13 minute read

VIII Af skógarnytjum og trjárækt

Þingeyrarhreppur er ekki þekktur fyrir skógarbúskap hvað sem síðar verður. Einustu merki um náttúrulegan skógargróður í dag eru að finna við botn fjarðarins. Gildir lurkar skógviðar sjást í mýrum eru tákn um annað loftslag fyrir árþúsundum. Í Gísla sögu er getið um skóga í Haukadal, hvað sem það nú annars var sem kallað var skógur á tímum hennar. Þar segir að Gísli hafi starfað í skógum þegar Þorkell bróðir hans bar honum njósn af stefnuför Barkar digra til Haukadals. Þegar óvinir þeir sóttu að Gísla leitaði hann felustaðar í skóginum. Við eftirför sögðu leitarmenn „heldr ógreiðfært um skóginn“. Þeir leituðu „um skóginn og finna Gísla eigi“181. . . Sé frásögnin tekin bókstaflega gæti hún bent til eftirfarandi einkenna skóganna í Haukadal:

181 Íslendinga sögur Gísla saga (1981), 47-48.

Advertisement

Í fyrsta lagi að skógurinn hafi verið þéttvaxinn og ógreiðfær af þeim sökum rétt eins og við merkjum í dag á göngu um gamla birkiskóga, t.d. Botnsskóg. Í öðru lagi að skógurinn hafi verið það hávaxinn að fullvaxinn maður hafi getað falið sig í honum. Vissulega þarf ekki nema birkikræðu í mittishæð eða svo til þess að skríðandi maður geti leynst þar. Til þess að maður gæti leynzt uppréttur og gangandi þyrfti skógur áreiðanlega að vera tveir metrar á hæð eða meira. Í þriðja lagi mætti lesa úr frásögninni að þarna hafi verið um gagnskóg að ræða þar sem Þorkell kemur að Gísla í skógum. Gísli var sagður góður smiður og hefur því ef til vill verið að afla sér smíðaviðar þar? Hús virðast hafa verið mikil í Haukadal, þó ekki væri nema fjósið, sjá I kafla. Varla hefur verið komið með allan við í þau erlendis frá?

En svo liðu árin . . .

SKÓGAR Á ÁTJÁNDU OG NÍTJÁNDU ÖLD Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín skráðu býli og búnaðarhag við Dýrafjörð í jarðabók sína síðasumars árið 1710 gátu þeir aðeins um skóglendi á einni jörð í Þingeyrarhreppi.182 Það var á Dröngum. Um jörðina skrifuðu þeir: „Skógur til raftviðar þrýtur mjög og fellur í fauska, en til kolgjörðar og eldiviðar nægur.“ Í Drangaskógi áttu þá tveir aðilar ítök. Það voru Hraunskirkja sem átti . . . „skógarhögg til kolgjörðar . . . á Kleifum“ . . . og Hvammur sem átti skógarítak . . . „í takmörkuðu plátsi, hann er nú að kalla gjörsamlega eyddur og ekki nýtandi til kolgjörðar.“

Hins vegar áttu þrír aðilar skógarítak í Botni: Meðaldalur „þar sem heitir Meðaldalsskógur . . . hann brúkast til kolgjörðar, en eyðist þó mjög. Líklega er það sama ítakið og nefnt er Meðaldalsteigur í landamerkjabók. Þá átti Brekka skógarítak í Botnslandi sem „brúkast til kogjörðar og hingað til til raftviðar, þó að raftviðurinn sé nú að mestu eyddur.“ Í landamerkjabók er ítakið nefnt Brekkuteigur. Þá átti kirkjustaðurinn Sandar skógarítak „millum Seljageila og Miðdæla, hann er nú mjög þrotinn og varla nýtur til kolgjörðar.“

Lýsingarnar bera það allar með sér að skógurinn hafi á öndverðri átjándu öld verið mjög úr sér genginn svo helst hafi mátt nýta hann til kolagerðar. Verður þó að minnast þess að í Jarðabók Árna og Páls mun ekki hafa verið gert meira úr verðmæti jarðahlunninda en efni stóðu til. Kolaþörfin á þeim öldum var mikil, einkum til heitdengingar sláttuljáa. Kol til þess þurftu þó að vera unnin úr sæmilega gildum skógarviði ættu þau að gefa nægan hita til dengingarinnar.183

Botnsskógur hefur verið mesta kolagerðarsvæðið í Dýrafirði, en ekki opinn öllum. Um skóginn segir í Jarðabókinni: „Skógur til raftviðar nærri eyddur, en til kolgjörðar og eldiviðar nægur, og mega ábúendur brúka skóginn so sem þeir fá við komið, ef þeir leggja sjálfir við til húsabyggingar.“

Í sóknalýsingum frá því um 1840 segir svo um Drangaskóg:

182 Árni Magnússon og Páll Vídalín: Jarðabók VII (1940), 28-54. 183 Bjarni Guðmundsson: Íslenskir sláttuhættir (2015), 45-50.

Drangaskógur kallast inn í Dýrafjarðarbotni, þó vestanvert við fjörðinn, pláss eitt mjög víðlent. Þar hefur fyrrum tilverið með bezta skógi, en er nú sökum árlegra skriðufalla og usla sveitamanna, sem ekki eiga annarstaðar tiltölu til skógar mjög eyddur og upprættur orðinn. Hér og hvar vex þar einir og víðir.“184

Um sama leiti segir um skóglendið í Mýrahreppi norðan fjarðarins: „Enginn raftskógur vex hér heldur, nema einungis til kolagjörðar og húsatróðs,“ á nokkrum jörðum, þar sem einkum er getið um hrís til eldsneytis.185

Í þessum kafla má gæta að örnefnum þótt þau eigi mjög misgamlar rætur. Sárafá skógar-tengd örnefni er að finna í heimildum. Þegar er nefndur Drangaskógur, nafn sem ekki hefur þó komist inn í örnefnaskrár. Á Arnarnúpi er Skóghlíðarfjall utan við Arnarnúpshvilftina. Um það segir í örnefnaskrá: „Ekki eru skógarleifar þar, en sagt var, að þarna hefði verið skógur áður fyrr.“ Í utanverðum Meðaldal eru Hríshjalli og Hríshjallaklettar þar undir sem Meðaldalshæðin er hæst á svæði sem varla telst gróðurvænt. Fjarskyldari skógarörnefni má finna eins og t.d. Koleyri í landi Hóla, og Hærri og Lægri-Kolviðarhjalla í landi Saura, sagðir vera „lyng- og grashjallar“ . . . Virðist þá listinn tæmdur. Ef til vill bendir örnefnafæðin til þess að mjög langt sé síðan skógar stóðu í Þingeyrarhreppi utan Dranga, hafi þeir verið þar að ráði. Á göngu um gróðurlendi hreppsins má samt allvíða rekast á lágvaxinn trjákenndan gróður svo sem víðitegundir, eini og fjalldrapa. Innan um fjalldrapann má vera að leynist birkivísar sem kynnu að spretta upp í kjarr við alfriðun fyrir beit.

Danski grasafræðingurinn C.H. Ostenfeld skoðaði skóglendi á Vestfjörðum sumarið 1896 og þá einkum við Dýrafjörð. Hann skrifaði m.a.:

Krattene lider øjensynlig stærkt ved Faarene og vel ogsaa ved Hugning til Brændsel; Birkebuskene er mangestemmede og daarligt udviklede; ogsaa i Sammenligning med den Udvikling, som Birken faar i de saakaldte „Skove“ i Island . . . er tarvelige; sin bedste Udvikling naar de i Fjordens Bund.186

Ostenfeld taldi m.ö.o. skóginn í Botni hvað vöxtulegastan en að hann stæði þó að baki öðrum svokölluðum „skógum“ landsins; birkið væri margstofna og illa þroskað og liði auðsýnilega af ágangi sauðfjár og höggi til eldsneytis. Kjarrið í Dýrafjarðarbotni kvað hann mest vera birki, fjalldrapa, gulvíði og loðvíði sem og eini.

SKÓGANOT Á SEINNI TÍMUM Sóknalýsingarnar sýna að umfangsmestu skógarnotin hafa verið með kolagerð og til húsatróðs. Í munnmælum lifir sú saga að kolagerð hafi verið stunduð í Botnsskógi fram á seinni hluta nítjándu aldar: Langafi skrifarans, Guðmundur Guðmundsson (1850-1888), bóndi og

184 Sóknalýsingar Vestfjarða II (1952), 51-52. 185 Sóknalýsingar Vestfjarða II (1952), 63-94. 186 Ostenfeld, C.H.: Botanisk Tidsskrift 27 (1906), 117-118.

skipstjóri á Arnarnúpi, er sagður hafa kunnað að gera til kola. Á hann að hafa á hverju ári dvalið um tíma í Botni við kolagerð fyrir N. Chr. Gram kaupmann á Þingeyri.187 Má vera að þetta hafi á einhvern hátt tengst því að Hraunskirkja, sóknarkirkja Guðmundar, átti skógarítak til kolagerðar í Drangaskógi, eins og áður sagði. Kolagerð kann því að hafa verið stunduð þar í skógum allt fram yfir 1880. Þá var hins vegar farið að draga stórlega úr þörfinni fyrir kol til dengingar því komnir voru ljáir sem ekki þörfnuðust hennar heldur voru dregnir á hverfistein – skosku ljáirnir er svo voru nefndir og Torfi Bjarnason í Ólafsdal kynnti Íslendingum.

Vitað er að hrís mátti finna í þökum útihúsa er stóðu fram á tuttugustu öld. Fram á fjórða áratug hennar stóð til dæmis útihús á Kirkjubóli sem hafði skógarhrís í þaki, raunar það eina sem þannig var vitað til þar.188 Gæti þess hríss hafa verið aflað um eða nokkru fyrir aldamótin 1900.

. . . „ Í LUNDI NÝRRA SKÓGA“ Í byrjun síðustu aldar lifaði áhugi fyrir trjá- og skógrækt, svo sem alkuna er. Skáld vöktu rómantískar hugmyndir og blésu mönnum krafta í brjóst. Viðfangsefnið varð eitt af baráttumálum ungmennafélagshreyfingarinnar sem þá var að skjóta rótum er rekja mátti til Norðurlanda.

Dýrfirðingar voru svo lánssamir að þangað kom mann- og gróðurræktarfrömuðurinn sr. Sigtryggur Guðlaugsson. Hann sýndi m.a. með Skrúði, gróðurreit sínum á Núpi, hvers vænta mátti af framandi gróðri aðeins ef honum væru búin rétt skilyrði og að honum hlúð af kunnáttu og natni. Sú saga verður ekki sögð hér, enda mörgum vel kunn.189 Fullyrða má að starf sr. Sigtryggs hafði firna mikil áhrif á ræktun í Dýrafirði, áhrif sem enn má sjá. Nemendur Núpsskóla kynntust ræktuninni í Skrúði og reyndu síðan fyrir sér er heim kom. Það sama átti við gesti sem heimsóttu Skrúð á hásumri og sáu hverju sr. Sigtryggur og Hjaltlína Guðjónsdóttir kona hans fengu áorkað þar í grýttri en sólvermdri hlíðinni innan við Núp.

Hin sýnilegu áhrif aldamótahugsjóna og Skrúðs á Núpi fólust m.a. í því að trjá- og annarri yndisrækt var komið upp á nokkrum bæjum. Máske voru það nokkur straumhvörf – að

Í starfssögu Kaupfélags Dýrfirðinga 19191944 eftir Kristinn Guðlaugsson á Núpi er sagt frá athyglisverðum áformum félagsins varðandi skógrækt:

Aðalskóglendið, sem til er í Dýrafirði, er í landi áðurnefndra jarða; [Botns og Dranga sem KD keypti er þær losnuðu úr ábúð 1938] er því samkvæmt áður sögðu eign kaupfélagsins að mestu. Skógurinn er smávaxinn og víða aðeins kjarr. Enda hefur ei verið um hann hirt. Félagið hefur fullan hug á að reynast þessum veikburða og vanhirta gróðri hollur húsbóndi, þótt það hafi enn í litlu verið sýnt. Sumarið 1940 skoðaði skógræktarstjórinn þetta skóglendi að tilhlutan félagsins og gaf ýmsar góðar ábendingar. Mun félagið hagnýta sér þær, til aðhlynningar skóginum, þegar út fjara örðugleikar þeir, er styrjöldin veldur.

Lítið mun hafa orðið framkvæmdum.

187 Sæmundur K. Jónsson: „Hugleiðing um eyðingu skóga“. (1979), 55-56. 188 Frásögn Knútar Bjarnasonar á Kirkjubóli. 189 Sigtryggur Guðlaugsson: Skrúður á Núpi Græðsla og gróður í 40 ár. (2004).

tekið var til við ræktun sem ekki var aðeins til fæðis og klæða heldur ræktun eingöngu vegna huglægra áhrifa, fegurðar og yndis.

Heilstætt eða skipulegt lit yfir yndisræktun í hreppnum hef ég ekki. Hins vegar sat ég með skriffæri hjá móður minni, Ásdísi Bjarnadóttur, 27. apríl 1985, og skráði frásögn hennar, sem ég felldi síðan saman í eftirfarandi texta með fáeinum eigin viðaukum:

Hjördís Hall [1895-1979] á Þingeyri sótti sumarnámskeið í Gróðrarstöðinni á Akureyri árið 1922 er stóð frá 1. maí til 15. september.190 Hún vann skrifstofustörf hjá Guðmundi J. Sigurðssyni en leiðbeindi um garðyrkju á Þingeyri. Hún kom víðar við sögu; var forstöðukona garðyrkju hjá kvenfélaginu Brynju á Flateyri sumarið 1933.191 Vorið 1934 var hún ráðin til „garðyrkju og trjáræktar á Ísafirði“ hjá Blóma- og trjáræktarfélagi Ísfirðinga192 og á sjötta áratugnum annaðist hún leiðbeiningar um gróður hjá Blómabúðinni Flóru í Reykjavík.193

Dagrún Friðfinnsdóttir á Kjaransstöðum setti um 1930 birki þar heima sem hún hafði sótt inni í Botn. Við fremri bæinn á Brekku setti Guðrún Steinþórsdóttir tvö reynitré, skömmu eftir að bæjarhúsið var byggt, um 1930. Á Hofi var settur garður framan við bæinn, það mun Björgvin Gunnarsson hafa gert um svipað leiti og Umf. Vorboði hóf trjáplöntun, sjá síðar. Á Kirkjubóli var trjám plantað framan við bæinn árið 1924 eða 1925. Hjördís Hall pantaði þau frá Gróðrastöðinni á Akureyri; birki, reynivið og lerki. Hjördís setti trén niður og leiðbeindi Margréti Bjarnadóttur heimasætu á Kirkjubóli í fyrstu við ræktunarverkin. Í Hólum setti Sigrún Árnadóttir húsfreyja þar trjá- og blóma- og matjurtgarð framan við bæinn fyrir 1920. Í fyrsta minni skrifarans var það afar fallegur garður að skipulagi og ræktun. Í Meðaldal mundi móðir mín eftir einu tré, þar framan við hjallinn, varið grindverki, rétt eins og hún mundi frá Sveinseyri. Í Meðaldal var það blaðmikill víðir sem átti sér samsvörun í Yztabæ enda fjölskyldutengsl á milli bæjanna. Það mun svo hafa verið um 1910-1911 sem þær systur Guðbjörg og Sigríður Ólafsdætur frá Miðbæ komu með fyrstu trén frá Núpi og settu trjágarð þar framan við bæinn; sóttu síðar fleiri. Þar urðu tré afskaplega gróskumikil. Aspartré þar náði tæplega 20 m hæð sumarið 2019.194 Jón Þorberg Eggertsson mun hafa sett tré ofan við Sæbóls-bæinn í tengslum við skóggræðslu Umf. Gísla Súrssonar. Kvenfélagið Hugrún setti dálítinn trjáreit framan við Samkomuhús sitt, laust fyrir 1940. Á fleiri stöðum í Haukadal má nú sjá prýðilegan vöxt trjáa. Utan Eyrarófæru var fátt um trjárækt, þótt á síðari tímum hafi komið í ljós að trjágróður þrífst þar líka með ágætum, sbr. lundina sem nú má sjá í Hrauni.

Dönsku kaupmennirnir reyndu garðyrkju á Þingeyri, svo sem nefnt er á öðrum stað, bls. 59. Þegar leið á tuttugustu öldina mátti sjá myndarleg tré vaxa þar í fallegum görðum – ræktun sem gaf þorpinu og gefur afar þekkilegt yfirbragð. Móðir mín minntist bjarkar ofan við Vertshúsið og Ingibjörg Hákonardóttir setti birki og ribs ofan við Gamla spítalann. María Ísaksdóttir, kona sr. Þórðar Ólafssonar, setti reynitré

190 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 20.-21. (1922), 29. 191 Morgunblaðið 26. október 1934. 192 Morgunblaðið 29. apríl 1934. 193 Morgunblaðið 12. apríl 1958. 194 https://www.bb.is/2019/06/haesta-tre-vestfjarda-er-2006-metrar-ad-haed/

og björk í garð innan við hús þeirra og muna má garðyrkjustörf Hjördísar Hall sem fyrr var nefnd. Laust fyrir 1930 var farið að planta trjám í kirkjugarðinn á Þingeyri. Þar reis síðan gróskumikill trjálundur. Upp úr 1950 gerðust sr. Stefán Eggertsson og Þorgeir Jónsson héraðslæknir athafnasamir trjáræktendur og fallegur varð garðurinn hennar Guðmundu Gunnarsdóttur í Tröð. Á Þingeyri voru margir snotrir húsagarðar áhugasams ræktunarfólks, einhverjir þeirra orðnir til með atbeina Hjördísar Hall. Á utanverðum Þingeyrarodda var lengi fjöldi samliggjandi kartöflugarða sem yrktir voru ár hvert.

Framanskráð yfirlit má ekki taka sem tæmandi, fremur sem dæmi um vaxandi áhuga fyrir trjárækt og garðyrkju fólki til yndis og umhverfisbóta í anda tímanna. Vel getur okkur mæðginum hafa yfirsést og gleymt einhverjum óverðugum og á því biðjum við afsökunar.

Með ungmennafélögunum tveimur sem stofnuð voru í hreppnum, Umf. Vorboða og Umf. Gísla Súrssyni, vaknaði áhugi á skógrækt. Stefán Guðmundsson bóndi í Hólum gaf þar land, líklega einn hektara, ofan við holtin þar sem nú er innri endi flugvallarins. Var þar komið í dálítið skjól fyrir vindum úr hafi. Þar plöntuðu Vorboða-félagar birki, að mestu, sem var að koma til þegar leggja þurfti landið undir flugvöll laust fyrir 1960. Þar voru líka um tíma ræktaðar kartöflur ungmennafélaginu til tekjuöflunar. Tvær þrjár raðir birkis voru komnar þar neðst í reitnum en þeim fór lítt fram, sennilega sakir magurs jarðvegs. Trjáræktin var færð inn að Brekku þar sem Skógræktarfélagið tók síðar við að planta, svo vaxið hefur upp nokkur teigur grenis og furu. Þar setti Skógræktarfélag Vestur-Ísfirðinga m.a. 1000 birkiplöntur árið 1952. Bætt var í lundinn um og eftir 1960 og þá barrplöntum. Með sama hætti haslaði Umf. Gísli Súrsson sér land framan til við Brúar- og Þorgrímsholtin í Haukadal og plantaði þar barrplöntum, líklega um miðja öldina. Hefur greni sýnt þar býsna góð þrif þótt lítt hafi um lundinn verið hirt frekar en ungmennafélagslund Vorboða. Vöxtulegur trjágróðurinn í kirkjugarðinum á Þingeyri haustið 2022.

Undir lok tuttugustu aldar höfðu mörg viðhorf breyst hvað snerti trjá- og skógrækt hérlendis. Má sérstaklega nefna tvennt þess efni í sagnabálki um Þingeyrarhrepp. Annars vegar er það verkefnið Landgræðsluskógar. Í landi Sanda, á svæðinu innan við gamla kirkjustaðinn, var markað landssvæði sem hafin var trjáplöntun í m.a með tilstyrk Toyota-umboðsins. Einkaaðilar hafa einnig lagt fram krafta sína til plöntunarinnar. Þarna er nú farið að hilla undir víðan skóg

Guðbrandur Stefánsson í Hólum stendur hér við nýplantað skjólbelti þar, varið af fornum túngarði á aðra hlið en netgirðingu á hina (ljósm.: Sæmundur Þorvaldsson).

sem bætir þetta land og þrífst sjálfur prýðilega. Skógræktarsvæðið er þegar orðinn vinsæll umferðar- og áningarstaður útivistarfólks.

Hitt var það að héraðsverkefnið Skjólskógar kom til sögu árið 1996. Á vegum þess var stofnað til skjólbelta- og skógræktar á bújörðum á Vestfjörðum. Má nú á þremur bæjum í Þingeyrarhreppi sjá dæmi um slíka ræktun: Á Ketilseyri er bærinn þegar vafinn skógi, sem Sigurður Friðfinnsson, áður bóndi þar, plantaði á efri árum sínum. Skjólbelti voru sett í Hólum og á Kirkjubóli. Þá er í undirbúningi skógrækt á Bakka.