Kjarninn - 27. útgáfa

Page 1

27. útgáfa – 20. febrúar 2014 – vika 8

Heimur karla

Karlar stýra fjármagni á Íslandi. Af 88 æðstu stjórnendum í fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestingaröflum eru sex konur.

Kirkjan rukkar aðstandendur látinna um ólögmæt gjöld

Hrafn Jónsson segir að tíminn sé eins og klósettvatn

David Moyes hélt Everton í gíslingu dempaðra væntinga


27. útgáfa

efnisyfirlit 27. febrúar 2014 – vika 8

Bitcoin veldur usla en er komin til að vera Allir eru að tala um rafmyntina Bitcoin. En hvað er hún og hvernig virkar þetta rafmyntarkerfi?

Nafn MP banka dregið inn í pólitískt skítkast stjórnmál

Vilji er innan beggja stjórnarflokka til að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, er viðmælandi vikunnar.

Götur Úkraínu loga Meira en 25 manns féllu í vikunni í Úkraínu. Kjarninn birtir myndir af hreinsunum lögreglu á Sjálfstæðistorginu.

Svelt þjóð kemst að kjötkötlunum sjö spurningar

gallerí

Sveppi á eftir að sakna Jóns Gnarr mjög mikið

Sjáðu íslenskar ljósmyndir ársins 2013

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Árni Helgason skrifar pistil um hvernig Íslendingar séu markaðir af því að hafa lengi notið nánast engra lífsgæða.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Less emissions. More driving pleasure.


leiðari

Ægir Þór eysteinsson kjarninn 20. febrúar 2014

stelpur eru með píku! Ægir Þór Eysteinsson fjallar um hvernig það á ekki að vera tabú að tala um hluti sem skipta máli í stóra samhenginu.

É

g á fjögurra ára frænku, sem er alveg að verða fimm, sem ég sé ekki sólina fyrir. Hún er frábær í alla staði, skemmtileg, bráðger, fyndin og ótrúlega snjöll. Hún þekkti til að mynda alla stafina í stafrófinu þegar hún var tveggja ára og var byrjuð að lesa á fjórða aldursári. Þar að auki er hún góð og ótrúlega skynsöm verandi ekki eldri en hún er. Hún er í leikskóla eins og flestir krakkar á hennar aldri, og unir sér vel. Pabbi hennar sagði mér hins vegar svolítið um daginn sem ég varð mjög hugsi yfir. Á leikskólanum hefur henni nefnilega verið komið í skilning um að hún sé bara með rass. Henni hefur sem sagt verið sagt að rassinn hennar nái aftur og fram, og þegar verið sé að þerra á henni píkuna eftir klósettferð sé í raun og veru verið að þurrka á henni rassinn. Strákarnir á leikskólanum hennar hafa hins vegar verið upplýstir rækilega um að þeir séu með typpi. Þannig hlaupa leikskólakrakkarnir skríkjandi um lóðina, strákarnir 01/03 leiðari


með typpin sín og stelpurnar með rassana sína að framan. Pabbi frænku minnar áttaði sig á því hvernig í pottinn er búið á leikskólanum þegar verið var að skipta á litla bróður hennar um daginn. Þá þekkti hún typpi í sjón en hafði fram að því einvörðungu talað um rassinn á sér. Hún veit í dag að rassinn er bara að aftan. Ég get ómögulega skilið hvernig það er merkilegra eða mikilvægara að strákar séu fremur en stúlkur upplýstir um hvað kynfærin þeirra heita. Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá meira feimnismál „Einhverra hluta vegna, og á að segja orðið píka en typpi. Þurfa strákar í alvöru frekar einhverjum tíma, urðu typpi á því að halda að þeir átti minna tabú en píkur.“ sig fyrr á því en stelpur að þeir séu strákar? Einhverra hluta vegna, og á einhverjum tíma, urðu typpi minna tabú en píkur. Förum nú að hætta þessari vitleysu. Kjarninn fjallar í dag um hversu ótrúlega mikið hallar á hlut kvenna í stjórnum helstu fjármálafyrirtækja landsins, lífeyrissjóða og annarra umsvifamikilla fyrirtækja sem fara með fjárfestingar á Íslandi. Niðurstöðurnar eru vægast sagt sláandi og um leið áfellisdómur yfir okkur sem þjóð. Af þeim 88 fyrirtækjum og sjóðum sem voru undir í skoðun Kjarnans var 82 stýrt af körlum, eða í 93 prósentum tilfella. Hlutur kvenna í áhrifamestu félögum landsins er sem sagt smánarlega rýr. Því er ekki að neita að töluvert hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni á undanförnum árum, og hver skýrslan á fætur annarri frá útlenskum skammstöfunum básúnar reglulega hvað við Íslendingar stöndum framarlega í þessum efnum. En þessi staða er auðvitað til háborinnar skammar. Vera Sölvadóttir fjölmiðlakona skrifaði grein á dögunum um hvernig dónakallar hafa ítrekað áreitt hana í gegnum tíðina. Greinin var frábær en lestur hennar var hræðilegur. Veru hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér, menn hafa berað sig fyrir framan hana óumbeðnir og mýmargir ógeðsmenn hafa gripið í klof hennar, brjóst og 02/03 leiðari


rass á skemmtistöðum. Frásögn hennar var hræðilegri en orð fá lýst, en það sem sló mig mest var niðurlag greinarinnar. Eiginlega allar konur sem hún þekkir hafa lent í viðlíka ofbeldi og eru orðnar vanar því að svona geti gerst. Hún var meira að segja sjálf hætt að veita svona vanskapaðri hegðun sérstaka athygli. Ég get ekki með nokkru móti ímyndað mér hvernig það er að ganga um götur bæjarins viðbúinn því að vera sýnd ámóta framkoma. Ég þekki það ekki að vera hræddur á meðal jafningja minna og ég þekki engan mann sem er hræddur um að einhver „Ég þekki það ekki að vera grípi í punginn á honum fyrirvaralaust. hræddur á meðal jafningja En hvert er ég að fara minna og ég þekki engan með þessu öllu saman? Jú, mann sem er hræddur um það er asnalegt að það skipti meira máli eða sé einhvern að einhver grípi í punginn veginn merkilegra að vera á honum fyrirvaralaust.“ með typpi heldur en píku. Það er asnalegt að þurfa að vera með typpi til þess að komast frekar til áhrifa í samfélaginu. Og það er asnalegt, sem er eiginlega hvergi nándar nærri nógu sterkt orð, að við karlmenn komum ekki fram við konur eins og jafningja okkar og beitum þær ítrekað ofbeldi eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það á að halda því á lofti hvívetna, og ekki síst fyrir börnin okkar, að karlar og konur, strákar og stelpur, séu jafningjar og að þeim séu allir vegir færir. Samfélagið á að senda skýr skilaboð um að það skipti engu máli hvort þú sért karl eða kona, með píku eða typpi. Það á að gera mönnum kýrskýrt að það er aldrei í lagi að koma fram við aðra manneskju með ofbeldi og ógeðsmennsku bara af því að sú manneskja er kona. Því það eina sem við eigum ekki sameiginlegt í raun er að strákar eru með typpi og stelpur eru með píku.

03/03 leiðari


01/06 NeyteNdur

aðstandendur rukkaðir um ólögmæt gjöld Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma og sóknarkirkjur hafa rukkað gjöld vegna útfara sem Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað fullyrt að séu ólögmæt.

kjarninn 20. febrúar 2014


neytendamál Ægir Þór Eysteinsson

f

rá árinu 1997 hafa kirkjunnar menn seilst ofan í vasa aðstandenda látinna vegna útfara, með ólögmætum hætti að mati Innanríkisráðuneytisins. Þessi meinta ólögmæta gjaldtaka, sem nú hefur staðið yfir í sautján ár og er enn látin viðgangast, varðar gjald vegna kirkjuvörslu við útfarir. Í hartnær þrjá áratugi hefur verið í gildi samningur á milli sóknarkirkja og útfararstofa um innheimtu gjaldsins. Sátt náðist um gjaldið í ljósi þess að þegar samningurinn var gerður voru kirkjuverðir margir hverjir í hlutastarfi og átti gjaldið að dekka kostnað kirkna við að kalla út starfsmenn á frídögum. Samkvæmt könnun Kjarnans rukka nær allar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmis fyrir kirkjuvörslu við útfarir. Gjaldið er á bilinu 6.000 til 12.500 krónur fyrir hverja útför, en upphæðin veltur á því hvort kirkjuvörður er í fullu starfi hjá viðkomandi kirkju eða hvort kalla þarf hann út vegna útfarar. Samkvæmt heimildum Kjarnans einskorðast kirkjuvörslugjaldtakan við sóknarkirkjur á höfuðborgarsvæðinu.

gjaldtakan kærð til umboðsmanns alþingis Félag íslenskra útfararstjóra (FÍÚ) kærði innheimtu gjaldsins til Umboðsmanns Alþingis í desember 2011, sem og fyrirhugaða gjaldtöku Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) fyrir leigu á Fossvogskirkju og Fossvogskapellu fyrir útfarir. Samkvæmt ákvörðun KGRP átti að fara að rukka 6.000 krónur fyrir afnot af kirkjunni og 3.000 krónur fyrir afnot af kapellunni við kistulagnir. Þess ber að geta að Fossvogskirkja og -kapella eru ekki rekin fyrir sóknargjöld en kirkjugarðarnir fá greitt hátt í milljarð króna samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2014. Þrátt fyrir að engin fordæmi væru fyrir gjaldtöku fyrir athafnarými gengu KGRP lengra og kröfðust þess að einkareiknar útfararstofur sæju um að innheimta gjaldið. FÍÚ var á þeirri skoðun að innheimta gjaldanna ætti sér enga stoð í lögum. Deilu þeirra lauk með dómsniðurstöðu, sem rakin verður síðar. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir áliti 02/06 neytendamál


Innanríkisráðuneytisins á umræddri gjaldtöku í febrúar 2012, en hann hafði áður úrskurðað í sambærilegu máli árið 2005 um svokallað líkhússgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi KGRP í Fossvogi. Umboðsmaður taldi þá að engin heimild væri í lögum fyrir slíkri gjaldtöku. KGRP ákváðu í kjölfarið að hætta innheimtu gjaldsins og tilkynntu umboðsmanni að það yrði ekki tekið upp aftur nema heimild fengist til þess í lögum. ólögmæt gjaldtaka að mati innanríkisráðuneytisins Endanlegt svarbréf ráðuneytisins barst ekki umboðsmanni fyrr en ári síðar, 4. febrúar 2013. Í millitíðinni hafði ráðuneytið sent Biskupsstofu og Kirkjugarðaráði bréf þar sem óskað var eftir rökstuðningi Biskupsstofu fyrir kirkjuvörslugjaldinu, en í bréfinu til Kirkjugarðaráðs voru tekin af öll tvímæli varðandi lögmæti gjaldtöku KGRP fyrir athafnarýmin í Fossvogi. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að gjaldtakan ætti sér enga stoð í lögum, og þá gilti engu hvort umrædd þjónusta væri hluti af lögmæltri þjónustu eða ekki. Í svarbréfi Innanríkisráðuneytisins til umboðsmanns í febrúar 2013 var gjaldtakan vegna kirkjuvörslu sömuleiðis metin ólögmæt. Að mati ráðuneytisins er kirkjuvarsla hluti af kirkjulegri þjónustu samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá árinu 1997. Ráðuneytið taldi sem sagt að um þjónustugjald væri að ræða sem engin lagastoð væri fyrir. Erfitt er að nálgast upplýsingar um hversu miklu kirkjuvörslugjaldið hefur skilað sóknarkirkjum landsins í gegnum árin. Samkvæmt lauslegum útreikningum Kjarnans, miðað við fjölda látinna á hverju ári að jafnaði, gæti gjaldið hafa verið að skila sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu hátt í fimm milljónum króna á ári. Vegna afstöðu Innanríkisráðuneytisins, að umrædd gjöld væru ólögmæt, ákvað Umboðsmaður Alþingis að aðhafast ekki meira í málinu. Hann óskaði hins vegar eftir því með bréfi til Innanríkisráðuneytisins að hann yrði upplýstur um hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við því að 03/06 neytendamál


mögulega ólögmætt gjald væri við lýði hjá sóknarkirkjum á höfuðborgarsvæðinu.

Fossvogskirkjugarður Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsumdæma reka kirkjugarðinn í Fossvogi.

Kirkjan hunsar innanríkisráðuneytið ítrekað Innanríkisráðuneytið hefur síðan ítrekað afstöðu sína við Biskupsstofu margsinnis með bréfaskriftum, án árangurs. Eins og fyrr segir rukkar enn þorri kirkja á höfuðborgarsvæðinu inn gjald sem ráðuneytið hefur ítrekað bent á að sé ólögmætt. Svo ákveðin er Þjóðkirkjan í raun að innheimta gjaldið í trássi við Innanríkisráðuneytið að hún afturkallaði tilmæli, sem hún sendi sóknarnefndum í júlímánuði síðastliðnum, þar sem farið er fram á að innheimta gjaldsins verði felld niður uns lagagrundvöllur gjaldtökunnar verði skýrður. Í bréfi sem Biskupsstofa sendi sóknarnefndunum 20. ágúst síðastliðinn kemur fram að Kirkjuráð líti á Þjóðkirkjuna sem sjálfstætt trúfélag og sóknir hennar sem frjáls félög sem þurfi almennt ekki að sækja heimildir til ríkisvaldsins um starf sitt og gjaldtöku fyrir veitta þjónustu, sem hverjum sem er sé í sjálfvald sett að óska eftir og gjalda fyrir uppsett verð. Hinn 15. október síðastliðinn sendi svo Innanríkisráðuneytið aftur bréf til Biskupsstofu, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við afturköllunina. Þar var afstaða ráðuneytisins ítrekuð, að ef kirkjuvörður væri viðstaddur útför væri um hluta af kirkjulegri þjónustu að ræða. Ef krafist væri greiðslu fyrir viðveruna væri um þjónustugjald að ræða sem yrði að eiga sér stoð í lögum, sem ekki væri fyrir hendi. 04/06 neytendamál


útfararstofa sýknuð af kröfum Kgpr Þrátt fyrir að Innanríkisráðuneytið hafi ítrekað afstöðu sína við Kirkjugarðaráð í júní 2012 um að gjaldtaka fyrir athafnarými ætti sér enga stoð í lögum höfðuðu KGRP mál á hendur Útfararþjónustunni ehf. með stefnu birtri 7. desember 2012, til greiðslu á áðurnefndu gjaldi. Krafa KGRP hljóðaði upp á 471.000 krónur auk dráttarvaxta. Framkvæmdastjóri Útfararþjónustunnar er Rúnar Geirmundsson, sem jafnframt er formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Fleiri útfararstofur höfðu neitað að innheimta gjaldið fyrir KGRP, eins og fyrrgreind afstaða FÍÚ gefur til kynna, þannig að um ákveðið prófmál var að ræða. Héraðsdómur sýknaði Útfararþjónustuna af kröfu KGRP vegna aðildarskorts. KGRP væri ekki heimilt að leggja gjald fyrir athafnarými á útfararstofuna og ætlast til þess að hún sæi um innheimtu hjá aðstandendum, það ættu KGRP sjálfir að gera. Vegna þess að um aðildarskort var að ræða kom ekki til dómstólsins að fjalla um lögmæti gjaldtökunnar. KGRP áfrýjaði niðurstöðunni til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms 6. febrúar síðastliðinn og dæmdi KGRP til greiðslu alls málskostnaðar fyrir héraðsdómi og hæstarétti, hátt í sjö milljónir króna. Í kjölfarið hættu KGRP gjaldtökunni. meint ólögmæt gjaldtaka enn við lýði Þrátt fyrir ítrekaða andstöðu Innanríkisráðuneytisins við gjaldtöku fyrir kirkjuvörslu er slíkt gjald enn innheimt af flestum sóknarkirkjum í Reykjavík. Deila ráðuneytisins og Þjóðkirkjunnar snýst um hvort skilgreina eigi kirkjuna sem opinberan aðila, en þeir geta ekki innheimt gjöld eða skatta nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Í fjárlögum fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði tæplega 5,2 milljarða króna til kirkjumála. Þar af er gert ráð fyrir að Þjóðkirkjan fái tæplega einn og hálfan milljarð í sinn hlut, Kirkjumálasjóður tæpar 250 milljónir króna, Kirkjugarðarnir tæpar 950 milljónir, sóknargjöld nemi rúmum 2,1 milljarði króna og Jöfnunarsjóður sókna 05/06 neytendamál


fái röskar 320 milljónir króna. Að meðtöldum almennum verðlagsbreytingum hækka útgjöld ríkissjóðs til kirkjumála um liðlega tvö hundruð milljónir króna á milli ára. Eins og að framan hefur verið rakið á enn eftir að skera úr um það fyrir dómstólum hvort umrædd gjaldtaka fyrir kirkjuvörslu standist lög. Á meðan er hins vegar ljóst að aðstandendur látinna eru rukkaðir um gjald sem samkvæmt Innanríkisráðuneytinu er ólögmætt. Það er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að eitt af verkefnum ráðuneytisins er að hafa umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Komi í ljós með tíð og tíma að niðurstaða dómstóla verði í samræmi við afstöðu Innanríkisráðuneytisins, að umrædd gjöld séu og hafi verið ólögmæt, liggur fyrir að í þúsundum skipta hafa aðstandendur látinna greitt kirkjugörðum og sóknarkirkjum gjöld sem þeim bar engin skylda til að greiða. Ekki er um háa upphæð að ræða fyrir hvern og einn aðstandanda hverju sinni en sé upphæðin margfölduð með fjölda jarðarfara síðastliðin ár er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem KGRP og sóknarkirkjurnar hafa haft af aðstandendum með ólögmætum hætti. Margur hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum af minna tilefni.

06/06 neytendamál



01/06 atvinnulíf

kjarninn 20. febrúar 2014

Karlar stýra nær öllu fé á íslandi Samkvæmt samantekt Kjarnans stýra karlmenn yfir 93 prósentum fyrirtækja sem fara með fé eða stunda fjárfestingar.


atvinnulíf Þórður Snær Júlíusson

í

september 2013 tóku gildi lög sem gerðu þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn væri að minnsta kosti 40 prósent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyrirtæki og lífeyrissjóðir þurftu að ráðast í miklar breytingar, enda var hlutfall kvenna í stjórnum sem féllu undir löggjöfina einungis 20 prósent í árslok 2009. Um síðustu áramót hafði lagasetningin sem skikkaði viðgerð á karllægum halla í stjórnunum skilað því að konur voru orðnar 31 prósent þeirra sem þar sátu. Betur má ef duga skal því einungis helmingur þeirra fyrirtækja sem falla undir skilyrðin hefur uppfyllt þau. Lögin ná hins vegar einvörðungu til stjórna. Þegar horft er til þeirra sem stýra íslensku „Tíu stærstu sjóðir landsins fjárfestingaumhverfi og fjármálakerfi er eiga rúmlega 80 prósent morgunljóst að þar hefur lítil þróun átt sér stað. Konur eru sjaldséðar í æðstu þessara eigna. Framkvæmda- stjórnunarstöðum. Í úttekt Kjarnans, stjórar þeirra allra eru karlar sem náði til 88 æðstu stjórnenda slíkra og starfsmenn í eignastýringu fyrirtækja, kemur fram að 82 þeirra er stýrt af körlum. Sex stjórnendanna, eða eru langflestir karlar.“ 6,8 prósent, eru konur. Bankarnir einna skástir Íslenski fjármálageirinn hefur sögulega verið mjög karllægur. Fyrir bankahrun voru karlar í öllum helstu áhrifastöðum. Þeir skiluðu íslensku fjármálakerfi af sér ónýtu og án nokkurs trúverðugleika. Á síðustu fimm árum hefur ástandið skánað nokkuð en það er fjarri því að hægt sé að tala um jafnræði. Ein kona stýrir banka. Hún heitir Birna Einarsdóttir og er bankastjóri Íslandsbanka. Hjá þeim banka eru ellefu undirsvið. Sjö tengjast rekstri og fjögur eru stoðsvið. Átta karlar eru yfir þeim sviðum en þrjár konur. Hjá Landsbankanum situr Steinþór Pálsson í bankastjórastólnum. Undir honum starfa sjö framkvæmdastjórar. Fjórir eru konur og þrír karlar. Þriðji stóri bankinn, en saman eru þeir þrír með yfir 02/06 atvinnulíf


Konur í miklum minnihluta meðal stjórnenda Kynjahlutfall æðstu stjórnenda í íslensku fjármála- og fjárfestingaumhverfi sjóðsstýring/eignastýring

Viðskiptabankar

3

1

4

0

6

skráð FéLög á markaði

sparisjóðir*

10

2

önnur FjármáLaFyrirtæki**

orkuFyrirtæki

9

0

LíFeyrissjóðir (aLLir)

1

FéLög VæntanLeg á markað 10

8 kortaFyrirtæki

0

5

0

6,8%

LíFeyrissjóðir (10 stærstu)

samtaLs 82

3

2

10

6

0

*Önnur konan er forstöðumaður sparisjóðs sem heyrir undir annan. Sparisjóðsstjóri hans er karl. **Samantekt Kjarnans á öðrum fjármálafyrirtækjum á markaði er ekki tæmandi.

93,1%

90 prósenta markaðshlutdeild, er Arion banki. Þar heldur bankastjórinn Höskuldur Ólafsson um stjórnartaumana. Undir honum eru níu framkvæmdastjórar. Sex þeirra eru karlar en þrír eru konur. Karlar alltumlykjandi í fjármálageiranum Miklu minni en þessir þrír er MP banki. Forstjóri hans er Sigurður Atli Jónsson. Fyrir utan hann starfa sjö aðrir lykilstjórnendur hjá MP banka. Sex þeirra eru karlar. Eina konan er starfsmannastjóri. Tólf sparisjóðir eru starfandi á landinu. Einn sparisjóðsstjóri er kona. Hún heitir Anna Karen Arnarsdóttir og er sparisjóðsstjóri Suður-Þingeyinga. Auk þess er forstöðumaður Sparisjóðsins á Höfn kona. Sá tilheyrir hins vegar Sparisjóði Vestmannaeyja, þar sem karl er sparisjóðsstjóri. 03/06 atvinnulíf


Ýmis önnur fjármálafyrirtæki eru starfandi í landinu. Straumi fjárfestingarbanka, Virðingu/Auði Capital, Íslenskum verðbréfum, HF Verðbréfum, Júpiter, Arctica Finance, Alda Asset Management og GAMMA er öllum stýrt af körlum. Raunar eru karlar í öllum helstu stjórnunarstöðum hjá þeim flestum. Þá eru þrjú kortafélög á Íslandi; Valitor, Borgun og Kortaþjónustan. Karlar sitja í forstjórastóli þeirra allra.

eina konan Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, er eina konan sem stýrir félagi sem er skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi.

sjóðstýringarfyrirtæki full af körlum Stóru bankarnir þrír: Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, eiga allir sjóðstýringarfyrirtæki. Þau stýra fjármunum ýmissa viðskiptavina. Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er auk þess rekin undir hatti VÍB. Þessir aðilar eru allir með hundruð milljarða króna í stýringu hjá sér fyrir lífeyrissjóði, einstaklinga og fyrirtæki. Þeim er öllum stýrt af körlum. Alls eru tíu félög skráð á íslenskan hlutabréfamarkað. Níu þeirra; N1, Tryggingamiðstöðinni, Vodafone, Eimskip, Regin, Högum, Icelandair, Marel og Össuri, er stýrt af körlum. Eina skráða félagið með konu í forstjórastóli er VÍS. Þar heitir forstjórinn Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Greiningaraðilar telja að fimm félög fari líklega á markað í ár. Þau eru Promens, Skipti, HB Grandi, Reitir og tryggingafélagið Sjóvá. Forstjórar þeirra allra eru karlar. lífeyrinum okkar stýrt af... körlum Lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu fjárfestarnir innan íslenska efnahagskerfisins. Höftin meina þeim að fara út með fé og því sitja þeir um þau fjárfestingartækifæri sem myndast hérlendis. Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, sagði í viðtali við Kjarnann síðastliðið haust að sjóðirnir 04/06 atvinnulíf


einsLeitur hópur karLmanna Fer Fyrir stóru FjárFestingunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), segir úttekt Kjarnans í raun ekki koma á óvart, þótt niðurstöðurnar valdi henni depurð. „Oft heldur maður að við séum komin lengra en við erum komin þegar farið er að skoða hlutina. Það er afar dapurlegt að við séum ekki komin lengra.“ Hún segir að hluti af því ferli sem kynjakvótalagasetning á stjórnir fyrirtækja átti að ná fram hafi verið að áhrifin kvísluðust niður í stjórnendahópana. „Miðað við þessar niðurstöður erum við langt frá því. Það þarf að skoða hvað veldur, því það vantar ekkert upp á að konur hafi getuna og reynsluna. Það virðist vanta eitthvað annað. Við þurfum svolítið að vísa þessu til föðurhúsanna. Það eru allar forsendur góðar. Nú þurfa þessir aðilar sem standa að þessu að líta í eigin barm. Það er alþekkt staðreynd að karlmenn fara fyrir fé á Íslandi. Fara fyrir stóru fjárfestingunum. Þetta er líka mjög einsleitur hópur. Ef við þorum í alvörunni inn í fjölbreytileikann og að fanga hann þurfa þessir aðilar að skoða hjá sér af hverju staðan er svona. Hvernig á að breyta þessu? Hvernig eru ráðningarferlin? Eru þau byggð á tengslum eða á opnu umsóknarferli? Og svo finnst mér alveg rétt að spyrja hvort það sé í alvörunni vilji til verka.“

Að mati Þórdísar þarf að taka bæði ráðningarog framakerfi innan fyrirtækja til gagngerrar endurskoðunar. „Er falin menning eða blindni gagnvart því hvernig við komumst til áhrifa innan þessara kerfa? Við erum oft svolítið blind á þessa menningarlegu þætti sem eru til staðar innan fyrirtækjanna. Erum við frekar að ýta undir metnað hjá körlum til að taka af skarið? Erum við að eigna konum einhverja eiginleika sem þær eru ekkert með? Ég held að það séu alls kyns svona menningarlegir þættir sem þarf að skoða líka. Þetta þarf ekkert að skoða heildrænt heldur þarf hvert fyrirtæki fyrir sig að gera það, vegna þess að hvert fyrirtæki er með sína eigin fyrirtækjamenningu.“

ættu líklega, beint og óbeint, um helming skráðra hlutabréfa í íslenskum félögum. Þeir eiga auk þess þorra útgefinna skuldabréfa á íslenska markaðnum. Samtals eiga lífeyrissjóðirnir, sem eru 26 talsins, 2.656 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris. Uppistaðan í þeirri eign er bundin í fjárfestingum. Þar nemur innlend verðbréfaeign þeirra, í hlutabréfum og skuldabréfum, 1.913 milljörðum króna. Tíu stærstu sjóðir landsins eiga rúmlega 80 prósent þessara eigna. Framkvæmdastjórar þeirra allra eru karlar og starfsmenn í eignastýringu eru langflestir karlkyns. Af lífeyrissjóðunum 26 er einungis tveimur stýrt af konum. Auður Finnbogadóttir er framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga og Guðrún K. Guðmannsdóttir er 05/06 atvinnulíf


framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Saman eiga þessir tveir sjóðir tæplega 3,2 prósent allra eigna íslenska lífeyrissjóðskerfisins. Reyndar er Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða en þau fjárfesta auðvitað ekki. Fyrirtækjamenning kemur í Veg Fyrir aukin Veg kVenna Af yfirburðum karla í stjórnunarstöðum mætti ætla að fyrirtæki með slíka við stjórnvöllinn nái betri árangri. En rannsóknir sýna annað. Í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið McKinsey gerði í fyrra, og ber heitið „Women Matter 2013: Gender diversity in top management: Moving corporate culture, moving boundaries“, kemur fram að fyrirtæki með fleiri konum í stjórnunarstöðum skili marktækt betri árangri en fyrirtæki með engar konur í slíkum. Það sem hindri framgang kvenna sé fyrst og síðast fyrirtækjamenning (e. corporate culture) sem sé konum óhliðholl. Hún leiði af sér að þær eigi erfiðara með að klífa metorðastigann og hafi auk þess minna sjálfstraust til þess vegna fyrirtækjamenningarnar.

Til að vinna á þessu vandamáli og auka árangur með fleiri konur í stjórnunarstörfum mæla skýrsluhöfundar með nokkrum skrefum til að skapa nýtt vistkerfi (e. ecosystem) innan atvinnulífsins: Að framkvæmdastjórn fyrirtækja skuldbindi sig til að auka jafnræði kynja í stjórnunarstöðum og að það markmið verði skilgreint sem forgangsatriði í stefnumörkun fyrirtækja. Að sett verði upp ferli sem hjálpi konum í að þróast í leiðtoga innan fyrirtækja. Að stefnumörkun fyrirtækja leiði það af sér að konur séu kerfisbundið alltaf hafðar með til jafns við karla í öllum ráðningar- og stöðuhækkunarferlum.

Smelltu til að lesa skýrsluna

peningastjórnsýslan líka mjög karllæg Til viðbótar eiga lífeyrissjóðirnir, ásamt Landsbankanum og VÍS, Framtakssjóð Íslands. Framkvæmdastjóri hans er karlinn Brynjólfur Bjarnason. Hann hefur reyndar tilkynnt að hann ætli að láta af störfum eftir aðalfund í lok mars. Ekki hefur verið tilkynnt hver verður eftirmaður hans. Þess utan eru forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, auðvitað karlar. Seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og aðalhagfræðingur Seðlabankans eru líka allir karlar. Forstjórar orkufyrirtækjanna; Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku, Orkubús Vestfjarða, Landsnets og Orkusölunnar eru líka allir karlar.

06/06 atvinnulíf


kjarninn 20. febrúar 2014

01/06 Topp 5

topp 5

skrýtnar samgönguhugmyndir Íslendingar rífast um flestallt. Flest snúa rifrildin um ætlaða hagsmuni sem viðkomandi hafa af hinu og þessu. Eitt þeirra deilumála sem við virðumst elska að rífast um er samgönguframkvæmdir. Þar takast á hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, miðborga og úthverfa og umhverfissjónarmiða og efnahagslegs hagræðis. Þórður Snær Júlíusson tók saman fimm framkvæmdir sem mikið hefur verið rifist um og eru annaðhvort óraunhæfar, dálítið skrýtnar eða beinleiðis galnar. ÞSJ 01/06 topp 5


5 mislæg gatnamót við miklubraut/ Kringlumýrarbraut Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið pólitískt deilumál í meira en aldarfjórðung. Miklabraut er enda fjölfarnasta gata landsins, en um hana fara 85 þúsund bílar á hverjum degi og við gatnamótin alræmdu verða flest umferðarslys allra. Um tíma stóð til að byggja þriggja hæða mislæg gatnamót á þessum stað. Gagnrýni á þessa framkvæmd hefur verið mikil, sérstaklega hjá þeim sem búa í nágrenni gatnamótanna. Hraðinn myndi enda aukast og öryggi 02/06 topp 5

hjólandi og gangandi vegfarenda yrði minna. Auk þess myndu umferðarteppur líkast til einungis færast að næstu gatnamótum. Þá er áætlaður kostnaður við gerð þeirra vel yfir tíu milljarðar króna. Á nýju aðalskipulagi Reykjavikur, sem á að gilda til ársins 2030, er fallið frá gerð mislægra gatnamóta. Þar á frekar að vinna á vandanum sem skipulagsslysið höfuðborgarsvæðið skapar á stofnæðum með þéttingu byggðar og skoða mögulegar stokka- og jarðgangalausnir.


4 norðurvegur Í febrúar 2005 var stofnað félag, Norðurvegur ehf., um að byggja einkaveg til að stytta vegalengdina milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Helstu eigendur voru KEA, Akureyrarbær og Hagar. Upphaflega var hugmyndin sú að stytta vegalengdina um 42 kílómetra með vegi á milli Borgarfjarðar og Skagafjarðar. Þetta átti að vera einkaframkvæmd og borgast með veggjöldum, en kostnaðurinn var áætlaður 4,5 milljarðar króna. Áætlunin var gífurlega umdeild af umhverfisástæðum, enda myndi vegurinn liggja um Stórasand, sem er eitt stærsta ósnortna víðernið sem eftir er á hálendi Íslands. Því var ákveðið að einbeita sér að vegi 03/06 topp 5

um Kjöl í staðinn. Sá átti að stytta leiðina um 47 kílómetra. Kostnaður var svipaður og enn átti að rukka veggjöld. Þessar hugmyndir mættu mikilli mótstöðu, aftur vegna umhverfissjónarmiða. Styrmir Gunnarsson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði meðal annars í leiðara: „Átökin um vegina um hálendið eru að hefjast. Núna. Þetta er síðasta orustan um hin ósnortnu víðerni milli jöklanna, þar sem hvítir jöklar, svartir sandar og fagurbláar ár kallast á. Verði malbikaður vegur lagður um Kjöl er orustan töpuð.“ Málið hefur að mestu legið niðri eftir hrun en haustið 2012 lýstu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir áhuga á að kanna hagkvæmni lagningar vegarins.


3 sundabraut í göngum Sundabraut hefur verið í pípunum í næstum tvo áratugi. Þegar Síminn var seldur til Exista-hópsins sumarið 2005 fyrir 67 milljarða króna voru nokkuð margir milljarðar króna af þeirri upphæð eyrnamerktir framkvæmdinni. Í ljósi þess að á þetta var á gulláts-árum íslensks samfélags var ákveðið að hlaða í nánast dýrustu mögulegu útfærslu sem hægt var að finna. Að leggja Sundabrautina í göngum frá Gufunesi inn í Laugarnes. Kostnaðurinn átti að vera 24-28 milljarðar króna, en þetta var bara fyrsti áfangi

04/06 topp 5

framkvæmdarinnar. Samanlagt átti kostnaðurinn að geta farið upp í allt að 70 milljarða króna samkvæmt mati verkfræðistofunnar Eflu, sem sá um frumdrög og mat á umhverfisáhrifum. Eðilega hefur verið fallið frá þessari hugmynd. Síðastliðið haust óskaði borgarráð Reykjavíkur eftir því að ræða við ríkið um framkvæmdina. Markmið viðræðnanna var að kostnaðargreina verkefnið, vinna arðsemismat, finna leiðir til fjármögnunar, gera áfangaskiptingu og tímasetja framkvæmdina. Því virðist sem enn sé langt í dýrðina.


2 löngusker Löngusker eru stór sker sem liggja vestarlega í Skerjafirði. Þau sjást vel þegar lágsjávað er en hverfa nær alfarið í stórstraumsflóðum. Skerin komust í almannaumræðu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 þegar framsóknarmenn framsóknarloforðavæddu þau og lögðu til að þjóðarsátt myndi nást um að Reykjavíkurflugvelli yrði fundinn endanlegur samastaður á landfyllingu á Lönguskerjum. Nota átti jarðefni sem til 05/06 topp 5

myndi falla úr jarðgangnagerð í gegnum Öskjuhlíð. Kostnaður var áætlaður um 23 milljarðar króna árið 2007. Miðað við þróun verðlags er sá kostnaður kominn í vel á fjórða tug milljarða króna í dag. Sá kostnaður er að minnsta kosti tvisvar sinnum meiri en á Hólmsheiði og miklu meiri en að flytja innanlandsflugið bara til Keflavíkur. Hugmyndin hefur verið afgreidd út af borðinu og þykir ekki raunverulegur valkostur fyrir flugvöll.


1 göng til vestmannaeyja Í Vestmannaeyjum búa um 4.200 manns. Þar á meðal eru miklir framtaks- og draumóramenn. Slíkir hafa unnið að því árum saman að fá íslenska ríkið til að borga fyrir að grafa jarðgöng til Eyjanna fögru og tengja þær þar með við þjóðveginn. Göngin þyrftu að vera um tíu kílómetra löng. Þessar hugmyndir hafa gengið svo langt að verkfræðistofa var árið 2007 fengin til að vinna mat á framkvæmdinni. Niðurstaða matsins var að mögulegt væri að ráðast í slíka framkvæmd en kostnaðurinn yrði líklega á bilinu 50 til 06/06 topp 5

80 milljarðar króna. Það gerir 12 til 19 milljónir króna á hvern Vestmannaeying. Í niðurstöðu samantektarinnar segir einnig að „áhöld eru eða ættu að vera um hvort nokkurn tímann geti verið réttlætanlegt að grafa og reka þetta löng jarðgöng djúpt undir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vestmannaeyjasvæðið vissulega er og dæmin sanna“. Þessi afgreiðsla hefur ekki dempað áhuga ýmsra stuðningsmanna á framkvæmdinni. Árni Johnsen lagði síðast fram þingsályktunartillögu um að ráðast í verkefnið í mars 2013, fyrir tæpu ári.



01/04 Stjórnmál

vilja esB út af borðinu Stjórnarflokkarnir hafa rætt það innan þingflokka að draga umsóknina um aðild að ESB formlega til baka. Titringur er innan hagsmunasamtaka.

kjarninn 20. febrúar 2014


stjórnmál Magnús Halldórsson

v

ilji er til þess innan ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka og stöðva alfarið vinnu sem tengist aðildarumsókninni sem samþykkt var á Alþingi 16. júlí 2009. Líklegt er að þetta verði gert fljótlega, en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra talaði skýrt fyrir þessum vilja á þingflokksfundi Framsóknarflokksins eftir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) um aðildarviðræður við ESB var formlega kynnt í byrjun vikunnar. Gunnar Bragi hefur fullan stuðning innan þingflokksins við það að draga umsóknina til baka. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru skiptar skoðanir um það hvort draga eigi umsóknina til baka en yfirgnæfandi líkur eru á því, samkvæmt heimildum Kjarnans, að meirihluti þingmanna stjórnarflokkanna muni styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar í málinu. Þingsályktunartillaga um að draga umsóknina til baka verður því lögð fram á næstunni, í samræmi „Þingsályktunartillaga við stefnu beggja flokka.

um að draga umsóknina til baka verður því lögð fram á næstunni, í samræmi við stefnu beggja flokka.“

samantekt á upplýsingum Markmiðið með skýrslu HHÍ, sem unnin var að beiðni utanríkisráðherra og er ríflega 150 blaðsíður að lengd, var að draga fram upplýsingar um stöðuna á aðildarviðræðunum til þessa, hvernig Evrópusambandið væri að þróast í samhengi við íslenska hagsmuni. Umfjöllun er hlutlæg að mestu og kostir og gallar í þeim málaflokkum sem undir eru í aðildarviðræðunum dregnir fram í dagsljósið. Fjallað er ítarlega um málefni sjávarútvegsins innan Evrópusambandsins, en þau málefni eru almennt talin vera þau sem mest krefjandi er að semja um í umsóknarferlinu. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um sjávarútvegsstefnu ESB og helstu vandamálin sem sjávarútvegur hjá ESB-ríkjum hefur glímt við, sem eru einkum ofveiði, offjárfesting og slæm afkoma þar af leiðandi. „Við síðustu breytingar á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni voru aðildarþjóðum sambandsins 02/04 stjórnmál


með þræðina í hendi sér Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafa þræðina í hendi sér þegar ESB-umsóknin er annars vegar. Nú á að segja stopp, hingað og ekki lengra.

Mynd: Anton Brink

gefnar frjálsari hendur en áður hvað varðar að ákveða hvernig markmiðum fiskveiðistjórnunar sambandsins yrði náð. Markmiðin sjálf og þar með taldar ákvarðanir um heildarafla verða þó áfram í höndum Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. samningarnir sértækir Í skýrslunni er ekki lagt mat á líkur Íslands á því að fá undanþágur eða sérlausnir frá grunnstoðum og regluverki Evrópusambandsins en ýmis atriði eru þó vegin og metin. Söguleg fordæmi eru fyrir margvíslegum undanþágum og sérlausnum frá regluverki ESB þó að meginreglan sé sú að taka þurfi regluverkið upp óbreytt. Ómögulegt er að segja til um hvers konar sérlausnir og undanþágur eru í boði í aðildarferlinu nema í gegnum samningaviðræðurnar sjálfar, sé horft til reynslu Svíþjóðar, Möltu, Finnlands, Bretlands og fleiri ríkja. Samningar þessara ríkja byggja ekki síst á undanþágum og sérlausnum, þar sem meginmarkmiðið er að sjá til 03/04 stjórnmál


þess að aðild að Evrópusambandinu grafi ekki undan mikilvægum hagkerfum ríkjanna heldur hafi þvert á móti þau áhrif að þau styrkist við aðild.

bjarni fylgir stefnu flokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill stöðva ESB-aðildarviðræðurnar.

Mynd: Birgir Þór

ítarefni Skýrsla HHÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB.

aðildarviðræðunum Viðauki við skýrslu HHÍ um samningskaflana sem þarf að semja um.

pólitískur titringur Innan Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Viðskiptaráðs eru skiptar skoðanir um aðild að Evrópusambandinu en forystumenn allra þessara hagsmunasamtaka, Þorsteinn Víglundsson, Gylfi Arnbjörnsson og Hreggviður Jónsson, hafa lýst því yfir að ljúki eigi aðildarviðræðunum og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í ljósi þess að bakland beggja flokka er ríkulegt meðal forystumanna í íslensku atvinnulífi, sé horft til sögulegrar þróunar og grasrótarstefnu flokkanna beggja, gæti sú niðurstaða að draga umsóknina til baka með formlegum hætti á vettvangi Alþingis valdið titringi innan þessara vébanda og haft þannig víðtæk pólitísk áhrif. Viðmælendur Kjarnans innan beggja flokka sögðu þó að lengi hefði legið fyrir að þetta væri vilji stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar og því ættu formleg leiðarlok aðildarumsóknarinnar, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ýtti af stað, ekki að koma á óvart. Aðilar vinnumarkaðarins, þar á meðal fyrrnefnd hagsmunasamtök, bíða þess að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands skili af sér skýrslu um Evrópumál og stöðu viðræðna stjórnvalda við ESB í tengslum við aðildarumsóknina. Stjórnvöldum var boðið að koma að þessari vinnu en því var hafnað.

Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

04/04 stjórnmál


01/05 Viðskipti

kjarninn 20. febrúar 2014

Bitcoin-myntin er komin til að vera Bitcoin-rafmyntin byggir á því að traust milli tveggja aðila sé tryggt án aðkomu fjármálastofnana. Er skrýtið að hún valdi usla?


viðsKipti Jökull Sólberg Auðunsson

r

afmyntin Bitcoin er á allra vörum um þessar mundir. Eins og oft vill vera í tækniframförum sem koma frá jaðrinum er talsverð tortryggni í garð nýjungarinnar. Gagnrýni og umtal á tækninni hefur þó gert fátt annað en að styrkja stöðu þessa nýja gjaldmiðils, en gengið margfaldaðist á árinu 2013. Fjárfestar í Kísildalnum eru á höttunum eftir fyrirtækjum sem vilja nýta sér tæknina til nýsköpunar á sviði greiðslumiðlunar og sífellt fleiri sjá sér hag í að taka við Bitcoin samhliða öðrum gjaldmiðlum. Margir sjá ómiðstýrðan gjaldmiðil sem blautan draum nýfrjálshyggjunnar eða tækifæri landlausra ribbalda. En aðrir eiginleikar myntarinnar verðskulda yfirvegaða úttekt.

dulkóðunargjaldmiðlar (e. cryptocurrency) Bitcoin er samskiptamáti á vefnum þar sem traust á milli tveggja aðila er tryggt án aðkomu fjármálastofnana. Þessi nálgun er ólík þeim samskiptum sem við eigum á internetinu í dag, þar sem einkareknir eftirlitsaðilar „Áhugaverður eiginleiki gegna því hlutverki að tryggja öryggi Bitcoin og skyldra rafmynta netverja. Bitcoin byggir á mörgum smærri framförum í dulkóðunarfræðer að millifærslur geta verið um og sameinar í heilsteypt kerfi. Sá mjög smáar, eða innan við sem stendur á bak við þessa ranneinn þúsundasta af krónu.“ sóknarvinnu gengur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto, en margir aðrir hafa komið að þróun tækninnar með einum eða öðrum hætti eins og gengur og gerist með opinn hugbúnað. Hundruð rafmynta hafa sprottið upp sem byggja á Bitcoin-tækninni; til að mynda hin íslenska Auroracoin. Eitt Bitcoin var í gær virði um 620 Bandaríkjadala á mörkuðum (í kringum 70.000 krónur) en markaðsvirðið flöktir talsvert dag frá degi. Vottun samskipta í Bitcoin fer ekki í gegnum einn aðila eða stofnun heldur marga aðra Bitcoin-eigendur. Viðskiptin eru skráð í það sem kallað er „ledger“; dreift bókhald á gjaldmiðlinum sem er opið öllum, alltaf og í rauntíma. Til að millifærsla heppnist þarf meirihluti Bitcoin-netsins að 02/05 viðsKipti


samþykkja hana, sem tryggir að innistæða sé fyrir viðskiptunum innan Bitcoin-hagkerfisins og að eignarhald innan kerfisins hafi breyst. Hugnist einhverjum að krukka í hinu dreifða bókhaldi þyrfti viðkomandi að gera það á ótal stöðum samtímis. Notkun á Bitcoin hefur fyrir löngu komist á það stig að slík tölvuárás er ógjörningur í framkvæmd. Árásir á Bitcoin-kerfi hafa hingað til verið á rangar útfærslur Bitcoin en ekki galla í rannsóknarvinnu hins dularfulla Satoshi.

ítarefni Why Bitcoin matters Dealbook The New York Times eftir Marc Andreessen

The Joe Rogan Experience #446 JRE Podcast

Bitcoin explained Youtube

Bitcoin: What is it? Khan Academy

Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

milligöngulaus viðskipti Rafrænir gjaldmiðlar gætu fært okkur álíka hagsældaraukningu og farsímar og tölvupóstur hafa gert með tilkomu veraldarvefsins. Í nútíma hagkerfi er vottun viðskipta flókið ferli vegna miðstýringar og fjölda hlutaðila. Þegar þú kaupir kaffibolla þarf að votta viðskipti á milli margra stofnana. Á Íslandi þykir þetta tiltölulega ódýrt og tæknivætt ferli fyrir tilstilli Reiknistofu bankanna. Engu að síður telja smáar upphæðir hratt, og falin í verði vöru og þjónustu eru ýmis gjöld sem fyrirtæki þurfa að standa straum af. Því minni sem varan er, þeim mun hærri eru þau gjöld hlutfallslega. Vottunarferlið er ófullkomið og kreditkortasvindl er verulegt hlutfall viðskipta. Á endanum er tekjumissi kredikortasvindla velt yfir á heiðarlega neytendur í formi þeirra prósentugjalda sem greiðslumiðlanir. Millifærslur í Bitcoin gerast án miðstýringar og gjalda. Þegar verð vottunar og greiðslumiðlunar nálgast núllið leysast mörg vandamál sem við erum vön að borga fyrir úr eigin vasa án þess að átta okkur á því. rafrænir gjaldmiðlar gætu flýtt fyrir þróun Í þróunarríkjum með veika gjaldmiðla eru margir farnir að sækjast eftir þýðingarverkefnum og öðrum störfum á netinu gegn greiðslu í Bitcoin. Þar er ávinningurinn mestur akkúrat núna. Greiðslumiðlanir sem annast flutning á gjaldeyri til þróunarríkja eru óskilvirkar og kostnaðarsamar. Meginþorri slíkra viðskipta er lágar millifærslur á milli fyrirvinnu og fjölskyldu viðkomandi. Háar prósentur eru teknar af þeim upphæðum, sem eðli málsins samkvæmt taka hlutfallslega 03/05 viðsKipti


örmillifærslur Með tilkomu Bitcoin-gjaldmiðilsins verða til tækifæri til að framkvæma svokallaðar örmillifærslur sem munu til dæmis hjálpa veffyrirtækjum að rukka lágt gjald fyrir vörur sem hingað til hafa verið seldar sem hluti af stærri heild.

Mynd: AFP

meiri toll eftir því sem aðstæður eru erfiðari. Rafrænir gjaldmiðlar gætu flýtt fyrir þróun þessara hagkerfa og aukið skilvirkni þeirra til muna. „send me Bitcoin!“ Áhugaverður eiginleiki Bitcoin og skyldra rafmynta er að millifærslur geta verið mjög smáar, eða innan við einn þúsundasta af krónu. Ýmsir geirar hafa lengi beðið eftir örmillifærslum (e. microtransactions), sér í lagi á nýjum miðlum þar sem áskriftir reynast sífellt erfiðari í sölu. Sem dæmi gæti þakklæti YouTube-notenda skilað sér í talsverðum tekjum þeirra sem semja og búa til áhugavert efni. Enn fremur gæti fjáröflunarstarfsemi átt sér stað í litlum auglýsingaborðum með Bitcoin-vefföngum og fyrirhafnarlaust gætu netverjar lagt sitt af mörkum með einum til tveimur smellum. Þetta hefur reyndar þegar gerst þar sem mótmælandi hélt 04/05 viðsKipti


ítarefni Auroracoin Heimasíða íslensku rafmyntarinnar

Auroracoin peningasvindl? Heimasíða Frosta Sigurjónssonar

Baldur F. Óðinsson

Into the Bitcoin Mines Dealbook New York Times eftir Nathaniel Popper

Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

uppi skilti með Bitcoin-veffangi sínu og fékk fyrir ómakið ríflega þrjár milljónir króna millifærðar inn á reikning sinn víðs vegar að úr heiminum í formi Bitcoin-greiðslna. En fæstir mæla fyrir byltingu í peningakerfum fyrir tilstilli þessara framfara. Til að byrja með er mögulegt að fljótandi viðskipti og nýjar tegundir viðskipta fari fram með Bitcoin samhliða þeim sem við þekkjum í dag. Þegar traustið eykst og hagurinn af slíkum viðskiptum er orðinn augljósari munu fleiri fyrirtæki samþykkja báða gjaldmiðla. Rafmynt má breyta í aðra mynt fyrirhafnarlítið strax eftir viðskipti þannig að skjólstæðingar Bitcoin þurfa ekki að taka á sig áhættu gengisins fremur en þeir kjósa sér það. Þannig gæti Bitcoin verið notað til að borga í strætó, en laun og lífeyrir geymdur í þeim gjaldeyri sem fastastur er við tiltekið hagkerfi. Það þarf því ekki að veðja á virði rafpeninga heldur nýta fyrst og fremst sem greiðslumiðlun í upphafi. nútíma fjármálakerfi gæti orðið ljár í þúfu Möguleikarnir eru miklir en hætt er við því að annmarkar nútíma fjármálakerfa verði hinni nýju rafrænu mynt óþægur ljár í þúfu. Seðlabanki Íslands hefur fengið snúnar fyrirspurnir á sitt borð varðandi rafmyntir og innleiðingu þeirra innan hagkerfis í höftum, en hér á landi grafa aðilar eftir Bitcoin í auknum mæli fyrir tilstilli ódýrrar orku og fullkominna gagnavera. Bitcoin-tæknin er komin til að vera og brýnt er að yfirvöld geri sér grein fyrir því að framfarir sem þessar opna á nýja möguleika sem við ráðum hvort nýtast okkur til góðs eður ei. Bitcoin er ekki atlaga að núverandi peningakerfi heldur tækniframför á sviði viðskipta.

05/05 viðsKipti



úKraína

Barist á götum Kænugarðs Meira en 25 manns féllu á þriðjudag og miðvikudag þegar lögregla ætlaði að rýma Sjálfstæðistorgið kjarninn 20. febrúar 2014


kröfum mótmælenda ekki mætt Þegar mótmælendum bárust þær fréttir að úkraínska þinginu hefði ekki verið slitið á þriðjudag hófust hörð átök á götum höfuðborgarinnar Kænugarðs og á Sjálfstæðistorginu þar í borg. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum að mótmælendum en var svarað með fljúgandi múrsteinum og mólótov-kokkteilum.

Mynd: AFP


blóðugasta nóttin Eftir að fréttir af misheppnuðum þingslitum bárust báðu leiðtogar mótmælanna konur og börn að yfirgefa búðirnar á Sjálfstæðistorginu. Um svipað leyti stormaði lögregla inn á torgið og freistaði þess að hrekja mótmælendur þaðan. Í hönd fóru blóðugustu átök mótmælanna sem nú hafa staðið í þrjá mánuði.

Mynd: AFP


minnst 25 féllu Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins féllu 25 manns hið minnsta, bæði úr röðum mótmælenda og lögreglu, aðfaranótt miðvikudags. Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, vill ræða við leiðtoga andspyrnunnar og segist Vítalí Klitsjkó vera tilbúinn í þær viðræður ef lögreglan hætti að beita mótmælendur ofbeldi.

Mynd: AFP


alþjóðasamfélagið bregst við Catherine Ashton, utanríkismálastjóri ESB, boðaði til neyðarfundar í utanríkismálaráði sambandsins í dag til að ræða ástandið. Í gær höfðu Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðirnar fordæmt ofbeldi stjórnvalda en Rússar hafa tekið stöðu með Janúkovitsj og óska þess að mótmælendur hætti ofbeldi og taki upp viðræður við réttmæt stjórnvöld. Þá hafa nokkur lönd kallað eftir viðskiptaþvingunum gegn Úkraínu til að þrengja stöðu stjórnvalda þar í landi.

Mynd: AFP


sjúkrahús smekkfull Fjölmiðar greindu frá því í gærmorgun að auk dauðsfallanna hefði fjöldi fólks slasast í átökunum. Sjúkrahús og slysavarðstofur væru smekkfull og því hefðu íbúar í Kænugarði gripið til þess ráðs að hlúa að slösuðum í kirkjum. Af þeim 200 sem sagðir eru hafa slasast voru 79 lögregluþjónar og fimm blaðamenn.

Mynd: AFP


kjarninn 20. febrúar 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö sPURNINGAR

sverrir Þór sverrisson sjónvarpsmaður

Hvað á að gera um helgina? Föstudagskvöld eru heilög hjá fjölskyldunni, heimagerð pizza og kósíkvöld og svo er það Eddan á laugardagskvöld, þá þarf pabbi að hitta mennina og mamma að djamma. Hvaða sjónvarpsþættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Þessa dagana eru það True Detective, þeir eru flottir, og svo missi ég helst ekki af Modern Family. Hvaða alþingismaður væri best til þess fallinn að stýra barnaþætti í sjónvarpi (og af hverju)? Að sjálfsögðu Óttarr Proppé, af því að hann er Prófessorinn á Diskóeyjunni! Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð?

Hvaða mynd sástu síðast í bíó (og hvernig fannst þér)? Konan bauð mér á nýjustu mynd Lars Von Trier, hún kom á óvart (konan og myndin), mjög góð, og ég bíð spenntur eftir framhaldinu. Hver á að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík? Á eftir að sakna Jóns mikið, svo mér er svona nokkurn veginn alveg sama! Eru ekki allir á endanum að reyna að gera sitt besta? Hvernig fannst þér viðtalið hans Gísla Marteins við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í síðasta Sunnudagsmorgni? Það var mjög skemmtilegt. Ég og Villi fórum einu sinni að rífast í einum barnaþættinum okkar á Stöð 2, minnti svolítið á það.

American með FM Belfast! Það er partí í því.

01/01 sjö sPURNINGAR



af netinu

samfélagið segir viðtal Gísla Marteins við Sigmund Davíð kjarninn 20. febrúar 2014

facebook

twitter

magnús geir eyjóLFsson Sofnaði yfir kvöldfréttunum. Stundum dreymir mig pínlegar uppákomur, svo sem að ég er nakinn á almannafæri. Í þetta skiptið dreymdi mig að ég væri Sigmundur Davíð í settinu hjá Gísla Marteini. Það var eiginlega verra. sunnudagur 16. febrúar 2014

gudrun jona @gudrunjona Forsætisráðherra að sýna sitt rétta andlit en einu sinni #krossför #sunnudagsmorgunn #Klappábakið #andstæðingarríkisstjórnar sunnudagur 16. febrúar 2014 aLda sigmundsdóttir @aldakalda "Give a man enough rope and he'll hang himself." #sunnudagur sunnudagur 16. febrúar 2014

Friðrika benónýs Er ekki ráð að fara fram á að SDG skili geðhæfisvottorði eins og Óli F. þurfti að gera á sínum tíma? sunnudagur 16. febrúar 2014

gísLi marteinn baLdursson @ gislimarteinn Vá. Þetta var furðulegt. #sunnudagur sunnudagur 16. febrúar 2014

hjáLmar gísLason Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð hefðu örugglega getað átt flott samstarf á sviði skipulagsmála. #ofseintnúna #muniðihvaðSDG varframbærilegurþar sunnudagur 16. febrúar 2014

365 miðlar að kaupa eyjuna?

samtrygging samstarfsmanna?

Orðið á götunni er að fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar muni tilkynna það á allra næstu dögum að það hafi keypt, eða í það minnsta eignast, hlut af Vefpressunni. Í bakherbergjum er hvíslað að vefsíðan Eyjan sé á meðal þess sem fari yfir til 365 miðla. Óljóst er hvað fyrirtækið ætlar sér með Eyjuna en Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og útgefandi allra miðla Vefpressunnar, var í eina tíð viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins. Hann hefur því reynslu af því að vinna 365-megin í lífinu.

Stjórnsýslufræðingurinn Grétar Þór Eyþórsson tjáði sig á dögunum við RÚV um hvernig ákæra á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, setti ráðninguna í nýtt samhengi. Grétar gagnrýndi ráðninguna í upphafi. Það gerði líka Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri. Seinna kom í ljós að maðurinn henanr sótti um stöðuna sem Þorvaldur fékk, vandræðalegt fyrir Andreu. Grétar Þór og Andrea vinna bæði hjá Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri.

01/01 samfÉlagið segir


gallerí

myndir ársins 2013

kjarninn 20. febrúar 2014

mynd ársins 2013 Páll Stefánsson, Iceland Review

Hin franska Maylis Lasserre fannst á Vestfjörðum í júní 2013, köld og hrakin eftir að hafa villst í fjallgöngu. Eftir að hún hafði tapað skónum sínum og gengið nokkra klukkutíma voru fætur hennar orðnir svo sárir og kaldir að hún ákvað að koma sér fyrir og skýla sér fyrir veðri og vindum. Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Review, tók þessa mynd af Lasserre eftir að hún fannst. Blaðaljósmyndarafélag Íslands valdi myndina bestu mynd ársins 2013 og portrettmynd ársins. Verðlaunin voru veitt í Gerðarsafni í Kópavogi síðastliðinn laugardag. Við sama tækifæri var ljósmyndasýning félagsins opnuð og Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands veitt. bÞh


umhverfismynd ársins Vilhelm Gunnarsson, Fréttablaðinu

Fjörurnar í Kolgrafafirði fylltust enn á ný af dauðri síld á liðnu ári, nú síðast í nóvember. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hlaut verðlaun fyrir þessa mynd í flokknum umhverfismynd ársins. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafarfirði var.“

„Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppalagt“ af síld.“ Þá bendir dómnefndin á að myndin sé á vissan hátt yfirþyrmandi en jafnframt súrrealísk því þögul fegurð myndarinnar virkar sem mótsögn við þá staðreynd að þarna átti sér stað umhverfisslys.


íþróttamynd ársins Árni Torfason, SKARA Photojournalism Collective

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali á íþróttamynd Árna Torfasonar segir: „Hin rísandi unga stjarna Aníta Hinriksdóttir er í brennipunkti þessarar listfengu myndar sem kemur til skila bæði hraða og hreyfingu.“ Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona í ÍR, varð önnur í vali Félags íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins fyrir árið 2013. Hún er sannarlega rísandi stjarna í frjálsíþróttaheiminum enda aðeins átján ára

gömul en þó búin að setja Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Á síðasta ári hlaut Aníta jafnframt fjölda viðurkenninga; valin íþróttakona Reykjavíkur af ÍBR, valin vonarstjarna evrópskra frjálsíþrótta í kvennaflokki af Frjálsíþróttasambandi Evrópu og valin maður ársins af hlustendum Rásar 2 á gamlársdag.


daglegt líf Golli, Kjartan Þorbjörnsson, Morgunblaðinu

Myndin sem hlaut verðlaun í flokknum Daglegt líf er eftir Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem tók myndina af ungmennum að skemmta sér, uppstríluðum í furðufötum í Hverfisgötunni. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Skemmtileg

mannlífsmynd. Snjöll innrömmun hjá ljósmyndaranum, að ná að fanga augnarráði pinup stúlkunnar í glugganum, sem gjóir augunum að unga fólkinu í uppvakningsgerfinu. Tvinnar saman þeirra ólíku (þó ekki) menningarheima.“


myndaröð ársins Golli, Kjartan Þorbjörnsson, Morgunblaðinu

Myndaröð ársins var valin umfjöllun Golla, ljósmyndara Morgunblaðsins, um Guðmund Felix Grétarsson og þá erfiðleika sem hann stendur frammi fyrir í daglegu lífi. Var þetta þriðja árið í röð sem Golli hlýtur verðlaun fyrir myndaröð ársins. Guðmundur missti báða handleggi sína í vinnuslysi fyrir sextán árum og hefur þurft að reiða sig á hjálp annarra síðan þá. Á síðasta ári ferðaðist

Dragðu myndina til vinstri eða hægri til að sjá alla myndaröðina

Guðmundur Felix til Frakklands þar sem læknar ætla að reyna að græða á hann nýjar hendur. Golli fylgdist með Guðmundi síðustu vikuna fyrir brottför. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Frábær og vel unnin myndaröð sem lýsir vel þeim erfiðleikum sem Guðmundur Felix Grétarsson þarf að mæta daglega. Hér er á ferðinni myndaröð með mörgum góðum og sterkum myndum.“


portrett-mynd ársins Páll Stefánsson, Iceland Review

Hin franska Maylis Lasserre fannst á Vestfjörðum í júní 2013, köld og hrakin eftir að hafa villst í fjallgöngu. Eftir að hún hafði tapað skónum sínum og gengið nokkra klukkutíma voru fætur hennar orðnir svo sárir og kaldir að hún ákvað að koma sér fyrir og skýla sér fyrir veðri og vindum. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Þetta portrait nær áreynslulaust, að koma þjáningum hennar til skila.“

„Ljósmyndarinn hefur valið að dekkja myndina í kantana, sem í þessu tilfelli þrengir athygli lesandans, að þjáningu konunnar og þeirri þungu reynslu sem hún hefur mátt þola.“ Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Review, tók þessa mynd af Lasserre eftir að hún fannst. Blaðaljósmyndarafélag Íslands valdi myndina bestu mynd ársins 2013 og portrettmynd ársins.


tímaritamynd ársins Kristinn Magnússon, sjálfstætt starfandi. Myndin birtist í WOW Magazine. Ásgeir Trausti herjaði á erlenda markaði með tónlist sína á árinu sem leið. Af því tilefni var hann til umfjöllunar í í fyrsta tölublaði tímarits flugfélagsins WOW air á síðasta ári. Rökstuðningur dómnefndar er á þessa leið: „Skemmtilega unnin mynd af tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. Myndvinnsla í takt við hans tónlistarstefnu. Dæmi um einfalda hugmynd, sem virkar.“


fréttamynd ársins Sigtryggur Ari Jóhannsson, DV

Þegar lögreglumenn leiddu Karl Vigni Þorsteinsson fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar á síðasta ári náði Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari á DV, fréttamynd ársins að mati dómnefndar Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Þá hafði Kastljós nýlega birt umfjöllun um kynferðisafbrot Karls Vignis og játningar hans sem teknar voru upp með földum upptökubúnaði.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Að mati dómnefndar er þetta ákaflega einföld og vel uppbyggð fréttamynd. Styrkur hennar felst í samspili magnþrunginnar birtu og einfaldleikanum sem kalla fram sterk hughrif. Hún markar endalokin á langri og sorglegri sögu afbrotamanns sem öll þjóðin var meðvituð um.“


myndskeið ársins Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2

Myndskeið ársins er af sjómönnum í Reykjanesbæ að treysta landfestar báta sinna í Keflavíkurhöfn í aftakaveðri síðastliðið haust. Á meðan bátarnir köstuðust til í höfninni fylgdist Baldur Hrafnkell með og myndaði baráttu mannanna við náttúruöflin. Í rökstuðningi dómnefndar er bent á að reynsla og þolinmæði kvikmyndatökumannsins komi bersýnilega í ljós. „Hann þarf sjálfur að berjast við náttúruöflin, rétt eins og fólkið sem er að reyna að bjarga eigum

sínum, en af myndunum að dæma mætti ætla að hann væri í öðru veðrakerfi, næstum því.“ „Tökurnar eru merkilega stöðugar, áhorfandinn fær tilfinningu fyrir stjórnlausum veltingnum, og þegar linsan fyllist af vatni um leið og þurrkað er af sannast að þessi myndataka er þolinmæðisverk.“ „Að skila þessari litlu sögu svona vel í slíkum veðraham ber drjúgri reynslu vitni.“



01/08 Viðtal

kjarninn 20. febrúar 2014

viðmÆlandi viKunnar Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka

viljum standa óstudd


viðtal Magnús Halldórsson

m

P banki er minnsti viðskiptabanki landsins og sá eini sem ekki er að neinu leyti í eigu íslenska ríkisins. Smæðin og einkaeignarhald er sérstaða hans í íslensku bankakerfi, sem má segja að sé enn í mótun eftir hrunið dagana 7. til 9. október 2008. Enn er óljóst hvenær afnám eða rýmkun fjármagnshafta mun eiga sér stað en búast má við því að samhliða þeirri vinnu muni framtíðareignarhald á hinum endurreistu bönkum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, skýrast endanlega. Sigurður Atli Jónsson hefur stýrt MP banka sem forstjóri frá því að nýir eigendur komu að MP banka með Skúla Mogensen fjárfesti í broddi fylkingar innlendra og erlendra hluthafa. Nafn bankans var mikið milli tannanna á fólki á dögunum þegar umræða um bankaskattinn fór fram á Alþingi. „Sigurður Atli hefur stýrt Eins og þú þekkir var það til umræðu víða að bankaskatturinn svonefndi hefði verið sniðinn MP banka sem forstjóri að stöðu MP banka, og þá einkum 50 milljarða frá því að nýir eigendur frískuldamarkið. Var það svo? komu að MP banka með „Ef ég horfi út á þetta út frá MP banka og Skúla Mogensen fjárfesti þeim hluthöfum sem komu að bankanum með eigin fé, þá eru allir skattar sem lagðir í broddi fylkingar …“ sínu eru á eftir að hlutaféð kemur inn forsendubreyting í rekstrinum miðað við áætlanir. Það er erfitt fyrir fyrirtæki að laga sig að slíkum breytingum, jafnvel þótt rætt sé um að skattarnir eigi að vera tímabundnir. Oft vilja þeir festast í sessi. En það er ekki hægt að gera annað en að taka þennan kostnað inn í reksturinn og bregðast við honum með niðurskurði eða hagræðingu. Umræðan sem fór síðan fram um 50 milljarða markið sneri ekki beint að bankanum sem slíkum, heldur var nafn bankans dregið inn í pólitískt skítkast, í það minnsta eins og þetta horfir við mér. Í hnefaleikum eru reglur þar sem ekki má berja undir beltisstað. Ég held að sumir hverjir hafi verið komnir ansi nálægt því í umræðunni um bankaskattinn.“

02/08 viðtal


sá ekki Fyrir að aLLt myndi hrynja Áður rak Sigurður Atli fyrirtækið Alfa Verðbréf, sem MP banki keypti í lok júní 2011. Það var stofnað 2004 en meginstarfsemi bankans var á sviði fjárfestinga erlendis fyrir viðskiptavini, og byggði ekki síst á samstarfi við svissneska bankann Credit Suisse, sem er með starfsstöðvar víða um heim. Sigurður Atli starfaði því lítið innan íslenska bankakerfisins sem hrundi til grunna í október 2008. Í ljósi þess að þú varst ekki starfsmaður bankanna, heldur á eigin vegum, fannstu eitthvað fyrir því að hér gæti farið eins og fór að lokum?

„Það er hægt að líta í baksýnisspegilinn og segja ýmislegt um þá tilfinningu sem margir töldu sig finna, en ég sá engan veginn fyrir að svona myndi fara. Í ljósi þess hvernig fór og hvar við stöndum núna tel ég að mikilvægast sé að leysa úr þeim vandamálum sem blasa við, snjóhengjunni og höftunum þar á meðal, þannig að Íslandi séu allir vegir færir þegar fram í sækir. Mér finnst stjórnvöld hafa sýnt skilning á þessu og ég er bjartsýnn á að það takist að leysa úr þessum vandamálum.“

risarnir þrír Efnahagur MP banka er dvergvaxinn í samanburði við Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankann. Heildareignir MP banka námu 63 milljörðum króna í lok september í fyrra, sem eru nýjustu opinberu fjárhagsupplýsingarnar um bankann. Heildareignir Landsbankans námu 1.158 milljörðum í lok árs í fyrra, svo litið sé til efnahags stærsta bankans. Munurinn er næstum tuttugufaldur. Þrátt fyrir þennan mikla mun á efnahag og umsvifum bankanna hafa forsvarsmenn MP banka tekið virkan þátt í Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) og hefur Sigurður Atli átt sæti í stjórn þeirra um nokkurt skeið. Með honum í stjórn eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Auðar Capital, Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Þú nefnir sjálfur að MP banki vilji vera á lítilli og sértækri syllu, lítill en góður banki. Innan SFF ertu í samstarfi við stóru bankana, meðal annarra. Ég spyr mig að því þegar ég horfi þarna yfir hvort MP banki eigi að taka þátt í þessu starfi. Hvernig horfir það við þér? „Mér finnst eðlilegt að velta þessum spurningum fyrir sér og ég játa það að þetta hefur verið rætt hér innanhúss, hvort við eigum eitthvert erindi þarna inn,“ segir Sigurður Atli. „En 03/08 viðtal


við höfum metið það svo hingað til að það sé mikilvægt að taka þátt í því að meta upplýsingar um fjármálamarkaðinn og breytingar á lögum og reglum á hverjum tíma, í gegnum þennan sameiginlega vettvang sem SFF er. En það er aftur á móti rétt að hagsmunir okkar, MP banka, eru alls ekki þeir sömu og endurreistu bankanna, sem hafa búið við allt aðra stöðu en við þegar kemur að rekstrarumhverfinu. Við höfum ekki ákveðið að breyta til en þetta er lifandi umræða hér innanhúss, hvort við séum að fá eitthvað út úr þessu starfi SFF og hvort við eigum samleið með þeim hagsmunum sem barist er fyrir. Það fer mikill kostnaður og orka í að fylgjast með og semja umsagnir um allar breytingar sem verða á fjármálamarkaðnum og það myndi hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir okkur ef við ætluðum að sinna þessari vinnu alfarið hér innanhúss.“ ánægður með FramLag starFsmanna mp banka Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka og formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, var formaður starfshóps stjórnvalda sem kom fram með tillögur um lækkun á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Nokkur umræða spannst um það hvort slíkt væri heppilegt, að starfsmenn banka væru að starfa með stjórnvöldum og koma fram með tillögur sem hefðu í för með sér miklar breytingar á fjármálamarkaði. Sigurður

Atli segist stoltur af því að leitað sé til starfsmanna bankans og segist ekki undrast það. Starfsfólk bankans sé hæft á sínum sérfræðisviðum og geti lagt margt gott til. „Ég er ánægður með framlag starfsmanna bankans þegar kemur að vinnu fyrir stjórnvöld. Það er líka skiljanlegt að því sé velt upp hvort hagsmunaárekstrar geti komið upp, en það er eftirlit með slíkum atriðum og við pössum vel upp á að öllum reglum og lögum sé framfylgt í hvívetna.“

Bankar fyrr og nú Sigurður Atli segir að endurreisn MP banka hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig og verið í senn spennandi og krefjandi verkefni. „Ég tók ákvörðun um að taka þátt í þessu verkefni með MP banka með langtímasýn að leiðarljósi. Rekstur sem ég var að sinna áður var lagður inn í MP banka og ég sá fyrir mér að við gætum markað okkur sérstöðu á markaði sem væri að ganga í gegnum algjöra endurnýjun, og tekið þátt í því að fá íslenskt efnahagslíf til þess að rísa á ný. Þó að alltaf vonist maður til þess að efnahagslífið taki betur við sér hefur þessi vinna á margan hátt gengið vonum framar.“ 04/08 viðtal


Lítill banki innan um risa Sigurður Atli segir MP banka ekki hafa sömu hagsmuni í ytra umhverfinu og stóru bankarnir.

05/08 viðtal


Sigurður Atli segist hafa gert sér vonir um að mikil samkeppni yrði samhliða endurreisn hlutabréfamarkaðarins, við endurskipulagningu rekstrar og nýskráningar félaga á markað. Þetta hafi ekki orðið raunin. „Fjárfestingarbankastarfsemin hjá okkur hefur gengið mjög vel og við höfum byggt upp öfluga starfsemi á sviði ráðgjafar og miðlunar. Ég batt miklar vonir við það að samkeppni yrði mikil þegar kæmi að nýskráningum, en sú hefur ekki verið raunin,“ segir Sigurður Atli og vitnar til þess að endurreistu bankarnir þrír hafi í flestum tilvikum séð um skráningar fyrirtækja sem voru að hluta í eigu bankanna sjálfra eða með miklar skuldir hjá bönkunum. „Því miður hefur þetta gerst og það er ekkert við því að gera. Hlutdeild okkar á eftirmarkaði hefur samt ekkert breyst og við höfum náð góðri stöðu á skuldabréfaog hlutabréfamörkuðum, sem við ætlum okkur að halda. Þá hefur eignastýringin gengið vel og verið að vaxa með fjölbreyttri samsetningu viðskiptavina. Það eru einstaklingar, fyrirtæki og sjóðir, og stýring eigna bæði erlendis og hér á landi.“ Hefðbundin viðskiptabankastarfsemi, það er inn- og útlánastarfsemi, er lítil í sniðum í samanburði við endurreistu bankanna þrjá en Sigurður Atli segir það ekki koma að sök. Bankinn einblíni á að vera með góða viðskiptavini og sinni þeim eins vel og kostur er. Þessi starfsemi hafi gengið í samræmi við áætlanir, og „gott betur“. slæmar eignir Sigurður Atli viðurkennir að það sem hafi einkum valdið erfiðleikum hjá MP banka sé eignir sem keyptar hafi verið frá gamla MP banka. „Þessar eignir hafa reynst verðminni en reiknað var með og það hefur haft kostnað fyrir bankann í för með sér. En við höfum lokið endurskipulagningarvinnu þessara eigna. Það er í sjálfu sér lítið við því að segja að eignirnar hafi verið minna virði en reiknað var með, en aðalatriðið er að bregðast rétt við því og það var gert. Bankinn er í traustri stöðu þrátt fyrir þetta, með mjög trausta lausafjárog eiginfjárstöðu.“ 06/08 viðtal


skiljanleg umræða „Það er alveg rétt og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig hvatarnir eigi yfir höfuð að vera á fjármálamörkuðum. Það sem mestu skiptir er að fyrirtækin séu rekin af ábyrgð og standi traustum fótum með hluthafana sem bakhjarla.“

siðferðileg atriði Í kjölfar mikilla þrenginga á fjármálamörkuðum hefur umræða um ýmis siðferðileg álitamál er varða bankageirann verið áberandi, ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður á alþjóðavettvangi. Mörg atriði koma þar til, en einna helst eru það háar bónusgreiðslur til bankamanna á sama tíma og skattgreiðendur eru í ábyrgðum fyrir þrautavaralánum til banka í vanda í gegnum starfsemi seðlabanka. Þegar á hólminn er komið og slæmar ákvarðanir bankamanna hafa leitt banka í vandræði komi til kasta skattgreiðenda að bjarga málunum. Sigurður Atli segist aðspurður vel skilja að umræða um þessi mál sé jafn mikil og raun ber vitni. Það sé beinlínis nauðsynlegt að ræða um þessi mál og skapa eðlilega hvata á fjármálamörkuðum. „Hér innanhúss höfum við lagt 07/08 viðtal


opið ísland „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sá sveigjanleiki sem fylgir íslensku krónunni sé of dýru verði keyptur.“

mikla áherslu á að við stöndum ein og óstudd og reiðum okkur ekki á fjármögnun frá íslenska ríkinu eða aðstoð að öðru leyti. Þetta er mikilvægt atriði og gefur honum sérstöðu á markaðnum hér, þar sem íslenska ríkið er meðal eigenda allra hinna stóru bankanna og á þann stærsta að öllu leyti. Það er alveg rétt og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig hvatarnir eigi yfir höfuð að vera á fjármálamörkuðum. Það sem mestu skiptir er að fyrirtækin séu rekin af ábyrgð og standi traustum fótum með hluthafana sem bakhjarla.“

Myndir: Anton Brink

opið fremur en lokað Íslenskt efnhagslíf þarf að opnast, segir Sigurður Atli. Hann hefur sjálfur talað fyrir því að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur möguleiki til lengri tíma litið fyrir jafn lítið land og Ísland. „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sá sveigjanleiki sem fylgir íslensku krónunni sé of dýru verði keyptur. Að mínu mati fylgir of mikill kostnaður því að vera með svo lítið myntsvæði. Það er hætta á því að það stuðli að því að landið lokist af. Ég tel tækifærin liggja í því að opna landið og tengja það frekar við alþjóðlega markaði. Það getur auðveldað fyrirtækjum að vaxa og eykur tækfæri fyrir fólk almennt.“

08/08 viðtal


álit

guðmundur gunnarsson

kjarninn 20. febrúar 2014

dreifbýlisþingmenn Guðmundur Gunnarsson skrifar um að fólk sé ekki að flýja dreifbýlið, heldur á leið úr landi

í

umtöluðu viðtali á RÚV um helgina kom forsætisráðherra víða við. Eitt af því var áminning til RÚV um að skortur væri á fulltrúum dreifbýlis í spjallþáttum RÚV, en þar kom hann inn á klisju sem þingmenn nota gjarnan til þess að dreifa athygli almennings frá þeim vanda sem íslenskt samfélag glímir við. Forsætisráðherra er reyndar þingmaður dreifbýlis, flutti sína búsetu norður í land og var kosinn þar á þing. Hún er oft harla mótsagnakennd samfélagsumræðan hér á landi og byggir á klisjum sem eru endurteknar í síbylju. Þegar fjallað er um stöðu dreifbýlis gagnvart þéttbýlinu á SV-horninu er málum gjarnan stillt upp með þeim hætti að dreifbýlinu sé gert að búa við einhvers konar samsæri af hálfu þéttbýlinga. Ef bæta eigi stöðu dreifbýlis gagnvart þéttbýlinu þurfi að viðhalda mismunandi vægi atkvæða, það muni stuðla að fjölgun 01/03 álit


atvinnutækifæra í dreifbýlinu og bættum launakjörum. Þéttbýlið verði að taka þátt í að lagfæra hina slöku félagslegu stöðu dreifbýlisins. Erfitt er að skilja þessi rök því að um áratugaskeið hefur á Íslandi verið mesta misvægi atkvæða sem þekkist. Þrátt fyrir það blasir við að mesta atvinnuleysið og um leið slakasta félagsleg staða hérlendis er í úthverfum höfuðborgarsvæðisins. ungt fólk sættir sig ekki við kjörin Í könnunum undanfarin misseri kemur endurtekið fram að 85% ungs fólks sætta sig ekki við þau kjör sem í boði eru á Íslandi, við erum að dragast aftur úr nágrannalöndunum. Fólk er ekki að flýja dreifbýlið, það er á leið „ Fólk er ekki að úr landi, stundum með stuttri viðkomu á flýja dreifbýlið, suðvesturhorninu. Flestir þeirra sem eru að fara úr landi eru vel menntað fólk í góðum það er á leið úr störfum; við ákvörðun um brottflutning landi, stundum með ráða allt önnur sjónarmið en dreifbýlingar stuttri viðkomu á halda fram og þingmenn nota til þess að koma sér undan því að ræða stöðu Íslands. suðvesturhorninu.“ Vægi atkvæða hefur ekkert með atvinnu- eða kjaramál að gera. Allt önnur atriði ráða því hvar fólk velur sér búsetu og hvert fyrirtækin leita þegar þau skoða hvar þau eigi að koma sér fyrir. Þegar leitað er að þingmannsefnum fyrir dreifbýlið eru oftar en ekki sóttir einstaklingar sem búa í þéttbýlinu. Liðlega helmingur svokallaðra dreifbýlisþingmanna er og hefur verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til ummæla forsætisráðherra virðist hann vera þingmaður dreifbýlis en telja sig ekki vera talsmaður þess. Hvernig á annars að skilja ummæli hans? Þingræðið þarf að efla Sé litið til stjórnsýslunnar hér á landi er það þingræðið sem þarf að efla. Hér hefur ríkt ráðherra- og flokksræði, en þingmenn eru ákaflega valdalitlir. Í því kosningakerfi sem við búum við í dag er liðlega helmingur þingmanna sjálfkjörinn, 02/03 álit


hann situr í öruggum sætum og engu skiptir hvernig hann stendur sig. Yfirgnæfandi vilji er í landinu fyrir því að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaráð sýndi fram á að það er hægur vandi að búa til kosningakerfi sem tryggir að núverandi kjördæmi fái öll tiltekið lágmark þingmanna. Eðlilegt væri „Yfirgnæfandi vilji að lágmarkið væri fimm þingmenn í hverju er í landinu fyrir hinna núverandi kjördæma. Ef hver kjósandi fengi fimm atkvæði og gæti valið þingmenn því að landið verði þvert á lista í landskjöri eru umtalsverðar eitt kjördæmi.“ líkur á því að þeir nýttu einhvern hluta atkvæða sinna til þess að kjósa þingmenn sem teldust vera dreifbýlismenn. Um helmingur íbúa þéttbýlisins er aðfluttur og með mikil tengsl við dreifbýlið. Með þessu kosningafyrirkomulagi yrði persónukjör tryggt, hin umdeildu prófkjör myndu missa vægi sitt og flokksræðið minnka.

03/03 álit


pistill

árni Helgason lögmaður kjarninn 20. febrúar 2014

svelt þjóð kemst að kjötkötlunum Árni Helgason skrifar um sögulegt ójafnvægi í tjáningarþörf íslensku þjóðarinnar

s

aga þjóðarinnar er svolítið mörkuð af því að hún naut öldum saman nánast engra lífsgæða. Lífið var erfiðisvinna og átti ekki að vera neitt öðruvísi. Skemmtanir og félagslíf voru ekki mjög skemmtilegar, jafnvel þótt maður leiðrétti út frá ólíkum tímum, húmor og menningu. Fólk átti bara ekkert með að vera eitthvað að njóta sín. Þessi sögulegi arfur hefur gert það að verkum að allt frá því að við fórum að hafa aðeins meira milli handanna höfum við af áfergju svolgrað í okkur öll lífsins gæði sem í boði eru. Í dag búa hér á landi kynslóðir sem eru fullkomnar andstæður forfeðra sinna, vilja vinna lítið, helst í þægilegri innivinnu, en á móti njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða strax og alveg óháð því hver innistæðan er. Fyrir ekki svo mörgum áratugum tók fólk til dæmis almennt ekki lán til að kaupa hluti, nema kannski eitt hógvært íbúðalán sem var erfitt að fá. Svo vitnað sé í þjóðsöguna 01/06 pistill


þurfti helst að dúsa á biðstofu bankastjórans heilu og hálfu dagana og vera með flokksskírteinið í rassvasanum til að fá einhverjar krónur að láni. fjárhagsleg mannréttindi nútímans Afleiðingin var sú að fólk skuldaði minna. Kynslóð fólks sem fæddist um miðja síðustu öld fór til dæmis á mis við sjálfsögð fjárhagsleg mannréttindi nútímans á borð við yfirdrátt, smálán og greiðsluaðlögun. Ef peningurinn var búinn þurfti bara að bíða eftir næstu útborgun og ef þú borgaðir ekki skuldirnar þínar kom þungbrýndur lögmaður heim til þín og tók megnið af húsgögnunum þínum. En á einhverjum tímapunkti varð hugarfarsbreyting. Þessi nægjusemi gagnvart lánsfé og tilhugsunin um að maður yrði bara að sætta sig við að geta ekki eignast allt strax varð algert tabú. Það voru bara einhverjir tréhestar sem söfnuðu sér fyrir hlutum þegar þeir gátu fengið þá strax. Við tók tímabil þar sem þjóðin skrifaði upp á öll lán sem hugsanlega voru í boði og meira til, alveg þar til það var búið að taka svo mikið af lánum að allt sprakk í andlitið á okkur og við fórum að sakna aftur gömlu, einföldu tímanna. að búa þétt Annað dæmi er borgin okkar. Svæðið sem Reykjavík stóð á um 1900 stækkaði ekki hratt í fyrstu þótt íbúum fjölgaði. Úr varð ein þéttbýlasta borg Norðurlandanna á þeim tíma, þótt hún væri ekki fjölmenn. Í kringum 1930 bjuggu þar tæplega 30 þúsund manns, allir í göngufæri við miðbæinn. Þetta var ekki vegna þess að Gísli Marteinn var borgarstjóri heldur af illri nauðsyn. Fólk var fátækt og bjó smátt, heilu fjölskyldurnar bjuggu í smákytrum og áttu sér engan heitari draum en að hafa meira pláss. Þegar hagurinn tók að vænkast eftir stríð fór að teygjast á byggðinni og viðbragðið við þessu þröngbýli kom í ljós. Um skeið sáu Reykvíkingar helst ekki landsvæði án þess að reisa þar nýtt úthverfi. Að búa þétt var gamli, vondi tíminn en að eiga einbýlishús með garði og geta lagt bílnum fimm metrum 02/06 pistill


frá útidyrunum var lífið. Ef Björn Jón Bragason ynni ferð í tímavél myndi hann örugglega fara aftur til þessarar gullaldar einkabílismans og úthverfanna. Plássleysi fortíðarinnar úthverfavæddi okkur. Fólki var svo mikið í mun að losna við gamla tímann að það þambaði þann nýja í sig. tjáningarþörfin Hvergi er þetta ójafnvægi þó jafnáberandi og þegar kemur að tjáningarþörf þjóðarinnar. Áratugum saman bjó fólk við einn ríkisrekinn fjölmiðil og aragrúa af dagblöðum sem stjórnmálaflokkar gáfu út. Venjulegt fólk átti alls ekki að venjast því að tjá sig opinberlega, nema kannski nokkrum sinnum á ævinni þegar það tók sig til og fékk birta aðsenda grein í Mogganum. Það þótti jafnvel töluvert tilefni, ættingjar hringdu og vinnufélagar ræddu þetta í kaffinu. Umræðan á þessum tímum tók mið af „Venjulegt fólk þessu. Til dæmis var eiginlega alveg útilokað fólk að vera mjög spontant í greinaátti alls ekki að fyrir skrifum. Það tók alveg upp í viku að fá grein venjast því að tjá birta eftir að hún barst blaðinu og stundum sig opinberlega, lengur. Ef sjónvarpsviðtalið við Sigmund nema kannski Davíð hefði verið tekið á sunnudagsmorgni árið 1985 hefðum við ekkert vitað um viðnokkrum sinnum á brögð fólks fyrr en vel undir næstu helgi. Þegar greinarnar fengust loksins birtar ævinni þegar það tók sig til og fékk mátti gera ráð fyrir því að þó nokkrir hefðu þegar lesið hana yfir, ritstjóri blaðsins til birta aðsenda grein dæmis rennt yfir hana. Ef þetta var safaríkt í Mogganum.“ efni var hægt að gera ráðstafanir áður en það fór í loftið, þannig að ekkert kom á óvart. Stétt álitsgjafa var fáliðuð og varla til staðar lengst af. Ef það átti að taka einhverja umræðu í sjónvarpinu var hóað í 2-3 þingmenn sem körpuðu hver við annan í kortér um afurðaverð á dilkum og jöfnun flutningskostnaðar og urðu svo samferða á Naustið til að halda áfram spjallinu.

03/06 pistill


internetið fundið upp Það var því ekki lítil breyting þegar Al Gore fann upp internetið og kynnti fyrir heimsbyggðinni, þar á meðal Íslendingum, sem hafa slegið margs konar heimsmet á þessu sviði síðan. Og skal engan undra. Allt í einu gat þessi umræðusvelta þjóð fengið sér Moggablogg og farið að tjá sig milliliðalaust. Enginn prófarkalestur eða biðtími – ef þú vildir tjá þig um einhverja frétt í sjónvarpinu gastu bara gert það strax. Ef þú vildir kalla manninn í sjónvarpinu einhverju óprenthæfu nafni var allt í einu enginn prófarkalesari sem hringdi til að „bera undir þig nokkrar breytingar“. Greinin var prenthæf á staðnum og fékkst birt án tafar. veruleikinn í statusformi En byltingin fullkomnaðist endanlega þegar Íslendingar uppgötvuðu Facebook. Fólk þurfti ekki lengur að tjá sig í greinaformi um eitthvað ákveðið, eins og frétt eða tiltekið málefni, heldur gat það bara deilt með sínum handvalda vinaheimi öllu sem því datt í hug, og fengið sífellda læk-viðurkenningu í staðinn. uppgangur virkra Íslenskum Facebook-statusum má í mjög grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar eru statusar sem eru framhald af bloggskrifum, eins konar stutt blogg þar sem hægt er að tuða yfir öllu milli himins og jarðar. Þessi hópur hefur í dag fengið ákveðið auðkenni og sameinast undir menginu „Virkir í athugasemdum“. Í því felst í seinni tíð töluverð upphefð, meðal annars sérstakur sjónvarpsþáttur á sunnudögum á Stöð 2, Mín skoðun, þar sem þeir allra virkustu geta talað beint í sjónvarpið á meðan sá sem drullað er yfir horfir á. Svona Jerry Springer mætir Silfri Egils. „yndislegt að taka daginn snemma“ Hins vegar eru statusar sem ganga út á að fólk málar af sjálfu sér myndina sem það vill að aðrir sjái. Það lýsir því hvað dagurinn sé „yndislegur“ og það jafnist ekkert á við að „taka 04/06 pistill


daginn snemma og byrja í ræktinni“. Af hverju les maður ekki fleiri statusa um fólk sem svaf yfir sig og hafði ekki tíma til að fara í sturtu? Margir pósta landslagsmyndum úr náttúrunni og láta fylgja með texta um hvað það sé yndislegt að finna kyrrð og ró úti í náttúrunni. Innri friðurinn er samt ekki meiri en svo að viðkomandi er byrjaður að safna lækum á myndina sína og refresha snjallsímann sinn til að sjá hverjir kommenta á hana. dramaklámið Svo er dramaklámið sem rennur í stríðum straumum um Facebook. Fólk sem setur inn status á borð við „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og útskýrir það ekkert frekar. Fær kannski 300 læk í kjölfarið og svo raðast inn komment, sem enda ótrúlega oft á að fullyrða að sá sem skrifaði statusinn sé hetja. Enginn veit samt hvað var í gangi. Uppáhaldið mitt er þegar fólk birtir dramat„Það var ísk ljóð á Facebook án þess að neinar skýringar því ekki lítil fylgi með. Vinirnir eiga þá að geta í eyðurnar breyting þegar um tilefnið. Kannski eru það bara FacebookAl Gore fann vinir mínir en einhverra hluta vegna verður upp internetið ljóðið „Lífsþor“ eftir Árna Grétar Finnsson oft fyrir valinu. Það væri fróðlegt að og kynnti fyrir ótrúlega vita hvort höfundurinn hafi séð það fyrir sér, heimsbyggðinni, þegar hann skrifaði ljóðið á sínum tíma, að þar á meðal einhverjum áratugum síðar yrði það andlag Íslendingum.“ dramatískra stöðuuppfærslna hjá netóðum Íslendingum, sem botnuðu reyndar ekkert í því af hverju þeir væru í svona stöðugu uppnámi. Ég ætla því að slá botninn í þetta, hugrökku hetjurnar mínar, með því að minna ykkur á að vera breytingin sem þið boðið, finna fjórar sterkar konur í kringum ykkur og segja þeim að þær séu hetjur og ekki gleyma því að allir sem þið hittið eru að heyja einhverja innri baráttu sem þið þekkið ekki. Umfram allt vil ég þó bara segja:

05/06 pistill


Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, Sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, Djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, Manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, Einurð til að forðast heimsins lævi, Visku til að kunna að velja og hafna, Velvild, ef að andinn á að dafna. Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka, En enginn tekur mistök sín til baka. Það þarf magnað þor til að vera sannur maður, Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, Fylgja í verki sannfæringu sinni Sigurviss, þó freistingarnar ginni.

06/06 pistill



kjarninn 20. febrúar 2014

01/06 knattspyrna

moyes: meistari dempaðra væntinga David Moyes stýrir einu frægasta knattspyrnuliði heims. Það gengur ekki vel. Kjarninn rýnir í ástæður þess.

Knattspyrna Þórður Snær Júlíusson

s

kömmu fyrir lok síðasta keppnistímabils í ensku knattspyrnunni, nánar tiltekið 9. maí 2013, var tilkynnt hver yrði eftirmaður sigursælasta knattspyrnustjóra allra tíma, Sir Alex Ferguson. Sá útvaldi, sem Sir Alex hafði sjálfur handvalið til að stýra sjálfu Manchester United, fékk sex ára samning hjá einu stærsta knattspyrnufélagi heims. Hann heitir David Moyes, er fimmtugur Skoti og hefur aldrei unnið neitt. Ráðningin kom samt sem áður ekki á óvart. Sir Alex hafði áður reynt að ráða Moyes sem aðstoðarmann sinn og ítrekað lýst dálæti sínu á hinum gallharða samlanda sínum. 01/06 Knattspyrna


Stuðningsmenn virtust skeptískir. Þeir höfðu, eðlilega, vonast eftir stærra nafni með einhverja reynslu í því að vinna titla. En Sir Alex hafði talað, og það urðu menn að virða. allt í steik Spólum níu mánuði fram í tímann. Manchester United situr í sjöunda sæti ensku úrvaldsdeildarinnar þegar tæpur þriðjungur er eftir af tímabilinu. Liðið er 15 stigum á eftir toppliði Chelsea, dottið út úr FA-bikarnum (tapaði heima fyrir Swansea) og dottið út úr deildarbikarnum (tapaði fyrir Sunderland) en er þó komið í 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Eina sýnilega leið liðsins til að komast í þá deild að ári virðist vera að vinna hana. Fáir ódrukknir trúa því að það muni gerast. Fyrir vikið hata stuðningsmenn United Moyes meira en þeir hata Carlos Tevez. Og þeir hata „Sú mýta að Everton Carlos Tevez. Það sem Moyes hefur afrekað í starfi sínu sé eitthvert fjárhagshjá United er, nánast allt, neikvætt. Liðið þykir legt smælki í Evrópuleika fyrirsjáanlegan gamaldags bolta þar sem knattspyrnu, sem allt snýst um að dæla tugum fyrirgjafa inn í Moyes hélt ítrekað á vítateig andstæðinganna og vonast til að höfuð lofti, er líka kolröng.“ komist í boltann til að stýra honum í netið. Í desember tapaði Manchester United tveimur heimaleikjum í röð í deildinni í fyrsta sinn í tólf ár. Liðið hefur alls tapað átta leikjum, þar af fjórum á Old Trafford sem áður þótti óvinnandi virki. Svo er ekki lengur. Líklega var einn sárasti ósigurinn sá þegar liðið tapaði fyrir gamla liði Moyes, Everton, með marki frá Bryan Ovidedo, leikmanni sem Moyes kaus að nota sama sem ekki neitt á meðan hann stýrði honum. „dithering dave“ kýlir ávallt upp fyrir sig Af hverju var þessi fúllyndi Skoti þá ráðinn í þetta draumastarf? Þrátt fyrir að hafa aldrei unnið neitt og vera frekar þekktur fyrir neikvæðan og varnarsinnaðar leikstíl var Moyes mjög virtur í knattspyrnuheiminum. Honum tókst næstum því að koma lélegu Preston-liði í úrvalsdeildina áður 02/06 Knattspyrna


en hann tók við einu helsta stórveldi enskrar knattspyrnusögu, Everton, árið 2002. Everton hafði þá gengið í gegnum afar myrkt tímabíl undir stjórn vondra knattspyrnustjóra þar sem hvert tímabil var barátta við fall. Og þar sat hann í ellefu ár. Moyes-tíminn hjá Everton var mikil framför frá árunum á undan. Liðið náði að sýna mikinn stöðugleika. Lenti meira að segja einu sinni í fjórða sæti á þriðja tímabilinu hans við stjórnvöllinn og var alltaf í topp átta nema einu sinni. Samhliða ávann hann sér verðskuldaða virðingu fyrir það að „wheela og deala“ afburðavel. Með því er átt við að Moyes þótti gríðarlega naskur við að kaupa leikmenn ódýrt en selja á toppverði. Fræg dæmi um þetta eru Joleon Lescott, Jack Rodwell og Wayne Rooney. Fyrir þetta fékk hann viðurnefnið „Dithering Dave“. Arfleifðin sem hann skildi eftir sig var sú að David Moyes væri töframaður sem kýldi alltaf yfir vigt, sýndi afburðaklókindi á leikmannamarkaðnum og hefði skilað Everton mun hærra en félagið hafði í raun burði til. En er þetta allt saman satt? með „hnífa í byssubardaga“ Greinarhöfundur hefur séð 95 prósent Everton-leikja undanfarna áratugi og er því í ágætu færi til að svara þessari spurningu. Og stutta svarið er nei. Everton er sögulega stórlið. Félagið hefur unnið ensku deildina níu sinnum (einungis Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa unnið hana oftar), varð Evrópumeistari árið 1985 og vann FA-bikarinn síðast árið 1995. Saga liðsins er því glæsileg. David Moyes umfaðmaði hana hins vegar ekki. Hans lína, sem stuðningsmenn Everton meðtóku eins og gíslar haldnir Stokkhólmsheilkenni, var sú að Everton væri í raun ekki samkeppnishæft lið í nútímafótbolta og allan árangur liðsins ætti að skoða í því ljósi. Þessi sýn kristallaðist vel í viðtali sem hann veitti fyrir leik við Miðausturlandafjármagnað Manchester City-lið í september 2011 þegar Moyes líkti stöðunni á þann veg að lið hans væri að fara „með hnífa í byssubardaga“. Leikurinn tapaðist auðvitað. 03/06 Knattspyrna


Þegar litið er yfir árangurinn er hann í raun ekkert sérstakur. Á meðan Moyes var stjóri liðsins vann liðið aldrei útileik á móti United, Arsenal, Liverpool eða Chelsea. Tímabilið sem Everton komst í Meistaradeildina fékk liðið 61 stig og endaði með eitt mark í mínus. Liðið komst auk þess ekki í Meistaradeildina sjálfa. Það datt út í undankeppni hennar, gegn reyndar frábæru liði Villareal.

allt öðruvísi Roberto Martinez hefur virkað eins og mótefni við David Moyes fyrir stuðningsmenn Everton. Þeir voru aldir á því að trúa að liðið gæti ekki orðið betra en ágætt. Martinez segir hins vegar að Everton eigi alltaf að stefna að því að vinna. Aðeins það besta er nógu gott (Nil satis nisi optimum).

í fjórða sætið með neikvæða markatölu Frá þeim tíma hafa liðin sem náð hafa fjórða sætinu í ensku deildinni verið með á bilinu 67 til 76 stig og alltaf, vitaskuld, verið með markatölu sem er jákvæð. Moyes kom Everton líka einu sinni í úrslit FA-bikarsins og einu sinni til viðbótar í undanúrslit. Í báðum þessum leikjum spilaði liðið afleitlega og tapaði verðskuldað. Í aðdraganda leikjanna hafði Moyes enda talað mikið um hvað lítill klúbbur eins og Everton ætti að vera feginn því að komast svona langt. Moyes var vissulega séður á leikmannamarkaðnum, en hann keypti líka dæmalaust rugl. Þar ber fyrst að nefna Kínverjann Li Weifeng þegar hann ætlaði í raun að kaupa landa hans Li Tie. Svo kom danski varnarmaðurinn Per Krøldrup, sem stoppaði einungis við eitt haust vegna þess að það uppgötvaðist að hann kunni ekki að skalla. Nýlegri axarsköft eru síðan leikmenn á borð við Diniyar Bilyaletdinov, sem var svo hægur að hann gæti ekki stungið gamalmenni af. Auk þess eyddi Moyes annað slagið formúu í framherja á borð við Andy Johnson, Yakubu, James Beattie og Nikica Jelavic, sem enduðu allir veru sína hjá Everton í markaþurrð. everton er evrópskur knattspyrnurisi Sú mýta að Everton sé eitthvert fjárhagslegt smælki í Evrópuknattspyrnu, sem Moyes hélt ítrekað á lofti, er líka 04/06 Knattspyrna


kolröng. Liðið á völl sem tekur yfir 40 þúsund áhorfendur og samkvæmt nýjustu Deloitte-skýrslunni um fjármál knattspyrnuheimsins mun Everton vera á topp 20 yfir þau lið í álfunni sem eru með mestu veltuna. Ástæða þess að það voru aldrei til neinir peningar til leikmannakaupa hjá Everton var sú að launakostnaður félagsins var út úr korti, oftast yfir 75 prósentum af veltu. Þar munaði verulega um launaumslagið hjá Moyes. Hann var launahæsti starfsmaður Everton frá árinu 2008. Þegar Moyes fór frá Everton vorið 2013 ríkti mikill söknuður á meðal stuðningsmanna og þeir hræddust það sem var fram undan. Gæti einhver annar náð því að skila félaginu í virðingarverða stöðu tímabil eftir tímabil? Moyes hafði sannfært þá um að hann væri að vinna kraftaverk með því að lenda í sjöunda eða áttunda sæti ár eftir ár.

ekki vinsæll Mikill þrýstingur var á Moyes að kaupa leikmenn í sumar. Hann keypti einungis Maroune Fellaini, sem féll í grýttan jarðveg meðal stuðningsmanna.

inn kemur Bobby Ekki dró úr kvíðanum þegar Roberto Martinez var ráðinn í starfið, nýfallinn með Wigan en þó með FA-bikarsigur á ferilskránni. Hvað vildi þessi ofurjákvæði Spánverji upp á dekk? Everton þarfnaðist ekki draumóramanns heldur bölsýns pragmatista. Eða hvað? Martinez sagði strax að hann hefði lofað Meistaradeildarbolta og að það ætti ekki að vera nein fyrirstaða að keppa við lið sem hefðu meira á milli handanna ef rétt yrði að því farið. Hann lagði upp með að liðið spilaði almennilega knattspyrnu sem gengi út á að vera sem mest með boltann. Hann fór í geymsluna á 05/06 Knattspyrna


æfingasvæði Everton og náði í allar myndirnar af fornum sigrum sem Moyes hafði tekið niður og hengdi þær aftur upp. Hann hvatti leikmenn til að sækja sér innblástur í mikla sögu klúbbsins. Hann losaði heilt knattspyrnufélag undan þeirri síinnprentuðu hugmynd að það gæti ekki gert betur en meðal. Fyrir liðna helgi sagði hann í samtali við eitt af ensku blöðunum að hann tryði því „100 prósent að þessi klúbbur geti unnið FA bikarinn og 100 prósent að Everton ætti að vera að berjast um titla. Þegar þú horfir á söguna, arfleifðina og aðdáendurna“. Og allt í einu varð gaman, ekki bara stressandi, að horfa á Everton. Allt í einu spiluðu fleiri en 14 leikmenn liðsins. Allt í einu var leikmönnum skipt inn á í hálfleik ef liðið var lélegt. Allt í einu var til plan B og jafnvel plan C ef plan A var ekki að ganga. Allt í einu var liðið alltaf að reyna að vinna. Everton er kannski ekki að fara að vinna Meistaratitillinn á næstunni. En það er að minnsta kosti ekki vegna þess að knattspyrnustjórinn trúir því að slíkt sé ómögulegt. Liðið fer aldrei lengur með „hnífa í byssubardaga“. Sú hugmyndafræði er nú hugmyndafræði annars sögufrægs stórliðs frá Manchester. Og verður það næstu fimm árin hið minnsta ef eigendur þess tíma ekki að reka David Moyes.

06/06 Knattspyrna



kjarninn 20. febrúar 2014

01/01 græjur

soundhound andri már kristinsson Viðskiptastjóri hjá Janúar „Tækið mitt er Samsung Galaxy S4“

Hjálpartæki tónlistarlegra uppgötvana og tenging við Spotify bætir upplifunina. True Detective-lagið er einmitt flutt af The Handsome Family og heitir Far From Any Road.

tÆKni Garmin Virb Action Camera Myndavélin frá Garmin, VirbAction Camera, er markaðssett til höfuðs hinum geysivinsælu GoPro-myndavélum. VirbAction þykja sérstaklega góðar til notkunar í erfiðum aðstæðum og er markmið Garmin með myndavélunum að styðja við GPS-tæki sín með góðri myndavélatækni.

01/01 grÆjur

radíus Fyrsta appið sem ég nota á morgnana. Vel þá miðla og áhugaflokka sem ég vil fylgjast með og fæ lifandi straum frá þeim. Íslenskt Flipboard.

pocket Ég lendi oft í því að rekast á áhugaverðar greinar og síður sem ég vil ekki týna í hyldýpi internetsins. Chrome-plugin fullkomnar upplifunina fyrir tölvuna. Notaði síðast til að geyma uppskrift að grísasamloku.


kjarninn 20. febrúar 2014

01/07 Menning

reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, verður veitt í fimmtánda sinn 22. febrúar

menning Óskar Bragi Stefánsson

e

ddan hefur fest sig vel í sessi hjá íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðarmönnum á undanförnum árum. Hún er nokkurs konar uppskeruhátíð greinarinnar þar sem hún verðlaunar þá sem sköruðu fram úr á árinu sem var að líða. Næstkomandi laugardag fer hátíðin fram í Hörpu. Þetta er í fimmtánda sinn sem verðlaunin verða veitt. Kjarninn ræddi við tvo kvikmyndagerðarmenn sem komu að mjög ólíkum verkefnum á síðasta ári og koma í raun úr ólíkum áttum. Þeir eiga það hins vegar sameiginlegt að vera tilnefndir til Edduverðlauna. 01/07 menning


davíð alexander corno

Þróaðist úr aðstoðarmennsku í aðal Hross í oss fjallar um samband mannsins við hestinn. Hún fléttar saman margar ólíkar sögur af fólki og dýrum úti á landsbyggðinni, og örlögum þeirra sem tvinnast saman í óvissu lífsins. Davíð Alexander Corno klippti myndina og er tilnefndur til Edduverðlauna. Áður hefur hann leikstýrt, skrifað og klippt 7 ár, heimildarmynd í fullri lengd um fjórtán Íslendinga á áttunda ári. Myndin er innblásin af Upheimildarmyndaflokki leikstjórans Michael Apted. Davíð hóf vinnu við Hross í oss sem aðstoðarmaður, fenginn til að sjá um undirbúningsvinnu fyrir reyndari klippara. Myndin þróaðist í klippiherberginu í samtals níu mánuði, en sömuleiðis breyttist hlutverk Davíðs úr því að vera aðstoðarmaður yfir í að vera aðalklippari myndarinnar. Það var aldrei tekin skýr ákvörðun um það fyrr en á síðustu metrunum. frændhygli kom mér í starfið Þetta er fyrsta leikna myndin sem þú klippir. Hvernig kom það til? Já. Það var eiginlega nepotismi; frændhygli sem kom mér í þetta starf, nokkurn veginn. Stjúpi minn er framleiðandi myndarinnar (Friðrik Þór Friðriksson). En svo veit maður ekki... Það er óljós lína á milli frændhygli og átthagafjötra. Upphaflega er ég fenginn til að log-a myndina: taka hana saman fyrir klippara, sem byrjaði á meðan tökur voru enn í gangi. Þá sá ég um að taka við efninu, sync-a hljóð og mynd og færa inn upplýsingar og athugasemdir frá skriftu. Þetta var svona tveggja til þriggja vikna vinna, að greiða úr öllu efninu. 02/07 menning


Í kjölfarið var ég beðinn um að gera svokallað assembly, berstrípaða samsetningu af myndinni, bara allar senurnar í röð eftir handriti. Þaðan vatt mín þátttaka bara upp á sig. Hvenær er ákvörðun tekin um að bjóða þér starf sem klippari? Það var eiginlega ekki tekin konkret ákvörðun fyrr en þeir þurftu að skrifa kreditrúlluna. Unnuð þið Benni (Benedikt Erlingsson, leikstjóri og handritshöfundur) saman í klippiherberginu? Já. Ég held að klipping sé í eðli sínu tveggja manna tal. Það er hægt að gaufast þetta einn, sérstaklega í tæknilegri smáatriðum, en allt gengur fimmtán sinnum hraðar fyrir sig í samtali. Svipað og í heimspekinni. Hollt að sitja svona lengi yfir myndinni Hefði myndin verið klippt á annan hátt af reyndari klippara? Reyndur klippari hefði ekki þurft að eltast jafn lengi við slæmar hugmyndir, ekki þurft að standa í sömu tilraunastarfsemi, eins lengi og raunin var hjá okkur Benna. En hvort lokaniðurstaðan hefði orðið einhver önnur veit ég ekki. Við Benni erum báðir hálfgerðir nýliðar, og fengum að uppgvöta ferlið saman, hægt og bítandi. Það hefði líklega ekki gengið svoleiðis fyrir sig með stjörnuklippara á vikutaxta. En það var allt skorið við nögl í budgetinu á myndinni, við höfðum ekki efni á að ráða t.d. Elísabeti Ronaldsdóttur eða Valdísi Óskars í vinnu í heila níu mánuði. Ég held að það hafi bara verið hollt fyrir myndina að við Benni sátum svona lengi yfir henni. Hún maríneraði endalaust hjá okkur. Oft er talað um að klippari beri mikla ábyrgð á að móta performans leikara í klippingunni. Hvernig mótar maður leik hests? Það var erfitt og vandasamt. Við vorum ekki að gera Babe. Maður heyrir enga hesta hugsa eða tala í myndinni. Svo eru hestar með sérstaklega hörð og illlesanleg andlit. Fólk eins og Benni, sem skilur hvernig hestum líður, skynjar hestinn í heild sinni, það les í líkamstjáninguna. Slíka skynjun er erfitt að færa yfir í kvikmyndaform, auk þess sem maður kennir áhorfandanum ekki að lesa líkamstjáningu hesta á áttatíu 03/07 menning


mínútum. Svo maður svindlar, notar nærmynd af hrossi sem reaksjón, leyfir áhorfandanum að fylla inn í með sínar mannlegu væntingar: Kuleshov-effektinn. Við vildum samt ekki ofgera því, að hestarnir yrðu menn í dulargervi. En heldur ekki upphefja þá sem einhver heilög náttúrufyrirbrigði. Þeir eru bara karakterar eins og hinir karakterarnir.

Smelltu til að horfa stiklu fyrir Hross í oss

Benni er sveitadurgur á aðra höndina Benedikt nær í Hross í oss að fanga eitthvað séríslenskt og þjóðlegt í form sem skemmtir? Benni er svona sveitadurgur á aðra höndina, hefur alveg ótrúlega nautn af því sem er þjóðlegt. Hann gæti verið alveg óþolandi týpa ef hann væri ekki svona næmur og fallegur á hina höndina, svona spes blanda sem fúnkerar vel. Það er stór mósaík af ólíkum íslenskum og alþjóðlegum karakterum í myndinni? Ég held að „local-global“ sé einhver frasi sem Benni hafi verið að nota í viðtölum. Fyrir honum er mikilvægt að vera blanda af þessu báðu. Og ekki bara til að komast á filmfestivöl í útlöndum, heldur bara til að vera almennilegur maður. Heimskur er heimaalinn og glöggt er gests augað. úr auglýsingum í falskan fugl Falskur fugl er kvikmynd byggð á samnefndri bók eftir Mikael Torfason, sem segir frá Arnaldi (leiknum af Styr Júlíussyni), fluggáfuðum og myndarlegum ungum pilti sem leiðist út á villigötur með skelfilegum afleiðingum. Hún er fyrsta myndin í fullri lengd sem kvikmyndagerðarmaðurinn Þór Ómar Jónsson leikstýrir, en hann hefur yfir tveggja áratuga reynslu í kvikmynda- og auglýsingagerð í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þrátt fyrir góða dóma hlaut Falskur fugl ekki mikla aðsókn þegar hún kom út á síðasta ári. Myndin er tilnefnd til fimm Edduverðlauna, þar á meðal fyrir leikstjórn. Þú hafðir planað að gera myndina í 15 ár þegar hún loksins kom út? 04/07 menning


Já. Og bókin og sagan ferðaðist í raun og veru með manni alla þessa leið. Mín sýn á söguna hefur þroskast og ég gerði myndina á endanum öðru vísi en ég ætlaði mér að gera upprunalega. En það er sami grallarahátturinn í sögu myndarinnar og í bókinni. Falskur fugl var rosalega mikið á undan sínum tíma þegar hún kemur út. Það var algjört sjokk yfir því hér heima að einhver skyldi skrifa svona. Þór ómar jónsson

Smelltu til að horfa stiklu fyrir Falskur fugl

ekki allt í blóði Þetta sjokk gagnvart sögunni lagaðist aldrei hjá Kvikmyndasjóði Íslands? Það fékkst engin styrkveiting fyrir myndinni í gegnum árin, þrátt fyrir ítrekaðar og ólíkar umsóknir? Nei. Kannski var það bara gott. Verkefnið fékk að þróast og þroskast. Skilaboð myndarinnar í sinni endanlegu mynd eru miklu meiri „skilaboð“ sem slík, til ungs fólks, um lífið og tilveruna. Bókin er meira „sex, drugs and violence“, myndin er það ekki. Þetta er ekki mynd þar sem allt er í blóði, bardögum, ofbeldi og illindum. En það er kannski það sem fólk grunaði alltaf að myndin yrði, meira í átt við bókina: sjokkerandi dóp- og glæpasaga. Fannstu fyrir því allan þann tíma sem myndin var í þróun að þetta væri tilfinningin sem fólk hefði fyrir bókinni? Já. „Hún var svakaleg þessi bók. Úff!“ Við vorum einfaldlega að byggja sögu myndarinnar á bókinni. Mikki (Mikael Torfason, höfundur bókarinnar, kom að myndinni sem ráðgjafi) sagði við mig: „Núna erum við að gera myndina. Ég er búinn að gera bókina.“ Maður hefði kannski átt að address-a þetta betur þegar maður var að kynna verkefnið. Ég vildi svo sannarlega að fleiri hefðu séð myndina vegna þess að hún fékk góða dóma og virtist falla vel í kramið hjá gagnrýnendum. 05/07 menning


Karakterarnir eru ekki öfgafullar útgáfur af unglingum. Nei, bara alls ekki. Ég hélt alltaf að Mikki myndi frekar aðhyllast það að við myndum sýna aðalpersónuna okkar Arnald sem ofbeldisfullan, snarbilaðan, útúrruglaðan dreng. En hann virtist vera fyllilega sammála því að við einbeittum okkur meira að skilaboðum bókarinnar, að þau fengju að skína í gegn. Það er þetta samskiptaleysi, sem er orðið eitthvað svo áberandi í lífi okkar í dag. Foreldrar, unglingar, skólakerfið: hvernig þetta allt komið inn í einhver „box“. Það talar orðið enginn við annan, bara maður á mann. Face to face. „Svona eru hlutirnir, þetta er að gerast.“

boðskapurinn réð ferðinni Aðalpersónan er ekki endilega aðeins sýnd sem klikkuð heldur einbeita framleiðendurnir sér að því að koma skilaboðum bókarinnar á framfæri.

rosalega erfitt að vinna með óreyndum leikurum Þú hlýtur að hafa heyrt mikið um hversu vel myndin lítur út miðað við hvað hún kostaði lítið? Já. Ég er nú samt þeirrar skoðunar að mynd verður ekkert betri, ef hún er gerð fyrir lítinn pening en tekst samt að líta vel út. Þá finnst mér ekkert að myndin eigi það meira skilið að fá áhorf. Auðvitað er það alltaf bara sagan sem á að höfða til þín og vera skemmtileg og góð. Þá fer fólk og sér myndina. En ég held að þessi reynsla sem við höfðum hafi líka hjálpað. Tökumaður, búningar, smink. Þetta fólk er allt þjakað af reynslu (hlær). Hvernig fannst þér að vinna með óreyndum leikurum? Rosalega erfitt. Þetta er mín fyrsta mynd. Það eitt að takast á við að vinna með leikurum, og kafa ofan í handritið 06/07 menning


og samtöl og það allt, var algjörlega nýtt fyrir mér sem leikstjóri. Auglýsingavinnan gengur út á allt aðra hluti. Svo í ofanálag var ég að gera þetta með krökkum sem höfðu aldrei gert þetta. Ég var bara drullusmeykur þegar ég fór af stað út í þetta. En það reyndist alger óþarfi því að þetta var rosalega góður hópur. Þetta er líka erfitt fyrir kamerudeildina. Vanur leikari hittir alltaf á sitt „mark“ (staðsetning sem leikari þarf að muna til að hægt sé að hafa hann í fókus) og gerir hlutina alltaf eins, töku eftir töku. Á meðan óreyndur leikari dettur kannski í karakter og man ekkert hvað hann gerði í síðustu töku. Kom þér á óvart hversu vel Styr skilaði hlutverki sínu sem Arnaldur? Já, ég verð að segja það. Hann heillaði okkur upp úr skónum frá fyrsta degi með nálgun sinni á hlutverkið. Það varð ótrúleg breyting á drengnum um leið og myndavélin var sett í gang. Alveg magnað.

07/07 menning


kjarninn 20. febrúar 2014

01/04 Bílar

mongólíurallið: skilyrði að nota druslur „Ef þú ert ekki í heljarinnar vandræðum hefur þér mistekist.“

Bílar Gísli Sverrisson

í

júlí á ári hverju safnast nokkur hundruð manns saman í Englandi með 250-300 bíla og mótorhjól. Bílarnir eru gjarnan smávaxnar, kraftlausar druslur (e. underpowered shit car), enda er það skilyrði fyrir þátttöku í Mongólíurallinu, 10.000 mílna kappakstri frá London til Úlan Bator, höfuðborgar Mongólíu. Það var fyrir tæpum tíu árum að fyrsta Mongólíurallið var sett af stað í Lundúnum. Sex lið voru skráð til leiks en fjögur komust yfir marklínuna. Viðburðurinn er góðgerðarkappakstur, liðsmenn greiða þátttökugjald til skipuleggjenda en þurfa einnig að safna 01/04 Bílar


1.000 pundum í styrki sem þeir mega ráðstafa til góðgerðarsamtaka að eigin vali. Upprunalega þurftu keppendur að bjóða upp bifreiðina á leiðarenda og fór ágóðinn þá einnig til góðgerðarmála. Leyfilegir bílar til þátttöku mega ekki vera með stærra vélarrúmtak en 1,2 lítra en ákveðnar undantekningar eru þó gerðar á þessari reglu. Annars vegar að bíllinn komi að góðum notum fyrir mongólskar góðgerðarstofnanir, svo sem sjúkrabílar og brunabílar, hins vegar að bíllinn sé „tilfinnanlega undarlegur og með háan aðhlátursstuðul“.

spaugið í fyrirrúmi Ein mikilvægasta reglan í Mongólíukappakstrinum er að bílarnir verða að vera spaugilegir, og þeir mega helst ekki komast á leiðarenda. Því festa keppendur oft alls konar furðulega hluti á bíla sína.

Þarf helst að vera skran Meginreglan er að bíllinn geti almennt talist vera drusla. Helst þarf hann að vera svo mikið skran að það sé afrek að komast hálfa leið og ef þú komist á leiðarenda sértu grunaður um að svindla. Sem fyrr segir er ekið landleiðina frá Englandi til Mongólíu og þurfa keppendur að aka á milli 13-16 þúsund kílómetra. Engin verðlaun eru þó veitt fyrir að vera fyrstur í mark, en flest liðin klára á þremur til fjórum vikum, ef þau klára yfir höfuð. Leiðarval er frjálst, en skipuleggjendur halda ærlegt teiti fyrir keppendur í Prag og halda því flestir þeirra þangað í gleðina til að byrja með. Síðan er gjarnan ekið til Moskvu, 02/04 Bílar


dæmi um akstursleið í mongólíurallinu Leiðaval er frjálst í kappakstrinum og oft leggja liðin á sig mun lengri leiðir en þörf er á.

Mótsstjórnin heldur stórt teiti í Prag svo að flest liðin leggja leið sína þangað.

Kíev eða Istanbúl en einhverjir hafa að gamni sínu ekið alla leið norður fyrir Tilvitnanir í nokkra keppendur heimskautsbaug. Engin leiðanna telst vera sérstak„Af því að allir eiga skilið að gera eitthvað verulega lega örugg og eftir því sem keppnin heimskulegt á ævinni.“ — Kurtis Beacroft, 2009 hefur orðið vinsælli eru minniháttar slys á fólki, skemmdir á bílum og þjófn„Þegar þú hefur tekið þátt í Mongólíurallinu hættir þú aður orðin nokkuð algeng. að bíða eftir að lífið komi til þín, en ræðst á það með Ef eitthvað bjátar á er engin aðstoð hausinn á undan.“ í boði, það eru skýr skilaboð frá skipu— Neal Parsons, 2011 leggjendum. Þú sérð um þig sjálfur. „Að vita hvert þú ert að fara er munaður, ekki nauðsyn.“ Keppendur þurfa að sjá um flest sín — Team Who‘s smart idea was this?, 2013 mál sjálfir, eins og að útvega gistingu (þó að oft þurfi að gista í farartækinu), vegabréfsáritun þegar komið er út fyrir Evrópu, tryggingar og þess háttar.

lífið tæklað

03/04 Bílar


Smelltu til að horfa á myndband úr Mongólíurallinu

malbik hefur neikvæð áhrif á ævintýragildið Samkvæmt skipuleggjendum hefur sú leiðinlega þróun átt sér stað síðasta áratug að hið svarta og illskæða malbik teygir anga sína yfir fyrrum molduga vegi Austurlanda. Þetta hefur neikvæð áhrif á ævintýragildi keppninnar og verður því gripið til sérstakra ráðstafana í ár til að vega á móti þróuninni og gera keppendum erfiðara fyrir. Þetta er gert með því að kynna til sögunnar „heldur óreglulega staði“ (rather irregular places), sem er erfitt eða ómögulegt að komast á. Keppendur fá stig fyrir að komast á slíka staði, eða að komast nærri þeim geti þeir sannað það fyrir skipuleggjendum. Þau lið sem flestum stigum safna fá „í það minnsta klapp á bakið og kaldan bjór“. „Þetta er ekki gáfulegt, ekki öruggt og þú kemst kannski ekki í mark, en þetta er magnaðasta ævintýri sem völ er á.“ fjórir íslendingar hafa tekið þátt Eftir því sem greinarhöfundur kemst næst hafa fjórir Íslendingar tekið þátt í keppninni, einn í liði með Breta árið 2008 og svo þrír Íslendingar árið 2011. Litlum sögum fer af árangri þeirra og hvort þeir hafi náð endamarkinu. Er hér með skorað á aðra landsmenn að skrá sig í keppnina. 04/04 Bílar


kjarninn 20. febrúar 2014

01/04 AlmAnnAtengsl

verður að vilja svara spurningum Sérfræðingur Kjarnans í almannatengslum greinir viðtalið umtalaða við Sigmund Davíð Gunnlaugsson almannatengsl Grétar Sveinn Theodórsson

u

m fátt hefur verið meira rætt undanfarna daga en viðtal Gísla Marteins Baldurssonar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þættinum Sunnudagsmorgunn. Sigmundur Davíð virkaði pirraður og illa stemmdur og lét Gísla Martein finna það. Úr varð eitt umtalaðasta sjónvarpsviðtal seinni ára á Íslandi. viðtalið Það er eiginlega ekki hægt að horfa á sjónvarpsviðtal við stjórnmálamann án þess að mynda sér jákvæða eða neikvæða 01/04 almannatengsl


skoðun á viðkomandi. En það virðist hins vegar ekki enn hafa runnið upp fyrir stjórnmálamönnum (og ráðgjöfum þeirra) að ef viðkomandi stjórnmálamaður lítur út fyrir að vilja ekki svara spurningum, er með hroka eða tekur yfir samtalið (allt hlutir sem Sigmundur Davíð gerðist sekur um) er mun líklegra að áhorfandinn myndi sér neikvæða skoðun á stjórnmálamanninum. Þess vegna ættir þú ekki að vera hissa ef upplifun þín á frammistöðu Sigmundar Davíðs í viðtalinu var neikvæð, því svo virðist sem stór hluti þeirra sem tjáðu sig um viðtalið (og það virtust allir hafa skoðun á því) hafi haft frekar eða mjög neikvæða upplifun af frammistöðu Sigmundar Davíðs. Eitthvað virtist hafa legið illa á Sigmundi Davíð, sem tók mjög óstinnt upp tilraunir Gísla Marteins til að fá skýr svör frá forsætisráðherra varðandi Seðlabankann og úr varð mjög undarlegt viðtal. Sigmundur Davíð virtist ekki mæta undirbúinn og virtist ekki hafa gert ráð fyrir beittum og endurteknum spurningum Gísla Marteins. Það er lykilatriði fyrir stjórnmálamann að mæta undirbúinn í svona viðtal, sérstaklega í sjónvarpi, og vera viðbúinn erfiðum spurningum. Sigmundur Davíð lét nokkur orð falla í viðtalinu sem erfitt er að ímynda sér að hann hefði sagt hefði hann mætt vel í viðtalið og verið búinn að hugsa eiginlega undirbúinn svör við erfiðum spurningum.

„Þar sem það var ómögulegt að halda því fram að Sigmundur Davíð hefði staðið sig vel var tekin sú lína að segja Gísla Martein hafa líka staðið sig illa …“

viðbrögðin Sigmundur Davíð er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn sem fer í umdeilt viðtal, það virðist vera mánaðarlegur viðburður hið minnsta. Forsætisráðherrann lenti í ákveðnum vandræðum í viðtalinu og lét hugsanlega einhver ummæli falla sem hann hefði ekki gert að öllu jöfnu. Eftir viðtalið var gríðarlega mikil umræða á samfélagsmiðlum um neikvæða upplifun fólks á frammistöðu Sigmundar Davíðs. Á sunnudeginum var hins vegar alger þögn hjá forsætisráðherra en á mánudeginum var eins og ákveðnu plani hefði verið hrint í framkvæmd. Þar sem það var eiginlega 02/04 almannatengsl


í sjónvarpssal Sigmundur Davíð hefur átt stirð samskipti við fjölmiðla eftir að hann tók við forsætisráðuneytinu. Hann lenti enn og aftur í orðaskaki við fjölmiðla í viðtalinu við Gísla Martein á sunnudag.

Mynd: Skjáskot af vef RÚV

ómögulegt að halda því fram að Sigmundur Davíð hefði staðið sig vel var tekin sú lína að segja Gísla Martein hafa líka staðið sig illa og þráspurt Sigmund Davíð og ekki gefið honum frið til að svara. Þessi viðbrögð komu ekki beint frá forsætisráðherra heldur var skilaboðunum komið til skila í gegnum ýmsa tengda aðila. Þekkt strategía hjá pólitíkusum. Allir gera mistök og segja eða gera eitthvað sem þeir hefðu betur látið ógert. Í stjórnmálum er ekkert sérstaklega viðurkennt að biðjast afsökunar hreint út, það er helst að Jón Gnarr hafi gert slíkt enda ekki hefðbundinn stjórnmálamaður. Oft þráast stjórnmálamenn við að biðjast afsökunar, það er víst veikleikamerki, og því lifa mál oft mun lengur en þau annars þyrftu. Flestir ópólitískir (og einhverjir pólitískir) ráðgjafar hefðu sennilega ráðlagt Sigmundi Davíð að tjá sig um viðtalið strax eftir þáttinn þegar samskiptamiðlar loguðu vegna neikvæðra viðbragða fólks. Hann hefði til dæmis getað notað Facebook-síðu sína, eins og Andrés Jónsson almannatengill benti á í útvarpsþættinum Harmageddon á mánudagsmorgun, og sagt eitthvað á þá leið hann hefði verið illa stemmdur fyrir þáttinn og því látið spurningar Gísla Marteins fara í skapið á sér. Hann bæðist velvirðingar á því að hafa verið full frekur til orðsins og myndi í framtíðinni vanda sig betur en stæði efnislega við það sem hann hefði sagt í viðtalinu. samskipti við fjölmiðla Samskipti Sigmundar Davíðs við fjölmiðla hafa vægast sagt verið stirð frá því hann tók við embætti forsætisráðherra. Hann virðist eiga í töluverðum erfileikum með að fara úr hlutverki sérfræðingsins/álitsgjafans/þingmanns í stjórnarandstöðu yfir í hlutverk forsætisráðherra í fjölmiðlum og 03/04 almannatengsl


gísli marteinn Sigmundur Davíð virtist mæta illa undirbúinn í viðtalið til Gísla Marteins, sem gerði ítrekaðar tilraunir til að fá skýr svör frá forsætisráðherra um framtíð Seðlabankans.

Mynd: Skjáskot af vef RÚV

virkar oft argur út í fjölmiðla yfir því að fá ekki að tala gagnrýnislaust og vera krafinn svara. Sigmundur Davíð var varla búinn að fá lyklana að Stjórnarráðinu þegar hann kvartaði undan „loftárásum“ fjölmiðla og ósanngjarnri umfjöllun þeirra um sig og Framsóknarflokkinn. Það er líklegt að meirihluti fólks hafi ekki áhuga á að sjá svona skylmingar ráðamanna við fjölmiðla heldur vilji sjá að menn séu með ákveðna sýn og kraft til að fylgja henni eftir. Sigmundur Davíð hefur oft átt í orðaskaki við fjölmiðla og jafnvel lagt fjölmiðlamönnum línurnar um það hvernig stjórna skuli þætti og haga vinnu við fjölmiðla. Slíkt sást ítrekað þegar hann var gestur Gísla Marteins á sunnudaginn. Hugsanlega hefur Sigmundur Davíð eitthvað til síns máls, það er að fjölmiðlar umgangist framsóknarmenn á annan hátt en til dæmis sjálfstæðismenn. Hann verður hins vegar að gæta sín á því að kvarta ekki of mikið undan fjölmiðlum og spila sig sem fórnarlamb, hann virkar þá sem hörundssár og væligjarn stjórnmálamaður. Hann er jú forsætisráðherra og sem slíkur verður hann að gera ráð fyrir því að fjölmiðlar krefji hann svara um ýmis mál.

04/04 almannatengsl


KjaftÆði

Hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður

tíminn er eins og klósettvatnið Hrafn Jónsson furðar sig á því hvert hið margumrædda siðrof hafi farið

É

g er búinn að bíða spenntur eftir því að allt fari til fjandans hérna síðan við byrjuðum að brenna vörubretti fyrir utan Þjóðleikhússkjallarann fyrir fimm árum. Einhvers staðar á leiðinni þaðan gleymdum við líklega af hverju við vorum svona reið því að kjaftæðið er síst minna núna en þá. Reyndar virðist kjaftæðið vera komið heilan hring því það á að fara að grafa Hvalfjarðargöngin aftur svo að það sé örugglega hægt að rukka okkur í tuttugu ár í viðbót fyrir þann lúxus að þurfa ekki að rekast á Kristján Loftsson í vegasjoppunni við hvalstöðina þar sem hann er í óða önn að mala síðasta hvalinn ofan í bjórflösku. Við nennum varla að tuða lengur yfir því að íslenskir ráðamenn séu of miklir aumingjar til að reka hornin í mannréttindabrot valdasjúkra stórþjóða. Borgarstjórinn einn lætur í sér heyra á meðan forsetinn tekur brosandi í hlébarðatemjandi KGB-krumlurnar á Pútín, enda finnst 01/03 KjaftÆði


honum ekki að blanda eigi saman íþróttum og pólitík. Það að flokka mannréttindi sem pólitík er reyndar merkileg afstaða út af fyrir sig. Fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra er búinn að rífast svo mikið um sjálfan sig í kommentakerfi DV að hann er orðinn virkur í athugasemdum og formaður Samfylkingarinnar er með sjónvarpsþátt í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði niðri við höfn. Menntakerfið okkar er svo lélegt að það er ennþá verið að notast við sömu kennslubækurnar og Geir Haarde las 1958 þar sem blökkumenn eru kallaðir negrar og brúnir menn malajar – sem er svo fordómafullt að ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir. Lífsleikni „Mikael Torfa- Gillz er langsamlega vinsælasta kvikmynd son er búinn að landsins þrátt fyrir að 365 hafi reynt að allar negatífurnar og unglingar eru öskra á mig þrjá brenna orðnir svo lélegir að þeir drekka ekki lengur sunnudaga í röð brennivín heldur teyga Actavis-hóstasaft og en samt er Gísli reykja salvíu. Það eru yfir hundrað auglýsingastofur Marteinn harðasti og markaðsfyrirtæki skráð í Reykjavík. Það einstaklingurinn í vinna líklega fleiri hjá markaðsfyrirtækjum íslensku sjónvarpi.“ en í heilbrigðisgeiranum; samt er heitasta varan á Íslandi Lakk/Rís Draumur; Ríssúkkulaði sem er búið að klessa saman við Draum, eins og eitthvert markaðsþróunarlegt andleysisbílslys. Stærsti verkalýðsleiðtogi landsins biðlar til vinnuflotans að kvitta undir ömurlega kjarasamninga því að það þurfi að ná þjóðarsátt um að halda áfram að vera ógeðslega blönk á meðan Pétur Guðmundsson og Eykt reisa tvo nýja tólf milljarða króna turna í Borgartúninu þrátt fyrir að hafa skuldað 44 milljarða árið 2010 sem bara einhvern veginn hurfu inn í einhverja afskriftarmóðu. Samt erum við bara að tala um mann í Grindavík að handverka sig, eins og enginn hafi gert það áður. Mikael Torfason er búinn að öskra á mig þrjá sunnudaga í röð en samt er Gísli Marteinn harðasti einstaklingurinn í íslensku sjónvarpi – þótt það hafi líklega hjálpað honum að 02/03 KjaftÆði


forsætisráðherrann er með viðlíka sjónvarpsþokka og uppblásinn Richard Nixon þótt hann hafi verið betur púðraður. Svo eru það Samtök atvinnulífsins sem tuða mest yfir hægristjórninni. Fyrir hvern í veröldinni er þessi stjórn þá? Steypan endurtekur sig dag eftir dag og við látum hana yfir okkur ganga því að fyrir framan nefið á okkur hangir gulrót sem boðar bjartari tíð rétt handan við „Svo eru það hornið. Vorið er eiginlega komið, orlofið er Samtök atvinnu- greitt út eftir þrjá mánuði, HM í fótbolta er í sumar, skuldaniðurfellingarnar hljóta að lífsins sem tuða detta inn fljótlega og það eru bara þrjú ár í mest yfir hægri- kosningar. Við stöndum í þeirri meiningu stjórninni. Fyrir að ef tíminn líði hljótum við að vera að færast áfram í átt að einhverju þegar við hvern í veröldinni erum í raun bara öll ofan í sama feninu er þessi stjórn þá?“ af klósettvatni – syndandi í hringi á eftir gulrótinni. Og þegar betur er að gáð er gulrótin engin gulrót heldur rúgbrauðsbiti í bandi og fyrir aftan þig stendur tíminn eins og danskur dýragarðsvörður sem bíður eilíft færis að skjóta þig í hnakkann, búta þig niður og kasta þér í ljónagryfjuna.

03/03 KjaftÆði


Á hverjum degi snerta heimsforeldrar UNICEF líf barna um allan heim. Með mánaðarlegum framlögum gera þeir UNICEF kleift að bæta líf bágstaddra barna til frambúðar. Má bjóða þér að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur? Kynntu þér málið á www.unicef.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.