúðarástæður? Skiptir máli að framkvæmdastjóri Rauða krossins geri athugasemdir við niðurstöðuna? Getur verið að undrun almennings sé merki um að synjunin byggi ekki á traustum grunni? Nú á að vísa konunum úr landi eins fljótt og auðið er svo ég spyr: Hvort er það amman eða litla stelpan sem er svona hættuleg að íslensk stjórnvöld geta ekki beðið boðanna að reka þær burt af heimili þeirra? Af hverju getum við sem þjóð ekki leyft konunum að búa á Íslandi? Dómgreindarbrestur „Börnin mín eru hér,“ sagði Susana í viðtali við Ríkisútvarpið. „Ég á enga að í Kólumbíu, hvað ætti ég að gera þar? Fari ég þangað bý ég við sömu hættur og dóttir mín gerði.“ Hvaða ástæðu hafa íslensk yfirvöld til að efast um orð hennar? Meðan þetta var skrifað birtist frétt á vef Eyjunnar þess efni að Hanna Birna vilji að málið fái flýtimeðferð. Nú er bara að vona að niðurstaðan úr þeirri flýtimeðferð verði landi og þjóð til sóma og konunum til góða. En eins og stendur verður þeim gert að bíða við áframhaldandi óvissu meðan innanríkisráðuneytið fjallar um málið. Á meðan á því stendur neyðast þær til að búa í Reykjanesbæ, fjarri ættingjum sínum og án réttar til atvinnu, nema að ströngum 04/05 piStiLL


skilyrðum uppfylltum. Þau augljósu og sérstöku tengsl sem konurnar hafa við landið eru að engu höfð og ekki er heldur gefin skýring á því hvers vegna um er að ræða svona þrönga túlkun á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Kannski vita íslensku embættismennirnir meira um mafíustarfshætti skæruliða en maður heldur, ég skal ekki segja, leyfum þeim að njóta vafans þó að þeir leyfi konunum það ekki. En í þeirra sporum myndi ég hringja hið fyrsta í góðan íslenskufræðing og biðja viðkomandi um að skilgreina orðið mannúðarástæður. Annars er umtalsverð hætta á að þeir geri sig seka um grunnhyggni, mannfyrirlitningu og hættulegan dómgreindarbrest í starfi. Þeim sem vilja kynna sér átakanlega sögu kvennanna betur er bent á yfirgripsmikla viðtalsgrein í tímaritinu Nýju lífi sem birtist þegar Susana og dótturdóttir hennar komu til Íslands stuttu fyrir jólin 2011.

05/05 piStiLL


kjarninn 6. mars 2014

01/05 lífsstíll

Majónes eða kálblað – nei eða já, af eða á? lykilinn að árangri í heilsuræktinni

LÍfSStÍLL Ragnhildur Þórðardóttir heilsusálfræðingur

e

ldhúsið er eins og vígvöllur í Damaskus. Kökubakkinn sem áður skartaði leifum úr matarboði helgarinnar stendur nú eftir allsnakinn og strípaður. Þú háðir hetjulega baráttu við hugsanirnar, en líkt og Gunnar Nelson stóð sykurpúkinn uppi ósigraður, á meðan allar góðar ætlanir um að valhoppa á beinu brautina sleikja nú sárin. Þú liggur með liðverki, slen, matarþynnku og sektarkennd sem tætir upp sjálfsmyndina. Sinnið fyllist af vonleysi og pirringi, þunglyndi og depurð. Slíkum neikvæðum tilfinningum fylgir orkuleysi og órökréttar ákvarðanir. 01/05 LÍfSStÍLL


„Dagurinn er hvort sem er ónýtur eftir þessar kökusneiðar, svo ég get allt eins haldið áfram átinu og byrjað aftur á morgun á beinu brautinni.“ Slík ákvörðun er lýsandi fyrir „allt-eða-ekkert“ hugsunina sem er ein af hugsanavillum sem hertekur okkur sárasaklausan pöpulinn þar sem lífið er flokkað í tvær kategoríur. Vinstri – hægri. ESB – Ekki ESB. Samfylking eða Sjallar. Árni Pje eða Bjarni Bje. Nei eða já, af eða á var sungið forðum daga. Í nútímasamfélagi þar sem áreitin dynja á okkur er gott að geta tekið skjótar svart-hvítar ákvarðanir með engu gráu svæði. En þegar kemur að heilsulífinu er slíkur hugsunarháttur beinlínis skaðlegur. „Annaðhvort er ég í mæjónesunni eða ég hangi á kálblaðinu.“ „Ef ég hef ekki 90 mínútur til að æfa í dag þá sleppi ég því alfarið.“ „Annaðhvort er ég heima með fjarstýringuna eða ég æfi sjö sinnum í viku.“ Af eða á. Svart eða hvítt. Enginn diplómatískur millivegur. Rannsóknir hafa sýnt að slíkur hugsunarháttur er ríkjandi hjá þeim sem bæta á sig aftur eftir þyngdartap. Slíkum hugsunum fylgja oft boð og bönn, refsingar og reglur sem eru eins og útsendari Pútíns í Úkraínu, tilbúinn í vopnuð átök við heilsumelinn og stráfellir allar tilraunir til að vera ræktaði gaurinn. afkvæmi Satans Miðlarnir fylla okkur af hugmyndum á hverjum degi um að einhver matvæli séu afkvæmi Satans og þau beri að forðast eins og pláguna. Í kjölfarið er matur flokkaður annaðhvort sem af hinu illa eða af hinu góða. Þér skuluð algjört fráhald dýrka frá öllu sem gleður tungubroddinn. Kartöflur eru rót offituvanda heimsins. Brauð eru verkfæri djöfulsins, kolvetni út í hafsauga, mjólkurvörur mega ekki koma í radíus, bananar eru fitandi, gulrætur of sykurmiklar, hnetusmjör of orkuríkt. Guð hjálpi þér, barn! Í örvæntingu við að ná af sér kílóunum tekur sárasaklaus pöpullinn upp þessar Biblíureglur og eins og hraðpóstur frá DHL kemur upp vanþurftartilfinning. Þú ert sviptur heimsins gæðum, langanir í sveittmeti garga í hausnum og klámfengin 02/05 LÍfSStÍLL


þráhyggja um allt sem þú elskar undir tönn dansar um hjarnann. Þegar þú berst við að hugsa ekki um pizzu eru sveittar Dómínós-slæsur það eina sem kemst að í gráa efninu, Ekki hugsa um bleikan ísbjörn, og ég garantera að ísbjörn í bleikum Henson galla er valhoppandi niður Austurstrætið akkúrat núna. Hr. fokkittskíttmeðþað mætir í partýið En þú hefur staðið þína pligt á vaktinni og meinað hverri sveittri slæsunni um inngang eins og samanrekinn dyravörður á Ingólfskaffi. En svo kemur háli ísinn og banvænn Mólótóffkokkteill. Þú ert þreyttur og pirraður eftir langan dag í vinnunni. Siggi í bókhaldinu rak á eftir reikningunum meðan gelgjudóttirin var á hinni línunni gargandi yfir óréttlæti heimsins að fá ekki lánaðan bílinn og í óðagotinu helltirðu kaffi yfir samningana. Helv… súkkulaðið sem er „Miðlarnir fylla okkur af hugmynd- bannað í kúrnum þínum liggur í um á hverjum degi um að einhver lostafullum stellingum í hausnum. „Ég á skilið feitan mola matvæli séu afkvæmi Satans og þau núna, fj… hafi það“ og Herra beri að forðast eins og pláguna. Í kjöl- Fokkittskíttmeðþað mætir á farið er matur flokkaður annaðhvort svæðið. Samningaviðræðurnar, og sáttasamnsem af hinu illa eða af hinu góða.“ réttlætingarnar, ingarnir í hausnum myndu leysa alla konflikta á Krímskaganum og þú ræðst á sárasaklaust Konsúmstykkið í bökunarskápnum, Brotaviljinn er einbeittur. Þú forðast að hugsa um eftirleikinn af þyngdaraukningu, sektarkennd og niðurrifi sem þú veist að lúra bak við næsta horn tilbúin að berja niður sjálfið. Hvað gera bændur nú? Aftur á hollustuvagninn eftir að hafa sporðrennt fleiri röndum af afkvæmum Nóa? Nei, aldeilis ekki. Þú slátrar restinni af Kjörísboxinu úr frystinum og rekur smiðshöggið með Hómblest og Kókómjólk.

03/05 LÍfSStÍLL


„Fyrst allt er ónýtt verð ég að nýta tækifærið núna og borða allt sem annars er bannað í mataræðinu. Guðirnir einir vita hvenær Konsúmið mun bráðna aftur í munnholinu í fullkominni harmoníu við vanilluísinn.“ Það er merkilegt að slík hryðjuverkahegðun á sér nær eingöngu stað í tengslum við mat. Við stígum ekki á símann ef við missum hann í gólfið. En við höldum áfram að skemma árangurinn með því að hlaða sukkinu upp í vömbinni og fóðrum okkur á hrossataði um að líkaminn hætti að ferla kaloríur eftir ákveðinn tíma. En Adam er ekki lengi í Paradís sjálfsblekkingarinnar, því í takt við Newton félaga vors og blóma kemur sektarkenndin í öllu sínu fínasta pússi og rífur þig niður í undirheimana. Ég er aumingi, get ekki haldið út megrun í einn dag. Mun aldrei grennast. Verð alltaf þessi „þybbni“. Sjálfið er barið til óbóta og sturtað ofan í postulínið með dúnmjúkum Lambi-pappír. Svo hefst hrunadansinn að nýju, með boðum og bönnum, reglum og refsingum um hvað „má“ og hvað „má ekki“, ólin þrengd í innsta gat, pússað af meinlætalífinu þar til Siggi í bókhaldinu byrjar aftur að kvabba og dóttirin er ennþá á gelgjunni. 04/05 LÍfSStÍLL


Hið bannaða rennur niður ginið með tilheyrandi upplifun á stjórnleysi, og í kjölfarið er refsivöndurinn mundaður og sjálfsmyndin sett í bílapressu í Sorpu. Vítahringurinn rúllar og rúllar eins og lukkuhjól í Tívolí. Heiðarlegar tilraunir í heilsulífinu eru truflaðar af reglulegu mæjónesubaði sem færir með sér þyngdaraukningu, vökvasöfnun, óánægju í sinninu og niðurbrot á sálinni. Það dregur úr gleðinni til að halda áfram, og sjálfstraustið og sjálfsöryggið í verkefninu sulla ofan í niðurfallinu. „Mér mun aldrei takast að verða þessi hressi, fitt og flotti. Ég er viljalaust verkfæri sykurpúkans.“ Lausnamiðuð hugsun er vegurinn til árangurs Það þarf að uppræta þetta mynstur með því að fara strax í lausnamiðaðan hugsunarhátt eftir lítið fall og nota það sem lærdómsferli. Með því að skoða hvaða hugsanir þú notaðir til að gefa út leyfisbréf til að gúffa öllu sem tönn á festir getur þú verið tilbúinn með mótrök og breytt þínu innra samtali. Hvar liggja veikleikar mínir? Hvenær er ég líklegur til að marinera mig í sykurlegi. Þegar ég er þreyttur og pirraður? Þá þarf ég að vera á sérstöku varðbergi gagnvart slíkum hugsunum í þessum aðstæðum. Boð og bönn í mataræði eiga ekki heima í heilsusamlegum lífsstíl. Það skapar neikvætt samband við mataræðið og sendir af stað holskeflu hegðunar og hugsana sem fremur hryðjuverk á árangrinum og letur okkur til að valhoppa á heilsubrautinni.

05/05 LÍfSStÍLL


Sjóðheit máltíð á aðeins

2 bitar, franskar og gos

1.199 k r.

Klassískir og svooo góðir

Kjúklingabitarnir sem Sanders ofursti

fullkomna i árið 1940

Kryddaðir með 11 mismunandi

Láttu það eftir bragðlaukunum

kryddum og jurtum og steiktir

að rifja upp

gullinnar fullkomnunar.

og komu KFC á kortið. Klassískir

til

og standa alltaf fyrir sínu.

Óviðjafnanleg blanda!

svooogott

brag i

sem

heimsbyggðin fær ekki nóg af – kynslóð fram af kynslóð.

WWW.KFC.IS


kjarninn 13. mars 2014

01/01 græjur

eVernote Svava o´brien Þjónusturáðgjafi í arion banka „Ég nota iPhone 5s“

Get skráð hugmyndirnar mínar niður hvar sem er og flokkað. Tekið myndir af því sem vekur áhuga minn og sett inn í rétta minnisbók.

tækni

mini BRIX-tölvurnar frá Gigabyte eru lítið stærri en oststykki, þrír til níu sentimetrar á hæð. Þær eru mjög öflugar og hlaðnar nýjustu tækni og komu fyrst á markað í nóvember 2013. amd-útgáfan bættist svo við í byrjun janúar. Vélarnar eru aðallega notaðar sem skrifstofuvélar en öflugri týpurnar er hægt að nýta í myndvinnslu og leiki. Vélarnar hafa fengið góðar viðtökur sem margmiðlunarspilarar við sjónvörp og skjávarpa bæði á heimili og í fundaraðstöðu. KC 01/01 græjur

fliPboard Les mér til um hvað er í heimsfréttum, nýjustu tísku og tækni. Fylgist með hvað er að gerast á Facebook og Instagram. allt á einum stað.

inStagram Þægilegasta og skemmtilegasta leiðin til að grípa stundina og deila með öðrum. Hvort sem það eru myndir eða myndbönd.


kjarninn 13. mars 2014

01/02 Menning

Stjörnur vilja vernda íslenska náttúru prýddir tónleikar til stuðnings Landverndar fara fram sama dag Menning Kristín Clausen @krc1_kristn

Þ

að er ekki á hverjum degi sem alþjóðlega þekktir tónlistarmenn setja upp stórtónleika í skyndi hérlendis. Það mun þó gerast 18. mars næstkomandi þegar Stopp – Gætum garðsins!, samvinnuverkefni leikstjórans Darrens Aronofsky og Bjarkar Guðmundsdóttur. Með þeim verður fjöldinn allur af íslenskum tónlistarmönnum auk goðsagnarinnar Patti Smith og hinnar sænsku Lykke Li. Allir listamenn gefa vinnu sína og mun ágóðinn renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar. Tilefnið er reyndar ekki bara að skemmta Íslendingum. 01/02 Menning


tónleikar í Hörpu 18. mars næstkomandi

Patti Smith

björk

of monsters and men

retro Stefson

Samaris

mammút

highlands

lykke li

Um pólitískan gjörning er að ræða til að vekja athygli á stöðu íslenskra umhverfismála. Með þessu ætlar Aronofsky sér að draga athygli alþjóðasamfélagsins að stórbrotinni íslenskri náttúru og mikilvægi þess að hún sé sett í öndvegi. Við tökur á kvikmyndinni Noah á Íslandi sumarið 2012 kolféll Aronofsky fyrir íslenskri náttúru og lagði mikla áherslu á að valda engu raski á meðan á tökum stóð. Aðstandendur myndarinnar vilja með þessu verkefni styðja starf Náttúruverndarsamtakanna og Landverndar. Tilgangur verkefnisins er að setja kröfu á stjórnvöld um að draga til baka frumvarp til laga um brottfall nýrra náttúruverndarlaga og að ný lög um náttúruvernd taki gildi 1. apríl eins og lögin kveða á um. Áður en tónleikarnir hefjast verður Kvikmyndin Noah heimsfrumsýnd í Egilsbíói.

02/02 Menning



kjarninn 13. mars 2014

01/04 vísindi

Í leit að annarri jörð vÍSinDi Sævar Helgi Bragason @saevarhb

H

Eru til aðrar jarðir? Nýlegar uppgötvanir benda til þess að það sé nánast öruggt.

inn 17. október árið 1600 var ítalski fjölfræðingurinn Giordano Bruno brenndur á báli á Campo de Fiori markaðstorginu í Róm. Mánuði áður hafði rannsóknarréttur Klemens VIII. páfa dæmt hann til dauða fyrir trúvillu. Bruno hafði gerst sekur um marga glæpi í augum kirkjunnar, meðal annars að staðhæfa að stjörnurnar væru sólir, eins og sólin okkar, og að umhverfis þær gengju plánetur eins og jörðin. En eru til aðrar jarðir? Líklega er þetta ein stærsta vísindalega spurningin sem mannkynið hefur varpað fram. 01/04 vÍSinDi


Í fyrsta sinn höfum við tæknina til að svara henni. Nýlegar uppgötvanir stjörnufræðinga benda til að svarið sé næstum örugglega: Já! Fjórum öldum eftir að Bruno var tekinn af lífi fékk hann uppreisn æru. Árið 1995 fannst fyrsta reikistjarnan utan okkar sólkerfis á braut um stjörnu sem svipaði til sólarinnar okkar. Þetta var ein merkasta uppgötvun vísindasögunnar, þótt reikistjarnan hefði vart getað verið ólíkari jörðinni. Reikistjarnan var úr gasi, svipuð Júpíter, en 150 sinnum þyngri en jörðin. Og það sem meira var, „En gæti líf þrifist á einhverjum hún snerist um móðurstjörnuna sína rétt rúmum fjórum dögum í aðeins 8 þessara reikistjarna? Svarið ámilljón km fjarlægð frá glóandi yfirborði er næstum örugglega já! Í hennar! Næstu tvo áratugi fundust sífellt fleiri dag höfum við fundið um fjarreikistjörnur, flestar gasrisar eins og það bil tíu lífvænlegar reikiJúpíter. Þar sem allar fjarreikistjörnur stjörnur í öðrum sólkerfum! “ hverfa í birtuna frá móðurstjörnunum hafa aðeins örfáar reikistjörnur verið ljósmyndaðar. Tilvist langflestra hefur verið staðfest með óbeinum hætti, þ.e. áhrif þeirra á birtu eða færslu móðurstjörnunnar hafa verið mæld. Þannig höfum við fundið meira en 1.700 fjarreikistjörnur, þar af yfir hundrað á stærð við jörðina og um tíu sem gætu verið lífvænlegar. kepler-geimsjónaukinn Árið 2009 skaut NASA Kepler-geimsjónaukanum á loft. Í rúm fjögur ár starði hann á yfir 150.000 stjörnur í Vetrarbrautinni okkar í leit að fjarreikistjörnum. Það gerði hann með því að fylgjast með hárfínum birtubreytingum sem verða á stjörnunum þegar reikistjörnur ganga fyrir stjörnurnar, eins og þegar Venus gekk fyrir sólina okkar árið 2012. Kepler er fyrsti geimsjónauki NASA sem er fær um að finna reikistjörnur á stærð við jörðina í kringum stjörnur sem líkjast sólinni. Og árangurinn hefur svo sannarlega verið góður. Í lok febrúar síðastliðins tilkynntu vísindamenn sem starfa við geimsjónaukann að í gögnum Keplers hefðu fundist 715 nýjar 02/04 vÍSinDi


reikistjörnur á braut um 305 stjörnur. Langflestar þessara nýju reikistjarna eru minni en Neptúnus, sem er næstum fjórfalt stærri en jörðin, en fjórar eru innan við 2,5 sinnum stærri en jörðin. Samanlagt hefur sjónaukinn líklega fundið yfir 3.500 reikistjörnur, en af þeim er búið að staðfesta tilvist meira en 900. „jarðir“ í milljarðavís? Rannsóknir Kepler-geimsjónaukans sýna að í kringum eina af hverjum fimm stjörnum sem svipar til sólar gæti verið reikistjarna á stærð við jörðina. Í Vetrarbrautinni okkar eru um tíu prósent stjarna sömu gerðar og sólin, eða í kringum 20 milljarðar talsins. Þetta þýðir að í Vetrarbrautinni gætu verið margir milljarðar af öðrum „jörðum“ á sveimi um svipaða stjörnu og sólina okkar! 03/04 vÍSinDi


Hafa ber í huga að þetta eru neðri mörk. Mælingar með öðrum sjónaukum á jörðinni benda til að algengasta gerð stjarna í Vetrarbrautinni, rauðir dvergar, sem eru minni og kaldari en sólin okkar, gæti líka haft marga milljarða af reikistjörnum á stærð við jörðina. Samanlagt gætu verið í kringum 40 milljarðar reikistjarna á stærð við jörðina í Vetrarbrautinni okkar!

Ítarefni Fróðleikur um fjarreikistjörnur Stjörnufræðivefurinn

Heimasíða Keplergeimsjónaukans Kepler.nasa.gov

Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

Lífvænlegar reikistjörnur En gæti líf þrifist á einhverjum þessara reikistjarna? Svarið er næstum örugglega já! Í dag höfum við fundið um það bil tíu lífvænlegar reikistjörnur í öðrum sólkerfum! Með lífvænlegum reikistjörnum er átt við hnetti sem eru í hæfilegri fjarlægð frá móðurstjörnum sínum. Þar er hvorki of heitt né of kalt til þess að vatn – forsenda alls lífs á jörðinni – geti verið á fljótandi formi á yfirborðinu. Þetta svæði í sólkerfi nefnist lífbelti – Gullbrársvæðið. Í sólkerfinu okkar er lífbeltið milli Venusar og Mars. Jörðin er akkúrat passlega heit. Þótt reikistjörnur séu í lífbeltunum er ekki þar með sagt að líf þrífist á þeim. Þannig eru nýju reikistjörnurnar fjórar sem fundust í gögnum Keplers allt að 2,6 sinnum stærri en jörðin og allar aðstæður gætu verið gerólíkar. Enn sem komið er vitum við lítið sem ekkert um þessar hugsanlega lífvænlegu reikistjörnur, annað en stærðina. Við höfum aldrei séð þær, til þess þurfum við miklu stærri og öflugri sjónauka. Slíkir sjónaukar eru handan við hornið. Snemma á næsta áratug verður European Extremely Large Telescope (E-ELT), stærsta auga jarðar, tekinn í notkun. Hann mun búa yfir tækni til þess að taka myndir af lífvænlegum reikistjörnum í nágrenni okkar og „þefa af“ lofthjúpum þeirra í leit að ummerkjum lífs. Hver veit hvað leynist þarna úti?

04/04 vÍSinDi


kjarninn 13. mars 2014

01/06 MarkaðsMál

Heimsfriður eða forgjöfin? MarkaðSMáL Kári Sævarsson og Ragnar Jónsson @raggiraggi

a

lmannaheillaauglýsingar eru auglýsingar sem eru ætlaðar til að vekja fólk til vitundar um ýmis málefni og gjarnan safna peningum til góðgerðarmála. Í almannaheillaauglýsingum felst oft ákveðin syndaaflausn fyrir auglýsingafólk og eru þær því oft eftirsótt verkefni og margir til í að gefa vinnu sína við þær. Ekki spillir fyrir að oft á tíðum eru almannaheillaverkefni hlaðin drama og gefa af sér auglýsingar sem hrífa áhorfendur og njóta meiri vinsælda en auglýsingar sem ganga út að selja vörur eða þjónustu. Gróft má skipta almannaheillaauglýsingum í tvo 01/06 MarkaðSMáL


flokka. Í þeim fyrri eru forvarnarauglýsingar eins og tóbaksvarnarauglýsingar, umferðaröryggisauglýsingar og vímuefnaauglýsingar. Í þeim seinni eru söfnunarauglýsingar frá góðgerðarsamtökum á borð við UNICEF, Rauða krossinn, Barnaheill og Krabbameinsfélagið.

Meginmunurinn á flokkunum er að í þeim fyrri er gjarnan verið að uppfylla upplýsingaskyldu og framkalla hegðunarbreytingu. Ef vel tekst til er hægt að sjá árangur auglýsinganna í því að hegðun borgaranna breytist á einhvern hátt, minna sorpi er hent á götur, minna er talað í símann undir stýri eða neysla á grænmeti og ávöxtum eykst. Í söfnunarflokkinum gengur verkefnið út á að fá almenning (og gjarnan fyrirtæki) til að styrkja málefni með fé. Því er nokkuð auðvelt að áætla árangur herferðarinnar út frá því hversu miklir peningar safnast. 02/06 MarkaðSMáL


upplýsingaherferðir Eitt besta dæmi liðinna ára um forvarnaherferð er Dumb Ways to Die, sem gerð var fyrir lestafyrirtækið Metro Trains í Ástralíu og sópaði til sín alþjóðlegum verðlaunum á síðasta ári. Herferðin var borin uppi af skemmtilegu lagi sem benti á margar heimskulegar aðferðir til að tapa lífinu og lagði þær að jöfnu við heimskuna sem felst í því að fara ógætilega í kringum lestir og slasast. Markhópurinn var ungt fólk. Hér verður sett fram tilgáta um af hverju herferðin virkaði svona vel.

Heimurinn er fullur af boðum og bönnum. Ekki ganga á grasinu, ekki reykja, ekki tala í símann á meðan þú bíður í röðinni, ekki mæta of seint, ekki keyra of hratt og svona heldur listinn endalaust áfram. En eins og allir vita sem eiga eða hafa umgengist börn og ungt fólk eru þau ekkert allt of hrifin af boðum og bönnum. Það er oft mikilvægara fyrir ungt fólk að staðfesta eigið sjálfræði í heiminum en að hlýða. Í drambsemi sinni hugsar unglingurinn: „Þessar reglur eiga við um einhverja aula en ekki mig.“ 03/06 MarkaðSMáL


Dumb Ways to Die byrjar á því að vinna sér inn virðingu markhópsins með sniðugheitum og sýn á lífið sem á margt sameiginlegt með South Park, Family Guy, The Simpsons og öðru efni sem gera má ráð fyrir að markhópurinn horfi á. Það er þekkt að ungt fólk er oft ekki hrætt við dauðann og því er allt eins gott að gera bara grín að því sem er lífshættulegt og ná þannig fram viðhorfsbreytingu. Hræðsluáróður Að sýna verstu afleiðingar er leið sem oft hefur verið farin í almannaheillaauglýsingum. Við höfum séð svört lungu í tóbaksvarnarauglýsingum, sundruð heimili í áfengisvarnarauglýsingum og stíflaðar æðar í lýðheilsuauglýsingum. Áhrif hræðsluáróðurs eru umdeild. Sumir hafa haldið því fram að það sé of auðvelt fyrir áhorfandann að líta hreinlega undan og hugsa með sér að hann þekki nú konu sem hafi reykt alla ævi, aldrei notað öryggisbelti og borðað beikon og samt orðið hundrað ára. Burtséð frá þessu er hér nýleg sjónvarpsauglýsing fyrir Umferðarráð Nýja-Sjálands sem er framúrskarandi dæmi um hræðsluáróður. Á snjallan og mjög áhrifaríkan hátt er tíminn stöðvaður og atburðarás umferðarslyss er skoðuð nánar.

04/06 MarkaðSMáL


Söfnunarherferðir Hvort sem ástæðan er áratugalangt fjársvelti heilbrigðiskerfisins eða sívaxandi fjárþörf sem ríkið mun aldrei geta fullnægt eru söfnunarherferðir fyrir heilbrigðistengd málefni nánast stöðugt í gangi. Hér er formúlan sú að eitthvert hræðilegt ástand er sýnt og svo kemur ákall um að fé frá áhorfendum geti bætt ástandið. Til að virkja áhorfandann betur er hið hræðilega ástand oft fært yfir á heimalandið. Dæmi um þetta er nýleg herferð UNICEF þar sem flóttamannabúðir voru skapaðar á Íslandi. Hugmyndin er að fólk sé skeytingarlausara um fólk í fjarlægum löndum og því þurfi að benda sérstaklega á það sammannlega í aðstæðunum. Á meðan sumar söfnunarauglýsingar benda á vandamálið sýna aðrar árangurinn og gefa von um að breytingar séu mögulegar. Gott dæmi um þetta er auglýsing frá Barnardo’s í Bretlandi.

05/06 MarkaðSMáL


Rannsóknir hafa líka sýnt að það gefur betri árangur að segja sögu einstaklings en að nota andlitslausa tölfræði. Að telja upp hundruð þúsunda barna sem alast upp við vondar aðstæður getur lamað áhorfandann með því að stilla upp tvö þúsund króna framlagi hans gagnvart einhverju sem virkar óyfirstíganlegt. Með því að að sýna sögu einstaklings sem þarfnast hjálpar er samsömun gerð miklu auðveldari. Þetta er í raun sama prinsipp og virkar í skáldverkum og bíómyndum. Fáar myndir eru um Síðari heimsstyrjöldina í heild sinni og alla milljónatugina sem létust þar en þeim mun fleiri um einstaklinga með styrjöldina sem baksvið. að ná í gegn Þegar rómverski heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Cicero hélt ræður var almenningur sammála um að hann væri orðfimur og snjall ræðumaður. En þegar Grikkinn Demosþenes talaði til fjöldans var gripið til vopna. Svo mikill var sannfæringarkrafturinn. Þannig eru líka bestu almannaheillaherferðirnar. Þær ná að virkja tilfinningar áhorfenda og fá þá til að gera meira en bara kinka kolli í samþykki, hvort sem það er að raula lagið eins og í tilfelli Dumb Ways to Die eða gefa peninga eins og í tilfelli Bleiku slaufunnar, Á allra vörum og annarra herferða sem safnað hafa tugmilljónum fyrir fjársvelt heilbrigðiskerfi undanfarin ár. Þegar verr tekst til gerist þetta: Áhorfandinn styður málstað auglýsingarinnar, honum finnst myndatakan flott og lagið snertir hann en auglýsingin lætur honum líða óþægilega. Hann er með móral yfir svöngu börnunum á skjánum en veit ekki til hvers er ætlast af honum því skilaboð auglýsingarinnar eru óskýr eða verið er að vinna með vandamál sem er nánast óyfirstíganlegt. Auðvitað vill hann láta gott af sér leiða en hann er hræddur um að framtak hans skipti engu máli jafnvel þótt hann vilji einlægt útrýma hungursneyð og stuðla að heimsfriði. Svo heldur hann áfram að borða snakk og hugsa um utanlandsferðir og forgjöfina.

06/06 MarkaðSMáL



Kjaftæði

Konráð jónsson lögmaður

kjarninn 13. mars 2014

Lækið tifar létt um máða steina Konráð Jónsson hefur tilhneigingu til að móta allar hugsanir sínar í status sem mætti setja á Facebook

Þ

að var kaldan og snjóþungan nóvembermorgun undir lok seinasta áratugar sem ég átti leið framhjá happdrættishúsinu við Suðurgötu á leið í vinnuna. Á bílastæðinu var bíll á vegum Happaþrennunnar, þakinn snjó og skreyttur auglýsingum frá Happaþrennunni frá toppi til táar, þar á meðal slagorðinu „Skemmtilegt að skafa!“ Við bílinn stóð maður að … já, það er rétt hjá ykkur, að skafa. Ég benti manninum á þessa tengingu á milli slagorðsins og þessa vafalaust grútleiðinlega verks sem hann var að sinna, enda var þetta óvenju snjóþungur morgunn. Það mátti greina kaldhæðni í hrossahlátrinum hans. Ég hrósaði hins vegar sigri yfir þessari tímamótahnyttni minni og sagði vinnufélögum mínum frá þessu þegar ég kom í vinnuna. Sjáumst á Linkedin! Þetta var í nóvember árið 2010. Kosningar til stjórnlagaþings voru seinna í mánuðinum og af því tilefni hafði ég ákveðið að hætta á Facebook síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Ég 01/03 Kjaftæði


sá fram á mánuð af leiðindaauglýsingum og plöggi fyrir kosningar sem ég hafði engan áhuga á, þar sem frambjóðendur hlupu á hundruðum. Því ákvað ég að fara í pásu. Þetta skapaði hins vegar ákveðið vandamál í gangverki heilans, eins og það var orðið. Fljótlega komst ég að því að ég hafði tilhneigingu til að móta allar hugsanir mínar í status sem mætti setja á Facebook. Hin ósjálfráða hugsun var: „Hvernig get ég orðað þetta sem status?“ Mér leið eins og heyrnarlausum manni með bökunarhanska sem voru límdir á hann með málaralímbandi, þar sem ég hafði engin „Mér leið eins og úrræði til að tjá mig. Þessi stóðhestur varð að láta duga að dreifa afurð sinni í bolla heyrnarlausum því frekar en hryssu: Ég kom þessum pælingum manni með til vina og fjölskyldu í staðinn. Það er til marks um hvað Facebook hefur bökunarhanska mikil áhrif að það skipar svona stóran sess sem voru límdir á í hugsunum fólks. Önnur félagsnet hafa hann með málara- ekki náð þessum áhrifum. Myspace missti af límbandi, þar sem lestinni og LinkedIn hefur ekki náð að hasla ég hafði engin úr- sér völl þó að það sé eldra en Facebook. Ég var reyndar lengi vel ekki alveg með það á ræði til að tjá mig.“ hreinu hvaða tilgangi LinkedIn þjónaði. Ég skráði mig á þetta og tengdist öðru fólki þar, en hafði svo ekki hugmynd um hvað fleira væri hægt að gera. Tengjast fleira fólki? Mögulega væri þetta einhvers konar pýramídasvindl, sem gerði ekkert annað en að stækka og hefði ekkert til málanna að leggja. Nýlega komst ég þó að því að það væri hægt að mæla með fólki. Skömmu síðar átti ég í samskiptum við fasteignasala og ég var svo ánægður með hann að heilinn minn reyndi að finna þessari ánægju einhvern félagsnetsfarveg. Því hugsaði ég: Mikið langar mig til að mæla með þessari manneskju á LinkedIn! Það getur því verið að LinkedIn eigi eftir að sækja í sig veðrið. be the first one to like this Nú verð ég að játa eitt, sem ætti kannski ekki að koma þeim neitt sérstaklega á óvart sem þekkja til mín á Facebook: Mér 02/03 kjaftæði


finnst alveg svakalega gaman að fá læk á efni sem ég set inn á Facebook. Ætli það sé ekki nærtækast að líkja þessu við að standa fyrir framan fullan sal af fólki, segja eitthvað sem höfðar til fólksins og fá lófaklapp fyrir. Að sama skapi finn ég fyrir mikilli höfnunartilfinningu þegar ég set efni inn sem fær engin viðbrögð. Ég reyni að sannfæra „Á nokkurra ára sjálfan mig um að færslan mín hafi ekki verið algóriþmanum hans Jóns Geralds fresti sendi ég Zuckerbergers þóknanleg og því hafi hún tölvupósta á Rótarý- ekki birst í fréttaveitunni hjá neinum nema klúbba á Íslandi, fáum vinum mínum. Það ber þó ekki að skilja sem svo að með fyrirspurn um ég geri allt fyrir lækin. Betra er eitt læk að mig vanti rót- á orðaleik sem í hefur verið unnið í fleiri ara á tónleika. “ mánuði heldur en tvö á pópúlíska skoðun á Vigdísi Hauksdóttur, eins og máltækið segir. Ég á það til að leggja töluverða vinnu í statusana mína þó að margir þeirra séu líka frekar hraðsoðnir. Á nokkurra ára fresti sendi ég tölvupósta á Rótarý-klúbba á Íslandi, með fyrirspurn um að mig vanti rótara á tónleika. Aldrei hef ég fengið svar, en ég ætla að halda áfram að vinna í þessu og vonast til að segja Facebook-vinum mínum frá því þegar það kemur loksins. Þá ætla ég sko að fá læk.

03/03 kjaftæði


Sigurkarl Eiríksson, áður til heimilis að Stekkjartúni, Akureyri.

EKKERT BARN ÆTTI AÐ VERA Í FLÓTTAMANNABÚÐUM

Sendu sms-ið BARN í númerið 1900 og gefðu 1.900 krónur Víða um heim búa börn við ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Þau þurfa öryggi og skjól – rétt eins og öll börn. Framlag þitt hjálpar UNICEF að veita flóttabörnum á átakasvæðum lífsnauðsynlega aðstoð. Hjálpumst að við að gæta að velferð barna í neyð. UNICEF ber engan kostnað af birtingu þessarar auglýsingar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.