4 minute read

Hann gladdi með tónlist sinni

Jón Ólafur Guðmundsson

Það þyrfti nokkrar blaðsíður til þess að minnast Jóns Ólafs Guðmundssonar og starfa hans á Hvanneyri og í Borgarfjarðarhéraði. Hér verður þó aðeins birt ávarp sem flutt var í Reykholtskirkju 10. apríl 2011, þegar Reykholtskórinn söng lög eftir eða útsett af nokkrum héraðsbúum . . .

Advertisement

Næstu þrjú lög eiga það sameiginlegt að vera útsett af Ólafi Guðmundssyni frá Hvanneyri. Margir muna enn Óla Guðmunds, eins og hann var kallaðir af kunnugum, þótt hann hafi fallið frá fyrir meira en aldarfjórðungi, þá á besta aldri.

Aðalstarf Ólafs var á sviði bútæknirannsókna og –kennslu. Ungur hafði hann þó numið tónlist og tónlist stundaði hann alla tíð með öðrum störfum sem hljóðfæraleikari, kennari og kórstjóri. Ólafur var m.a. organisti og söngstjóri við Hvanneyrarkirkju um langt árabil. Um tíma var hann líka skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Óli var fjölhæfur hljóðfæraleikari: Lék jöfnum höndum á píanó, harmoníku og orgel, bæði alvarlegri tónverk og dægurflugur í danssölum. Hljómvís Hreppamaður sagði mér eitt sinn að hann teldi Óla þá vera einn besta djasspíanista landsins. Svei mér ef hann hafði ekki nokkuð til síns máls, eins og við samferðamenn heyrðum þegar hann komst í stuð og elti upp einhverja hljómaganga Óskars gamla Petersons eða tók strófur úr Ain´t Misbehaven að hætti Fats Waller. Þótt Óli væri handsmár átti hann auðvelt með að leika eftir frægar vinstri handar sveiflur Wallers á hljómborðinu.

Mér er í minni þegar eins konar Hammond, franskættaður, kom í Hvanneyrarkirkju, líklega árið 1967, að ráðum Hauks Guðlaugssonar, en með tregaskotnu samþykki annarra kirkju-tónlegra yfirvalda þeirra tíma. Ég heyri þá félagana enn þar sem þeir þeyta fimlega splunkunýtt og hljómfagurt orgelið, jafnt með fingrum og fótum. – Öllu fjær vondleik heimsins var varla hægt að komast en þar sem þeir músíseruðu saman, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri og Óli.

Og þó. Kannski komst maður jafnlangt þegar Óli hafði spennt Jón Ólafur Guðmundsson á sig harmoníkuna og fengið til liðs góðvin sinn af Akranesi, (1927-1985). hann Eðvarð Friðjónsson. Líka með nikku. Ebbi taldi í og svo hljómaði þétt sveiflan í lögum eins og All of me, On the sunny side of the street eða bara í laginu Til þín liggja leiðir sem Svavar Lárusson hafði gert frægt með ofursykruðum söng sínum. Ótal sólóa tóku þeir félagarnir til skiptis og satt að segja voru fáa nótur látnar vera

Ólafur við flygilinn í óþekktri hljómsveit á sjötta (?) áratugnum (Ljósm.safn Akraness).

iðjulausar eftir á hljómborðum dragspilanna – og allir fingur hægri handa í fullri vinnu samtímis. Bassatakkarnir lágu fráleitt eftir.

Formlega gerði Óli ekki mikið af því að útsetja tónlist. Það var líka í samræmi við hógværð hans að fáar útsetningar merkti hann sér eða hélt sérstaklega til haga. Helst var það í kringum skólakórana á Hvanneyri og þá einkum eftir að stelpum fjölgaði svo efna mátti í blandaðan kór.

Ég minnist haustsins 1963. Þá hafði ekki tekist að koma saman hefðbundnum karlkór fyrir árshátíðina, Fyrsta-des., eins og oft hafði áður tekist. Óli tók sig þá til og útsetti léttar lagasyrpur að hætti Fjórtán Fóstbræðra sem þá voru að hefja sinn frægðarferil. Hann réði Hauk rakara Gíslason í Borgarnesi sem kontrabassaleikara og skrifarann, þá nýgræðing, á rafgítar til undirleiks með honum á harmoníku. En með virðulega skrifuðum nótum og hljómum höfðum við okkur í gegnum þetta. Kórinn gerði stormandi lukku í hópi heiðursgetsanna – Varmalandsmeyja.

Mér er líka í minni vönduð útsetning Óla á Overtýru – forleik að Deleríum búbónis, söngleik Jónasar og Jóns Múla Árnasona sem Ungmennafélagið Íslendingur færði upp félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit veturinn 1978. Óli vildi hafa undirleikinn nákvæman og skrifaði því fyrir okkur Hauk rakara allt sem spila skyldi. Óli vildi enga ofbrúkun á sjöundarhljómum en skýran valstakt þar sem hann átti við: Kontrabassann kláran á fyrsta slagi og gítarinn nett á hinum tveimur, helst sleginn upp. Sjálfur fyllti hann í allt hitt með píanóinu og fór víða um nótnaborðið og tryggði rétta hrynjandi.

Nokkra kvartettútsetningar, afar snotrar, lét Óli eftir sig, orðnar til fyrir söngflokka Bændaskólans eða í tengslum við hann. Ég nefni lög eins og Erla, góða Erla, Er einmana geng

ég, og jólalagið fræga, White Christmas. Jass-skotna hljómvísi og glettni mátti gjarnan heyra í útsetningum Óla, takið t.d. eftir lögunum‚ Óla lokbrá og Litla kvæðinu um litlu hjónin hér á eftir.

Hér og hvar laumaði Óli inn skemmtilegri krómatík og stundum kom það fyrir að hann samdi sérstaklega við einhvern úr söngflokknum að stinga inn aukatóni eða tveimur, til þess að fá örlitla ómstríðni hér og hvar. Það er líklega þess vegna sem mig langar svo oft til þess að raula sexundartón í lok lags, sérstaklega ef útsetningin er mjög flöt . . .

En málið mesta er það að Ólafur Guðmundsson var strax frá æsku sinni fús að leggja öllum lið með tónlistarhæfileikum sínum: Þess vegna bar hann harmoníku sína á böll fram í Lundarreykjadal og miklu víðar um sveitir. Lék matar- og afþreyingarmúsík við urmul tækifæra, stjórnaði fjöldasöng, lék í danshljómsveitum og stjórnaði kórum.

Fæst af þessu gerði hann ríkan. Kannski ekkert. Með tónlist sinni gladdi hann hins vegar samferðamenn sína, og stytti þeim stund. Hann ljúfa minning eftir skildi eins eins og þar stendur. Minningu Ólafs Guðmundssonar heiðrum við með því að syngja þrjú lög í útsetningum hans.110

110 Skrifað vorið 2011.