Vappaðu með mér Vala

Page 1

Vappaðu með mér Vala Ása Ketilsdóttir kveður, syngur og segir sögur


Vappaðu með mér Vala Umsjón með útgáfu: Rósa Þorsteinsdóttir og Skúli Gautason © Eigin lög og textar: Ása Ketilsdóttir Teikningar: Ása Ketilsdóttir Hönnun og umbrot: Ásta Þórisdóttir Hljóðvinnsla: Skúli Gautason Þýðingar á texta: Magnús Rafnsson Prentun: Myndbandavinnslan Strandagaldur ses og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Hólmavík 2010 Menningarráð Vestfjarða styrkti þessa útgáfu Öll réttindi áskilin Útgáfu þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda. © Strandagaldur ses Galdrasýning á Ströndum - Icelandic Sorcery & Witchcraft Höfðagata 8 510 Hólmavík Ísland - Iceland galdrasyning@holmavik.is www.galdrasyning.is Vefverslun - Vappaðu með mér Vala - Online shop www.galdrasyning.is/asudiskur

ISBN 978-9979-9584-6-8


Heimur Ásu Ása Ketilsdóttir fæddist árið 1935 á Ytra-Fjalli í Aðaldal, dóttir hjónanna Ketils Indriðasonar (1896-1971) og Jóhönnu Björnsdóttur (1899-1998). Þar ólst Ása upp, en tuttugu og eins árs gömul fór hún vestur í Ísafjarðadjúp til stuttrar dvalar, þar sem hún kom föðursystur sinni til hjálpar og sá um heimili hennar á meðan hún dvaldi á sjúkrahúsi. Þar með voru örlögin ráðin því kynni Ásu af bóndasyni á næsta bæ urðu til þess að hún hefur nú átt heimili á Laugalandi við Ísafjarðardjúp í meira en 50 ár. Hún giftist Halldóri Þ. Þórðarsyni (1920-1995) sumarið 1958 og þau bjuggu með foreldrum hans til 1968, en tóku þá við búskap á Laugalandi. Áður en Ása flutti alfarið vestur stundaði hún nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann á Laugum í Reykjadal. Hún var síteiknandi frá unga aldri og hafði löngun til að læra meira í þeirri listgrein, en hana langaði einnig til að verða garðyrkjukona og bóndi. Ása býr þó ekki aðeins yfir hæfileikum á sviði myndlistar því alla tíð hefur hún átt auðvelt með að orða hugsanir sínar og tilfinningar bæði í bundnu og óbundnu máli. Enn er ótalinn áhugi hennar á ýmsum fornum og þjóðlegum fróðleik en eflaust hefur uppeldi hennar átt sinn þátt í því að kveikja þann áhuga og halda honum við. Efnið sem Ása Ketilsdóttir fer með á þessum diski hefur hún nær allt lært á bernsku- og æskuheimili sínu. Á Ytra-Fjalli var sterk hefð fyrir því að kveða, syngja, yrkja og segja sögur. Báðir foreldrar Ásu bjuggu yfir ýmsum þjóðlegum fróðleik sem þau höfðu lært af foreldrum sínum og ömmum og miðluðu síðan áfram til barna sinna. Ása segir sjálf að móðir hennar hafi sungið mikið og kunnað margar vísur og kvæði. Margt af því hafði hún lært af ömmu sinni og fer Ása með a.m.k. eina vísnanna hér á diskinum. Sömu sögu segir Ása af föður sínum sem kunni ákaflega mikið af kvæðalögum en slík kunnátta var þá að hennar sögn orðin frekar sjaldgæf og jafnvel talin sérviska. Bæði Jóhanna og Ketill sögðu börnum sínum einnig allskonar sögur og ævintýri. Það var oft gert á meðan heimilis- og bústörfin voru leyst af hendi. Jóhanna sagði til dæmis sögur á meðan hún þvoði gólf, þegar hún mjólkaði og skildi mjólkina. Gólfþvotturinn var tímafrekur því gólfið var fyrst bleytt, sandi var stráð á það og síðan nuddað vel með blautri tusku. Það þurfti að teygja sig út á blettina í kring til að ekki yrðu blettaskil og við þetta lá húsmóðirin á hnjánum á strigapoka. Á meðan sátu börnin uppi í rúmunum og hlustuðu á sögurnar en lengdin á þeim miðaðist oft við stærðina á gólfinu. Sagan af Rauða bola var til dæmis fleiri gólfa saga. Ketill sagði sögur bæði við gegningar og heyskap en við heyskapinn var einnig vinsælt hjá systkinunum á Ytra-Fjalli að kveðast á. Við þá íþrótt var nauðsynlegt að kunna sem flestar vísur því hún fólst í því að kveða strax nýja vísu sem byrjaði á sama staf og síðasta orð í vísunni á undan byrjaði á. Í keppninni mátti bæði nota lausavísur og vísur úr rímum eða kvæðum, en bannað var að bjarga sér með því að yrkja vísur á staðnum. Ása var víst stundum ásökuð fyrir að brjóta þá reglu af systkinum sínum. Sú ríkulega hefð sem einkenndi umhverfi Ásu í uppvextinum ásamt áhuga hennar sjálfrar hafa orðið til þess að hún getur ausið af brunni vísna, kvæða, þula og sagna sem virðist vera nær óþrjótandi. Í þessari útgáfu birtist því


aðeins lítið brot af því hefðbundna efni sem Ása kann, auk efnis eftir hana sjálfa. Ása kveður hér nokkrar vísur úr Rímum af Reimari og Fal hinum sterka sem ortar voru af Hákoni Hákonarsyni (um 1793-1863) í Brokey 1832. Þessi rímnaflokkur var einn þeirra sem Ása ólst upp við að faðir hennar, Ketill, kvæði sér og öðrum til skemmtunar. Rímur má skilgreina sem löng kvæði þar sem sagðar eru sögur og er venjan sú að söguefnið skiptist niður í einstakar rímur sem saman mynda síðan rímnaflokk. Þær virðast langoftast hafa verið ortar eftir sögum sem voru til fyrir, oftast riddarasögum, fornaldarsögum eða ævintýrum, nokkrar rímur eru ortar eftir Íslendingasögum og einstaka eru til um kristileg efni. Rímur eru ortar undir ákveðnum bragarháttum, með föstum reglum um rím og stuðlasetningu og innan hvers rímnaflokks er venjan að skipta um bragarhátt við hverja nýja rímu. Í þeim er notað skáldlegt mál, svo sem heiti og kenningar, sem gerir það að verkum að málfar rímnanna er langt frá hversdagslegu máli og þarf nokkra þjálfun til að fylgja söguþræðinum. Íslendingar hafa lengi ort önnur kvæði, og ekki síst lausavísur, undir sömu bragarháttum og rímur, þ.e. rímnaháttum. Segja má að vísnagerð hafi verið þjóðariðkun frá fornu fari og hlutverk vísnanna og efni þeirra er nánast samofið lífi þjóðarinnar í landinu. Fáir hafa lýst þessu betur en Stephan G. Stephansson (1853-1927) gerir í vísum sínum um íslenskan kveðskap: Undarleg er íslensk þjóð! Allt sem hefir lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefir ‘ún sett og skrifað. Hlustir þú, og sé þér sögð, samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: Landið, þjóðin, sagan. Vísurnar sem Ása kveður á diskinum bera vitni um þessi fjölbreytilegu yrkisefni. Þar er fjallað um náttúruna, ástina, heimþrá og söknuð eftir látnum vinum; en einnig er ort um hesta, ferðalög, drykkjuskap og veðrið. Nokkrar vísnanna tengjast yfirnáttúrlegum efnum og eru þar bæði særinga- og ákvæðavísur auk nokkurra sem eignaðar eru draugum sem birst hafa fólki í draumi og komið vís-um sínum þannig til skila. Þá eru ótaldar barnagælurnar sem einnig eru fjölbreyttar að efni og sumar ortar af ættingjum Ásu. Í þessum vísum birtast oft litlar myndir úr daglegu umhverfi barnsins: þar er kveðið um dýrin og blómin, börnin sjálf og leiki þeirra og störf. Allar þessar vísur eru kveðnar með kvæðalögum sem líka geta verið rímnalög en eru kveðin með nokkuð öðrum blæ við lausavísurnar. Ása kann mörg kvæðalög og er athyglisvert að vísurnar eru ekki fastbundnar ákveðnum lögum í hennar


huga. Þannig getur hún haft eitt lag við vísuna í þetta sinn en annað næst allt eftir því hver tilgangurinn er með flutningnum eða hverju andinn blæs henni í brjóst. Lengri þulur og kveðlingar hafa jafnt og stuttar vísur verið taldar til barnagæla og hér kveður Ása nokkrar þulur. Flestar þeirra lærði hún af föður sínum sem kvað þulur fyrir börnin áður en þau fóru með bænirnar sínar fyrir svefninn. Þulur eru ljóð í mjög frjálsu formi. Í þeim eru aldrei fastbundin erindaskil, oft eru ljóðlínur mjög mislangar og stuðlasetning er óbundin og stundum engin. Oft er ekkert endarím en sé það notað er það oftast einfalt samrím. Jón Árnason þjóðsagnasafnari lýsir einkennum þula í drögum að inngangi að útgáfu á þeim sem varðveitt eru í handritadeild Landsbókasafns (Lbs. 587 4to VII): Í þulunum er daglega lífinu, þjóðsögum og barnasögum blandað saman í eina bendu og sífellt hlaupið úr einu í annað, án þess hinir einstöku hlutar séu tengdir saman af nokkurri fastri hugsun, [...] hugmyndirnar leika lausar, hoppa og stökkva eins og ljósgeislarnir í marglitu gleri. Sigríður Pálmadóttir hefur fjallað um stemmur og þululög Ásu og fjölskyldu hennar í fróðlegri grein sem ber titilinn „Tónlist í munnlegri geymd“ og birtist í veftímaritinu Netlu 2007. Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu að hjá Ásu sé eitt þululag ríkjandi, sem sé síðan endurtekið með tilbrigðum, og annað stef sé síðan „notað til að brjóta upp og setja blæbrigði á laglínuna.“ Auk kvæðalaga og þululaga flytur Ása sálmalög í þessari útgáfu. Hún syngur þó ekki sálma undir þessum lögum heldur texta sem kallaðir hafa verið druslur. Þetta eru gamantextar sem ortir hafa verið við sálmalög. Sumir hafa talið að þetta hafi verið gert vegna þess að fólk hafi ekki viljað syngja sálma hversdags en vantað texta til að læra sálmalögin. Önnur hugmynd er sú að þetta hafi verið gert eingöngu til skemmtunar og þessir bulltextar verið ortir við sálmalögin einmitt vegna þess að þau lög kunnu allir. Þá eru ótaldar sögurnar sem Ása segir. Eins og áður kom fram lærði hún sögur af báðum foreldrum sínum en hún lærði einnig sögur af því að lesa þær sjálf. Hún kann ótal sögur af kóngi og drottningu í ríki sínu og karli og kerlingu í koti sínu, en hér eru birtar þrjár kímnisögur sem Ása lærði af móður sinni. Skúli Gautason hljóðritaði efnið heima hjá Ásu á Laugalandi sumarið 2006 og hann hefur séð um alla hljóðvinnslu. Hann valdi einnig efnið í samráði við undirritaða og Ásu sjálfa og saman sáum við um þessa útgáfu. Rósa Þorsteinsdóttir


Ása’s World / The World of Ása Ketilsdóttir Ása Ketilsdóttir was born in 1935 on the farm Ytra-Fjall in Aðaldalur in the North-East. Her parents were Ketill Indriðason (1896-1971) and Jóhanna Björnsdóttir (1899-1998). Ása was brought up on the farm and when she was twenty one years old she travelled to Ísafjarðardjúp in the North West, with a short stay in mind to keep house for her father‘s sister while she spent some time in a hospital.This was a turning point in Ása‘s life, for 50 years since that time she has lived at Laugaland by Ísafjarðardjúp. In 1958 she married Halldór Þ. Þórðarson (1920-1995) and the couple lived with her in-laws until 1968 when the young couple took over the farming in Laugaland. Before Ása moved west she had studied in the Arts and Crafts School in Reykjavík and at the Girls‘ College at Laugar in Reykjadalur. She had always spent a lot of time drawing and had longed to study art but she had also wanted to become a farmer and gardener. However, visual art is not her only talent because putting her thoughts and emotions into words has always come naturally to her, in poetry as well as in prose. Another of her interests was ancient folklore, something that undoubtedly was an effect of her upbringing and that she always kept alive. Most of the material Ása performs on this disc she learned when growing up. At the household in Ytra-Fjall there was a living tradition of reciting, singing and composing verses and telling stories. Both of Ása‘s parents knew a lot of folklore which they had learned from their own parents and grandparents, and which they taught their children. Ása says that her mother sang a lot and knew by heart a considerable amount of poetry and verses. She learned much from her mother and Ása performs at least one of those songs on this disc. According to Ása her father knew a lot of tunes for rhyming ballads and at the time such knowledge was becoming rare and even regarded as eccentricity. Jóhanna and Ketill both told their children all kinds of stories and fairy tales. This they did while they carried out the work on the farm and in the home. Jóhanna would tell her stories while she was washing the floor, milking the cows and skimming the milk. Washing the floor took its time for the floor was first moistened, then sand was sprinkled over it and finally rubbed with a wet cloth. One had to stretch all over the floor to prevent any blemishes. The housewife would do this kneeling on a piece of burlap while the children sat on the beds and listened to the stories whose length would depend on the size of the floor. The Story of Red Bull would only be told when several floors were cleaned. Ketill told stories while attending the livestock and during haymaking and when the children helped with the latter they also competed in verse reciting. This meant you had to know a lot of verses since you had to start a new one with a word beginning with the same letter as the last letter in the previous verse and it was strictly forbidden to use a verse that you just made up, a charge occasionally used against Ása by her brothers and sisters. The living tradition that coloured Ása‘s environment when she was growing up, along with her own interest, means that she is a seemingly inexhaustible mine of verses, poetry, lays, and stories. On this disc we have only a fragment of the traditional material that Ása knows and in addition some of her own making.


Ása recites a few verses from ‘Rímur’ of Reimar and Falur the Strong which were written in Brokey-island in 1832 by Hákon Hákonarson (ca. 1793-1863). This group of rímur, is among the ones that Ása heard her father sing to his own and others enjoyment. Rímur can be defined as long epic poems and usually the poem is divided into groups that together tell the whole story. Most often these were based on known stories, often chivalric romances, heroic sagas or fairy tales. Several rímur are based on Icelandic sagas and a few on Christian legends. Certain types of metres are used with strict rules of alliteration and rhyming, and generally a different type of metre is used in each group. The language is poetic with metaphors and denominations, making familiarity with the genre necessary to understand the poetry since the language is quite unlike the spoken language. The same metres used in the rímur have long been used in Icelandic poetry, especially in the traditional single verses or ditties. Putting together such verses can be said to be a national pastime and the subject of the verses is closely tied to the Icelandic way of life for centuries. The highly respected poet Stephan G. Stephansson (1853-1927), who lived all his adult life in N-America, describes this in a poem about Icelandic poetry. Stephan says that in a peculiar way the Icelandic nation has written its history and life in poetry and that if your listen closely to the occasional verses you can hear the land, the nation and its history. The verses that Ása recites on the disc give an idea of the varied subjects of the poetry. It deals with nature, love, homesickness, and regret over the passing of friends, and there are also verses about horses, travelling, drinking and the weather. A few verses touch on supernatural things, such as invocations and cursing verses and finally some that are supposed to have been composed by ghosts and revealed in dreams. Finally there are many kinds of nursery rhymes, some of which were made by Ása‘s relatives. Most of these reveal miniatures of the daily environment of the children, the animals and the flowers, the children themselves and their games and chores. These verses are sung to melodies that can also be used for the rímur but are sung in a different way when used with single verses. Ása knows many rímurtunes and it is interesting to notice that a certain tune is not completely bound with the words. Her way of reciting a verse will vary according to the purpose of the performance or to what comes first to mind. Longer þulur have been classified as nursery rhymes and several of those are here in Ása‘s performance. Most of them she learned from her father who recited them before the children did their evening prayers. Þulur are poetry in a loose form, they are not divided into verses, the lines are of different lenght and alliteration is loose and not always present. Rhyme words are simple and not always present at the end of the lines. Jón Árnason, the 19th century collector of folklore, describes the þulur in an introduction preserved in the manuscript collection of the National Library (Lbs. 587 4to VII): Life, folktales and children‘s stories are gathered into a tangle, drifting from one thing to another without tying the subject matter with a steady thought ... the ideas jump and skip all over like light in many coloured glass. Sigríður Pálmadóttir has discussed the tunes and melodies used by Ása and her


family in an interesting article called „Music in Oral Transmission“, published in the web magazine Netla in 2007. Her conclusion is that in Ása‘s performances one þulur tune is dominant but used with variations, and another one is „used to break up and colour the original tune“. In addition to the verses and þulur Ása performs hymn tunes in this collection. She doesn‘t sing the hymns themselves, instead she uses texts that are called ‘rags’, comic texts that have been composed to fit the hymn tunes. One of the explanations for this is that the public didn‘t like to sing hymns on a daily basis but needed lyrics to learn the tunes. Another idea is that this was simply entertainment and the hymn tunes used simply because everybody knew the tunes. Finally Ása is also adept at storytelling. She learned stories from both her parents as stated above and in addition she also learned stories by reading them herself. She knows uncountable stories of ‘kings and queens on their thrones and couples in their poor cottages’. The stories here are three humorous ones she learned from her mother. The material was recorded at Ása‘s home at Laugaland during the summer of 2006 by Skúli Gautason who also produced the disc. Selecting the material was done by him in collaboration with Rósa Þorsteinsdóttir and Ása Ketilsdóttir herself. Rósa Þorsteinsdóttir



1. Smalaþula A Shepherd’s lay where he tells his faithful dog how to assist him. Vappaðu með mér Vala verð ég þig að fala komdu ekki að mér kala keyrðu féð í hala. Nú er dögg til dala dimma tekur á víðinn fjármannahríðin. Þú átt að elska smalann sem þitt eigið blóð. Fjármannahríðin er full af bölmóð.


2. Heyrði ég í hamrinum ’I heard in the cliff face’ is about a man riding past a cliff and hearing an elf woman and her eight children. The second half is about the traveller himself. Heyrði eg í hamrinum hátt var þar látið og sárt var þar grátið. Búkonan dillaði börnunum átta: Ingunni, Kingunni, Jórunni, Þórunni, Aðalvarði, Ormagarði, Eiríki og Sveini. Þetta kváðu stúlkurnar í steini. Ekki heiti ég Eiríkur þó ég sé það kallaður. Ég er sonur Sylgju, sem bar mig undan bylgju. Bylgjurnar báðar brutu mínar árar langt úti á sjó. Hafði ég í hægri kló hornin löng og mjó. Allar mínar sorgirnar batt ég undir skó. Hallast ég á hesti mínum ríða verð ég þó. Ríðum og ríðum hart hart í skóginn löng er leiðin löt eru tryppin týnt hef ég hníf mínum troðið mína skó hallast ég á hestinum ríða verð ég þó.


3. Á hestbaki Fyrri vísan er eftir Ásu Ketilsdóttur, en sú seinni eftir Sigurð Eiríksson (1840-1911) sem lengi var vinnumaður í Kalmannstungu í Borgarfirði.

Horse riding is the subject of both these verses. The first is by Ása Ketilsdóttir, the second by Sigurður Eiríksson (1840-1911), for a long time a farm worker in Kalmannstunga in Borgarfjörður. Áfram geysist hrossahjörð hitna brúnir vangar. Kveð ég Dranga, dal og skörð dýrleg moldin angar. Lyngs við bing á grænni grund glingra eg og syng við stútinn. Þvinga eg slyngan hófa hund hringinn í kringum Strútinn.

4. Norðurfjöllin nú eru blá Höfundur fyrri vísnanna tveggja er Gísli Vigfússon (um 1637-1673) skólameistari á Hólum.

These three verses all express love of nature with a touch of homesickness. The first two are by Gísli Vigfússon (ca. 1637-1673), principal of the clerical school at Hólar. Norðurfjöllin nú eru blá, neyð er að slíku banni. Eg er komin of langt frá ástarföstum ranni. Ýtar sigla í önnur lönd auðs að fylla sekki. Eigðu Hof á Höfðaströnd hvort þú vilt eður ekki. Bernsku forðum aldri á eið mér þorði að vinna, fyrir norðan fjöllin há, fögur skorðin tvinna.


5. Barnagælur Önnur vísan er oftast eignuð Þórði Magnússyni á Strjúgi í Langadal, A-Hún. Þórður hefur verið talinn með merkustu rímnaskáldum á 16. öld. Þriðju vísuna lærði móðir Ásu af ömmu sinni, Jóhönnu Jóhannesdóttur (1839-1920) frá Laxamýri. Fölnar smái fífillinn er eftir Baldvin Halldórsson (1863-1934) Skagfirðingaskáld. Hýrt er auga hnöttótt kinn hefur verið eignuð Sigríði Brynjólfsd.(f. um 1776), húsfreyju á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, og sögð ort um Jón Runólfsson, dótturson hennar. Hallar drjúgum degi þeim er eftir afa Ásu, Indriða Þorkelsson (1869-1943), bónda á Ytra-Fjalli, eins og vísan: Maðurinn sem úti er undrun vekur mína heilanum úr höfði sér hann er búinn að týna. Hún er tilbrigði við vísu sem ort var í orðastað barnanna á Fjalli þegar þau sáu kollótta kind og hljóðar svo: Kindin sem að úti er undrun vekur mína hornunum af höfði sér hún er búin að týna.

A collection of nursery rhymes in the form of occasional verses. Many of them address the children, others are put into their mouths while some are description of children and their world. The last but one is a list of childrens’ names. The second verse is by Þórður Magnússon from Strjúgur in Langidalur in Eastern Húnavatnssýsla county. He has been regarded as one of the most distinguished author of rímur in the 16th century. The third verse Ása learned from her grandmother, Jóhanna Jóhannesdóttir (1839-1920) from Laxamýri. The verse starting ‘Fölnar smái fífillinn’ is by Baldvin Halldórsson (1863-1934) who was called ‘Poet of Skagafjörður’. ‘Hýrt er auga hnöttótt kinn’ has been attributed to Sigríður Brynjólfsdóttir (born ca. 1776) housewife at Þorvaldsstaðir in Skriðdalur and it is said to be about her grandson Jón Runólfsson. ‘Hallar drjúgum degi þeim’ is by Ásas’s grandfather, Indriði Þorkelsson (18691943) farmer at Ytra-Fjall and so is also the verse ‘Maðurinn sem úti er’. It is a variation of a verse which was put into the mouth of the children at Fjall when they saw a sheep with no horns.


Við skulum fara að sofa senn svona tíminn líður. Kemur ekki kaffið enn? Hvar er hún Ingiríður?

Fölnar smái fífillinn fegurð sá er rúinn. Öll eru stráin stálfreðin stakki gráum búin.

Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Eg hef heyrt í alla nátt andardrátt á glugga.

Hýrt er auga hnöttótt kinn haka stutt með skarði þessi fagri fífillinn finnst í bóndans garði.

Við skulum ekki hafa hátt hér í eyrum manna. Gerum heldur geðið kátt, Guðrún mín Jóhanna.

Hallar drjúgum degi þeim dregur hann sig á hnjánum. Verið er nú að hóa heim Hafralækjaránum.

Hafðu ekki hátt um þig heyrir til þín örninn. Kári úti hvessir sig kann að taka börnin.

Sitja á palli systurnar sæmilega kinnrjóðar raula áfram rímurnar Rannveigu til skemmtunar.

Kveða skal um kollhúfumann kýrnar þorði ei binda ógirtur svo hleypur hann og heldur í brókarlinda.

Maður kominn úti er, ósa ljósa brekka, biður hann að beina sér blöndusopa að drekka.

Drengurinn í dvölinni dugir vel að róla, honum var gefið í hörpuskel á hátíðinni jóla.

Maðurinn sem úti er undrun vekur mína heilanum úr höfði sér hann er búinn að týna. Komdu hingað, kindin mín, kokkurinn vill þig finna. Gefur þér brauð og brennivín, bláan og rauðan tvinna. Sigga, Vigga, Sunneva, Salka, Valka, Halldóra, Þura, Borga, Þorkatla, Þórunn, Jórunn, Arnþóra. Illt er mér í augunum eru það syndagjöldin. Dágott þykir draugunum að drolla seint á kvöldin.


6. Fallinn er gamli Gráni nú Texti eftir óþekktan höfund sunginn við sálmalag. Slíkir gamantextar sem ortir voru við sálmalög voru kallaðir druslur.

A lament about the farmer’s favourite horse with the hope that the rider will see The Gray One in the afterlife. An unknown author wrote these lyrics that were sung to a hymn tune. Such comic lyrics to hymn tunes were called ‘rags’. Fallinn er gamli Gráni nú gloppa kom þar í pabba bú. Oss er ei töpuð lúthersk trú, en mamma huggar ei pabba nú, ei nú sem skildi. Féll þar af stofni ein fögur grein, frá okkur sviptust Grána bein, ást hans til pabba virtist hrein og vindhanagæði ei voru nein, ei nein hjá honum. Fara mun svo að faðir minn fer sömu leið og Gráni hinn þá hittir hann elsku vininn sinn og verður feginn að skríða inn, inn hjá þeim gamla.

7. Særingar og ákvæði Ása eignar Þormóði Eiríkssyni (um 1668-1741) báðar vísurnar, en sú seinni hefur verið eignuð ýmsum skáldum. Þormóður er oftast kenndur við Gvendareyjar í Breiðafirði og eru þekktar sögur af fjölkynngi hans og ákvæðaskáldskap.

In the first of these magical verses the old god, Óðinn, is invocated by a sealhunter, and the second is a threat of a curse verse. According to Ása both of these verses were made by Þormóður Eiríksson (about 1668-1741), but the second one has been attributed to various poets. Þormóður was associated with Gvendareyjar islands in Breiðafjörður and several stories are known about his magic and curse verses. Kobbi, Kobbi komdu á land klæddur loðnu skinni. Óðinn reki þig upp í sand eftir beiðni minni.

Fyrir seinast samin þín svörin meinahögu á ég að reyna, rýjan mín, að raula eina bögu.


8. Druslur Fyrra erindið hefur verið eignað Árna Böðvarssyni (1713-1776), bónda og skáldi á Ökrum á Mýrum. Seinna erindið er úr kvæðinu Gunnvarar sálmi, sem ortur er í orðastað förukonu, líklega af Jakobi Jónssyni (1724-1791), bónda á Ísólfsstöðum á Tjörnesi.

In both these ‘rags’ food is in the poets’ minds. In the first verse the wish is that various things will turn into food, and the second is a praise for a man who gave the visitor plenty of it. The first verse has been attributed to Árni Böðvarsson (1713-1776), farmer and poet of Akrar in Mýrar region. The second verse is from ‘The Hymn of Gunnvör’ which was written as the words of a woman vagrant, probably by Jakob Jónsson (1724-1791) farmer at Ísólfsstaðir in Tjörnes. Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk, undirdjúpin að skyri, fjöll og hálsar að floti og tólg, flóar að súru sméri. Uppfyllist óskin mín, öll vötn með brennivín, ákavíti áin Rín, eyjar í tóbaksskrín, Grikkland að grárri meri. Framandi kom ég fyrst að Grund fallegur var sá staður. Þórarinn bar mjög þýða lund það var blessaður maður. Hann gaf mér hveitibrauð, hangikjöt líka af sauð, setti á sessu ver, svona lét hann að mér. Líkaminn gjörðist glaður.


9. Vísur Fyrri vísan er eftir Þorgrím Pétursson (1843-1923), bónda í Nesi í Aðaldal, og kveðin með kvæðalagi hans.

Occasional verses, both description of winter weather. The first verse is by Þorgrímur Pétursson (1843-1923) farmer at Nes in Aðaldalur and recited with his original tune. Skaðafrost með skafrenning skammt frá bænum glórir. Kollheiður en kring í hring klakkabakkar stórir. Yfir stranga Laxalá leit ég spanga þundinn Sauðatanga suður frá sveigja ranga hundinn.

10. Nú er ekki neitt að frétta Fyrri vísan er á einum stað kölluð „gömul veðurvísa úr Grímsey“.

‘No news’ tell that nothing is newsworthy except the harshness of winter both at sea and on land. The first verse is in one place called ‘an old weather verse from Grímsey’.

Nú er ekki neitt að frétta nema kuldann. Höldar róa heldur sjaldan hávaxin þeim þykir aldan.

Ásbjörn bóndi úti varð og yfir sauðum. Neðri Hóls- á fjöllum fríðum fylgdi honum lukkan tíðum.


11. Stúlkurnar ganga Þessar „stúlkuþulur“ er oftast farið með sem þrjár sjálfstæðar þulur, en í föðurfjölskyldu Ásu virðist hafa myndast sú hefð að fara með þær hverja á eftir annarri, í þessari röð.

All three of these þulur are descriptions of the ideal girl and the wealth of him who gets his dream girl. Most often these are recited as three separate poems but in Ása’s family it seems to have been traditional to recite them one after another in this sequence. Stúlkurnar ganga sunnan með sjá með línsvuntur langar og léreftin blá. Ekki er ólagið á eina þeirra vil ég fá. Það skal verða stúlkan mín sem á undan gengur hún ber gull í festi spennir ofan í belti laufaprjóna ber hún þrjá falleg er hún framan á með gullspöng um enni og það sómir henni, stúlkunni minni. Hún er dýr og drengileg hún er skýr og skikkanleg hún gengur hógvær hvert sinn um bæinn. Röskleg og ráðsvinn reyna má það hug minn hvenær sem ég fljóð finn fagnar allur þankinn þá er burt hryggðin og hvar mun þá styggðin? Stúlkan sem ég sá í gær elti ég hana í öll hús einkanlega í lambhús fram á mel og upp í sel alla daga fari hún vel silki er hennar sokkaband sjálf má hún leysa. Leysir sá er leysa kann það er hann ungi hofmann


og hjörturinn rann. Átti ég í skóginum auðinn þann gullhringinn góða og geymir hún hann. Stúlkan í steininum ekki kemur hún heim í kvöld að bera á borð handa sveininum stúlkan í steininum. Rauðklædd og grænklædd hleypur hún um teigana allir vilja piltarnir eiga hana. Hún er dýr og drengileg hún er skýr og skikkanleg hún gengur hógvær hvert sinn um bæinn röskleg og ráðsvinn reyna má það hug minn hvenær sem ég fljóð finn fagnar allur þankinn þá er burt hryggðin og hvar mun þá styggðin?

12. Hættu að gráta Mangi minn A boy is comforted by what his father will bring when his ship comes to land. Hættu að gráta, Mangi minn, á morgun kemur skipið. Færir þér hann faðir þinn fíkjurnar og sykurinn, en ekki kemur Hjaltalín með hripið.


13. Aldurhniginn féll á fold Karl Jónasson (1865-1932) frá Belgsá í Fnjóskadal orti um Kristján Jónsson (18321913), bónda í Úlfsbæ í Bárðardal.

The verse tells that a good man has just been buried. Karl Jónasson (1865-1932) from Belgsá in Fnjóskadalur wrote this about Kristján Jónsson (1832-1913) farmer at Úlfsbær in Bárðardalur. Aldurhniginn féll á fold, felldu margan örlög köld, sjaldan hefi ég svartri mold seldan vitað betri höld.

14. Talnaþula This þula is an aid in teaching how to count up to twenty with references to daily life. Einn og tveir inn komu þeir. Þrír og fjórir furðu stórir. Fimm, sex, sjö og átta svo fóru þeir að hátta. Níu, tíu, ellefu og tólf lögðu plöggin sín á gólf. Svo fóru þeir að sofa og sína drauma að lofa. En um miðjan morgun hún mamma vakti þá. Þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán fætur stukku þeir á. Svo fóru þeir að smala suður fyrir á. Sautján, átján lambærnar sáu þeir þá nítján voru tvílembdar torfunum á. Tuttugu sauðirnir suður við sel. Teldu nú áfram og teldu nú vel.


15. Draugavísur Margar draugavísur verða til þegar framliðnir birtast fólki í draumi. Oft hafa þeir látist með voveiflegum hætti og vilja láta vita um afdrif sín og hvar þeir séu niður komnir.

Ghost verses that describe resting places of casualties in the mountains and at sea in the words of the deceased. Many ghost verses have appeared after people dreamt of deceased persons. Those had often died in mysterious ways and wanted to let it be known how they had died and where they were. Svo var röddin drauga dimm að dunaði í fjallaskarði. Heyrt hef ég þá hljóða fimm í Hólakirkjugarði. Dimmt mér þótti Dals við á, dró af gaman að hálfu. Að mér sóttu þrjótar þá þrír af Satans hálfu. Enginn breiðir ofan á mig inni í heiðadrögum. Fram um breiðan fjallastig feigðin eyðir dögum. Eg er á floti út við sker, öll er þrotin vörnin, báran vota vaggar mér, þú veist hvað notalegt það er.


16. Nafnaþula A genealogical line of direct descendants of Óðinn, king of all, showing the patronymic system still used in Iceland. The second half praises what the new day will bring. Bárður Björgólfsson, Björgólfur Hringsson, Hringur Hreiðarsson, Hreiðar Garðsson, Garður Gunnarsson, Gunnar Refsson, Refur Ráðfinnsson, Ráðfinnur Kolsson, Kolur Kjörvaldsson, Kjörvaldur Bjórsson, Bjór Brettingsson, Brettingur Hakason, Haki Óðinsson, Óðinn kóngur allra trölla faðir. Upp er runninn dagur bæði ljós og fagur. Úti stendur tík mín í túni týndi ég honum Trampa-Jóni þar trúi ég hann fúni. Gott er að ríða sandana mjúka það gjörir ekki hestana sjúka. Látum yfir steinana strjúka þá gjörir á bæjunum rjúka. Konur bera mat á borð breiða niður dúka við skulum ekki skyrinu öllu úr Skagafirði ljúka. Komdu út, Kjúka. Komdu út, litla Kjúka.


17. Fyrir austan mána og vestan sól Höfundur lags og texta er Ása Ketilsdóttir. Ort 2005 undir áhrifum frá sögu í 1001 nótt, Ansem og andadrottningin.

‘East of the moon and west of the sun’, is a poem praising the dreams of youth and how they live on. The tune is by Ása Ketilsdóttir as well as the words which were written in 2005, inspired by a story from 1001 Night, ‘Ansem and the Duck Queen’. Ég man þá góðu, glöðu daga er gekk ég barn um engi og haga og átti draum um öruggt skjól fyrir austan mána og vestan sól. Þar risu glæstar, háar hallir og hljómar þaðan bárust snjallir. Því ævintýrin áttu skjól fyrir austan mána og vestan sól. Ég heyrði gullnar klukkur klingja og kóngsdæturnar fögru syngja, sá gimsteinanna glitra fjöld, úr grænu silki rekkjutjöld Þó gleymist margt af fornum fundum og fúni tré í grænum lundum, þá á ég rós er aldrei kól fyrir austan mána og vestan sól Er hrannast ský á hljóðu kveldi ég hugsa um fjöll í sólareldi og vininn þann sem aldur ól fyrir austan mána og vestan sól.


18. Hestavísur Vísurnar Litla Jörp með lipran fót og Fallega Skjóni fótinn ber eru eftir Pétur Pétursson (1754-1842), prest á Víðivöllum í Skagafirði.

A collection of occasional verses about beloved horses, that previously were almost the only way of travelling. The verses ‘Litla Jörp með lipran fót’ and ‘Fallega Skjóni fótinn ber’ are by Pétur Pétursson (1754-1842) priest at Víðivellir in Skagafjörður. Skjóni hraður skundar Frón. Skjóni veður laxalón. Skjóni kemur skammt fyrir nón. Skjóni ber hann litla Jón. Reið ég Grána yfir ána aftur hána færðu nú. Ljós við mána teygði hann tána, takk fyrir lánið, hringabrú. Ríður fríður rekkurinn, rjóður, fróður, velbúinn. Keyri blakar klárinn sinn. Kvikur vakar fákurinn. Litla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún skal seinna á mannamót mig í söðli bera. Fallega Skjóni fótinn ber framan eftir hlíðunum. Góðum var hann gefinn mér gaman er að ríða honum. Einu sinni átti eg hest ofurlítið skjóttan. Það var sem mér þótti verst þegar dauðinn sótti hann.


19. Karlinn á bergi Keðjusögur eins og þessi, þar sem halinn lengist sífellt, eru venjulega mæltar fram en ekki sungnar eins og Ása gerir hér. Aðrar þekktar íslenskar keðjusögur eru til dæmis Sagan af Brúsaskegg og Fuglinn sem vildi fá rauðan spotta um nefið.

This chain story tells of a man and at each verse a new character in connection with him is added - his wife, her horse, the dog who snatched at it, etc. Chain stories like this one where the tail keeps on getting longer are usually just told, not sung like Ása does here. Nú skal syngja um karlinn, karlinn sem á bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Sá var smiður er tágarhúsið til bjó. Nú skal syngja um kerlinguna, kerlinguna sem karlinn átti, karlinn sem á bergi bjó… Nú skal syngja um kapalinn, kapalinn sem kerlingin átti, kerlinguna sem karlinn átti ... Nú skal syngja um folaldið, folaldið sem kapallinn átti, kapalinn sem kerlingin átti … Nú skal syngja um hundinn, hundinn þann sem folaldið beit, folaldið sem kapallinn átti … Nú skal syngja um vöndinn, vöndinn þann sem hundinn hýddi hundinn þann sem folaldið beit … Nú skal syngja um eldinn, eldinn þann sem vöndinn brenndi, vöndinn þann sem hundinn hýddi …

Nú skal syngja um vatnið, vatnið það sem eldinn slökkti, eldinn þann sem vöndinn brenndi, vöndinn þann sem hundinn hýddi, hundinn þann sem folaldið beit, folaldið sem kapallinn átti, kapalinn sem kerlingin átti, kerlinguna sem karlinn átti, karlinn sem á bergi bjó, pottinn braut, eldinn sló, tálið smó, hrísið dró. Vantar mig á fótinn skó. Sá var smiður er tágarhúsið til bjó.


20. Barnagælur Vísurnar sem byrja Mínum eigin augum með og Drengurinn með klára kinn eru ortar af Indriða Þorkelssyni, afa Ásu, sú fyrri ort um sumarmál. Svefninn býr á augum ungum er úr Númarímum (4. rímu) eftir Sigurð Breiðfjörð (1798-1846).

Another collection of nursery rhymes, some are lullabies, others about children’s toys and their longings. The verses starting with ’Mínum eigin augum með’ and ‘Drengurinn með klára kinn’ are by Ása’s grandfather, Indriði Þorkelsson, the first written in early spring. ‘Svefninn býr á augum ungum’ is from Númarímur (part 4) by Sigurður Breiðfjörð (1798-1846). Ég skal kveða við þig vel viljirðu hlýða barnkind mín. Pabbi þinn er að sækja sel sjóða fer hún móðir þín.

Mínum eigin augum með, eins og kóng í pelli, ég hef líka sóley séð sitja úti á velli.

Ljósið kemur langt og mjótt logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum.

Svefninn býr á augum ungum eru þau hýr þó felist brá. Rauður vír á vanga bungum vefur og snýr sig kringum þá.

Hér er komin beinaborg börn sér leika að henni þau hafa ekki þunga sorg þó á gluggann fenni.

Drengurinn með klára kinn kemur að finna pabba sinn þín ei linna lætin stinn, litla skinnið Högni minn.

Hinrik pabbi að heiman fór hafði með sér alinn jó til að flýta ferðinni fram og upp að Mývatni.

Drengurinn hjá dalli rann, drifhvítur á hár og skinn, litlar fyrir sér flautir fann, fingri drap í munn sér inn.


21. Karl og kerling Í seinni hluta þulunnar má sjá skyldleika við kvæðið Grettisfærslu sem nefnt er í Grettis sögu og skrifað var á skinn á 15. öld.

This þula is about a couple on their way to parliament and when dining the man takes a bone and makes a man, Grettir, who is able to put everybody to sleep. In the second half of the þula a similarity is obvious to the poem Grettisfærsla which is mentioned in The Saga of Grettir the Strong. Grettisfærsla itself is written on parchment from the 15th century. Karl og kerling riðu á alþing fundu tittling stungu í vettling. Karl tók til orða mál var að borða þar kom inn diskur var á blautur fiskur, silungur ætur og fjórir sviðafætur. Upp tók hann einn ekki var hann seinn gerði sér úr mann Grettir heitir hann. Margt kunni Grettir vel að vinna fór út í eyjar, svæfði meyjar, kýr og kálfa og keisarann sjálfan.


22. Úr Rímum af Reimari og Fal hinum sterka Rímurnar eru ortar af Hákoni Hákonarsyni (um 1793-1863) í Brokey 1832. Ása kveður 13.-18. og 20.-21. vísu úr 13. rímu.

In this part of The Rímur of Reimar and Falur the Strong, the heroes show their valour in a bloody battle. The rímur were written by Hákon Hákonarson (ca. 1793-1863) in Brokey island in 1832. Ása performs verses 13 to 18 and 20 to 21 from part 13 of the rímur.

Þagnaði kvæðaþátturinn, þróaðist skæði bardaginn, benja flæðir bláröstin, bragnar þræða helveginn.

Hlinur branda hitti þar hrók sem grandið veitti óspar, af Serklandi aulinn var eins og fjandinn tilsýndar.

Veittist görpum varla hlé veifa skörpum bæsingi, beggja unnvörpum herinn hné, hárs í snörpu drífunni.

Hann fram rennir harðefldur, herinn grennir víglystur, bæsing spennir bláleitur, björgólfssennu apaldur.

Reimar fyrst og Fal ég tel, fólkið kvista vígs um mel, báðir lista börðust vel, blóðugan hrista dragvendil. Ruddu braut í fylking fram fleinagautar blóðs um damm, margur hlaut þá skálkur skamm og skaðaþraut við hrottaglamm. Blóðið þrátt af lýðum lak, linaðist sátt við geirablak, heyra mátti bresti og brak, brandaþátts við yfirtak. Hers var munur lands um leir, lítt þó uni kappar tveir, kóngsins hrunu höldar meir, hjörs við dunur svæfðust þeir. ...


23. Horfumst við í augu Þessi kveðlingur er hafður við leik sem felst í því að þátttakendurnir tveir horfast sviplausir í augu þangað til öðrum þeirra verður á eitthvað það sem nefnt er í textanum.

‘We look in each others’ eyes’ is a stanza which is the key to a game where two participants look straight in each others eyes until one of them does one of the things mentioned in the text, such as talking, frowning or laughing. Horfumst við í augu sem grámyglur tvær. Sú skal vera músin sem mælir, kötturinn sem sig skælir, fíflið sem fyrr hlær, folaldið sem fyrr lítur undan og skrímslið sem skína lætur í tennurnar

24. Bláfleðill og Leppatuska Þessa skrítnu og skemmtilegu sögu lærði Ása af móður sinni.

This strange and humorous tale about strange characters Ása learned from her mother.


25. Vinduteinn Elsta heimild um vísuna um vinduteininn er í handriti frá 17. öld og er hún þar eignuð „púkanum“. Orðið gambanteinn, sem þýðir galdrastafur, kemur fyrst fyrir í eddukvæðum. Þar sem púki eða kölski kemur við sögu er ekki undarlegt að minnst sé á hluti sem tengjast göldrum og öðrum yfirnáttúrlegum öflum. Hesturinn sem sakamaðurinn flýr á er einmitt grár eins og algengt er um búsmala af öðrum heimi, svo sem sækýr og hulduskepnur.

Two verses about rods, the first, vinduteinn, used in spinning and the other, gambanteinn, the name of a magical sign. The oldest source of the first verse is in a 17th century manuscript and there said to be made by the devil. The word gambanteinn is first mentioned in the Eddic poetry. The Devil is not a surprise when magic and other supernatural things are the subject. The horse mentioned in Ása´s story is said to be gray. Vinduteinn er boginn í bandi, bogið er tré í vinduteini. Vinduteinn lét aldrei undan, einatt hvein í vinduteini. Gambanteininn firðar fundu fannst þeim mein að gambanteini. Gambanteinn lét aldrei undan einatt hvein í gambanteini.


26. Rauða millipilsið Saga sem sýnir að körlum er illa treystandi fyrir verðmætum, eins og komið hefur á daginn. Ása lærði söguna af móður sinni, Jóhönnu Björnsdóttur (1899-1998).

The Red Petticoat is a story stating that males are not to be trusted with valuables, as has lately become clear. Ása learned the story from her mother, Jóhanna Björnsdóttir (1899-1998).

27. Bráðráður Eins og nafnið gefur til kynna sýnir söguhetjan að hægt er að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum með útsjónarsemi og hugmyndaauðgi. Móðir Ásu sagði söguna af Bráðráði á meðan hún þvoði gólf og er þetta ein þeirra sagna sem entist heilt gólf.

The fictional name of the hero of this story, Bráðráður, tells us that he is able to act quickly and the story demonstrates that it is possible to manage in difficulties by being economical and imaginative. Ása’s mother told this story while washing floors and it was one of the stories that lasted for a large floor.


Vappaðu með mér Vala

Ása Ketilsdóttir kveður, syngur og segir sögur. 1. Smalaþula 2. Heyrði ég í hamrinum 3. Á hestbaki 4. Norðurfjöllin nú eru blá 5. Barnagælur 6. Fallinn er gamli Gráni nú 7. Særingar og ákvæði 8. Druslur 9. Vísur 10. Nú er ekki neitt að frétta 11. Stúlkurnar ganga 12. Hættu að gráta Mangi minn 13. Aldurhniginn féll á fold 14, Talnaþula 15. Draugavísur 16. Nafnaþula 17. Fyrir austan mána og vestan sól 18. Hestavísur 19. Karlinn á bergi 20. Barnagælur 21. Karl og kerling 22. Úr rímum af Reimari og Fal hinum sterka 23. Horfumst við í augu 24. Bláfleðill og Leppatuska 25. Vinduteinn er boginn í bandi

26. Rauða millipilsið 27. Bráðráður


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.