Kjarninn - 23. útgáfa

Page 1

23. útgáfa – 23. janúar 2014 – vika 4

TUGMILLJARÐA MISMUNUN Fámennur hópur hefur komið með 147 milljarða í gegnum Fjárfestingarleiðina. Hann hefur notið 25 milljarða króna forskots við kaup á eignum hérlendis.

Íslandspóstur grunaður um brot á samkeppnislögum

Hugsanavillur sem ber að varast í líkamsræktinni á nýju ári

Söngvari Kaleo í sjö spurninga yfirheyrslu Kjarnans


23. útgáFa

efnisyfirlit 23. janúar 2014 – vika 4

Gátlisti frambjóðandans Prófkjör eru fram undan og þá er að mörgu að hyggja þegar kemur að almannatengslum.

Árið 2014 verður spennandi tónlistarár Ferðaþjónusta

Reyna að finna leið til þess að rukka erlenda ferðamenn

Stephen Malkmus, fyrrverandi leiðtogi Pavement, er í hópi þeirra sem eru þegar farnir að láta að sér kveða á spennandi tónlistarári.

Sjálfakandi bifreiðar handan við hornið Þetta kann að hljóma ótrúlega en það styttist óðum í að bílar aki sjálfir um göturnar.

Viðtal

Kambódía

Gefumst ekki upp á börnunum

Barist um betri kjör í blóðugum bardögum

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Ég veit ekki neitt Hrafn Jónsson eignaðist peninga með því að verða fyrir strætisvagni.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Ávöxtun sjóða Stefnis

Árleg nafnávöxtun

Sjóður

1 ár*

Blandaðir sjóðir

2 ár*

Árleg nafnávöxtun frá stofnun 3 ár*

4 ár*

5 ár*

Stefnir Samval1

21,0%

18,4%

16,6%

15,1%

15,5%

Stefnir Eignastýringarsjóður1

12,0%

10,5%

10,4%

10,8%

10,2%

43,4%

33,4%

22,6%

20,9%

17,3%

5,4%

(Stofnaður 27.04.2012)

3,0%

2,9%

2,8%

3,6%

4,7%

(Stofnaður 18.02.2009)

5,0%

4,9%

4,2%

8,1%

8,8%

(Stofnaður 28.01.2009)

2,7%

3,1%

4,3%

(Stofnaður 20.01.2011)

2,6%

3,5%

8,5%

(Stofnaður 13.11.2009)

Íslensk hlutabréf Stefnir - ÍS 151

Íslensk skuldabréf og innlán Stefnir - Lausafjársjóður1

5,7%

Stefnir - Ríkisvíxlasjóður2 2

Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður 2

Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður stuttur

2

Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur

6,1%

7,7%

9,0% 9,8%

Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur2

1,6%

3,6%

7,1%

8,4%

Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð2

1,4%

3,3%

7,5%

8,2%

Stefnir - Skuldabréf Stutt1

4,8%

4,1%

5,8%

7,1%

9,1%

14,3%

7,9%

7,3%

12,2%

12,0%

13,9%

7,8%

8,4%

16,7%

Erlend hlutabréf **

KMS – Global Equity2 KF – Global Value2 Stefnir – Erlend hlutabréf2 MSCI World (viðmiðunarvísitala fyrir ofangreinda sjóði)3 KMS BRIC

2

MSCI BRIC (viðmiðunarvísitala fyrir KMS BRIC)3 2

Stefnir – Scandinavian Fund

MSCI Nordic (viðmiðunarvísitala fyrir Stefnir Scandinavian Fund)3 ** Grunnmynt sjóðanna er EUR en ávöxtun er uppreiknuð í íslenskar krónur. Gengi tekur þannig mið af gengi gjaldmiðilsins á hverjum tíma. Vakin er sérstök athygli á því að sökum gjaldeyrishafta Seðlabankans er ekki hægt að fjárfesta í íslenskum krónum í þessum sjóðum.

7,9%

8,4%

13,6%

7,3%

5,4%

14,1%

11,5%

15,0%

9,2%

6,9%

11,3%

-15,3%

-0,3%

-7,6%

-5,4%

9,2%

-15,8%

-1,2%

-7,9%

-6,4%

8,5%

13,1%

18,9%

7,5%

9,3%

20,5%

9,6%

16,7%

5,2%

6,9%

14,1%

* 1 ár: 31.12.2012 – 31.12.2013 2 ár: 31.12.2011 – 31.12.2013 3 ár: 31.12.2010 – 31.12.2013 4 ár: 31.12.2009 – 31.12.2013 5 ár: 31.12.2008 – 31.12.2013 Árleg nafnávöxtun frá stofnun: Ef sjóður er yngri en 5 ára.

Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 412 milljarða króna í virkri stýringu. Frekari upplýsingar um Stefni má finna á www.stefnir.is.

Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlegar vísbendingar um ávöxtun í framtíð

Allar ávöxtunartölur eru í íslenskum krónum. Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóðanna. Upplýsingar eru fengnar frá Arion banka hf. sem er vörslufyrirtæki sjóðanna og upplýsingaveitu Bloomberg.

Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis

Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir. 1) Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. 2) Sjóðurinn er verðbréfasjóður samkvæmt lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. 3) Upplýsingar fengnar af upplýsingaveitu Bloomberg. Vakin er sérstök áthygli á að áhætta fylgir fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega visbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar un sjóðina, þ. á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu þeirra, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir


leiðari

Ægir þór eysteinsson kjarninn 23. janúar 2014

Fáfræði er þvæla Ægir Þór Eysteinsson skrifar um kröfurnar sem við verðum að gera til okkar

í

afar minnisstæðu atriði í fyrstu myndinni í Matrixþríleiknum stakk einn vondi kallinn safaríkum og blóðugum nautakjötsbita upp í skoltinn á sér, tuggði nokkrum sinnum, lygndi aftur augunum og stundi: „Ignorance is bliss.“ Eins og flestir vita sem sáu Matrix-myndirnar fjalla þær um heiminn í framtíðinni þar sem mannfólkinu er haldið sofandi og heilar þess notaðir sem orkugjafar fyrir mannhatandi tölvur sem hafa tekið yfir heiminn. Í staðinn var meðvitundarlausu mannkyni boðið upp á dásemdir lífsins, í einhvers konar draumaástandi, þar sem hver og einn tók þátt í lífsbaráttunni með sigrunum og ósigrunum sem henni fylgja. Þeir heilar sem buðu ráðandi öflum, það er að segja illu tölvunum, aðstoð sína nutu forréttinda og voru færðir upp um stétt í sýndarsamfélaginu. Þar nutu þeir draumaástandsins í vellystingum. 03/05 leiðari


Margt í þessari mynd má heimfæra yfir á raunveruleikann eins og hann blasir við okkur í dag. Þannig er það nefnilega oft með góðar vísindaskáldsögur. Kallinn í áðurnefndu atriði hafði sem sagt gengið til liðs við vonda liðið og ákveðið að njóta draumaheimsins í úthlutuðu forréttindalífi frekar en að storka ráðandi öflum. Hann vildi meina að fáfræði væri sæla. Fyrir sléttri viku vakti athygli frétt í hádegisfréttatíma RÚV um þingstörfin. Í niðurlagi fréttarinnar var greint frá því stuttlega að nánast aldrei hefðu þingmenn lagt fram jafn fáar fyrirspurnir í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og þann daginn. Yfirleitt væri þessi dagskrárliður þéttsetinn, færri fyrirspurnir kæmust að en vildu, en þennan dag hefðu fyrirspurnirnar verið þrjár talsins. „Því er hins vegar Svo stuttan tíma tók að afgreiða þær að gera ekki að neita að þurfti hlé á Alþingi fram að næsta dagskrárauðvitað er miklu lið. Auðvitað er enn beðið stóru málanna þægilegra að fara frá ríkisstjórninni til að taka fyrir á þingi. auðveldu leiðina Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í gegnum lífið.“ hefur meira að segja beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún leggi umdeild mál fyrir á þingi tímanlega svo þau fái almennilega efnislega umræðu. En andskotinn hafi það. Því er hins vegar ekki að neita að auðvitað er miklu þægilegra að fara auðveldu leiðina í gegnum lífið. Vera ekkert að stressa sig á því sem er að í samfélaginu, slökkva bara helst á útvarpinu, hætta að horfa og lesa fréttir, vera bara sammála síðasta ræðumanni og vera dass latur og skeytingarlaus. Þá er fáfræði vissulega sæla. Bæði fyrir þann sem ákveður að gera vel við sig með þessum hætti, og ráðandi öfl sem barma sér í sífellu undan ómaklegri gagnrýni frá fólki sem það segir vera haldið annarlegum hvötum. En í alvörunni. Verðum við ekki að gera þá kröfu að þeir sem höndla með gæði þjóðarinnar, ákvörðunar- og framkvæmdavaldið og annað sem skiptir okkur öll máli séu starfi sínu vaxnir? Að þingmenn hafi gagnrýna hugsun að 04/05 Kjarninn Leiðari


leiðarljósi, alltaf? Að þeir setji sig inn í málin þótt það sé geðveikt tímafrekt? Að stjórnarmeirihlutar komi tímanlega með mál og hætti að lauma málum framhjá þinginu á handahlaupum? Að þingmenn samþykki ekki mál í blindni og séu ekki algerlega sofandi þar til fjölmiðlar raska ró þeirra? Að þingmenn séu ekki að samþykkja mál sem þeir hafa ekki hundsvit á? Er til of mikils mælst að þeir sem höndla valdið séu vakandi fyrir því sem er að gerast fyrir framan nefið á þeim? Eigum við ekki að gera meiri kröfur til þeirra? Æi jú, fáfræði í þeirra röðum er einfaldlega ekki í boði. Fáfræði þeirra er þvæla.

05/05 Kjarninn Leiðari



06/10 efnahagsmál

kjarninn 23. janúar 2014

Fengu 25 milljarða króna í forgjöf


EFnahagsmál Þórður Snær Júlíusson

F

járfestingarleið Seðlabankans, einnig nefnd 50/50 leið, hefur verið umdeild nánast frá fyrsta útboði, sem fór fram í febrúar 2012. Hún gengur út á að þeir sem eiga erlenda peninga geti skipt þeim í gegnum útboð Seðlabanka Íslands og fengið miklu fleiri krónur fyrir en ef þeir skiptu peningunum í næsta banka. Þeir sem taka á sig „tapið“ í þessum viðskiptum eru aðilar sem eiga krónur fastar innan hafta en vilja komast burt. Þeir sem „græða“ eru aðilar sem eiga erlenda peninga. Virðisaukningin sem þeir fá þýðir að þeir geta keypt eignir á Íslandi með, að meðaltali, 17 prósenta afslætti. Þessir aðilar hafa því meira forskot til að eignast fasteignir, fyrirtæki eða aðra fjárfestingarkosti en langflestir sem búa á Íslandi, aðrir fá greitt í íslenskum krónum og eru fastir innan fjármagnshafta.

Fjármálaráðherra: ástæða til að skoða breytingar á aFnámsskreFum Kjarninn beindi spurningum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um fjárfestingarleiðina, en hann hefur áður gagnrýnt hana fyrir að vera ósanngjarna. Spurður hvað honum finnist um þær upphæðir sem Kjarninn greinir frá að hafi verið fluttar inn til landsins í gegnum leiðina segir Bjarni að „fjárfestingarleið Seðlabankans var sett upp til að laða að erlent fjármagn sem er undanskilið gjaldeyrishöftum á Íslandi og búa um leið til útgönguvalkost fyrir erlenda aðila sem voru fastir með krónueignir hér. Erlent fjármagn hafði fram að þeim tíma í litlum mæli leitað til landsins og hefur þetta skref í afnámi hafta skilað ágætlega því hlutverki sínu“. Hann segir leiðina hins vegar fela í sér aðstöðumun milli innlendra og erlendra aðila eins og fjármagnshöftin geri einnig í nokkrum atriðum. „Afnám gjaldeyrishafta myndi jafna þennan aðstöðumun en ástæða er til að skoða hvort breyta megi einstökum afnámsskrefum sem auka á þann aðstöðumun sem felst í gjaldeyrishöftum, til að mynda með að opna frekar á þátttöku innlendra aðila í þeim eða takmarka þátttöku erlendra aðila.“ 07/10 EFnahagsmál


Fjárfestingarnar

20% 15% 10%

Skuldabréf 45,5%

Hlutabréf 41,5%

Annað 4%

Tengd verslun 3%

Ferðamennska 5%

Hátækni 7%

Eignarhaldsfélög 10%

Lyfjaframleiðsla 13%

Stóriðja 17%

Fasteignir og fasteignaf. 18%

0%

Iðnaður 23%

5%

Þessi forréttindahópur er líka lítill. Nokkur hundruð manns. Og hann er ríkur, enda ekki á færi annarra að taka þátt í þessum leik. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að fjárfestingarleiðin var kynnt til sögunnar hafa fjárfestar samtals komið með 147 milljarða króna til landsins í gegnum hana. Miðað við útreikninga Kjarnans, sem byggja á meðaltalsgengi evru gagnvart krónu á þeim dögum sem útboðin fóru fram, nemur afslátturinn sem fjárfestar hafa fengið að minnsta kosti um 25 milljörðum króna.

margir Íslendingar nýta sér leiðina Þeir sem koma með fé til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina þurfa að binda það, að minnsta kosti að hluta, í íslenskum eignum í fimm ár. Því er um erlenda fjárfestingu að ræða samkvæmt kúnstarinnar reglum. Málið er samt ekki alveg svo einfalt. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa nefnilega 37 prósent þeirra 147 milljarða króna sem leitað hafa hingað eftir þessari leið komið frá innlendum aðilum. Íslendingar hafa komið með um 55 milljFasteignir 12% arða króna inn til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina og fengið um tíu milljarða Hlutdeildarkróna virðisaukningu á þá fjárfestingu bara skírteini 1% fyrir að eiga gjaldeyri. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Kjarnans um málið kemur fram að samkvæmt greiningu hans komi 63 prósent fjárfestingarinnar frá útlendingum. Þar segir líka að „við greininguna eru erlend fyrirtæki í eigu íslenskra aðila flokkuð sem innlendir fjárfestar“. Viðmælendur Kjarnans innan fjármálageirans, sem starfa meðal annars við að 08/10 EFnahagsmál


aðstoða fólk við að fara fjárfestingarleiðina, segja þetta orka tvímælis. Oft séu erlend fyrirtæki að skipta evrum í krónur í gegnum leiðina en öll samskipti bendi til þess að endanlegir eigendur gjaldeyrisins séu sannarlega Íslendingar. Samkvæmt skilmálum Seðlabankans þarf fjárfestir að vera raunverulegur eigandi fjármunanna og hann má ekki hafa verið ákærður eða til rannsóknar. Þekkt nöFn haFa nýtt sér leiðina Fjölmiðlar hafa verið duglegir að segja fréttir af ýmsum aðilum sem nýtt hafa sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Lausleg yfirferð yfir fjölmiðlaumfjöllun um hana sýnir að á meðal þeirra sem það hafa gert eru eftirfarandi: Lýður og Ágúst Guðmundssynir, Karl og Steingrímur Wernerssynir, Hreiðar Már Sigurðsson, Jón Ólafsson, Plain Vanilla, PwC á Íslandi, Jón Von Tetzchner, Gylfi Þór Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Hjörleifur Jakobsson, Iceland Pro Travel, Amgen (eigandi Decode), Ármann Þorvaldsson, Kjartan Gunnarsson, Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson, Steingrímur Wernersson, Actavis, Skúli Mogensen, Rekstrarfélag Iceland foods, danskir eigendur Húsasmiðjunnar og Alvogen.

hefði komið hvort eð er Viðmælendur Kjarnans segja að raunverulegur eigandi í þessu tilliti sé teygjanlegt hugtak og auðvelt sé að komast framhjá því. Eftirlit Seðlabankans með því hverjir séu að nýta sér fjárfestingarleiðina sé lítið. Þetta sjáist til dæmis á því að ýmsir sem hafi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eða aðilar nátengdir þeim, hafi flutt mikla fjármuni með þessum hætti til Íslands og keypt sér eignir á afslætti. Einnig hefur verið gagnrýnt, meðal annars hjá Greiningu Íslandsbanka á síðasta ári, að þeir erlendu aðilar sem flytji hingað fé hefðu gert það hvort eð er að mestu. Aðilarnir séu með starfsemi hérlendis sem þurfi að fjárfesta í, sama hvað tautar og raular. Þetta eigi til dæmis við um stóriðju og lyfjaiðnað. Óþarfi sé því að gefa þeim afslátt. 09/10 EFnahagsmál


reynt að Þétta upp í götin með strangari skilyrðum Nýverið var gerð breyting á skilmálum til að fá að taka þátt í fjárfestingarleiðinni. Hún tekur gildi fyrir næsta útboð, sem verður 4. febrúar. Sú breyting felur í sér að útgefandi skuldabréfa sem fjárfestir ætlar að kaupa verði að geta sýnt fram á að minnsta kosti tveggja ára rekstrarsögu. Til viðbótar er bætt inn heimild til að „kalla eftir fyrirætlunum útgefandans um ráðstöfun fjármuna skuldabréfasölunnar“. Með þessu er verið að koma í veg fyrir eina af þekktustu leiðunum sem notaðar hafa verið til að

koma fé inn í landið með virðisaukningu fjárfestingarleiðarinnar. Leiðin snýst um að einstaklingar sem eiga fé erlendis stofna félag á Íslandi og láta það gefa út skuldabréf upp á hundruð milljóna króna þrátt fyrir að í því sé enginn raunverulegur rekstur. Sami einstaklingur kaupir síðar skuldabréfaútgáfuna fyrir evrurnar sem koma hingað í gegnum leiðina og tryggir sér þar með mikla virðisaukningu. Í raun er samt um tilfærslu á fé úr einum vasa í annan að ræða og engin raunveruleg fjárfesting á sér stað.

lítill hópur getur nýtt sér leiðina Hópurinn sem nýtir sér fjárfestingarleiðina er ekki stór. Alls hefur 728 tilboðum verið tekið fram til þessa og ljóst á fréttum fjölmiðla að sumir hafa nýtt sér leiðina oft. Ástæðan er auðvitað sú að viðkomandi þarf að eiga 25 þúsund evrur, rúmar fjórar milljónir króna, hið minnsta. Því er leiðin fyrst og síðast fyrir þá efnameiri. Þá ríku. Tilgangur fjárfestingarleiðarinnar er að vinna á skammtímakrónueignum erlendra aðila, hinni svokölluðu snjóhengju. Og hún hefur vissulega minnkað á síðustu tveimur árum. Í byrjun desember síðastliðins voru krónueignir erlendu aðilanna orðnar 324 milljarðar króna. Rúmlega helmingur þeirra liggur í ríkisbréfum en afgangurinn er að mestu innstæður í bönkum. Báðir þessir stabbar safna vöxtum og því er krónueign þessarra aðila í raun alltaf að aukast. Vísbendingar eru um að allt að helmingur þessarar upphæðar sé í eigu Íslendinga þótt þeir séu skráðir sem erlendir aðilar. Í byrjun desember höfðu gjaldeyrisútboð Seðlabankans, sem auk fjárfestingarleiðinnar bjóða upp á fjárfestingu í ríkisskuldabréfum, veitt til landsins erlendri fjárfestingu sem jafngilti um það bil 11,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2012.

10/10 EFnahagsmál


11/15 SamkeppniSmál

kjarninn 23. janúar 2014

íslandspóstur undir smásjánni Samkeppniseftirlitið og Póst- og fjarskiptastofnun eru með starfsemi Íslandspósts til rannsóknar. Fyrirtækið er sakað um að hafa brotið


samKeppnismál Magnús Halldórsson

s

tarfsemi Íslandspósts ohf., sem fer með einkarétt íslenska ríkisins vegna póstsendinga 0 til 50 gramma bréfa, er ekki að öllu leyti í samræmi við lögin sem um hann gilda og brýtur gegn samkeppnislögum, meðal annars vegna starfsemi póstsins á sviðum sem ekki falla undir grunnstarfsemi hans. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur rannsókn Samkeppniseftirlitsins leitt þetta í ljós. Rannsókninni er ekki lokið en Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, sagði í samtali við Kjarnann að rannsóknin væri mikil að umfangi og tímafrek í vinnslu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efnisatriði eða frumniðurstöðu ýmissa athugana og rannsókna sem eftirlitið hefði gert er vörðuðu rekstrarumhverfi póstsins. húsleit Upphaf rannsóknar Samkeppniseftirlitsins má rekja til húsleitar í janúar 2010 vegna kvartana sem borist höfðu frá markaðsaðilum um hugsanlega misnotkun fyrirtækisins á markaðsráðandi stöðu. Í kjölfarið brást Íslandspóstur við athugasemdum en rannsókn á starfsemi Íslandspósts hélt þó áfram. Kvartanirnar hafa flestar lotið að ófullnægjandi aðskilnaði milli starfsemi Íslandspósts ohf. innan einkaréttar og starfsemi sem er á samkeppnismörkuðum. Íslandspóstur hefur á undanförnum árum breytt starfsemi sinni umtalsvert, meðal annars með kaupum á starfsemi sem er óskyld grunnpóstþjónustunni. Þetta hefur leitt til umkvartana til Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar frá ýmsum fyrirtækjum sem eru í samkeppni við þá starfsemi sem ekki telst til hinnar einkaréttarvörðu grunnstarfsemi. Póst- og fjarskiptastofn12/15 samKeppnismál


un (PFS) hefur fjallað ítarlega um mikilvægi aðskilnaðar grunnrekstrar Íslandspósts og annarrar þjónustu, meðal annars í skýrslu sem kom út 20. ágúst í fyrra. PFS segir í skýrslu sinni að Íslandspóstur hafi túlkað lög um starfsemi félagsins of vítt þegar kæmi að bókhalds- og kostnaðaraðgreiningu í rekstrinum. Orðrétt segir í skýrslu PFS: „Að mati PFS túlkar Íslandspóstur ákvæði 6. mgr. 16. gr. um póstþjónustu of vítt í þeim rökstuðningi sem félagið leggur til grundvallar í hve miklum mæli heimilt er að niðurgreiða samkeppnisrekstur innan alþjónustunnar frá einkarétti. Mat Íslandspósts virðist fyrst og fremst byggjast á huglægu mati stjórnenda en ekki greiningu á umflýjanlegum kostnaði þar sem kostnaður vegna alþjónustu er leiddur fram. Gerð er sú krafa í lögum um póstþjónustu að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður leiði fram raunkostnað ásamt hæfilegum hagnaði, allra sviða félagsins, þar sem samræmdum aðferðum er beitt á öllum sviðum við staðfærslu kostnaðar til að tryggja heildarsamræmi, gagnsæi og trúverðugleika aðgreiningar í bókhaldi félagsins.“ sérstaða ríkisFyrirtækisins má ekki leiða til takmarkana á markaðnum Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins, segir Íslandspóst hafa brotið með margvíslegum hætti gegn samkeppnislögum frá því að fyrirtækið hóf starfsemi, árið 2008. Fyrirtækið veitir alhliða póstþjónustu, einkum til stórnotenda eins og fjármálafyrirtækja. „Það er ljóst að Íslandspóstur ohf. er og hefur verið í afar sterkri stöðu á markaðnum, sem grundvallast m.a. af einkarétti fyrirtækisins. Einkarétturinn gerir það vitanlega að verkum einn og sér að samkeppni á póstmarkaði er skert. Þeim mun mikilvægara er að tryggja að þessi sérstaka staða ríkisfyrirtækisins leiði ekki til takmarkana á virkri samkeppni á tengdum mörkuðum. Þegar fyrirtækið Póstmarkaðurinn ehf. var stofnað árið 2008 með það að markmiði að stuðla að aukinni samkeppni í póstþjónustu var því haldið utan markaðar með samkeppnisbrotum vel á 13/15 samKeppnismál

annað ár af ríkisfyrirtækinu Íslandspósti ohf. Það var ekki fyrr en eftir að Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Íslandspósti árið 2010 og tók bráðabirgðaákvörðun í máli Póstmarkaðarins, sem snerist um sölusynjun ríkisfyrirtækisins, að fyrirtækið gat loks hafið starfsemi,“ segir Reynir. Hann telur að gera þurfi miklar breytingar á starfsemi Íslandspósts svo að meiri samkeppni geti þrifist á markaðnum, neytendum til heilla. Miklu meiri hraði verði að einkenna störf eftirlitsstofnana. Þær námu ríflega sex milljörðum samkvæmt ársreikningi Íslandspósts-samstæðunnar árið 2012 en árið á undan námu þær ríflega 5,74 milljörðum. Rekstrarhagnaður félagsins nam 178,9 milljörðum króna. Eignir voru metnar á ríflega 4,8 milljarða króna og skuldir voru alls tæplega 2,4 milljarðar króna.


ítareFni

margar umkvartanir Keppinautar Íslandspósts hafa kvartað til bæði PFS og Úttekt á aðgreiningu Samkeppniseftirlitsins vegna nokkurra þátta, en rauði bókhalds og kostnaðar þráðurinn í þeim öllum er sá að Íslandspóstur sé ekki að Íslandspósts greina nægilega milli grunnþjónustunnar, sem felst meðal PFS vann ítarlega úttekt sem birt annars í því að ábyrgjast póstsendingar undir 20 kílóum auk var 20. ágúst í fyrra fyrrnefnds einkaleyfis er varðar 0 til 50 gramma bréf, og síðan annarrar starfsemi. Samkvæmt heimildum Kjarnans Rótgróið fyrirtæki beinast umkvartanirnar meðal annars að því að ÍslandsÍslandspóstur er samofinn viðskiptasögu þjóðarinnar sem ein af grunnpóstur hafi fært hratt út kvíarnar á undanförnum árum og stoðum opinberrar þjónustu með því stigið inn á nýja fleti í rekstrinum. Í umkvörtunum eins þeirra sem kvörtuðu formlega til PFS og SamkeppnisSmelltu á fyrirsagnirnar eftirlitsins kemur fram að vísbendingar séu uppi um að til að lesa ítarefnið aðgreining rekstrar Íslandspósts í frjálsri samkeppni frá alþjónustunni hafi að minnsta kosti frá árinu 2005 verið ófullnægjandi. „Það ár varð sýnileg stefnubreyting í rekstri í starfsemi Íslandspósts ohf. og hóf fyrirtækið sókn inn á fjölmarga samkeppnismarkaði. Ber þar að nefna vöruflutningamarkað þar sem fjárfest var í afkastamiklum flutningatækjum og vöruflutningamiðstöðvar reistar á lykilstöðum um land allt. Auk þess keypti Íslandspóstur ohf. hlut í fyrirtækinu Fraktmiðlun ehf. Þá hefur Íslandspóstur fjárfest umtalsvert í þjónustu á sviði rafrænnar „Kvartanirnar hafa flestar lotið miðlunar og þjónustu, sem með kaupum að ófullnægjandi aðskilnaði milli á eignarhlut í fyrirtækinu Sendill, fyrirtækinu Internet á Íslandi (Modernus) og starfsemi Íslandspósts ohf. innan með þróun og uppsetningu á lausnum einkaréttar og starfsemi sem til rafrænnar miðlunar undir heitinu er á samkeppnismörkuðum.“ Mappan. Þá fjárfesti Íslandspóstur ohf. á prentmarkaði með kaupum á fyrirtækinu Samskipti, markaði fyrir slátrun og vinnslu á kjöti með kaupum á Norðlenska matarborðinu ehf. auk þess sem fyrirtækið hefur byggt upp smávöruverslanir víða um land. Íslandspóstur er einnig komið í rekstur vöruhótels,“ segir meðal annars bréfi eins þeirra sem kvartað hefur yfir þróun starfseminnar hjá Íslandspósti á undanförnum tæpum áratug til Samkeppniseftirlitsins og PFS. 14/15 samKeppnismál


markmið að vaxa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, hafnar því alfarið að Íslandspóstur sé að brjóta gegn samkeppnislögum með starfsemi sinni. Hann segir Íslandspóst sinna alþjónustuhlutverki sínu af ábyrgð og passa uppi á það að skilja á milli samkeppnisrekstrar og einkaleyfisvarins hluta rekstrarins. Markmið félagsins sé hins vegar að stækka. „Við leggjum upp með það að skila hagnaði og auka verðmæti félagsins fyrir eiganda þess, sem er íslenska ríkið. Þannig er leitast við að efla fyrirtækið með því að auka veltu, hagræða í rekstri og bæta þjónustu,“ sagði Ingimundur í samtali við Kjarnann. Hann sagðist jafnframt ekki vita hversu langt rannsókn á starfsemi fyrirtækisins væri komin. Hann var ekki tilbúinn að afhenda gögn sem Íslandspóstur hefur tekið saman og sent frá sér vegna fyrirspurna starfsmanna eftirlitsstofnana og sagði þau vera vinnugögn og skýringarefni til eftirlitsaðila sem óeðlilegt væri að Íslandspóstur birti á meðan mál væru enn í rannsókn. Hann sagði Íslandspóst leggja sig fram við það að fylgjast með þróun mála á sambærilegum mörkuðum, meðal annars á Norðurlöndunum.

15/15 samKeppnismál


www.kia.com

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

S

Sorento

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 3 6

1

Kia Sorento er einhver áhugaverðasti og hagkvæmasti kosturinn í jeppakaupum. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Sorento, svo hún gildir til ársins 2021.

Nokkrir kostir Kia Sorento: 197 hestafla dísilvél, eyðir frá 6,7 l/100 km

Sorento Classic 2,2 dísil

Verð frá 7.450.777 kr. Komdu og reynsluaktu.

Aðeins 66.743 kr. á mánuði í 84 mánuði*

*M.v. 3.500.000 kr. útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,55% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,09%. Nánari upplýsingar á ergo.is

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


kjarninn 23. janúar 2014

16/21 topp 5

topp 5

skattar og gjöld sem er óþolandi að borga

þ

að er alltaf leiðinlegt að líta á launamiðann í heimabankanum (launaumslög eiga, af grænum ástæðum, að heyra sögunni til) og sjá hversu mikið ríkið hirðir af okkur. Það er ekki síður áfall þegar ýmis viðbótargjöld sem ríkið innheimtir fara að berast inn í sama heimabanka. Og það er sem er líkast til mest óþolandi er að átta sig á öllum hinum viðbótarkrónunum sem við greiðum til ríkisins þegar við kaupum hluti á uppsprengdu verði í haftasamfélagi með sífallandi gjaldmiðil. Þórður Snær Júlíusson tók saman þá fimm skatta og gjöld sem er mest óþolandi að borga. ÞSJ 16/21 topp 5


5 biFreiðagjöld Lög um bifreiðagjald voru lögð á árið 1988 þegar þáverandi ríkisstjórn réðst í „margháttaðar breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs“. Minnihluti fjárhags- og viðskiptanefndar var mjög andvígur skattheimtunni, enda lá ljóst fyrir frá byrjun að ekki ein einasta króna sem innheimtist af henni rynni til vegaframkvæmda. Þetta 17/21 topp 5

var einfaldlega enn einn óbeini skatturinn sem lagður var á þegnana án þess að hann þjónaði neinum öðrum tilgangi en að hverfa í fjárlagagatshítina. Fyrir flesta fólksbíla er gjaldið 15-20 þúsund krónur á ári og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu borgum við 6,9 milljarða króna samtals í þetta gjald.


4 sKráningargjald í hásKóla íslands Nýverið voru skrásetningargjöld nemenda við Háskóla Íslands hækkuð úr 60 í 75 þúsund. Þetta hækkar tekjur vegna innheimtu þessara gjalda um 180 milljónir króna. Það sem er óþolandi við þetta er að einungis um 22 prósent þeirrar upphæðar fara til 18/21 topp 5

Háskólans. Restin rennur í ríkissjóð til annarra verka. Formaður Stúdentaráðs kallaði þennan skatt nýverið sérstakan skatt á námsmenn, sem er hópur með vægast sagt lítið á milli handanna að jafnaði.


3 útVarpsgjald Vegna rúV Árið 2009 var útvarpsgjaldið lagt niður og ákveðið að innheimta sérstakan nefskatt á allt andandi fólk yfir lögaldri og alla lögaðila. Þessi skattur leggst sem sagt jafnt á alla og átti að standa undir rekstri Ríkisútvarpsins. Og skattlagningin er að skila miklum fjárhæðum á árin hverju. Á árinu 2014 borga Íslendingar til að mynda 4,2 milljarða króna í þetta gjald. Vandamálið við þessa innheimtu er 19/21 topp 5

að hún skilar sér alls ekkert að öllu leyti til RÚV. Vinstristjórnin byrjaði á þeim óskunda að taka til sín hluta þess í önnur verkefni, með þeim rökum að „hér hefði orðið hrun“. Sitjandi ríkisstjórn ætlar að halda ósómanum áfram. Á gildandi fjárlögum er einungis reiknað með að 3,4 milljarðar króna af þeim 4,2 milljörðum króna sem verða innheimtir skili sér til RÚV.


2 áFengis- og tóbaKsgjald Ríkið leggur gríðarlega háar álögur á áfengi og tóbak. Fyrir því má örugglega færa góð lýðheilsurök að hærra verð fæli fleiri frá því að misnota þessar sakbitnu ánægjuafurðir. Vandamálið er að þeir peningar sem gjald á syndir mannanna skilar ríkinu fara ekki nema að örlitlu leyti í að auka forvarnir eða að glíma við beinar afleiðingar vegna neyslu þeirra. Og þetta eru engar smátölur sem landinn borgar til ríkisins fyrir guðaveigarnar, smókinn og lummuna. Áfengisgjaldið á að skila 12 milljörðum króna í ríkiskassann og tóbaksgjaldið 6,2 milljörðum króna. Og gjöldin hafa hækkað skarpt. Í ár verða þau 6,3 milljörðum krónum hærri í ár en þau voru samtals árið 2008.

20/21 topp 5


1 Vaxtagreiðslur ríKissjóðs Það hefur ekki farið framhjá neinum að íslenska ríkið hefur safnað gríðarlegum skuldum eftir bankahrunið. Þessi skuldsetning er meðal annars tilkomin vegna kostnaðar við að endurreisa bankakerfið sem var við lýði áður í nánast nákvæmlega sömu mynd og það var fyrir haustið 2008, með nýju fólki í brúnni. Annar dýr kostnaðarliður er gríðarlega skuldsettur gjaldeyrisvaraforði, sem þykir nauðsyn21/21 topp 5

legur vegna ákaflega veika gjaldmiðils. Vegna þessara hluta, og þess fjárlagagats sem brúa hefur þurft undanfarin ár, borgaði þjóðin tæpa 90 milljarða króna í vexti á árinu 2013. Það er galin og ótrúlega sorgleg staðreynd. Sitjandi ríkisstjórn er þó að vinna í að draga úr þessari sóun. Þess sjást strax merki í fjárlögum ársins 2014.


Make it matter

Hraðvirkari, nettari og léttari en áður Stuðningi Windows XP verður hætt 18. apríl 2014. Nú er rétti tíminn til að skipta í nýja HP EliteBook 840 G1 fartölvu með Intel® Core™ i7 örgjörvanum.

Framúrskarandi hönnun, notendavæn og snjöll smáatriði. HP hefur tekist að skapa einstaka fartölvulínu fyrir fyrirtækjaumhver þar sem kröfuhörðustu notendur verða ekki fyrir vonbrigðum. 28% léttari og 40% þynnri. 15 klst. ending rafhlöðu og allt að 33 klst. með stærri rafhlöðu.* UltraSlim tengikví fyrir skrifstofuna.* Nýr valkostur, snertiskjár.* *aukabúnaður

Kynntu þér EliteBook nánar á www.ok.is Allar nánari upplýsingar á www.ok.is. Intel, merki Intel, Intel inside, Intel Core og Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum, Microsoft og Windows eru skráð vörumerki Microsoft Corporation.

Auðvelt er að tengja EliteBook fartölvurnar við búnaðinn á skrifstofunni með UltraSlim tengikví. Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhver .


22/28 ferðaþjónusta

kjarninn 23. janúar 2014

náttúrupassi í pattstöðu Útfærður náttúrupassi gæti skilað króna. Tvo til þrjá milljarða króna vantar á ári til að bjarga helstu ferðamannastöðum landsins.


Ferðaþjónusta Ægir Þór Eysteinsson

h

inn 22. október kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, áform sín um að setja á fót samráðshóp helstu hagsmunaaðila til að útfæra svokallaðan náttúrupassa eða ferðakort. Mikil fjölgun ferðamanna kallaði á verulegt átak í uppbyggingu innviða til að koma í veg fyrir tjón og skemmdir á íslenskri náttúru. Umræddur samráðshópur fundaði í fyrsta sinn 18. nóvember síðastliðinn. Hann skipa fulltrúar frá fjórtán samtökum hagsmunaaðila. Þar er einna helst sú hugmynd rædd að taka upp sérstakt komugjald á alla farþega, innlenda sem erlenda, sem koma til Íslands í gegnum flugvelli og hafnir landsins. Talið er að tekjur af komugjaldinu gætu numið hátt í fimm milljörðum króna á ári, miðað við heildarfjölda farþega sem fóru um Leifsstöð á síðasta ári. Landeigendur segja að tvo til þrjá milljarða þurfi til að bjarga helstu ferðamannastöðum landsins. Eitt af því sem samráðshópurinn ræðir nú er hvernig verja skuli restinni af upphæðinni, sem mörgum þykir ansi há. straumurinn eykst ár frá ári Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar ört. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð á síðasta ári voru þeir ríflega 781 þúsund talsins, en áætlað er að talningin nái yfir 96 prósent ferðamanna sem koma til landsins. Um fjögur prósent erlendra ferðamanna heimsækja Ísland í gegnum aðra flugvelli eða hafnir landsins. Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt landið heim en á síðasta ári. Þessi vaxtarkippur ferðaþjónustunnar á síðustu árum helst í hendur við sameiginlegt markaðsátak stjórnvalda og ferðaþjónustunnar sem hófst árið 2010 í kjölfar náttúruhamfaranna í Eyjafjallajökli, bæði undir yfirskriftinni Inspired by Iceland og Ísland – Allt árið. Fjölgun erlendra ferðamanna á milli áranna 2012 og 2013 nam næstum tuttugu prósentum. Nýjustu tölur benda til þess að eyðsla erlendra ferða23/28 Ferðaþjónusta


manna sé aðeins að taka við sér, meðal annars í kjölfar aukinnar fjárfestingar í greininni, þrátt fyrir að eyðsla erlendra ferðamanna sé langt frá því sem hún var hérlendis fyrir hrun. Ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar frá árinu 2009 benda til þess að heildarneysla erlendra ferðamanna á Íslandi hafi numið 7,4 prósentum af vergri landsframleiðslu og átta til níu þúsund manns hafi starfað í geiranum, eða rúmlega 5 prósent af heildarvinnuaflinu. Gera má ráð fyrir að þessar stærðir hafi tekið nokkrum breytingum, og frekar vaxið en hitt, í ljósi uppgangsins sem verið hefur í greininni undanfarin tvö ár. Vinsældirnar taka sinn toll Ferðamálastofa hefur áætlað að gera megi ráð fyrir einni milljón erlendra ferðamanna til Íslands árið 2020 ef fram fer sem horfir. Í Markaðspunktum Arion banka frá því í mars spáir bankinn að ferðamönnum „Talið er að tekjur af komu- muni fjölga um þriðjung til ársins 2015. Í niðurstöðum ráðgjafarfyrirtækisins gjaldinu gætu numið hátt í fimm Boston Consulting Group, um stöðu og milljörðum króna á ári, miðað möguleika íslenskrar ferðaþjónustu, er við heildarfjölda farþega sem því spáð að erlendir ferðamenn verði ein og hálf milljón talsins árið 2023. Þar er því fóru um Leifsstöð á síðasta ári.“ jafnframt spáð að um 5.000 ný störf verði til á tímabilinu og skatttekjur af ferðaþjónustunni verði 52 milljarðar króna á ári eftir áratug. Á sama tíma og búist er við áframhaldandi fjölgun á heimsóknum erlendra ferðamanna eru helstu ferðamannastaðir landsins farnir að láta á sjá vegna fjöldans. Þannig kynnti Landeigendafélag Geysis ehf. á dögunum áform sín um að hefja gjaldtöku af ferðamönnum á Geysissvæðinu í Haukadal í Biskupstungum innan tíðar. Eigendur fleiri vinsælla ferðamannastaða íhuga að taka upp sambærilega gjaldtöku. Komugjald á alla farþega, óháð þjóðerni Þegar Ragnheiður Elín kynnti áform sín í október gerði hún ráð fyrir að vinnu við útfærsluna myndi ljúka í lok árs 2013 24/28 Ferðaþjónusta


og frumvarp yrði lagt fram á Alþingi í byrjun ársins. Samráðshópurinn hittist öðru sinni 18. nóvember síðastliðinn en samkvæmt áætlun á hann eftir að hittast tvisvar sinnum í viðbót, í þessari viku og í lok febrúar. Samkvæmt heimildum Kjarnans eru nú tvær útfærslur helst til umræðu í samráðshópnum. Annars vegar er útfærsla á hinum svokallaða náttúrupassa, þannig að farþegar borgi ákveðna upphæð við komuna til landsins, svokallað komugjald. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er á bilinu 3.000–5.000 krónur. Íslendingar yrðu ekki undanskildir komugjaldinu, enda óheimilt að mismuna farþegum á grundvelli þjóðernis samkvæmt grunnreglum Evrópuréttar og EES-réttar.

Fjöldi erlendra ferðamanna 2003–2013

Smelltu á punktana til að sjá fjölda ferðamanna hvert ár

Flestir ferðamenn koma frá Bretlandi og Bandaríkjunum 800.000

2013

700.000

2010 Heildarfjöldi 2010 459.252 Flestir frá Bretlandi 60.000

2012

2009 Heildarfjöldi 2009 464.536 Flestir frá Bretlandi 62.000

2011

2008 Heildarfjöldi 2008 472.672 Flestir frá Bretlandi 70.000

2005 Heildarfjöldi 2005 361.187 Flestir frá Bretlandi 60.000

2007 2004 Heildarfjöldi 2004 348.533 Flestir frá Bretlandi 60.000

2006

2003

400.000

Heildarfjöldi 2003 308.768 Flestir frá Bretlandi 45.000

500.000

Heildarfjöldi 2007 458.999 Flestir frá Bretlandi 73.391

600.000

300.000

25/28 Ferðaþjónusta

Heildarfjöldi 2013 781.016 Flestir frá Bretlandi 137.000

Heildarfjöldi 2012 646.921 Flestir frá BNA 95.000

Heildarfjöldi 2011 540.824 Flestir frá BNA 77.500

Heildarfjöldi 2006 398.901 Flestir frá Bretlandi 67.000

0


kerið í grímsnesi Landeigendur umhverfis Kerið hafa girt svæðið af og hófu síðasta sumar að heimta aðgangseyri af ferðamönnum sem hyggjast skoða gíghólinn og gíginn. Mynd: Birgir Þór

Í einföldu reikningsdæmi myndi 4.000 króna komugjald á farþega til landsins þýða að tekjur sérstaks Náttúrupassasjóðs, sem sömuleiðis yrði komið á fót samhliða gjaldtökunni, af komugjaldi í Leifsstöð yrðu tæplega 4,6 milljarðar króna á ári, miðað við heildarfjölda innlendra og erlendra ferðamanna sem fóru um flugstöðina á síðasta ári. Landeigendur telja að tvo til þrjá milljarða króna þurfi á ári til að bjarga helstu ferðamannastöðum landsins. Þeir hafa sömuleiðis áhyggjur af því hvernig peningum úr sjóðnum verður úthlutað og gagnrýna ferðaþjónustuna fyrir skort á skilningi á hversu aðkallandi það sé að hefja gjaldtöku. Þeir eru ekki bjartsýnir á að viðunandi lausn finnist í bráð. Samkvæmt heimildum Kjarnans er lögð höfuðáhersla á það í samráðshópnum að tekjur af gjaldtökunni renni í áðurnefndan Náttúrupassasjóð og tryggt verði að hann verði sjálfstæður. Tryggja verði að féð renni ekki inn í ríkissjóð, eða hítina eins og viðmælendur kölluðu hann margir hverjir. Hugmyndin er að komugjaldið leggist ofan á farmiðaverð flugfélaganna. Aðilar í ferðaþjónustu óttast að verðhækkun í kjölfarið muni fæla farþega frá. Til að koma í veg fyrir það hefur önnur útfærsla verið rædd, það er að farþegar kaupi sérstaklega náttúrupassa, á öðrum stað en hjá flugfélögunum. Þeir yrðu síðan beðnir um að framvísa slíkum passa við komuna til landsins. Ljóst er að það yrði afar kostnaðarsamt að hafa eftirlit með slíku í Leifsstöð og því er afar líklegt að teknar yrðu stikkprufur hjá farþegum í flugstöðinni og 26/28 Ferðaþjónusta


á ferðamannastöðum, ef þessi útfærsla verður fyrir valinu. Sömuleiðis hefur verið viðruð sú hugmynd að farþegum verði gefin kostur á að leggja fram frjáls framlög til náttúruverndar á Íslandi um leið og þeir kaupa sér náttúrupassa. nánast borin von að sátt náist í bráð Viðmælendur Kjarnans eru flestir sammála um að það sé nánast borin von að hægt verði að hefja gjaldtöku af Náttúrupassanum á þessu ári. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur sagt í fjölmiðlum að ákvarðanir um breytingar á gjöldum og sköttum á ferðaþjónustuna verði að liggja fyrir með að minnsta kosti átján mánaða fyrirvara til að fyrirtæki geti tekið tillit til þeirra við verðlagningu. Óraunhæft sé að hefja slíka gjaldtöku fyrr en um næstu áramót, frá og með áramótum 2015. Aðrir sem vilja fá sína sneið af kökunni „Fulltrúar útivistarfólks óttast eru Landsbjörg og lögregla. Þar á bæ horfa að landeigendur muni ráðast menn á hið stóraukna eftirlit og aðstoð sem ferðamannaflaumurinn hefur haft í í óafturkræfar framkvæmdir för með sér. Sömuleiðis þurfi að stórauka á helstu ferðamannastöðum öryggi á mörgum vinsælum ferðamannalandsins og vara við gull- stöðum. Þetta er eitt samningsatriðið sem á að finna flöt á. æðinu sem þeir segja að eftirFulltrúar útivistarfólks óttast að hafi nú runnið á landann.“ landeigendur muni ráðast í óafturkræfar framkvæmdir á helstu ferðamannastöðum landsins og vara við gullæðinu sem þeir segja að hafi nú runnið á landann. Ekki á það síst við á stöðum þar sem svæði eru viðkvæm fyrir framkvæmdum, til að mynda á hálendinu. Þá óttast þeir að greiðslur til stærri ferðaþjónustuaðila muni leiða til mismununar. Þeir eru uggandi yfir því hvernig vinna samráðshópsins sé að þróast, hún sé nú farin að snúast um aukna hagsmunagæslu og hvað hver og einn geti haft úr býtum. Þeir vilja helst að ferðamönnum verði betur stýrt og aðgengi að vinsælustu ferðamannastöðunum verði takmarkað. Eins og áður segir á samráðshópurinn um útfærslu náttúrupassans eftir að funda tvisvar í viðbót samkvæmt 27/28 Ferðaþjónusta


skipulagi. Útfærslur á gjaldtökunni, sem og dreifing, hafa lítið verið ræddar. Þá á eftir að útfæra lagalega stöðu áðurnefnds Náttúrupassasjóðs, hvernig hann passar inn í íslenskt lagaumhverfi, hvernig honum skuli stjórnað og hvernig þessum háu fjármunum verði varið. Þeir viðmælendur sem Kjarninn ræddi við eru misjafnlega bjartsýnir á framvindu málsins. Flestir þeirra eru þó sammála um að enn sé töluverð vinna eftir við útfærslu náttúrupassans, mörg ljón séu í veginum. Miðað við stöðu málsins er því nánast borin von að samræmd gjaldtaka á ferðamönnum hefjist innan tíðar. Margir vilja meira að segja meina að gjaldtakan sé ekki raunhæf fyrr en um áramótin 2015/2016, eftir tvö ár. Á meðan þramma hundruð þúsunda ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, um náttúru Íslands með tilheyrandi spjöllum, og tíminn líður.

28/28 Ferðaþjónusta


29/33 Kambódía

kjarninn 23. janúar 2014

Kjarabarátta sem endaði í blóðbaði eftir vitundarvakningu neytenda um aðstæður þeirra sem sauma fatnað Vesturlandabúa


Kambódía Steinunn Jakobsdóttir

á

rið 2014 byrjaði ekki friðsamlega í Kambódíu. Eftir langa baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna flykktust þúsundir verkamanna og stuðningsmenn þeirra út á götur Phnom Penh til að mótmæla smánarlegum kjörum og krefjast betri vinnuskilyrða fyrir þau hundruð þúsunda verkamanna sem starfa í fataverksmiðjum landsins. Kjarabaráttan endaði í blóðbaði þar sem engum var hlíft fyrir bareflum og byssuskotum brynvarðra herlögreglumanna. Launakröfurnar eru 160 dollarar í mánaðarlaun, sem samsvarar rúmlega 18.000 íslenskum krónum. hundruð þúsunda krefjast mannsæmandi launa Ofbeldið náði hámarki föstudaginn 3. janúar þegar herlögreglumenn, vopnaðir AK-47 rifflum, hófu skothríð á hóp af mótmælendum fyrir utan fataverksmiðjuhverfi í útjaðri Phnom Penh. Hiti hafði færst í mótmælin síðan ríkisstjórnin skipaði starfsfólki verksmiðjanna að snúa aftur til vinnu og bannaði frekari verkföll. Aðgerðasinnum, sem börðust gegn vopnuðum lögreglumönnum með steinum og Molotov-kokkteilum, var mætt af hörku. Fjórir mótmælendur voru skotnir til bana, hátt í 40 særðust alvarlega og 23 voru handteknir. Almenningur, alþjóðastofnanir og alþjóðleg mannréttindasamtök hafa fordæmt aðgerðir lögreglunnar og krafist þess að kambódíska ríkisstjórnin vinni að friðsamlegri úrlausn mála. Í opinberri yfirlýsingu frá mannréttindasamtökunum LICHADO lýsa þau atburðinum sem því ofbeldi sem beitt hafi verið gegn óbreyttum borgurum í Kambódíu í fimmtán ár, eða síðan árið 1998 þegar tugþúsundir sameinuðust á götum úti til að mótmæla umdeildum kosningasigri forsætisráðherrans Hun Sen og flokks hans CPP, sem enn eru við völd. „Þetta var sorglegur dagur. Við [verkalýðshreyfingin] skiljum ekki hvers vegna lögreglan þurfti að beita slíku ofbeldi,“ segir Ath Thorn, talsmaður Coalition of Cambodian Apparel Workers’ Democratic Union (CCAWDU), eins af þeim fimm verkalýðsfélögum sem skipulögðu verkfallið, sem 30/33 Kambódía


hófst 24. desember. Thorn staðfestir að um 300.000 starfsmenn hafi lagt niður vinnu í mótmælaskyni. „Fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar viljum við biðja ríkisstjórnina um að sækja þá til saka sem bera ábyrgð á að skjóta fjóra verkamenn til bana, sjá til þess að þeim 23 mótmælendum sem voru handteknir verði sleppt lausum tafarlaust og að bætur verði greiddar til fjölskyldna þeirra sem létust og þeirra sem særðust í átökunum,“ bætir hann við. aðför að lýðræðislegum réttindum Fataiðnaðurinn er einn sá stærsti í Kambódíu og árlegar útflutningstekjur nema um fimm milljörðum dollara, sem samsvarar um 80% af útflutningstekjum landsins. Í verksmiðjum landsins vinna um 400.000 manns sleitulaust fyrir smánarleg laun við að sauma föt „Nú þegar janúarútsölurnar standa fyrir tískurisa á borð við H&M, sem hæst er mikilvægt að kaup- GAP, ZARA, Adidas, Puma og endur geri sér grein fyrir hvaðan Nike. Langstærsti hluti verksmiðjustarfsfólks er ungar konur kjólarnir og skyrturnar koma og úr fátækum sveitahéruðum sem hugsa um bág kjör og blóðuga bar- flytja til Phnom Penh til að vinna áttu þeirra verkamanna sem að fyrir sér og fjölskyldum sínum. Núverandi mánaðarlaun fyrir endingu saumar ´Made in Cambodia´ fullan vinnudag eru 80 dollarar, merkimiðann í tískufatnaðinn.“ eða tæplega tíuþúsund krónur. Fyrir þessa upphæð þurfa starfsmenn að framfleyta sér í borginni, borga húsaleigu og mat og stærstur hluti sendir auk þess hluta launanna heim til fjölskyldna sinna, sem búa við enn verri kjör. Til að mæta kröfum starfsmanna hefur ríkisstjórnin boðið að hækka lágmarkslaunin í 100 dollara á mánuði, en Thorn segir það langt frá því að vera viðunandi. „Kambódískt verkafólk vinnur við mjög slæmar aðstæður í verksmiðjunum og uppsker lág laun. Það getur ekki framfleytt sér á þessum launum.“ Hann segir að nýlegar kannanir hafi leitt í ljós að verkamennirnir þurfi minnst 150 dollara í lágmarksframfærslukostnað, og að þeir reyni að drýgja kjörin með því 31/33 Kambódía


uppþot Uppþot urðu í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, í byrjun árs þegar þúsundir mótmælenda tóku þátt í verkfalli starfsfólks fataverksmiðja landsins og lokuðu götum í borginni. Fjórir létust og hátt í fjörutíu særðust alvarlega þegar herlögregla hóf skothríð á hóp af mótmælendum.

Mynd: Nicolas Axelrod

að vinna yfirvinnu, taka vaktir um helgar og á almennum frídögum, sem gefur lítinn tíma fyrir hvíld. „Vinnuskilyrði í verksmiðjunum eru heilsuspillandi. Það er bæði heitt og rykugt og verkafólkið veikist auðveldlega,“ segir Thorn. Verksmiðjurnar hafa lengi verið gagnrýndar fyrir að brjóta vinnuréttindi og öryggisreglur með löngum vinnustundum og ómannsæmandi vinnuskilyrðum. Slík brot sýndu sig á síðasta ári þegar hundruð verkamanna féllu í yfirlið vegna slæmrar loftræstingar, notkunar á sterkum eiturefnum og langra vinnutarna. Framtíð iðnaðarins undir neytendum komin Verkföll innan fataiðnaðarins hafa verið tíð síðastliðin ár og hafa talsmenn fataverksmiðjanna gagnrýnt verkalýðsfélögin harðlega og sakað þau um að hafa með verkföllum valdið veru32/33 Kambódía


Verkfall Starfsmenn fataverksmiðja í Kambódíu lögðu niður vinnu sína í tæpar tvær vikur til að mótmæla bágum launakjörum og slæmum vinnuskilyrðum í verksmiðjum landsins. Lögregla reyndi að meina starfsfólki að yfirgefa verksmiðjurnar.

Mynd: Nicolas Axelrod

legum skaða fyrir framtíð iðnaðarins í landinu, sem hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og skapað atvinnu og efnahagsvöxt. Eftir þá hörmulegu atburði sem áttu sér stað í byrjun ársins sendu H&M, Gap, Inditex, Puma, Levi´s, Columbia og Adidas frá sér sameiginlega yfirlýsingu til að lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þróun mótmælanna sem kostuðu fjögur mannslíf og skoruðu á ríkisstjórnina, framleiðendur, birgja og verkalýðsfélög að vinna að sáttum og að því að kjör verkafólksins verði bætt í framtíðinni. Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að slíkar yfirlýsingar muni hafa jákvæð áhrif á baráttu verkamanna fyrir bættum kjörum segir Thorn: „Við metum það að [alþjóðafyrirtækin] sýni okkur stuðning, en það er ekki nóg að skrifa bréf til fjölmiðla.“ Yfirlýsingin hafði áhrif. Í kjölfarið tóku fleiri alþjóðleg fyrirtæki, alls 30 talsins, sig saman og biðluðu til Hun Sen að óska eftir opinberri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar sem urðu fjórum að bana 3. janúar. Flestar verksmiðjurnar hafa verið opnaðar að nýju og meirihluti starfsmanna hefur hafið störf en baráttan er langt frá því að vera á enda. „Á meðan kaupendur bregðast ekki við er ég ekki viss um að nokkuð muni breytast. Við munum halda áfram að reyna samningaviðræður við ríkisstjórnina. Ef ekki verður farið að kröfum okkar [um 160 dollara í mánaðarlaun] munum við fara í verkfall aftur,“ segir Thorn. Á meðan skorar hann á alþjóðlega neytendur að hvetja alþjóðlegu tískufyrirtækin, sem hagnast á ódýru vinnuafli í Kambódíu, að grípa til raunverulegra aðgerða og þrýsta á kambódísku ríkisstjórnina að tryggja starfsmönnum mannsæmandi laun. Nú þegar janúarútsölurnar standa sem hæst er mikilvægt að kaupendur geri sér grein fyrir hvaðan kjólarnir og skyrturnar koma og hugsa um bág kjör og blóðuga baráttu þeirra verkamanna sem að endingu sauma ´Made in Cambodia´ merkimiðann í tískufatnaðinn. 33/33 Kambódía


kjarninn 23. janúar 2014

34/34 sjö sPURNINGAR

sjö sPURNINGAR

jökull júlíusson Söngvari í Kaleo

Hvað á að gera um helgina? Við hljómsveitin erum að spila á Græna hattinum á Akureyri á laugardaginn. Hefur þú séð einhverjar góðar bíómyndir nýlega? Ég fer ekki oft í bíó en ég fór á Anchorman 2 um daginn og hafði mjög gaman af! Hvaða bók eða bækur ertu að lesa núna? Síðasta bók sem ég las var ævisaga Keith Richards. Hún var ringulreið frá upphafi til enda. Hvaða hljómplötur eru í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Jim Croce - I Got a Name og Bob Dylan - Blood on the Tracks

34/34 sjö sPURNINGAR

Hvað fannst þér um umdeild nasistaummæli Björns Braga í EM-stofunni? Mér fannst þau óheppileg en menn gera mistök. Það er margbúið að biðjast afsökunar. Hvaða sjónvarpsþættir eru í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana? Dexter er lengi vel búinn að vera eini þátturinn sem ég gef mér tíma til að fylgjast með. Annars standa Frank og Casper í Klovn líka alltaf fyrir sínu. Af hverju í samfélaginu hefur þú mestar áhyggjur í dag, og hvers vegna? Eins og er hef ég mestar áhyggjur af verðhækkunum verslana og fyrirtækja.


erlent

gallerĂ­

kjarninn 23. janĂşar 2014


stórbruni í lærdal Bærinn á Lærdalseyri í Noregi er stórskemmdur eftir að fjölmörg hús víðs vegar um eyrina brunnu til grunna um síðastliðna helgi. „Allur bærinn logaði,“ var haft eftir Maritu Sanden, hjúkrunarkonu í Lærdal. Bænum hefur verið lokað fyrir umferð almennings. Norska öryggislögreglan kemur að rannsókninni.

Mynd: AFP


loftárásir á aleppo Sýrlenski stjórnarherinn gerði loftárásir á Aleppo, stærstu borg Sýrlands, á þriðjudag. Árásirnar voru gerðar daginn áður en utanríkisráðherrar áhrifamestu ríkja heims hittust í Sviss í von um að komast að samkomulagi um frið í Sýrlandi. 130.000 hafa látist í borgarastríðinu sem staðið hefur í þrjú ár.

Mynd: AFP


Vatnsflæmið í rénun Söguleg flóð í Suðaustur-Frakklandi eru nú í rénun og eyðileggingin blasir við, eins og hér sést í La Londe-les-Maures. Vatnsyfirborð áa hefur verið langt yfir meðallagi undanfarið. Tveir hafa látist í flóðunum og 150 manns voru fluttir af flóðasvæðum með þyrlum. Fjögur þúsund heimili eru án rafmagns.

Mynd: AFP


öryggislögreglan gengur hart fram Aukin harka hefur hlaupið í mótmæli gegn stjórnvöldum í Úkraínu undanfarnar vikur. Tveir mótmælendur voru skotnir til bana í gær af öryggissveitum sem hafa gengið hart fram, barið fjölmarga með kylfum og gripið til rótækra aðgerða til að dreifa fjöldanum. Viktor Janúkóvítsj, forseti Úkraínu, situr enn.

Mynd: AFP


keppir um fimmta sætið Íslenska landsliðið í handknattleik hefur verið í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í vikunni. Liðið komst í milliriðil, lagði Austurríkismenn og Makedóna að velli, en laut í lægra haldi fyrir Dönum í gærkvöldi. Ísland leikur því um fimmta sætið á mótinu.

Mynd: AFP


KVÍÐI, ÁLAG EÐA ORKULEYSI?

Burnirótin hefur reynst mér mjög vel við þunglyndi og kvíða. Ég er mun hressari á morgnana og hef meira úthald og orku allan daginn og mæli hiklaust með henni. Sigþrúður Jónasdóttir

BURNIRÓTIN er talin góð gegn orkuleysi, kvíða, þunglyndi, getuleysi og streitu ásamt því að efla úthald og einbeitingu.

Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.

www.annarosa.is


41/46 Viðtal

kjarninn 23. janúar 2014

ViðmÆlendur ViKunnar Lilja Sigurðardóttir og Íris Stefánsdóttir hjá Olnbogabörnunum

ekki gefast upp á börnunum Mæður barna með fíkniefnavanda hafa stofnað týndu börnunum í samfélaginu meiri gaum


Viðtal Ægir Þór Eysteinsson

a

uðginnt er barn í bernsku sinni. Svo segir málshátturinn. Börnin okkar treysta á okkur að vísa þeim veginn, vernda þau frá illu og vera til staðar fyrir þau þegar eitthvað bjátar á. Því miður geta foreldrar ekki alltaf komið börnum sínum til hjálpar eða veitt þeim þá aðstoð sem þau þurfa til að fóta sig í lífinu. En oftast skortir ekki viljann til að hjálpa. Mörg börn á Íslandi glíma við geðsjúkdóma og því miður fíkniefna- og/eða vímuefnavanda þeim samhliða. Nú er það svo að börnin okkar eru ginnkeyptari fyrir freistingum ef þau eru veik fyrir á svellinu, meðal „Langflestar stúlkur sem leiðast út annars vegna geðsjúkdóma eða í svo mikla neyslu lenda í ógeðs- félagslegra vandamála. Þá er það samfélagsins að grípa þau legu ofbeldi. Þær átta sig meira að okkar þegar þau falla. segja ekki einu sinni sjálfar á því Olnbogabörnin eru samtök sem að það sé verið að misnota þær. var nýverið hleypt af stokkunum. Í Þær lenda oft og tíðum í greipum stjórn samtakanna sitja sex konur sem allar eiga börn sem lent hafa á eldri manna sem halda að þeim glapstigum og verið í neyslu fíknifíkniefnum í annarlegu ástandi efna. Undirritaður settist niður svo þeir geti misnotað þær.“ með Lilju Sigurðardóttur, formanni stjórnar Olnbogabarnanna, og Írisi Stefánsdóttur, sem á sæti í stjórn samtakanna, til að ræða um týndu börnin okkar.

Smelltu til að heimsækja vefsíðu Olnbogabarnanna

Samtökin Olnbogabörnin voru sett á fót sem vettvangur fyrir aðstandendur unglinga með áhættuhegðun. Einstaklingur með áhættuhegðun er líklegri til að neyta fíkniefna, fremja afbrot og stunda aðrar tengdar athafnir. Tilgangurinn með stofnun samtakanna er að efla málefnalega umræðu um málaflokkinn og beita yfirvöld þrýstingi til að bæta úrræði í meðferðarmálum barna í þessum áhættuhópi, efla forvarnir og auka stuðning við aðstandendur. „Við í stjórninni erum allar mæður sem eigum börn sem 42/46 Viðtal


annaðhvort eru í fíkniefnaneyslu eða hafa verið í fíkniefnaneyslu og við höfum allar rekið okkur á það í kerfinu að þar er margt sem er ekki nógu gott eða vantar upp á. Foreldrar þessara barna eru oftast í flækju og vita oft og tíðum ekki hvert þeir eiga að leita. Við vildum stofna hóp sem myndi styðja við þá og knýja um leið á úrræði,“ segir Lilja Sigurðardóttir. Hugmyndin að samtökunum kviknaði árið 2010 en það var ekki fyrr en á vordögum í fyrra að hópurinn ákvað að lengur yrði ekki við unað. Það var eftir umfjöllun fjölmiðlamannsins Jóhannes Kr. Kristjánssonar í apríl, þar sem birtist frásögn móður sem kvaðst hafa þurft aðstoð handrukkara við að ná fimmtán ára dóttur sinni út úr dópgreni. „Þetta er ein skelfilegasta birtingarmynd þess sem við erum að glíma við. Á meðan börnin okkar fá ekki viðunandi aðstoð liggja þau útúrdópuð í ógeðslegum dóppartíum. Það er hræðileg tilhugsun að vita af barninu sínu í slíkum félagsskap, svo ekki sé talað um ofbeldið sem þau flest þurfa að upplifa á slíkum stöðum,“ segir Íris. týndu stúlkurnar mikið áhyggjuefni Í þriðju útgáfu Kjarnans, sem kom út 5. september í fyrra, var fjallað um skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra þar sem kynferðislegt ofbeldi gegn ungum stúlkum sem leiðst hafa út í fíkniefnaneyslu var gert að sérstöku umfjöllunarefni. Var það í fyrsta skiptið sem embættið sá ástæðu til að minnast sérstaklega á þessa skuggahlið fíkniefnaneyslunnar hér á landi í skýrslu sinni, sem hefur komið út reglulega undanfarin ár. Í grein Kjarnans lýsti Ásgeir Karlsson, yfirmaður Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, því hvernig kornungum stúlkum væri misþyrmt kynferðislega í fíknefnapartíum þar sem dæmi væru um að margir menn níddust á sömu stúlkunni á sama tíma. Þær Lilja og Íris hjá Olnbogabörnum segja dætur sínar hafa sagt sér frá sambærilegum fíkniefnapartíum, en þær létu sig oft hverfa svo dögum skipti þegar þær voru í neyslu. Dætur þeirra beggja hafa blessunarlega snúið við blaðinu. 43/46 Viðtal


áhyggjufullar mæður Ómögulegt er að lýsa angistinni sem foreldrar upplifa þegar börnin þeirra hverfa inn í brenglaðan heim neyslunnar, jafnvel svo dögum skiptir.

„Það er svo erfitt að lýsa því sem maður gengur í gegnum þegar barnið manns hverfur, jafnvel í marga daga. Eftir ákveðinn tíma fer maður bara að dofna upp, maður hálfpartinn lamast af áhyggjum og verður máttlaus,“ segir Lilja. Íris tekur í sama streng. „Þó að maður þekki ekki hlutfallið veit ég að langflestar stúlkur sem leiðast út í svo mikla neyslu lenda í ógeðslegu ofbeldi. Þær átta sig meira að segja ekki einu sinni sjálfar á því að það sé verið að misnota þær. Þær lenda oft og tíðum í greipum eldri manna sem halda að þeim fíkniefnum í annarlegu ástandi svo þeir geti misnotað þær. Þessir menn, sem oftar eru eldri og með hálfgerða hirð í kringum sig, nota líka oft unga drengi til að fremja afbrot, þjófnað og innbrot, sem fá fíkniefni að launum,“ segir Íris. Konurnar segja útilokað að kasta tölu á fjölda þessara týndu barna. „Það er ómögulegt að vita hversu stór hópur þetta er. Þetta er mjög falið og þessu fylgir mikil skömm. En það er afar aðkallandi að þessum börnum verði komið til 44/46 Viðtal


hjálpar, því þangað til eru þau hreinlega í lífshættu,“ segir Lilja. „Ég verð líka oft fokill þegar ég heyri fólk gera lítið úr þessu þegar verið er að lýsa eftir hinu og þessu barninu. Þetta séu bara vandræðakrakkar sem eigi ekki að veita þessa miklu athygli með því að láta lýsa eftir þeim í fjölmiðlum. Lögreglan lýsir til að mynda oft ekki eftir þessum börnum fyrr en eftir tvo til þrjá daga, en sá tími fyrir barn í neyslu er auðvitað lífshættulegur tími. Það skortir verulega á skilning á því hversu alvarlegri stöðu þessi börn eru í.“ börnin sem verða út undan Á vef samtakanna, olnbogabornin.is, má finna helstu stefnumál þeirra. Þar er meðal annars kallað eftir því að forvarnarstarf gegn áhættuhegðun ungmenna verði bætt, unnin verði sérhæfð vímuefnaúrræði fyrir ungmenni, samvinna við foreldra og aðra aðstandendur verði efld til muna, ráðist verði í þverfaglegt starf vegna ungmenna með áhættuhegðun og eftirfylgni með ungmennum eftir meðferð verði aukin, sem og skilvirkni í dómskerfinu og samvinna við barnaverndaryfirvöld. „Við þurfum að huga sérstaklega að geðheilbrigðismálum þessa hóps. Það skortir verulega á úrræði í þeim efnum fyrir börnin okkar. Um leið og þau verða átján ára detta þau inn á geðdeild sem meðhöndlar fíknivandann um leið, en þangað til eru afar fá áhrifarík úrræði í boði fyrir þau,“ segir Lilja. „Við völdum þetta nafn á samtökin af því að olnbogabörnin eru börnin sem detta ofan í glufurnar í kerfinu. Úrræðin sem þó eru í boði gagnast vissulega sumum, en stór hópur þarf sérhæfðari úrræði,“ segir Íris. „Olnbogabörnin eru börnin sem lenda úti á kanti og leita þess vegna oft í neyslu fíkniefna. Þau passa ekki almennilega inn í hópinn, hafa jafnvel lent í einhverju, en eru velkomin í heim neyslunnar. Þeim er oft ýtt til hliðar, þau hunsuð og vandamál þeirra ekki viðurkennd.“ Fram undan hjá Olnbogabörnum er að kynna starf samtakanna og helstu baráttumál fyrir almenningi. Samtökin halda úti áðurnefndri heimasíðu og svo hafa þau komið upp 45/46 Viðtal


ekki má afskrifa týndu börnin Kerfið verður að opna augun gagnvart því að til er hópur týndra barna sem passar ekki inn í þau meðferðarúrræði sem í boði eru.

lokaðri Fésbókarsíðu fyrir áhugasama um vandann sem við er að etja, þar sem hægt er að skiptast á reynslusögum. Sá hópur telur hátt í tvö hundruð manns. Spurðar hvort einhvern tímann verði hægt að koma upp kerfi sem henti fullkomlega fyrir alla svarar Lilja: „Sem samfélag eigum við bara að stefna á það. Eigum við að sætta okkur við eitthvað minna? Það er beinlínis hættulegt að sætta sig við að það sé ekki hægt að hjálpa öllum og þessu verði ekki breytt. Það er örugglega hægt að finna betra kerfi. Þessir krakkar enda líka oft sem mikil fjárhagsleg byrði á samfélaginu. Þetta eru ekki krakkar sem feta menntaveginn eða færa mikið til samfélagsins, nái þeir sér ekki upp úr neyslunni. Þetta fólk á venjulega ekki mikið milli handanna, er jafnvel án atvinnu, og kostar þjóðfélagið mikinn pening. Er ekki skynsamlegra að einblína á að bjarga þessum krökkum á meðan það er hægt? Við megum ekki gefast upp á þessum börnum.“ 46/46 Viðtal


pistill

árni helgason lögmaður

kjarninn 23. janúar 2014

hungurleikar póstnúmeranna Árni Helgason skrifar um eilífðarrifrildið milli landsbyggðar og höfuðborgar

u

ndanfarið hafa verið fluttir fréttir, í það minnsta vikulega ef ekki oftar, af einhverjum stjórnmálamanninum af landsbyggðinni sem er alveg brjálaður. Uppsetningin er yfirleitt sú sama – heima í héraði er veikt fólk, jafnvel fólk sem mun deyja ef ekkert verður að gert, og á sama tíma er verið að eyða skattfé í listamenn og gjörninga, til dæmis manninn sem ætlar að vera nakinn í mánuð og dunda sér við að flokka gömul bréf á meðan. Jafnharðan hefur komið svar úr hinni áttinni, úr kreðsum lista og menningar, þess efnis að menningarlegt ástand landsbyggðarinnar sé áhyggjuefni, þar búi þröngsýnir Íslendingar sem hafi engan skilning á gildi menningar eða lista. Þetta sé slíkt prinsippmál að það komi ekki til greina að listamenn gefi svo mikið sem eina krónu eftir þótt það kunni að vanta upp á eitthvað annars staðar.

47/51 pistill


Vinsælasta hóprifrildið Deilur sem þessar eru hluti af vinsælasta hóprifrildinu hér á landi, sem er baráttan milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar eða 101 gegn 230-900 í baráttu póstnúmeranna. Tilfinningin sem maður fær við að fylgjast með umræðunni er að í landinu búi margklofin þjóð sem komi sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut. Allir eiga að hafa á þessu skoðun, hneykslast í aðra hvora áttina og hópa sér bak við annan hvorn málstaðinn. Helst að læka, sjéra og kommenta í hástöfum á þessar fréttir. Menn eiga að halda með sínu liði í þjóðaríþróttinni. Hin óleysanlegu ágreiningsefni eru „Ef hvalur finnst fjölmörg, samkvæmt þessari tilfinningu, og í fjöru vill annar snúa bæði að pólitískum deiluefnum sem og hópurinn skutla viðhorfum og gildum. Flugvöllurinn – þar takast Gíslar hann á staðnum Marteinar borgarinnar, sem hafa aldrei séð og helst vera vegalengd án þess að vilja hjóla hana, á við byrjaður að flensa þungbrýndar hetjur landsbyggðarinnar sem vilja fyrir alla muni geta lent í miðbæ hann fyrir myrkur Reykjavíkur og komist inn í einhvers konar en hinn hópurinn örugga opinbera byggingu án tafar, helst myndi ýta honum spítala. Hér verða allir að stilla sér upp og styðja annan hvorn valkostinn; öryggi landsút á sjó og selja byggðarinnar eða lífshamingju borgarbúa. síðan ferðamönnum Matur og drykkur – á landsbyggðinni upplifunina. “ drekka menn uppáhellt kaffi og fussa yfir því að það kosti 500 kall að fá eitthvert lattesull í miðbænum sem kaffistrákur með hárlokk í augunum framreiðir. Í miðborginni er það hins vegar koffínlaust sojalatte með laufblaðsmunstri í froðunni – eða dauði. Í borginni taka menn létt salat í hádeginu eða kannski þrjár beikonsneiðar með engu, því þeir eru á kúr, en á landsbyggðinni borða menn kótilettur í raspi og brúnaðar kartöflur í hádeginu og leggja sig í kjölfarið yfir hádegisfréttunum. Atvinna – í miðborginni selur fólk, sem hjólar í vinnuna, óáþreifanlega þjónustu og hugmyndavinnu en á 48/51 pistill


landsbyggðinni hefur ekkert verðgildi nema það sé hægt að kasta því. Fjölmiðlar – á RÚV kemur fólk úr menningar- og háskólageiranum og talar um hugðarefni sín og sýnir svo húsið sitt í lífsstílsþætti á Stöð 2 um kvöldið en hinir horfa á ÍNN og hringja svo inn í Reykjavík síðdegis til að upplýsa okkur hin um hvernig þeir myndu stjórna landinu. Ef hvalur finnst í fjöru vill annar hópurinn skutla hann á staðnum og helst vera byrjaður að flensa hann fyrir myrkur en hinn hópurinn myndi ýta honum út á sjó og selja svo ferðamönnum upplifunina. Þegar ísbirnir ganga á land vill annar hópurinn skjóta björninn á færi og taka mynd af sér með hræinu en hinn vill eiga samtal við dýrið, biðja það afsökunar á hlýnun heimsins af mannavöldum og ef björninn ræðst á fólk, nú þá er það bara skiljanleg reiði í dýrinu yfir ástandi mála í heiminum í dag. Þetta er að minnsta kosti tilfinningin sem maður fær stundum. Að það sé allt stál í stál og ekkert þar á milli. Þessi uppsetning er vinsæl, fær mikla umferð á netinu og um þetta má rífast fram og til baka. búið í loftbólu En auðvitað er þetta ekki svo einfalt að allt sé svarthvítar andstæður. Flestir skilja það innst inni að það er ekki tekin sérstök ákvörðun um að loka fæðingardeild á landsbyggðinni til að styrkja menningarviðburð í staðinn, alveg eins og flestir vilja reyna að ná einhverri góðri sátt í flugvallarmálið, finnst latte gott en geta líka borðað kjöt í raspi. Það fer hins vegar lítið fyrir slíku tali, enda er það ekki spennandi fréttaefni. Deilur eru miklu áhugaverðari. Og það getur verið þægilegt að lifa í loftbólu, umgangast aðallega fólk með svipaðar skoðanir og þurfa helst aldrei að ræða augliti til auglitis við þá sem hafa aðra skoðun, nema kannski á tölvuskjánum. Fáir reyna að bera klæði á vopnin. Foringinn í löndunargenginu í Eyjum er alveg örugglega ekki að fara að taka orðið í hádegismatnum á morgun og benda á að hinar skapandi greinar velti heilmiklum fjárhæðum. 49/51 pistill


Og það verður ekki tekið hlé í næsta samlestri í Þjóðleikhúsinu til að biðja menn um að róa sig aðeins í að dissa landsbyggðina. Þvert á móti má treysta á að því harðari sem skeytin verða til andstæðingsins, þeim mun ákafara verður klappið úr baklandinu. ódýrar vinsældir Það er hægt að kaupa sér ódýrar vinsældir í þessu umhverfi. Sífellt fleiri sem tjá sig á opinberum vettvangi virðast hitta fullkomlega í mark hjá 10% þjóðarinnar en vekja andúð hjá hinum 90 prósentunum. Og finnst það bara fínt – tíu prósenta stuðningur fleytir þér ansi langt áfram þegar enginn nýtur hvort eð er meirihlutahylli. Í hruninu sprungu allar brýr í samfélaginu og pólitískir brúarsmiðir eru ekki eftirsóttir starfskraftar lengur. Fyrirbæri í stjórnmálum á borð við ábyrgð, málamiðlanir og að geta tekið hagsmuni heildarinnar fram yfir aðra og þrengri hagsmuni soguðust ofan í brimrótið og hafa lítið sem ekkert sést síðan. Fljótlegasta leiðin til að komast til áhrifa í þessu umhverfi er að alhæfa, ryðjast áfram og finna sér óvini sem víðast til að kenna um. Fyrirvarar eða lausnir sem allir geta fellt sig við eru lúseratal. Um þetta má finna dæmi hvar sem er á hinu pólitíska litrófi.

Maður veltir því fyrir sér hvort þjóðin hafi enn eirð í sér til að taka stórar og erfiðar ákvarðanir. Aðdragandi þess að íslenska þjóðin tók kristni er merkilegur í þessu ljósi. Þorgeir Ljósvetningagoði var leiðtogi heiðinna manna á þinginu en honum var engu að síður falið að komast að niðurstöðu í málinu. Lausnin, sem hann kynnti eftir að hafa legið undir feldinum, fól í sér að hans sjónarmið urðu ekki ofan á, heldur hluti af lausninni. Ætli við hefðum geð í okkur í dag til þess að taka svo yfirvegaða ákvörðun? Hvað þá ef annar hópurinn fengi að ráða niðurstöðunni, að hann myndi fallast á sjónarmið hins? 50/51 pistill


Það kæmi auðvitað ekki til greina – hópurinn sem fengi að ráða þessu í dag myndi alveg örugglega hefja sín sjónarmið til öndvegis og ekki una hinum neinu. Af hverju ætti hann að gera það? Hann ræður og hinir eru bara andstæðingar. Þetta hugarfar og upphafning þess er skaðlegt. Munum það næst þegar uppslættir birtast á vefmiðlum, kommentakerfin byrja að loga og allt öskrar á mann að stilla á CAPS LOCK og ryðjast inn á vígvöllinn með „sínu liði“, að það getur verið gott að draga andann djúpt og slaka á, reyna að sjá málin frá báðum hliðum og muna að það er enginn að fara að deyja. Annars getur verið stutt í að við munum „slíta og friðinn“ eins og sagt var á Þingvöllum á sínum tíma.

51/51 pistill



kjarninn 23. janúar 2014

52/56 LífsstíLL

júggi vinstri

Hugsanavillur sem ber að varast svo þú náir markmiðum þínum í líkamsræktinni á nýju ári

líFsstíll Ragnhildur Þórðardóttir M.Sc heilsusálfræði, Cand. Psych klínísk sálfræði

V

enju samkvæmt í byrjun árs loga Fésbókin, Tístið og bloggheimar af yfirlýsingum um bót og betrun á sjálfi og skrokki. Út með rettur, minnka mjöð, missa mör, hlaupa hraðar, lyfta þyngra, kjöta skrokk, komast í þrengri föt. Það vantar ekki stóru orðin sem básúnað er í eyru náungans. 2014 skal verða árið sem þú hakar við markmiðin og hananú. Hvert gígabæt netsins er skannað í örvæntingarfullri leit að skotheldu æfingaplani og sjóðandi matarplani til að bræða slen og sættast við samviskuna. Með útprentað og 52/56 líFsstíll


plastað æfingaplan er arkað í musteri líkamans til að hefjast handa við hið nýja sjálf. Nú skal það takast! Að verða þessi hressi og stælti með prótínsjeik innan seilingar og allt á hreinu í lífinu. Heldur fer þó að halla undan fæti eftir því sem sól hækkar á lofti, nýjabrumið er lekið af planinu og afsakanabókin stútfull samhliða færri ræktarmætingum. Nammikvöldum og flatbökuúttroðelsum fjölgar eins og gorkúlum. Áður en þú veist af eru aftur komin áramót og þú hefur verið dyggur styrktaraðili líkamsræktarstöðvanna enn eitt árið. Plastaða „gullplanið“ liggur rykfallið ofan í tösku innan um grjótmyglaðar strillur og svitamorkið pungbindi. Af hverju þraukar bara brotabrot fram yfir Góumánuð af þeim sem leggja upp í sjálfsbreytingar, þrátt fyrir fögur fyrirheit og stóra drauma? „Ohhhh… ef ég hefði bara haldið mínu striki í fyrra…“ tvennt sem ber að varast Í fyrsta lagi er ekki verið að festa nýja heilsuhegðun í sessi með þeim styrkingaraðferðum sem hún krefst, heldur er verið að þvinga fram nýja hegðun með tilheyrandi boðum og bönnum. Í stað þess að taka litlar breytingar á venjum sem leiða til langtímabreytinga er farið beint í að kúvenda hegðun á einni nóttu. Ræktin sex sinnum í viku. Púla, púla, með glampa í augum og eld í æðum. Lyfta eins og Scania-trukkur, hlaupa eins og gasella, slátra ketilbjöllum. Út með kolvetni, sykur, hveiti, glútein og mjólkurvörur, inn með magnesíum í lítratali, eggjahvítur, prótínsjeika, amínósýrur og spínat. „Allt-eða-ekkert“ hugsunin er allsráðandi. Annaðhvort ertu í mæjónesinu eða á kálblaðinu og ekkert þar á milli. Ekkert grátt svæði. Enginn diplómatískur millivegur. Slík nálgun á heilsulífið er eins og alvopnaður hryðjuverkamaður sem dælir úr hríðskotabyssum sínum þar sem þú krafsar í örvæntingu í heilsubakkann og fellir þig að lokum og leiðir til hrösunar. 53/56 líFsstíll


á fullu í ræktinni Margir ætlar sér stóra hluti í líkamsræktinni á nýju ári, oft og tíðum án þess að hafa tileinkað sér rétta hugarfarið.

Upp kemur vanþurft, frústrasjón og innri barátta því þú ert ekki tilraunarotta í búri, þú ert manneskja með langanir og þarfir og finnur þig í allskyns félagslegum aðstæðum tengdum mat og mætir hindrunum í að komast á æfingar.

Þú lætur í minni pokann fyrir gömlum venjum og hugsunum því þú átt engan mótleik, engin 6-0 vörn, enginn Júggi vinstri venjulegur. Gamlar venjur öskra inni í hausnum eins og hungruð hýena. „Ég á þetta skilið eftir erfiðan dag í vinnunni.“ „Fyrst ég borðaði þessa smáköku er allt ónýtt, ég get alveg eins dýft mér til sunds í Homeblest-pakkanum og byrja aftur í hollustunni á morgun.“ „Ég missti úr æfingu, nú riðlast allt planið svo ég get alveg eins sleppt æfingu á morgun líka.“ En vandinn er að á morgun vill oft teygjast fram í næstu viku, næsta mánuð, jafnvel næsta ár. Þá er byrjað að megra aftur með sultarólina í innsta gati en oftar en ekki eru öll kílóin komin til baka og jafnvel meira til. Að vera alltaf á 54/56 líFsstíll


núllpunkti dregur enn meira úr hvatanum til að halda áfram. „Ég missi ekki 5 kg á viku eins og þeir í sjónvarpinu. Til hvers að vera þá að þessu brölti?“ Þar komum við að punkti númer tvö. Það er ekki unnið í varnarstrategíu gegn þessum gömlu eyðileggjandi hugsunum sem hingað til hafa hrint okkur út af brautinni, heldur er byrjað á að taka U-beygju í hegðun. En hugarfarsbreyting er kjarninn í lífsstílsbreytingu, því hugur stjórnar hegðun sem stjórnar heilsu. Við sálfræðingar sem vinnum með fólki í þyngdartapi hjálpum því við að koma auga á eigin hryðjuverkahugsanir sem gefa leyfi til að kasta inn handklæðinu, finna mótrök við þeim og fara þannig í Morfískeppni í hausnum og jarða andstæðinginn. „Ég á þetta skilið eftir erfiðan „Allt-eða-ekkert-hugsunin dag í vinnunni.“ Sem dæmi um mótrök við slíkri hugsun er allsráðandi. Annaðhvort ertu í mæjónesinu eða á kál- er: Ef ég verðlauna mig með mat enda ég með að borða of mikið og þá líður mér illa blaðinu og ekkert þar á milli. bæði líkamlega og andlega, sem er akkúrat Ekkert grátt svæði. Enginn hið gagnstæða við verðlaun. Að vera við diplómatískur millivegur.“ stjórnvölinn gefur betri líðan. Matur sem verðlaun hættir að virka um leið og maturinn er farinn. Að verðlauna sig með mat eftir erfiðan dag eða af því að maður á börn er eitt form af tilfinningaáti og það er hættuleg braut að troða. Berðu saman hvernig þér líður eftir handsnyrtingu/fótsnyrtingu/nudd sem verðlaun miðað við það að borða sukk sem verðlaun. Að gera vel við sig á að snúast um að næra sálina en ekki munninn. hrösun er ekki aumingjaskapur Þar er jafnframt mikilvægt að breyta hugsun sinni gagnvart hrösun af brautinni. Þú ert ekki rukkari, róni eða þaðan af verra alinn upp í Gaggó Vest þótt þú stingir upp í þig lúku af óplönuðum Góurúsínum. Frávik frá mataræði og æfingum er ekki uppspretta sektarkenndar, samviskubits eða tækifæri til að rífa fram refsivöndinn og blóðga bakið. 55/56 líFsstíll


Hrösun er lærdómsferli og jafn mikilvæg og árangur til að læra inn á okkur sjálf og hvernig við fúnkerum í ákveðnum aðstæðum. Þeir sem ná árangri eru ekki þeir sem hrasa aldrei, því það gera allar mannlegar verur. Þeir sem standa upp, hysja upp brækurnar og halda áfram eins fljótt og þeir geta eru þeir sem ná árangri. Við höldum nefnilega ekki áfram að hrasa þegar kemur að annarri hegðun. Ef við brjótum einn disk úr mávastellinu við uppvaskið grýtum við ekki hinum diskunum í gólfið. Að bæta upp fyrir niðurtætta sjálfsmynd, þjakaða samvisku og útþaninn kvið með þvingaðri rækt og horuðum snæðingum býr til vítahring hlaðinn neikvæðum tilfinningum við hollustulífið. Slíkur hugsunarháttur tengir heilsusamlega hegðun neikvæðum tilfinningum – þú æfir af illri nauðsyn til að bæta upp fyrir aðra „óæskilega“ hegðun en ekki af ánægju né löngun. Slíkt neikvætt tilfinningasamband getur aldrei orðið að heilsusamlegum lífsstíl.

56/56 líFsstíll


kjarninn 23. janúar 2014

57/57 græjur

snapchat rakel garðarsdóttir framleiðandi hjá Vesturporti „Ég á iPhone 5 sem er ómissandi tæki.“

Ég fékk mér Snapchat þegar það kom á markað en var svolítið lengi að byrja að nota það. Ég fæ hins vegar mikið af snapchöttum frá hinum ýmsu vinum mínum þó að ég fái ábyggilega flest frá Nínu mágkonu og pabba. Þetta getur verið voða skemmtilegt.

tÆKni Polaroid æðir inn í nútímann

Margir voru búnir að afskrifa hið gamalkunna ljósmyndafyrirtæki Polaroid á upplýsingaöld. Flaggskip þess, sjálfsframkallandi myndavélin, virtist eiga lítið erindi við aðra en hipstera, enda retro-áferðin á myndunum nú fáanleg sem slikja á Instagram. Polaroid neitar hins vegar að deyja. Þvert á móti ætlar fyrirtækið að taka fullan þátt í framþróuninni með nýjustu vöru sinni, Polaroid Socialmatic. Tækið er í raun myndavél og rauntímaprentari hnoðað saman í eitt. ÞSJ 57/57 grÆjur

íslandsbankaappið Mikið notað. Þar get ég skoðað hvað ég eyði miklu, millifært og annað þar inni. Ég er líka sú sem á erfitt með að leggja pinnið á minnið svo ég nota appið til að aðstoða mig við að fá pinnið mitt sent aftur.

Facetime Ég nota það mikið – ótrúlega sniðugt þar sem hægt er að hringja frítt í alla. Sértstaklega hentugt á ferðalögum erlendis eða þegar þarf að ná í einhvern í útlöndum. Þetta er voðalega líkt Skype en mér finnst eins og þetta sé öflugara.


… SVO VERIÐ EKKI HRÆDD VIÐ AÐ SÆKJA UM Markaðsráðgjafi með gráðu og reynslu

Vefforritari, -hönnuður, -gúrú, -nörd, -seiðkarl

Grafískur hönnuður með háskólapróf

Viðskiptavinir auglýsingastofunnar eru í mestum tengslum við markaðsráðgjafann, þess vegna eru þeir oft líka kallaðir tenglar. Ráðgjafahlutverkið snýr að langtímahugsun og stefnumótun en sem tengill sér hann um að verkefni séu unninn frá degi til dags.

Vefforritarinn þarf að geta sveiflað sér eins og Tarzan á milli ólíkra forritunarmála. Nýir miðlar eru fundnir upp og vefforritari þarf að tileinka sér þá strax. Engin auglýsingastofa má við því að verða á eftir tæknilega.

Verkefni af ýmsum stærðargráðum lenda á borði grafísks hönnuðar. Allt frá því að sjóða ímynd fyrirtækis niður í sígilt lógó yfir í stórar auglýsingaherferðir með allri þeirri handavinnu sem þeim fylgja.

Vefforritarinn sem við erum að leita að þarf að hafa HTML5, CSS3, JavaScript og jQuery algjörlega í fingrunum og geta skrúfað fumlaust saman verk með PHP og MySQL.

Hönnuður starfar undir umtalsverðu áreiti í krefjandi umhverfi. Nauðsynlegt er að hafa bæði keppnisskap og brennandi áhuga.

Oft getur markaðsráðgjafanum fundist hann bæði vera að vinna vísindastörf í háskóla og stýra ærslafullum unglingum í sumarbúðum. Í þeirri fjölbreytni felst skemmtunin við að vinna á auglýsingastofu. Tilfinning fyrir púlsi markaðarins og reynsla af því að vinna með eða á auglýsingastofum skipta höfuðmáli.

Sköpunargáfa og hæfileikinn til að nota sérþekkingu til að móta og þróa verkefni eru kostir sem ráða úrslitum.

Grafískur hönnuður þarf að fylgjast með nýjustu straumum í hönnun og ekki síður með alþjóða auglýsingabransanum.

Viltu vinna með okkur? Sendu umsókn, CV, möppu og annað á starf@hvitahusid.is


kjarninn 23. janúar 2014

58/61 AlmAnnAtengsl

gátlisti frambjóðandans í huga þegar fólk dembir sér í kosningabaráttu

almannatengsl Grétar Theodórsson

þ

essa dagana keppast frambjóðendur við að lýsa yfir framboði í prófkjörum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Næstu vikur og mánuði munu frambjóðendur þeytast um héröð og reyna að veiða atkvæði, fyrst til að komast á lista og svo til að tryggja flokknum góða kosningu. Þegar nær dregur kosningum verður kastljósið sífellt sterkara og því þurfa frambjóðendur að vera meðvitaðir um að allt sem þeir segja og gera er undir vökulu auga fjölmiðla og kjósenda með snjallsíma. Frægt er þegar Mitt Romney, sem var þá í framboði til forseta Bandaríkjanna, sagði á 58/61 almannatengsl


romney kyssir eiginkonuna Bandaríski forsetaframbjóðandinn fyrrverandi varð uppvís að óheppilegum ummælum í kosningabaráttunni 2012.

fjáröflunarsamkomu að 47 prósent Bandaríkjamanna litu á sig sem fórnarlömb. Ummælin, sem voru tekin upp á snjallsíma og sett á netið, vöktu mikla athygli og Romney eyddi dýrmætum tíma í að svara fyrir þau og lágmarka skaðann af þeim. Stuttir, meitlaðir frasar sem draga saman afstöðu eða hugmynd eru eftirminnilegir og geta hreinlega tryggt frambjóðendum góða kosningu. Hver man ekki eftir „It´s the economy, stupid“ sem Bill Clinton notaði óspart í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 1992? Frambjóðandi sem er með frasana á hreinu og nýtur sín fyrir framan fólk og myndavélar er líklegri til að fá mikla og jákvæða umfjöllun en sá sem er stífur og líður augljóslega illa í sviðsljósi fjölmiðla. Á sama tíma þarf ekki nema eitt óheppilegt atvik til að fylgið hrynji af frambjóðendum. Frambjóðendur geta lært mikið af því að skoða forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012, þar sem báðir frambjóðendur gerðu sig seka um ákveðin byrjendamistök í samskiptum sínum við kjósendur. Hér að neðan eru nokkur atriði sem frambjóðendur ættu að hafa í huga fyrir baráttuna sem er fram undan: 59/61 almannatengsl


tékklisti stjórnmálamannsins lestu salinn

Árangursrík samskipti byggja alltaf á því að vita hverja þú talar við. Hvernig er markhópurinn samansettur, hvað vekur áhuga hans, af hverju hefur hann áhyggjur og hvernig er best að nálgast hann?

Demókratar gerðu sér grein fyrir auknu vægi minnihlutahópa á meðal kjósenda og töluðu sérstaklega til þeirra, og hlutu stóran hluta atkvæða minnihlutahópa sem var mjög mikilvægt í að tryggja Obama kosningu.

hlustaðu

Pólitískir refir kunna listina að hlusta á mismunandi raddir, líka þær sem eru á öndverðum meiði. Repúblikanar ofmátu áhrifamátt Fox News og klikkuðu á að hlusta á lykilhópa eins og Bandaríkjamenn

af rómönskum uppruna og konur. Niðurstaðan var sú að þeir töpuðu mjög stórt hjá þessum tveimur hópum. Romney og félagar heyrðu það sem þeir vildu, ekki það sem þeir þurftu.

undirbúningur

Það er lykilatriði að mæta undirbúin(n) og vita hvað þú ætlar að segja. Obama var kærulaus fyrir fyrstu kappræður frambjóðendanna í sjónvarpi og mætti illa undirbúinn.

Fyrir vikið var Romney mun betri en hann. Obama undirbjó sig hins vegar betur fyrir aðrar og þriðju kappræðurnar og stóð sig töluvert betur en í þeim fyrstu.

eKKi FlÆKja málin

Önnur ástæða fyrir slælegu gengi Obama í fyrstu kappræðunum var að hann talaði eins og lagaprófessor en

ekki stjórnmálamaður. Hann var of ítarlegur, tæknilegur og langorður. Keep it simple, stupid.

breytt landslag í Fjölmiðlum

Þegar Romney sagði að 47 prósent Bandaríkjamanna litu á sig sem fórnarlömb átti það eingöngu að vera fyrir lokaðan hóp af auðmönnum en ekki almenning. En þökk sé

snjallsímum getur allt sem fólk segir og gerir verið tekið upp. Sem var einmitt gert í þessu tilfelli, í kjölfarið sett á netið og var fljótlega komið á dagskrá fjölmiðla um heim allan.

Allir vita hversu vel Obama nýtti sér samfélagsmiðla í kosningabaráttu sinni, bæði 2008 og 2012. Obama notaði síður eins og Facebook, Twitter og YouTube til að tengjast

ólíkum hópum á borð við blökkumenn og samkynhneigða. John F. Kennedy er frægur fyrir að vera fyrsti sjónvarpsforsetinn, Obama er fyrsti samfélagsmiðlaforsetinn.

Svo mega frambjóðendur auðvitað ekki gleyma þeim grundvallaratriðum að kyssa börn og hjálpa

gömlu fólki yfir götu við hvert tækifæri sem býðst

puttinn á púlsinum Kyssum börnin

60/61 almannatengsl


lykilatriði fyrir frambjóðandann Skoðaðu hvernig vinsælir stjórnmálamenn og forstjórar tækla fjölmiðla. Sama tækni virkar í Bandaríkjunum og í Færeyjum. Mundu að góður undirbúningur er algert lykilatriði í árangursríkum samskiptum. Hlustaðu á ólíka hópa. Það hjálpar þér að taka rétta ákvörðun. Passaðu þig á því sem þú segir: Það er ekkert til sem heitir einkasamtal í dag í stjórnmálum. Það eina sem þarf er einhver með snjallsíma. Vertu viss um að skilja bæði áhrifin og áhættuna af samfélagsmiðlum, þeir geta verið tvíeggjað sverð.

61/61 almannatengsl


kjarninn 23. janúar 2014

62/66 TónlisT

spennandi nýir tónar á nýju ári tónlist Benedikt Reynisson

n

ýtt ár er hafið og er 2013, sem var að mörgu leyti stórgott tónlistarár, að baki. Góðar plötur komu út í flestum geirum og finnst greinarhöfundi árið hafa verið nokkuð jafnt heilt á litið. Nú þegar nýtt árið er hafið eru þegar farin að sjást nokkur teikn um góð tíðindi í tónlistarútgáfu og hefur reynt tónlistarfólk í bland við nýliða tilkynnt um útgáfu í ár. Hér kemur stutt umfjöllun um nokkrar útgáfur sem tónlistarþyrstir lesendur Kjarnans ættu að fylgjast með á árinu.

62/66 tónlist


stephen malkmus Stephen Malkmus er fyrrverandi leiðtogi Pavement, sem er að margra mati ein merkasta jaðarsveit Bandaríkjanna. Malkmus sendi í þessum mánuði frá sér sjöttu breiðskífu sína ásamt hljómsveit sinni, The Jicks. Þegar litið er yfir feril hans er varla að finna feilspor og er Wig Out at Jagbags hreint afbragð. Breiðskífan hefur að geyma öll helstu höfundareinkenni hans, sem eru ávallt kæruleysisleg, kímin og hlaðin spilagleði. Malkmus segir plötuna vera óð til rokktónlistar áttunda áratugar síðustu aldar. Það er hún svo sannarlega og auðvitað líka 100% Malkmus.

st. Vincent Íslandsvinkonan og töffarinn Annie Clark er helsta driffjöður hljómsveitarinnar St. Vincent, sem átti að mati greinarhöfundar bestu breiðskífu ársins 2011, „Strange Mercy“. Nýjasta breiðskífa Clark er hennar fyrsta sem gefin er út af útgáfurisanum Universal, nánar tiltekið undir merkinu Republic Records sem einnig er með listamenn á borð við Cut Copy, Rhye, Lorde, James Blake, Klangkarussell og Of Monsters and Men á sínum snærum. Fyrsta smáskífan af samnefndri fjórðu breiðskífu St. Vincent er einstakt hnossgæti.

63/66 tónlist

death Vessel Joel Thibodeau fer fyrir hinni nútímalegu þjóðlagapoppsveit Death Vessel sem sendir frá sér sína þriðju breiðskífu, „Island Intervals“, hjá Sub Pop í febrúar. Fyrsta tóndæmið sem heyrðist af henni er íðilfagurt og hefur að skarta gestasöngvara sem er enginn annar en Jónsi úr Sigur Rós.


shellac

morgan delt Morgan Delt heitir ungur Kaliforníubúi sem sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína í þessum mánuði og er hún samnefnd kappanum. Á henni framreiðir hann litríkt og ljúffengt skynvillupopp (e. psychedelic pop) með þykkum framtíðarhjúpi. Platan kemur út hjá Trouble in Mind, sem einnig gefur út snillinga á borð við Mikal Cronin, Maston, Fuzz og Jacco Gardner.

Naumhyggjulega hávaðarokktríóið Shellac sendir frá sér fimmtu breiðskífu sína í ár. Ekki er búið að staðfesta útgáfudag en gítarleikarinn og söngvarinn Steve Albini hefur látið hafa eftir sér að platan muni líta dagsins ljós í ár. Miðað við tóndæmi sem finna má á Youtube eru þeir félagar samir við sig, þ.e. dýnamískir, háværir, höktandi og taktvissir á sinn sérstaka hátt. Breiðskífan mun heita „Dude, Incredible“ og mun koma út hjá Touch and Go Records eins og flest annað sem þeir hafa gefið út. 64/66 tónlist

have a nice life Have a Nice Life er afar áhugavert tvíeyki frá Connecticut í Bandaríkjunum. Tónlist þess er átakanlegur bræðingur af síðpönki, sveimtónlist (e. ambient) og skóglápi (e. shoegaze). Hljómsveitin sendi frá sér framúrskarandi frumburð árið 2008 sem heitir „Deathconsciousness“ og er heiti næstu plötu „The Unnatural World“. Öll sem hafa ánægju af drunga hljómsveita á borð við Joy Division, Nine Inch Nails, Swans og My Bloody Valentine munu njóta þess að hlusta á Have a Nice Life.


ema EMA er einyrkjasveit tónlistarkonunnar Eriku M. Anderson, sem í vor sendir frá sér sína aðra breiðskífu sem heitir „The Future‘s Void“. Tónlist hennar er ögrandi og falleg í senn, jöfn blanda af poppi og ærandi tilraunamennsku.

thee silver mt. Zion memorial orchestra mac demarco Kanadíski flipparinn og Íslandsvinurinn Mac DeMarco gefur út nýja breiðskífu í apríl og hefur hún fengið nafnið „Salad Days“. Síðustu tvær breiðskífur hans eru frábærar, góð blanda af bjöguðu skynvillupoppi og glysrokki sem mætti setja í flokk með Ariel Pink‘s Haunted Graffiti og R. Stevie Moore.

Kanadíska jaðarrokksveitin Thee Silver Mt. Zion Memorial Orchestra hefur vaxið jafnt og þétt með árunum. „Fuck Off Get Free We Pour Light on Everything“ er titill nýjustu afurðar hennar og er það Constellation Records sem sér um útgáfu eins og fyrr. Þessi sveit deilir meðlimum með Godspeed You! Black Emperor en fetar örlítið aðrar slóðir án þess að íburður og dramatík sé eitthvað minni.

65/66 tónlist

young Fathers Íslandsvinirnir Young Fathers frá Skotlandi komu, sáu og sigruðu á síðustu Iceland Airwaves. Þeir senda frá sér fyrstu breiðskífu sína í byrjun febrúar og heitir hún „Dead“. Young Fathers eru á mörkunum að vera hipphopp og mætti staðsetja þá einhvers staðar á milli sveita á borð við Shabazz Palaces, Death Grips og Animal Collective.


annað og íslenskt Fjöldi annarra hljómsveita og tónlistarmanna stefna á að gefa út plötur á árinu og með því betra í hipphoppheiminum eru hljómsveitirnar Shabazz Palaces, Kingdom Crumbs, Blue Sky Black Death og vonandi Outkast, sem hafa tekið upp þráðinn á ný. Af spennandi rokkplötum sem munu líta dagsins ljós er samstarfsverkefni SUNN O)) og Ulver, nýjustu breiðskífur Fucked Up, Big Ups, The Notwist, Future Islands, The War on Drugs, The Men, Mogwai og Death From Above 1979 sem snúa aftur eftir tíu ára hlé á þessu ári. Af ýmissi tónlist má svo nefna frumburð hins magnaða Todd Terje, sem og nýtt frá Beck, Sun Kil Moon, Tycho, Timber Timbre, Grimes, Badbadnotgood, James Vincent McMorrow, Wild Beasts og Sharon Jones & The Dap-Kings. Að lokum eru einhverjar íslenskar sveitir búnar að tilkynna um útgáfu í ár og eru þar á meðal FM Belfast, Kimono, Grísalappalísa, Low Roar, Muck, Agent Fresco og Hjálmar sem eru að vinna að breiðskífu með hinum frábæra Erlend Oye úr Whitest Boy Alive og Kings of Convenience. Tónlistarfólk á borð við Gus Gus, Sóley, Oyama, Samaris, Markús & The Diversion Sessions, Stroff og Pétur Ben eru að vinna að nýju efni sem væri gaman að heyra á árinu sem og nýrri sveitir á borð við Kælan mikla, VAR, Börn, Godchilla, Hljómsveitt og Reykjavíkurdætur.

66/66 tónlist


Á hverjum degi snerta heimsforeldrar UNICEF líf barna um allan heim. Með mánaðarlegum framlögum gera þeir UNICEF kleift að bæta líf bágstaddra barna til frambúðar. Má bjóða þér að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur? Kynntu þér málið á www.unicef.is


kjarninn 23. janúar 2014

67/70 Bílar

sjálfrennireiðar framtíðar Sjálfakandi bifreiðar gætu orðið hluti af nánustu framtíð okkar ef

bílar Gísli Sverrisson

þ

að kann að hljóma eins og framtíðarmúsík: Bílar sem sjálfir sjá um að finna rétta leið á áfangastað, aka leiðina og forðast allar hugsanlegar hættur sem leynast á leiðinni. Lengi hefur þessum veruleika verið spáð, til dæmis í kvikmyndum, skáldsögum og fræðiritum. Margir sjá kostina sem þetta gæti haft í för með sér en öðrum hugnast það illa að missa stjórnina á bíl sínum, hvort sem er vegna ánægjunnar sem þeir hafa af því að aka bíl eða vegna vantrausts á tæknina sem bíllinn býr yfir. Sannleikurinn er þó sá að þessi þróun er löngu hafin og 67/70 bílar


líkur eru til þess að í þínum bíl sé hluti af þessari tækni til staðar. Skriðstillir (e. cruise control), spólvörn og hemlalæsivörn eru dæmi um slíka tækni sem munu í einni eða annarri mynd verða hluti af „sjálfrennireiðum“ framtíðarinnar. Áðurnefnd dæmi eru í raun að verða gömul og sjálfsögð í nýjum bifreiðum. Meðal annarrar tækni sem ekki er orðin jafn algeng er sjálfvirk neyðarhemlun, sjálfvirk lagning í bílastæði, akreinaviðvörun sem varar bílstjóra við þegar bíllinn leitar út fyrir akrein og eftirlitskerfi sem metur ástand ökumanns, svo sem syfju eða ölvun. Þetta er engan veginn tæmandi listi en allt saman fáanlegt í ákveðnum gerðum því til fyrirstöðu að bifreiða í dag.

„Ekkert er farþegi geti verið undir bílprófsaldri, sofandi, drukkinn eða álíka, því skilningarvita hans er ekki krafist við aksturinn.“

bílar án ökumanns Áður en lengra er haldið ætla ég að leggja til að sjálfrennireið, hið gamla og góða íslenska orð, verði endurvakið í þeim skilningi að það eigi við um bifreið sem ekki krefst ökumanns til að aka í umferð. Þetta orð var fyrst notað um bifreiðar í almennum skilningi en síðan hefur tökuorðið bíll hlotið meiri hylli. Segja má að þróun á sjálfrennireiðum hafi fyrst orðið að alvöru á níunda áratugnum þegar Mercedes-Benz, ásamt háskóla í München, gerði prófanir á slíkum bíl á mannlausum götum. Tæknin var frumstæð en tilraunirnar sönnuðu að draumsýn skáldsagnanna væri raunhæft markmið. Mörg tilraunaverkefni fylgdu í kjölfarið á vegum ýmissa aðila, aðallega í Evrópu og Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að árið 2010 óku fjórar sjálfrennireiðar frá Ítalíu til Kína, 8.000 kílómetra leið, án teljandi vandkvæða. Fjögur fylki Bandaríkjanna hafa nú leyft akstur sjálfrennireiða í almennri umferð, þó með ökumanni sem á að grípa inn í ef aðstæður krefjast. Þetta er ekki síst fyrir tilstilli sjálfrennireiðar Google, hefur verið í prófunum í nokkur ár. Margir bílaframleiðendur, til að mynda General Motors, 68/70 bílar


Ford, Mercedes-Benz, Volkswagen, Nissan, Toyota og Audi, ásamt fyrirtækjum tengdum bílaiðnaði, eru með þróunarverkefni í gangi tengd sjálfrennireiðum. Notast er við tækni eins og GPS-staðsetningarbúnað, laser-fjarlægðarmæla, umferðarálagskerfi og fleira, til að greina staðsetningu farartækisins sem og hættur og fyrirstöður í umferðinni.

Telja má ljóst að þessar tilraunir munu leiða til breytinga á bílaumferð, jafnvel fyrr en síðar. Smellið á myndirnar til að sjá nokkrar hugmyndir um ávinning vegfarenda af þessari þróun þegar fram í sækir.

Færri umFerðarteppur Eiginleikar sjálfrennireiða gefa kost á minna bili milli bifreiða á akreinum og með því skapast pláss fyrir fleiri vegfarendur á álagstímum.

hærri hraðatakmörk Að því gefnu að ofangreind fullyrðing um aukið öryggi standist má reikna með því að sjálfrennireiðar geti ekið hraðar en venjulegum bifreiðum er nú leyft.

aldur og ástand „ökumanns“ Ekkert er því til fyrirstöðu að farþegi geti verið undir bílprófsaldri, sofandi, drukkinn eða álíka, því skilningarvita hans er ekki krafist við aksturinn.

69/70 bílar

Færri óhöpp Fræðilega séð hefur stjórnbúnaður sjálfrennireiðar mun skemmri viðbragðstíma en ökumaður og því betri möguleika á að koma í veg fyrir árekstra. Af því leiðir líka lægri iðgjöld af bifreiðatryggingum.

bílastæðaVandamálið leyst Sjálfrennireiðar geta séð sjálfar um að leggja í stæði, jafnvel langt frá áfangastað farþegans eftir að hann hefur stigið út úr bifreiðinni. Sjálfrennireiðar þurfa líka minna stæði til að leggja í, þar sem ekki þarf að opna dyrnar í stæðinu.

almenningssamgöngur Lægri kostnaður við leigubílaferðir, strætisvagnaakstur og þess vegna sendi- og flutningabíla.


lausnir leiða af sér ný vandamál Að þessu upptöldu verður ekki hjá því komist að minnast á hugsanlega galla við notkun sjálfrennireiða. Sem dæmi má nefna: Hugsanlegar deilur um ábyrgð – hver ber ábyrgðina þegar sjálfrennireið telst vera valdur að umferðaróhappi eða slysi? Ekki er hægt google á fullri ferð í sjálfstýringu að gera ráð fyrir að þetta verði í öllum Toyota Prius-bifreið Google ekur sjálf með tilvikum svart á hvítu. aðstoð fjölmargra skynjara og GPS-tækja. Áreiðanleiki og öryggi tölvubúnaðar – alkunna er að það sem getur bilað mun bila, fyrr eða síðar. Mikilvægt er að sjálfrennireiðin geti greint bilanir í eigin kerfum og brugðist við þannig að ekki hljótist skaði af. Tölvur eru mannanna verk og því einnig á færi manna að brjótast inn í þær. Eins og dæmin sanna er enginn tölvubúnaður fullkomlega öruggur fyrir árás tölvuþrjóta, hver sem tilgangur með slíku innbroti gæti verið. Lélegri bílstjórar – þar sem hinn almenni ökumaður hefur litla eða enga þörf til að stjórna bifreið í daglegu lífi leiðir það að sér að hann er óreyndur ökumaður þegar á reynir. Slík tilvik gætu verið akstur utan almenns vegakerfis, akstur þegar sjálfstýringar- og umferðarkerfi bila og svo framvegis. Atvinnuleysi – eftirspurn eftir atvinnubílstjórum minnkar, jafnvel hraðar en þeir hverfa sjálfviljugir af vinnumarkaði. Framtíðin Ekki er gott að spá um hversu hraðfara þessi bylting verður í samgöngum manna. Áhugi fjölda bílaframleiðanda og mikið fjármagn frá bæði þeim og ýmsum stofnunum til verkefna af þessu tagi er góð vísbending um að iðnaðurinn sé að búa sig undir breytingar, fyrr en síðar. 70/70 bílar


KjaFtÆði

hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður

kjarninn 23. janúar 2014

Ég veit ekki neitt Hrafn Jónsson skrifar um sjálfan sig

É

g var staddur á yfirgefnum hostel-bar á eyju í Suður-Taílandi þegar Geir H. Haarde bað guð um að blessa Ísland í ræðu sem var að mestu leyti stolin úr kvikmyndinni Armageddon. Ég veitti galtómri þvælunni sem vall upp úr sitjandi forsætisráðherra samt ekki mikla athygli því að ég var allt of upptekinn við að horfa á þá litlu peninga sem ég átti hverfa ofan í eitthvert svarthol sem kallast gengisvísitala. Fram að þessu hafði ég í barnslegri einlægni haldið að peningar væru föst stærð sem ég einn hefði þau forréttindi að kasta á glæ í pizzur, raftæki og illa ígrundaðar utanlandsferðir – ekki eitthvað sem gæti bara gufað upp. Þremur svefntöflum, 50 þúsund króna láni frá fyrrverandi kærustu og 500 evru sekt fyrir smygl á kínverskri DVD-útgáfu af Mýrinni (þar sem Baltasar sjálfur var á kápunni á hestbaki með kúrekahatt) síðar var ég kominn aftur til Íslands – eða Nýja Íslands eins og það var víst kallað; 71/74 KjaFtÆði


atvinnulaus, heimilislaus, skuldugur. Hvernig gat þetta gerst? Til þess að skilja hvernig þetta gat gerst þurfti ég að fara í ferðalag. Ferðalag aftur í tímann. Átján ára gamall fékk ég mér mitt fyrsta kreditkort. Einhverjir myndu spyrja hvað einstaklingur með engar ráðstöfunartekjur hefur að gera með greiðslukort, en sölumaðurinn frá kortafyrirtækinu var ekki sá maður; þvert á móti sagði hann að þetta svarta kort væri fyrir ungt fólk. Ég, verandi ungt fólk, var ekki að fara að efast um orð einhvers sem ætlaði að gefa mér 40 auka þúsund„[...] ég þurfti kalla sem ég gæti eytt í hvað sem hugurinn að afsaka mig úr girntist. Tveimur mánuðum síðar fékk ég svo enskutíma og fara mína fyrstu innheimtuviðvörun. út á bílastæðið Ég mun aldrei gleyma henni því að hún lét sér ekki nægja að nota rautt letur og fyrir utan MH þar hástafi til að undirstrika alvarleika málsins, sem þunnhærður heldur var bréfið sjálft prentað á eldrauðan maður maður með pappír með svörtu feitletri eins og boðskort flóttalegt augna- í sataníska afmælisveislu. Þessu fylgdi mitt og eina kvíðakast. ráð bað mig um að fyrsta Stuttu síðar tók ég annað stórt skref í setjast í aftursætið lífi fulltíða einstaklings og fékk mér mína á skítugri Toyota eigin heimasímalínu. Að sjálfsögðu hringdi Corollu eins og enginn í þetta númer nema sölumenn. Ég hef alltaf átt erfitt með símsölu og þá sérég væri tálbeita í staklega að segja nei þegar ég virkilega vil Kompásþætti.“ segja nei. Það er einhver brotinn partur af mér sem vill að öllum líki vel við mig og það endar oftar en ekki á því að ég segi já, sem aftur hefur skilað sér í gríðarlegu magni af uppsöfnuðum gíróseðlum á heimabankanum mínum frá hinum ýmsu kristilegu góðgerðarsamtökum sem ég hef engan hug á að borga. Í þetta skiptið hringdi maður með titrandi röddu í mig. Hann sagði mér að hann væri að kynna nýja þjónustu, eitthvað sem mundi verða til þess að ég gæti átt náðugt ævikvöld. Einhverjir myndu spyrja hvað menntaskólanemi 72/74 KjaFtÆði


hefði að gera við viðbótarlífeyrissparnað ofan á enga lífeyrissparnaðinn sem hann var með nú þegar. Ekki ég, ég gat ekki sagt nei. Ég reyndi samt hið sígilda bragð: að biðja hann um að hringja aftur seinna í þeirri von um að ég mundi einhvern veginn gleymast, en þrautseigja þessa manns var með ólíkindum. Hann hringdi og hringdi þangað til ég gat ekki hummað þetta fram af mér lengur og ég neyddist til að mæla mér mót við hann. Þar sem ég var í skólanum yfir daginn endaði þetta með því að þessi maður hringdi í farsímann minn, ég þurfti að afsaka mig úr enskutíma og fara út á bílastæðið fyrir utan MH þar sem þunnhærður maður maður með flóttalegt augnaráð bað mig um að „Það er engin setjast í aftursætið á skítugri Toyota Corollu lausn í sjón- eins og ég væri tálbeita í Kompásþætti. sat ég, 18 ára og allslaus, að kvitta á máli. Brandíska Þarna einhverja pappíra í þríriti. Svo keyrði þessi trúðabyltingin er lífeyrisníðingur í burtu og ég sat eftir, alveg ekki að koma til galtómur að innan. Það tók mig mörg ár að eignast einað frelsa okkur hverja peninga. Það var ekki með dugnaði undan lýðræðinu og eljusemi eða hugviti heldur með gömlu í faðm sósíó- aðferðinni: að verða fyrir strætisvagni og anarkismans [...]“ fá miskabætur. Ég gleymi aldrei þegar ég fór fyrst í bankann eftir það til þess að fá fjármálaráðgjöf og þjónustufulltrúinn fletti mér upp, sá greiðsluna frá VÍS, brosti, og sagði „Til hamingju!“ eins og ég hefði unnið stóra plastávísun í einhverju bótalottói. Það næsta sem hún sagði mér var að ég þyrfti að drífa mig í að losa þessa peninga út af bankareikningnum og byrja að láta hann vinna fyrir mig. Hún sagði „Sjóður 9. Lítil áhætta og mikill ávinningur.“ Hún náði mér á hugmyndinni um að láta peningana vinna fyrir mig þar sem ég hafði prufað að vinna fyrir peningum og líkað það illa. Ég labbaði út úr bankanum og var alveg óvart orðinn einhvers konar fjárfestir. Spólum áfram um hálft ár og allt þetta fé var horfið. Taílenska bahtið át íslensku krónurnar, restin af krónunum var frosin í einhverjum peningamarkaðssjóði, Baltasar Kormákur 73/74 KjaFtÆði


í kúrekabúningi var engan veginn 500 evra virði og ég hafði bara tvisvar notað 35 þúsund króna Adidas-hlaupaskóna sem ég keypti í einhverri bótamaníu. Þarna var að fullu staðfest að ég veit ekki neitt. Ég vissi svo sem alveg að ég vissi ekki neitt. Það sem ég vissi hins vegar ekki var að þeir sem ég hélt að ættu að hafa vit fyrir mér vissu ekki neitt heldur. Af þessu get ég einungis dregið þá ályktun að enginn viti nokkurn tíman neitt um nokkurn skapaðan hlut. Kreditkortasölumaðurinn vissi ekki neitt, lífeyrissjóðsníðingurinn vissi ekki neitt, þjónustufulltrúinn minn vissi ekki neitt. Heil keðja af fólki sem veit ekki neitt að segja öðru fólki sem veit ekki neitt eitthvað kjaftæði eftir skipun frá einhverjum millistjórnanda sem veit pottþétt minnst af öllum. Og ef einhver veit eitthvað þá er viðkomandi líklega að nota þá vitneskju til þess að blekkja einhverja vitleysinga. Það er ekkert skrítið að heil kynslóð hafi ekki nokkurn áhuga á eða beri traust til lýðræðis. Hvernig getur maður lagt traust á hóp fólks sem maður hefur ekki nokkra minnstu trú á að viti á nokkurn hátt hvað það er að gera? Það er engin lausn í sjónmáli. Brandíska trúðabyltingin er ekki að koma til að frelsa okkur undan lýðræðinu í faðm sósíó-anarkismans, það er heldur ekkert sjarmerandi ofurmenni á leiðinni til að leiða okkur í mjúka fjötra menntaða alræðisríkisins og ef Messías kemur aftur er hann líklega að fara að kasta okkur flestum rakleitt í pyttinn. Það eina sem mun standa eftir er Elliði Vignisson, standandi á fjallháum haug af logandi rusli íklæddur brynju úr gömlu dekkjagúmmíi, að píska áfram emjandi hjörð af náttúruverndarsinnum sem eru tjóðraðir við Herjólf og draga hann skref fyrir skref út úr Landeyjahöfn eins og egypskir þrælar að hlaða pýramídana í Gísa. Ég gæti líka látið reyna á smá lágmarkssjálfsábyrgð og farið á námskeið í fjármálalæsi hjá Íslandsbanka. Ætli það sé hægt á raðgreiðslum?

74/74 KjaFtÆði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.